Morgunblaðið - 27.02.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 27.02.2018, Síða 30
AF KVIKMYNDUM Hulda Rós Guðnadóttir Á sunnudag lauk Kvikmyndahátíð- inni í Berlín, Berlinale, með óvæntu vali á kvikmyndinni sem hreppti helstu verðlaun hátíð- arinnar, Gullbjörninn. Og þar var Íslendingur í einu aðalhlutverk- anna. Kvikmyndahátíðin er ein örfárra svokallaðra A-lista kvikmyndahá- tíða og ekki síst sérstök fyrir það hversu stór hún er. Mesta athygli fjölmiðla hlutu stórstjörnur á borð við Bill Murray og Tildu Swinton en áhugamenn og fagfólk í kvik- myndagerð og myndbandalist mæta hinsvegar á hátíðina til að sjá framúrskarandi gæðaverkefni úr ólíkum kimum og öngum list- arinnar. Það vill svo til að í ár lék íslenski leikarinn Tómas Lemarquis annað aðalhlutverka í einni óvenjulegustu kvikmynd hátíðarinnar, vinnings- myndinni Touch Me Not eftir rúm- ensku leikstýruna Adina Pintilla. Hún fjallar um fyrirbærið nánd frá nokkrum ögrandi sjónarhornum. Ógerningur er að ákveða til hvaða flokks kvikmyndin geti talist og kannski er það óþarfi. Hún getur verið heimildarmynd, skáldverk eða myndlist, enda var aðstand- endum boðið að sýna hana í flest- um flokkum hátíðarinnar. Frétta- ritari Morgunblaðsins, sem starfar sjálf á mörkum kvikmyndalistar og myndlistar, lítur á myndina sem fulltrúa Forum-flokksins í aðal- keppninni. Forum-flokkurinn var settur á laggirnar árið 1971 af Ars- enal, þýsku stofnuninni fyrir kvik- mynda- og myndbandalist, fyrir myndir sem standa utan flokkunar- kerfis tegunda. Myndlist og kvikmyndalist mætast í blendingsmyndum Hjá Arsenal-stofnuninni er litið á Forum-flokkinn á kvikmyndahátíð- inni sem áframhaldandi rannsókn- arverkefni, sem hafi það helst að markmiði að vera mikilvægt fram- lag til félagslegrar og menningar- legrar umræðu. Stofnunin leitast við að víkka út skilning fólks á fyr- irbærinu kvikmynd með því að fara út á jaðarinn og finna þar fersk sjónarhorn. Það er í Forum- flokknum sem myndlist og kvik- myndalist mætast á hátíðinni en Pintilla, leikstýra Touch Me Not, titlar sig einmitt bæði sem leik- stýru og myndlistarkonu. Það gerir reyndar Tómas Lemarquis líka en hann starfar bæði sem leikari og myndlistarmaður. Christina Nord, yfirmaður hjá menningardagskrá Goethe- stofnunarinnar, var fengin til að skrifa í sýningarskrá Forum í ár. Þar veltir hún fyrir sér margskon- ar samsetningarmöguleikum heim- ildarmynda og skáldaðs efnis, svo- kallaðra blendingsmynda. „Þessi tegundaskipting er einungis nauð- synleg þegar verið er að sækja um styrki; þegar þú vilt vinna inni í kerfinu. Þá þarf að setja merki- miða á allt. Sama gildir um flestar hátíðir,“ segir Nord. Hún talar um að Forum-hluti Kvikmyndahátíð- arinnar í Berlín sé undantekning. „Kostirnir við slíka blendinga eru augljósir. Ekki tekur allt sem hægt er að ná á filmu, á sig sjónrænt form. Margt er til án efnislegrar birtingarmyndar: hugsanir, draumar, hugmyndir, tálsýnir, langanir, skynvillur, einkenni, ráða- gerðir, þráhyggja, hið breiða lands- lag þess sem Robert Musil talaði um sem ,Möglichkeitssin‘; tilfinn- inguna um möguleikann.“ Ringlaðir blaðamenn Í aðalkeppni hátíðarinnar, þar sem keppt er um Gullbjörninn, er að finna mjög ólíkar kvikmyndir. Mestrar athygli njóta myndir sem skarta frægum viðurkenndum leik- stjórum úr bandarísku og al- þjóðlegu sjálfstæðu senunni, en einnig Hollywood-leikurum sem vilja taka þátt í listrænni verk- efnum en gengur og gerist. Myndir sem brjóta upp það sem er viður- kennt í listrænu og sjálfstæðu sen- unni fá minni athygli. Færri blaða- menn og ljósmyndarar mæta á rauða teppið og á blaðamannfundi ef þessar stjörnur vantar og marg- ir vita ekki hvernig þeir eiga að taka myndunum. Þannig var það með Touch Me Not. Það var því hálfgerð sprenging þegar tilkynnt var á laugardagskvöldið að al- þjóðlega dómnefndin hefði valið Touch Me Not sem handhafa Gull- björnsins. Sérfræðingar höfðu ekki endilega spáð þessari niðurstöðu en á hinn bóginn er þetta einmitt það sem hefur stundum gerst á Kvik- myndahátíðinni í Berlín; að myndir sem brjóta upp öll viðmið og hræra duglega í pottunum vinna þvert á allar væntingar. Daginn eftir að vinningshafinn hafði verið tilkynntur voru margir blaðamenn í Þýskalandi alveg ringlaðir. Blaðamaður Zeit- dagblaðsins skrifar að hún skilji hreinlega ekki val dómnefndar. Það kemur fréttaritara Morgunblaðsins ekki á óvart eftir að hafa orðið vitni að því á blaðamannfundi To- uch Me Not þegar blaðakona Stern-tímaritsins lýsti því yfir að hún bara áttaði sig ekki á mynd- inni eða hvar hún ætti að staðsetja hana. „Er þetta raunveruleiki og heim- ildarmynd um fólkið fyrir framan og aftan vélarnar eða er þetta skáldskapur með leikurum?