Morgunblaðið - 27.02.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 27.02.2018, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 Breska leikkonan Emma Chambers lést á miðvikudaginn var, 53 ára að aldri. Chambers lék m.a. í gaman- þáttunum The Vicar of Dibley og kvikmyndinni Notting Hill og hafa margir samstarfsmenn hennar minnst hennar með hlýhug, m.a. leikkonan Dawn French sem lék á móti henni í The Vicar of Dibley í 13 ár og leikarinn Hugh Grant sem fór með eitt af aðalhlutverkunum í Notting Hill. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins lést leik- konan af eðlilegum orsökum. Paul Mayhew-Archer, einn þeirra sem skrifuðu handrit The Vicar of Dibley, er meðal þeirra sem minnst hafa Chambers og sagði hann í samtali á útvarpsstöð BBC, Radio 5, að þó svo margir gamanþættir skörtuðu vitleysingi þá hefði Alice, sem Chambers lék í þáttunum, verið einstakur vitleys- ingur, þökk sé leikkonunni. Sam- leikur Chambers og French hafi verið óaðfinnanlegur. Leikkonan Emma Chambers látin Gleðigjafi Chambers í rómantísku gamanmyndinni Notting Hill. Íupphafi Fullra vasa er aðal-persónan, lygamörðurinnArnar Thor, í sjónvarps-viðtali að kynna nýjan trampólínskemmtigarð sem hann er í þann mund að setja á fót og talar fjálglega um hversu gríðarleg vel- gengni sé í kortunum. Í viðtalssen- unni er stuðst við það sem kalla mætti „snap-chat fagurfræði“, tíðar og skarpar stökk-klippingar, per- sónur tala beint við myndavélina og reyta af sér brandara. Arnar fær 40 milljónir lánaðar til þess að hefja rekstur skemmti- garðsins frá hinum alræmda Gulla bílasala, á bílasölunni 100 bílar (þetta nafn á bílasölunni er nota bene fyndnasti brandarinn í mynd- inni). Skemmtigarðurinn fer undir eins á hausinn því að á opnunardeg- inum slasast fjöldi manns. Arnar er nú í rækilegri klípu, reksturinn á hausnum og hann skuldar margar milljónir. Hann tekur því til við að svíkja peninga út úr vinum sínum og kunningjum, undir því yfirskini að hann muni ávaxta þá, og nær þannig að safna helmingnum af upphæðinni. Hann nær engu að síð- ur að tapa öllum þeim peningum í fjárhættuspilum. Að svo búnu kall- ar Gulli bílasali Arnar á sinn fund og segir tæpitungulaust að ef hann útvegi ekki peningana innan þriggja sólarhringa muni hann steypa Arnar fastan í húsgrunn. Þar með er komið að vendipunkti sögunnar: Arnar skuldar peninga úti um allan bæ og ákveður að ræna banka til þess að redda mál- unum og bjarga lífi sínu. Þessi vendipunktur kemur þó allt of seint og áhorfendur þurfa að bíða eftir honum í gegnum margar misspenn- andi senur. Fyrri hluti mynd- arinnar er þó skárri en sá seinni, því það er í það minnsta tiltölulega skýrt hvað er að eiga sér stað. Það sem tekur við eftir vendipunktinn er einkar tilviljanakennt. Sem dæmi um samhengisleysi má nefna að þótt búið sé að gera það afar skýrt að Arnar hafi þrjá daga til að borga skuldina, verður ekki annað séð en hann taki sér marga mánuði til þess að skipuleggja bankaránið. Endirinn er líka vægast sagt stutt- aralegur. Fullir vasar er óvönduð í hví- vetna. Hljóð, myndvinnsla og tón- list eru ekki upp á marga fiska en það sem er verst er líkast til hand- ritið, samtölin eru máttlaus og