Morgunblaðið - 27.02.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 27.02.2018, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 Eigum úrval af Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú munt hugsanlega flytja eða skipta um vinnu á næstu tveimur árum. Mundu: þú vilt bæta þig sama hvað það kostar. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur verið í sviðsljósinu um tíma og nú er svo komið að þú þarft að halda þér til hlés og leyfa öðrum að komast að. Einangraðu þig samt ekki um of. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt það sé ágætt að hafa nóg að gera verður þú að varast að taka að þér of mörg verkefni í einu. Gerðu eitthvað óvenjulegt í dag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fólk sem hagar sér heimskulega veldur vandræðum, en reyndu að sjá fyndnu hliðina á því. Einbeittu þér að því að vera í frábæru skapi og taka hlutunum eins og þeir koma. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Samræður um daginn og veginn geta gengið úr hófi. Gættu þess bara að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eins oft og þú hefur verið varaður við því að sóa ekki dýrmætum tíma er ljóst að tíminn rennur þér úr greipum í dag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Áform þín um að bæta heimilið eða fjölskylduna munu fá þann stuðning sem þú hefur óskað eftir. Þú kaupir eitthvað inn sem þig hefur lengi dreymt um. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Forðastu að gagnrýna sam- starfsfólk þitt í dag og sættu þig ekki við ósanngjarna gagnrýni frá því heldur. Reyndu að leysa hvern hnút fyrir sig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Stundum á maður að taka eitt- hvað til bragðs og stundum er best að gera ekki neitt. Hafirðu eftirsjá geturðu aðeins kennt sjálfum þér um. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú bíður í ofvæni eftir því að þér verði hrósað fyrir góða frammistöðu. Samræður við yfirboðara verða ein- staklega upplýsandi í dag. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ættir að setja þér ný mark- mið ef þú ert nálægt því að ná síðustu markmiðum sem þú settir þér. Þér ætti að reynast auðvelt að telja aðra á þitt band. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér finnast hlutirnir gerast fullhratt í kringum þig. Hafðu gát á öllu, því þannig kemstu hjá áföllunum. Sígandi lukka er best. Ólafur Stefánsson skrifaði í Leir-inn á laugardag að nú fór verr en skyldi. – „Ég ætlaði að gera þessar líka fínu helgarvísur og brillera sem aldrei fyrr. En þá hellt- ist yfir mig leti hvíldardagsins og ég gerði bara fyrriparta en lét gömlu skáldin og húsganga sjá um að botna:“ Fór út áðan, fékk mér loft, fannst það bara gaman. „Þetta skeður ekki oft að við kveðum saman.“ (Baldur Arason) Er held ég mig í heimsins kró, heyrist englasöngur. „Eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í göngur.“ (Jónas) Álfamærin undurfín, á sér hjá mér mötu. „Er að mjólka ána sín í ofurlitla fötu.“ (Þjóðvísa) Mér í huga friðinn finn, fönn þótt byrgi glugga. „Þarna siglir einhver inn ofurlítil dugga.“ (Sveinbjörn Egilsson) Sól ei lengur sýnist föl sunkar hafs í dreyra. „Svo skal maður bæta böl að bíða annað meira.“ (Kr. Fjallaskáld) Kindur jarma, köttur malar, kuldastroka fer um naust. „Kári snjall á tindum talar tekur allt sem þar er laust.