“ spurði hún og hélt áfram: „Hvernig er hægt að kalla fólkið á pallborðinu leikara?“ Hún var ekki ánægð Daginn áður hafði fréttaritari verið svo heppin að fá að vera ein af þeim fyrstu í heiminum til að sjá kvikmyndina á sérstakri sýningu fyrir dagspressuna. Það er sá flokkur blaðamanna sem nýtur hvað mestra forréttinda í stigveldi hátíðarinnar. Salurinn var troð- fullur og þegar líða tók á sýning- una stóðir nokkrir blaðamenn upp og hreinlega gengu út. Fleiri tóku eftir því og ónefndur blaðamaður sagði um það daginn eftir, að það væri merki um að valnefnd kvik- myndahátíðarinnar væri að gera eitthvað rétt. Formaður dómnefndarinnar, Tom Tykwer, leikstjóri hinna dýru sjónvarpsþátta Babylon Berlin, sagði síðar um valið: „Við í dóm- nefndinni komumst að því að við vildum ekki einungis vera þakklát og verðlauna það sem kvikmyndir geta gert heldur líka hvert þær geta ennþá farið“. Verk kvenleikstýra vinsæl Kvenleikstýrur gerðu það ansi gott á Kvikmyndahátíðinni í Berlín þetta árið. Það var ekki einungis kvikmynd Adinu Pintilla sem vann til verðlauna. Silfurbjörninn fór til kvikmyndar pólsku leikstýrunnar Maùgorzata Szumowska, Twarz, sem fjallar um metalhausinn Jacek og hverfist um byggingu heimsins stærstu Jesústyttu skammt frá landamærum Póllands og Þýska- lands. Fréttaritari hefur sjálf farið á staðinn og skoðað Jesústyttuna, sem minnir helst á frægari kollega í Brasilíu. Ruth Beckermann vann síðan Glashütte-heimildarmynda- verðlaunin fyrir Waldheims Walzer sem sýnd var í Forum-flokki hátíð- arinnar og er enn ein uppgjörs- myndin við arfleifð nasismans. For- um-verðlaun óháðrar dómnefndar fóru hinsvegar til heimildamynd- arinnar Teatro de guerra í leik- stjórn myndlistarkonunnar Lola Arias. Í myndinni er gerð áhuga- verð tilraun til að fást við arfleifð Falklandseyjastríðsins með því að leiða saman í pörum fyrrverandi hermenn beggja vegna víglínunnar og láta þá horfast í augu hvorn við annan og jafnframt endurleika at- burði. Þessu er blandað saman við sviðsettar senur með leikurum sem eru á sama aldri og hermennirnir voru þá, ásamt efni úr gagnasöfn- um. Kvikmyndin hlaut einnig For- um-dómnefndarverðlaun CICAE, samtaka listrænna kvikmyndahúsa. Þess má líka geta að Elena Okopnaya vann Silfurbjörninn fyrir framúrskarandi listrænt framlag fyrir hönnun og búninga í rúss- nesku myndinni Dovlatov en það er sú kvikmynd sem flestir spáðu að myndi vinna aðalkeppnina. Það vill svo til að almannatengill mynd- arinnar, Thessa Mooij, hefur einnig unnið fyrir íslenska leikstjóra og kvikmyndir. Hún hafði hvíslað að mér að hún væri viss um að mynd- in væri að mínu skapi. Líklega vegna þess að í henni er sýnt hvernig líf verkamanna og lista- manna fléttuðust saman í bóhemlífi í Leningrad á 8. áratug liðinnar aldar. Kvikmyndin fjallar um rit- skoðun alræðisstjórnarinnar en það sem lyftir henni upp úr ramma hinnar hefðbundnu frásagnar eru tilvísanir í bandaríska myndlist- armanninn Jackson Pollock. Nú þegar áhorfendur hafa fengið að vita að abstrakt-expresjónisminn í Bandaríkjunum var fjármagnaður af bandarísku leyniþjónustunni, setur kvikmyndin á mjög lúmskan hátt spurningarmerki við mismun- andi form alræðis í boði rússneska kvikmyndasjóðsins. Fjölbreytilegt leikaraval Tómas náði ekki að hreppa Silf- urbjörninn fyrir bestan leik en það er kannski skiljanlegt í ljósi þess að eitt af því sérstaka við Touch Me Not er hversu órætt það er hvort verið sé að leika eða ekki. Slíkt fellur eflaust ekki vel í kram- ið hjá þeim sem eru að meta leik- ræna tjáningu á einhverjum skala. Tilraunin varð hlutskörpust  Tilraunakennd kvikmynd rúmensku leikstýrunnar Adina Pintilla hreppti Gullbjörninn í Berlín  Tómas Lemarquis í einu aðalhlutverka myndarinnar  Leikstýrur sigursælar á hátíðinni AFP Sigurstund Rúmenski leikstjórinn Adina Pintilla, leikstjóri Touch Me Not, hampar Gullbirninum. Með henni eru aðalleikarar kvikmyndarinnar, Irmena Chichikova, Tómas Lemarquis, Christian Bayerlein og Grit Uhlemann. 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.