framvindan klúðursleg. Klippingin er afleit, leikstjóri myndarinnar viðurkenndi í ræðu á undan mynd- inni að teymið hefði klárað myndina undir morgun á frumsýningardegi og það sést: myndin er ekki tilbúin. Kosið er að klippa senur úr endi myndarinnar inn í upphafið, í til- raun til að skapa Hitchcock-lega spennu, sem misheppnast alveg og ruglar áhorfendur bara í ríminu. Kvikmyndin er líka of löng því klipparar gáfu sér greinilega ekki tíma til að framkvæma eðlilegan niðurskurð á óþörfum atriðum. Myndin er því uppfull af senum sem þjóna engum tilgangi, eru ekki fyndnar og gera ekkert annað en að hægja á taktinum í myndinni. Fyrir vikið tapast spenna og áhorfendum leiðist. Ljósi punkturinn í þessu er að sumir leikarar sýna fína frammi- stöðu þrátt fyrir að hafa ekki úr miklu að moða. Fullir vasar er greinilega ekki gerð af hreinum vanefnum, miðað við hversu mörgum bílum er rústað á skjánum, og hefði farið betur á því að verja þessu fjármagni í sæmilegt handrit og klippingu frek- ar en að sprengja það í loft upp. Slök Kvikmyndin Fullir vasar „byggist á hefðum breskra grín-spennumynda og efniviðurinn hefur alla burði til að skila sér í skemmtilegri mynd. En úrvinnslan er ekki nógu góð, myndin er hvorki spennandi né sérstaklega fyndin, sem skrifast aðallega á skort á sögubyggingu og samhengi“, segir m.a. í gagnrýni. Innantómir vasar Laugarásbíó, Smárabíó og Háskólabíó Fullir vasar bmnnn Leikstjórn og handrit: Anton Sigurðs- son. Kvikmyndataka: Gunnar Auðunn Jóhannsson. Klipping: Stefanía Thors. Aðalhlutverk: Hjálmar Örn Jóhannsson, Aron Már Ólafsson, Þórhallur Sigurðs- son, Hilmir Snær Guðnason, Egill Plod- er, Nökkvi Fjalar Orrason. 96 mín. Ís- land, 2018. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Viðræður um að selja fyrirtæki Harvey Weinstein fyrir 500 millj- ónir dollara hafa runnið út í sand- inn og allar líkur orðnar á gjald- þroti þess, að því er fram kemur á vef dagblaðsins Guardian. Wein- stein-fyrirtækið framleiðir kvik- myndir og sjónvarpsefni og er nú sökkvandi skip eftir að upp komst um ítrekuð kynferðisbrot og kyn- ferðislega áreitni framleiðandans sem var einn af stofnendum þess og einn valdamesti maður Hollywood. Stjórn fyrirtækisins segist hafa neyðst til að leggja fram beiðni um gjaldþrotaskipti eftir að viðræður um sölu á því til hóps fjárfesta fóru út um þúfur. Fyrir hópnum fór Maria Contreras-Sweet sem starf- aði fyrir Barack Obama þegar hann var Bandaríkjaforseti. Ef orðið hefði af sölunni hefði ný stjórn fyrirtækisins verið að meiri- hluta skipuð konum og sérstökum sjóði komið á laggirnar til að greiða fórnarlömbum Weinstein bætur. Weinstein-fyrirtækið hefur fram- leitt margar margverðlaunaðar og vinsælar kvikmyndir, m.a. The King’s Speech, The Artist og Django Unchained. Ásakaður Harvey Weinstein hefur verið ásakaður um kynferðislegt ofbeldi og kyn- ferðislega áreitni af tugum kvenna. Stefnir í gjaldþrot Weinstein ICQC 2018-20 BÍÓ áþriðjudögum í Laugarásbíó 750 á allarmyndir nema íslenskar kr. FRÍ ÁFYLL ING Á GOS I Í HLÉI SÝND KL. 7.50, 10.35SÝND KL. 8, 10.10 SÝND KL. 5.30SÝND KL. 5.30SÝND KL. 8SÝND KL. 10.15 Nýlöguð humarsúpa Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.