Morgunblaðið - 27.02.2018, Side 27

Morgunblaðið - 27.02.2018, Side 27
bæði hjá hestamannafélögum lands- ins og erlendis. Ingimar var stofnfélagi Hesta- mannafélagsins Freyfaxa á Fljóts- dalshéraði og sat í stjórn þess í tutt- ugu og fimm ár, þar af formaður í fimm ár. Hann var stofnfélagi og fyrsti formaður ungmenna- og íþróttafélagsins Hattar á Egils- stöðum. Hann sat í stjórn Kaup- félags Héraðsbúa, var í nokkur ár formaður Bændafélags Fljótsdals- héraðs, og í stjórn Ræktunarsam- bands Austur-Héraðs og formaður og framkvæmdastjóri þess um skeið. Hann var fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda og Lands- sambands hestamannafélaga, bú- vörudeildar SÍS og Osta- og smjör- sölunnar um árabil. Ingimar hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit og kennslu- bækur í hrossarækt og loðkanínu- rækt við Bændaskólann á Hvann- eyri. Hann er gullmerkishafi Landssambands hestamannafélaga og voru veitt heiðursverðlaun LH árið 2008. Hann ritaði bókina Hrossafræði Ingimars, 334 blað- síðna alhliða upplýsinga- og fræðirit um hesta, sem kom út í nóvember 2010 en hún var tilnefnd til bók- menntaverðlauna Hagþenkis það ár. „Við félagi minn eigum hesthús í hesthúsahverfinu við Varmá, en ég bý núna í Mosfellsbæ. Ég er þar með fjóra hesta á járnum og fer enn á bak þegar veður leyfir, síðast núna um helgina, annars væri ég kominn í kör. Ég gef og moka skít á hverjum degi. Það heldur manni geysilega vel við að þurfa að fara í hesthúsið á hverjum degi í stað þess að liggja í leti. Það er mikið atriði fyrir eldra fólk að hafa eitthvað við að vera.“ Fjölskylda Ingimar kvæntist 25. desember 1956 Guðrúnu Gunnarsdóttur, hús- freyju á Egilsstöðum og síðar gjald- kera við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, f. 7.9. 1933, d. 23.7. 2016. Foreldrar hennar voru Gunnar Guð- jónsson og Kristín M. Jóhanns- dóttir, bændur á Gestsstöðum og Hafþórsstöðum í Borgarfirði. Börn: 1) Sigríður Fanney, f. 23.4. 1957, cand.techn.soc., búsett í Kaup- mannahöfn, maður hennar er Lars Christensen og börn þeirra Magnús og María; 2) Gunnar Snælundur, f. 19.2. 1960, cand.agr., búsettur í Kaupmannahöfn, kona hans er Anne Mette Skovhus og börn þeirra Mar- en Kristín, Markús Snælundur og Anna Vigdís; 3) Kristín María, f. 31.3. 1962, myndlistarmaður og kvikmyndateiknari, búsett í Mos- fellsbæ, maður hennar er Jóhannes Eyfjörð og börn þeirra Guðrún Ýr, Matthías og Andri; 4) Ásdís, f. 7.11. 1967, d. 13.9. 2012, kennari, síðast í Borgarnesi; 5) Sveinn Óðinn, f. 2.11. 1972, vélstjóri, búsettur á Selfossi, en starfar eins og er í Grikklandi, kona hans er Guðrún Halldóra Vilmundardóttir skrifstofumaður og börn þeirra Ingimar Örn og Hafdís Rún. Systkini Ingimars: Ásdís, f. 15.4. 1922, d. 15.8. 1991, fv. húsmæðra- kennari og hótelstjóri; Jón Egill, f. 27.8. 1923, bóndi á Egilsstöðum. Foreldrar Ingimars: Sveinn Jóns- son, f. 8.1. 1893, d. 26.7. 1981, bóndi og oddviti á Egilsstöðum, og k.h., Sigríður Fanney Jónsdóttir, f. 8.2. 