“ (Jón Árnason) Ekki dugir um að fást, þó ætti sæng sér búna. „Norðurljósa birtan brást bóndanum með kúna.“ (Jón Halldórsson) Að mér hafa svipir sótt svona er það löngum. „Halla kerling fetar fljótt framaneftir göngum.“ (Gamall húsgangur) Ef heims í vosi hrekkur gjörð, og hrópar einhver – bíddu! „Hugsaðu hvorki um himin né jörð haltu þér fast og ríddu.“ (Þórður á Strjúgi) Upp á hefðar hól og tind hleyp ég röskur kringum. „Ég er eins og kláðakind í klóm á Húnvetningum.“ (Kr. Fjallaskáld) Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fyrripartar og gömlu skáldin botna AÐ TALA EINS OG STJÓRNMÁLAMAÐUR – FYRSTA MERKIÐ UM AÐ MENN HALDI EKKI REISN SINNI LENGUR. „ÞÚ GETUR EKKI VERIÐ FARINN AÐ FITNA STRAX! ÞÚ HÆTTIR BARA AÐ REYKJA FYRIR 20 MÍNÚTUM.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að skipuleggja stefnumót númer tvö áður en því fyrsta er lokið! AÐÓG ÐIDLÖVK! GO ÐIREV NIMOKLEV Í KABÁRUTFA SÚHKIEL! KKILK ÉG HEF ÁHYGGJUR AF VEIKLEIKUM Í EINKAGEIRANUM. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HÉRNA ER BÆKLINGURINN FRÁ HÓTELINU OKKAR FÍNA ÚR BRÚÐKAUPSFERÐINNI! HA! VIÐ FÓRUM EKKI ÚR HERBERGINU Í ÞRJÁ DAGA! ÉG MAN AÐ ÞÚ GAST EKKI HÆTT AÐ PANTA HERBERGISÞJÓNUSTU! Eins sjálfsagt og það er að verð-launa okkar besta fólk á sviði kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð- ar eru Edduverðlaunin alveg öm- urlegt sjónvarpsefni. Hver sigur- vegarinn á fætur öðrum að þakka kollegum sínum og ömmu sinni fyrir velgjörð í sinn garð gegnum árin. „Kvikmyndagerð er hópvinna!“ Hvers vegna þarf þetta fólk að klappa hvert öðru á bakið frammi fyrir alþjóð? Er ekki nóg að gera það í lokuðum sal úti í bæ? Auðveldlega má birta upplýsingar um sigurvegarana eins fljótt og þær liggja fyrir á netinu og sjónvarpið getur svo sýnt „helstið“ á svona tíu mínútum kvöldið eftir. Málið dautt. Sjálfur skrapp Víkverji á hand- boltaleik á sunnudagskvöldið og hélt að hann hefði sloppið við Edduna að þessu sinni. Ekki aldeilis. Dagskrár- liðurinn sigldi þá bara meira en hálf- tíma fram úr auglýstri dagskrá. Það var engu líkara en þeir Eddungar hefðu ákveðið að draga mál sitt til að refsa Víkverja sem hlammaði sér í sófann fyrir framan sjónvarpið þegar hann kom heim. x x x Stundum getur raunar borgað sigað nenna ekki að standa upp úr sófanum. Þannig sá Víkverji afar óvenjulegan þátt á RÚV um daginn. Hann var danskur og fjallaði um konu sem orðið hafði fórnarlamb svikara. Hún hafði kynnst banda- rískum hermanni á stefnumótasíðu á netinu og orðið ástfangin af hon- um. Og hann af henni, að því er hún hélt. Í ljós kom að það var tóm vitleysa. Maðurinn sem skrifaðist á við hana var alls ekki maðurinn á myndinni og áður en yfir lauk hafði svika- hrappurinn haft af konunni árs- launin. Hélt því fram að herinn hefði fryst launin sín og að hann vantaði peninga til að komast til sinnar „heittelskuðu“ í Danmörku. Konan áttaði sig á endanum á svikunum en þá kom óvænt tvist í söguna; hún fór að leita að mann- inum á myndinni – og fann hann. Hann átti enga aðild að málinu en fann til með aumingja konunni og bauð henni í heimsókn vestur um haf. Ekki tókust með þeim ástir en á hinn bóginn vinátta. vikverji@mbl.is Víkverji Ef einhver er í Kristi er hann orðinn nýr maður, hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til. (Síðara Korintubréf 5.17)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.