Morgunblaðið - 27.02.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018
Sigríður LovísaJónsdóttir, ráðn-ingar- og þjálf-
unarstjóri hjá Brim-
borg, er fimmtug í dag,
en hún hefur starfað hjá
Brimborg í um 28 ár og
sinnir einnig mannauðs-
málum og launavinnslu
hjá fyrirtækinu.
Hjá Brimborg eru í
dag um 240 starfsmenn
í föstu starfi og er fyrir-
tækið m.a. með umboð
fyrir Volvo, Ford,
Mazda, Citroën og Peu-
geot ásamt því að reka
átta verkstæði, bílaleigu
og atvinnutækjasvið svo
eitthvað sé nefnt. Lovísa
er Volvo-aðdáandi og
ekur að sjálfsögðu um á
flaggskipi Volvo, XC90.
„Ég hóf störf hjá
Brimborg árið 1990 og
ætlaði í upphafi að stoppa í eitt ár sem allt í einu eru nú orðin 28, enda
líkar mér mjög vel hjá fyrirtækinu og hver dagur flýgur áfram. Ég
hef sinnt fjölmörgum störfum innan fyrirtækisins og starfa í dag á
mannauðssviði Brimborgar. Árið 2008 dreif ég mig í diplómanám í
mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og þar kviknaði áhugi minn á
frekari háskólamenntun og síðastliðin ár hef ég verið í námi samhliða
vinnu í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er að skrifa lokaritgerð
um þessar mundir.“
Lovísa skrifar BS-ritgerð um jafnlaunavottun. „Jafnlaunavottun er
af hinu góða, og er aðeins öðruvísi en fólk heldur. Jafnlaunavottun
snýst ekki bara um jöfn laun karla og kvenna heldur jöfn laun og kjör
allra fyrir sömu störf, með sömu menntun og reynslu ásamt því að
vera frábært hálpartæki fyrir stjórnendur fyrirtækja.“ Lovísa hefur
brennandi áhuga á kjaramálum og hefur setið í stjórn VR frá 2016 og
sinnir þar formennsku í kjaramálanefnd og er einnig formaður starfs-
menntanefndar og er núna í framboði til stjórnar VR en kosningar
hefjast 6. mars næstkomandi.
Afmælisdeginum eyðir Lovísa í faðmi fjölskyldunnar og verður
villibráðarveisla með stórfjölskyldunni í kvöld og á döfinni er svo
fimmtugsferð með vinkonum sem allar verða fimmtugar á þessu ári.
Sonur Lovísu er Sveinn Aron Ævarsson, 20 ára.
Mæðginin Lovísa og Sveinn Aron.
Skrifar lokaritgerð
um jafnlaunavottun
Lovísa Jónsdóttir er fimmtug í dag
I
ngimar Sveinsson fæddist 27.
febrúar 1928 á Egilsstöðum
á Fljótsdalshéraði og ólst
þar upp. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MA 1948, BSc.
with honor.-prófi í búvísindum frá
Washington State University, Pull-
man í Washington-ríki í Bandaríkj-
unum 1952, dvaldi við nám í Dan-
mörku sumarið 1986, í Þýskalandi
1993 og í Kanada og Bandaríkjunum
1995.
Ingimar var bóndi á Egilsstöðum
(á Egilsstaðabúinu) 1952-86 en gerð-
ist kennari við Landbúnaðarháskól-
ann á Hvanneyri, m.a. í hrossarækt
og tamningum, frá ársbyrjun 1986
til vors 1998. Jafnframt stundaði
hann þar tilraunir og rannsóknir í
hrossarækt.
Hann hefur kynnt sér ýmsar er-
lendar tamningaaðferðir hrossa sem
hann hefur aðlagað fyrir íslenska
hestinn og bætt inn í sína fyrri tamn-
ingareynslu og þannig þróað sína
eigin útfærslu eða frumtamninga-
aðferð sem hann nefnir „af frjálsum
vilja“. Hann hefur haldið fjölda
tamninganámskeiða um allt land og
víða erlendis á undanförnum árum
og eru þau mjög vinsæl og eftirsótt
og einnig hefur hann flutt erindi og
haldið fræðslunámskeið um íslenska
hestinn, sérstöðu hans og þarfir,
Ingimar Sveinsson, fyrrverandi bóndi og kennari – 90 ára
Ljósmynd/Jón Kristjánsson
Hjónin Ingimar og Guðrún í Egilsstaðaskógi, en Ingimar var bóndi á Egilsstaðabúinu í 34 ár.
Hirðir hestana sína
á hverjum degi
Hestamaður Ingimar og Pilatus, sem var landsþekktur hestur. Hann var
alinn upp á pela frá fyrsta degi eftir að hryssan drapst frá folaldinu.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.