1894, d. 14 september 1998, hús- freyja og hótelhaldari á Egils- stöðum. Ingimar Sveinsson Jórunn Magnúsdóttir húsfreyja í Skildinganesi Pétur Guðmundsson bóndi í Skildinganesi Ingunn Pétursdóttir húsfreyja og kennari á Strönd og víðar Sigríður Fanney Jónsdóttir húsfreyja og hótelstjóri á Egilsstöðum Jón Einarsson bóndi á Strönd á Völlum og víðar Sigríður Ögmundsdóttir húsfreyja í Breiðuvík Einar Sigfússon bóndi í Breiðuvík á Borgarfirði eystri ón Egill Sveinsson óndi á Egilsstöðum J b Gunnar Jónsson bóndi á Egilsstöðum Jón Bergsson bóndi og hestamaður á Ketilsstöðum í Vallahreppi Bergur Jónsson bóndi á Ketilsstöðum í Vallahreppi Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur og þýðandi Ásdís Sveinsdóttir húsmæðrak. og hótelstjóri Sigfús Einarsson söðlasmiður á Reyðarfirði Pétur Einarsson bóndi á Hafursá á Völlum Pétur Jónsson bóndi og hestamaður á Egilsstöðum Jón Pétursson dýralæknirAusturlands Jón Þorsteinsson læknir í Rvík og hestamaður Þorgeir orsteinsson sýslumaður Keflavíkur­ flugvelliKatla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona Þ á Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor í heimspeki Herdís Þorgeirsdóttir lögmaður í Rvík Þorsteinn Jónsson kaup­ félags­ stjóri á Reyðar­ firði Ólöf Bjarnadóttir húsfreyja í Vestdal Pétur Sveinsson bóndi í Vestdal í Seyðisfirði Margrét Pétursdóttir húsfreyja á Egilsstöðum Jón Bergsson bóndi og kaupfélagsstjóri á Egilsstöðum Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja í Vallanesi Bergur Jónsson prestur í Bjarnarnesi í Hornafirði og síðar í Vallanesi Úr frændgarði Ingimars Sveinssonar Sveinn Jónsson bóndi og oddviti á Egilsstöðum ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 102 ára Axel Jóhannesson 90 ára Ingimar Sveinsson 85 ára Árni G. Jensson Borghildur Þorgrímsdóttir Garðar Sigurðsson Ingveldur Stella G. Sveinsd. 80 ára Anna Andrésdóttir Auðunn Gestsson Bjarki Gíslason Ingibjörg Matthíasdóttir Sigrún Steingrímsdóttir 75 ára Ásta Benediktsdóttir Hreinn Björgvinsson Rósa Antonsdóttir Steinunn G. Ingvarsdóttir 70 ára Ásdís Birna Jónsdóttir Helgi Hermannsson Hólmfríður Böðvarsdóttir Þórir Haraldsson 60 ára Bergþóra Einarsdóttir Bryndís Elín Hauksdóttir Brynja Guðmundsdóttir Danía Árnadóttir Dóra Sjöfn Stefánsdóttir Elísabet B. Vilhjálmsdóttir Gerth Larsen Hanna Björg Jóhannesd. Jóhanna Ellen Valgeirsd. Kristín Halldórsdóttir Kristín Júlíusdóttir Kristín Kui Rim Mathieu Wierk Zevenhuizen Ragnheiður Lára Jónsdóttir Ragnhildur Ólafsdóttir Sigmundur Eyþórsson Sigrún Sigurðardóttir Snæbjörn Heimir Blöndal Unnur Eiríksdóttir 50 ára Aðalheiður S. Hólmgeirsd. Arndís Baldursdóttir Ásmundur Jónas Guðjónss. Eiríkur Haraldsson Eiríkur Ingvar Ingvarsson Elín Sigurðardóttir Eva Dís Gunnarsdóttir Hreiðar Þór Björnsson Jóel Jónsson Rafn Yngvi Rafnsson Rósa Sigríður Ásgeirsdóttir Sigríður Lovísa Jónsdóttir Valdís Arnarsdóttir 40 ára Ari Heiðmann Jósavinsson Eva Ósk Þorgrímsdóttir Halldóra Stefanía Birgisd. Hilda Sigríður Pennington Jóhanna Dagbjört Gilsdorf Kristján Óli Pétursson Margrét Lísa Sigþórsdóttir Ólafur K. Guðmundsson Sonja Sigurjónsdóttir Sveinn Birgisson 30 ára Agnes Ósk Gunnarsdóttir Anna Lísa Ríkharðsdóttir Arnþór Jóhannsson Auður Guðbjörg Pálsdóttir Árni Jakob Ólafsson Ásbjörn T. Sveinbjörnsson Claire Henriette S. Thuilliez Elín Pálmadóttir Eva Kristín Drífudóttir Gísli Líndal Karvelsson Guðbjörg Krista Sesarsd. Guðlaug Eydís Bjarnadóttir Stefán Atli Jónsson Steinunn Karlsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Lísa ólst upp á Búastöðum í Vopnafirði en býr í Kópavogi. Hún er heimavinnandi. Maki: Bjarki Hrannar Bragason, f. 1970, bifvéla- virki hjá Toyota. Börn: Kristín Birta, f. 2003, Arna Rut, f. 2005, Hrafnhildur Rán, f. 2007, og Berglind Hrönn, f. 2012. Foreldrar: Sigþór Þor- grímsson, f. 1946, og Hólmfríður Ófeigsdóttir, f. 1950, bús. á Búastöðum. Margrét Lísa Sigþórsdóttir 30 ára Elín er úr Mos- fellsbæ en býr í Kópavogi. Hún er viðskiptafræðingur með master í endur- skoðun og reikningsskilum og vinnur hjá PriceWater- houseCoopers. Maki: Atli Þór Jóhanns- son, f. 1988, löggiltur end- urskoðandi hjá PWC. Börn: Birkir Leó, f. 2013. Foreldrar: Pálmi Stein- þórsson, f. 1960, húsa- smíðam., og Inga Jóna Óskarsdóttir, f. 1964, við- urkenndur bókari. Elín Pálmadóttir 30 ára Gísli er Skaga- maður og vélfræðingur hjá HB Granda. Maki: Vilborg Inga Guð- jónsdóttir, f. 1988, sjúkraliði á Sjúkrahúsi Akraness. Börn: Styrmir Líndal, f. 2011, og Þórdís Katla, f. 2014. Foreldrar: Karvel Líndal Hinriksson, f. 1968, vél- virki á Akranesi, og Hild- ur Bernódusdóttir, f. 1969, sjúkraliði, bús. í Garði. Gísli Líndal Karvelsson Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is VE SOFT nge WA Lou 360° snúningur Leður verð frá 249.000.-  Magdalena M. Stefaniak Viðarsson hefur varið doktorsritgerð sína í mat- vælafræði við Matvæla- og næring- arfræðideild Háskóla Íslands. Rit- gerðin ber heitið: Mat á lífvirkni fjölsykruútdrátta af sjávaruppruna (Evaluation of bioactive properties of marine-derived polysaccharide ext- racts). Í doktorsnefnd sátu dr. María Guðjónsdóttir, dósent í Matvæla- og næringarfræðideild, dr. Ólafur Ey- steinn Sigurjónsson, klínískur pró- fessor við Læknadeild, dr. Kristberg Kristbergsson, prófessor við Mat- væla- og næringarfræðideild, og dr. Sesselja Ómarsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild. Fjölsykrur sem upprunnar eru úr hafinu hafa verið notaðar í ýmsum tilgangi, s.s. við matargerð, til nær- ingarefnagerðar og lyfjagerðar. Þrátt fyrir miklar framfarir í rannsóknum á sjávartengdum fjölsykrum er mörg- um spurningum enn ósvarað hvað varðar líffræðilega eiginleika þeirra. Tilgangur verkefnisins var að rann- saka fjölsykrur af sjávaruppruna og afla frekari upplýsinga og þekkingar á eiginleikum þeirra, með áherslu á hugsanlega eiginleika þeirra til ónæmisstýringar. Útdrættirnir sem voru til rannsóknar voru fengnir úr sjávarlífverum s.s. brúnþörungum, ásamt rauðfóta sæbjúgum. Út- drættirnir voru fengnir með ýms- um útdráttar- aðferðum sem leiddi til afurða með mikinn breytileika í bæði efnasamsetningu og lífvirkni. Hefðbundnar efnamæl- ingar voru notaðar til að mæla fjöl- fenól og fjölsykrusamsetningu, en einnig voru andoxandi eiginleikar út- dráttanna metnir. Þar að auki voru eiturefnaáhrif efnanna rannsökuð til að meta öryggi útdráttanna gagnvart THP-1-mónósýtum. Útdrættirnir úr þaranum og sæbjúgunum juku losun bólgumyndandi og bólguhamlandi frumuboða, sem getur gefið í skyn að efnin megi nota í ónæmisstýrandi til- gangi. Ónæmisstýrandi eiginleikar efnanna eru þó sterklega háðir fjöl- sykrusamsetningu og fjölfenól sam- setningu þeirra, ásamt andoxandi eiginleikum þeirra. Greiningar á efna- samsetningu efnanna samhliða frumuprófunum tengir saman fjölda vísindagreina og veitir því yfirgrips- meiri þekkingu en áður á þeim efnum sem finna má í fæðu manna og hvaða áhrif þau hafa á líkamann. Magdalena Stefaniak Magdalena M. Stefaniak Viðarsson útskrifaðist með meistarapróf í Medical bio- technology árið 2004 frá University of Wroclaw í Póllandi. Hún vinnur nú hjá ónæmisfræðideild Landspítalans. Magdalena er gift Helga Viðarssyni og eiga þau dótturina Elínu Maríu, sem er fædd 2011. Doktor

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.