Morgunblaðið - 27.02.2018, Page 36

Morgunblaðið - 27.02.2018, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 58. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Eitt dýrasta hús Íslands … 2. Rán og Bergur Ebbi selja … 3. Ekið viljandi á bifreiðina 4. Ótrúlegar spurningar í viðtali »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tríó píanóleikarans Agnars Más Magnússonar kemur fram á djass- kvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Auk Agnars skipa tríóið þeir Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Tríóið hefur leikið saman um árabil og mun frumflytja nýja tónlist eftir Agnar. Frumflutningur á djasskvöldi Kex  Elísabet Þórð- ardóttir heldur tónleika í Hafnar- fjarðarkirkju í há- deginu í dag kl. 12.15 og mun hún leika á bæði orgel kirkjunnar. Elísa- bet leikur sónötu nr. 5 í C-dúr eftir J.S. Bach, Andante con moto úr org- elsónötu nr. 5 op. 65 eftir F. Mendels- sohn og Scherzo og Toccötu eftir E. Gigout. Leikur á bæði orgel Hafnarfjarðarkirkju  Tónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival verður haldin í áttunda sinn á Kex hosteli 1.-3. mars en markmiðið með henni er að stefna saman helstu þjóðlagatónlistar- mönnum og áhuga- mönnum um slíka tónlist. Meðal þeirra sem koma fram að þessu sinni eru Lára Rúnars- dóttir og Bjart- mar Guð- laugsson. Reykjavík Folk Festi- val í áttunda sinn Á miðvikudag Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað með köfl- um. Slydda og síðar snjókoma með köflum norðvestantil og einnig norðaustantil seint um kvöldið. Kólnar í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt 8-15 m/s en hægari norðaust- antil. Bjartviðri norðan- og austanlands en annars skýjað að mestu og dálítil væta á köflum. Áfram milt í veðri en kólnar í kvöld. VEÐUR Morgunblaðið fylgist vel með baráttunni um sæti í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu fyrir HM í Rúss- landi og mun fara reglulega yfir stöðuna á þeim leik- mönnum sem koma til greina í landsliðið. Fyrsta út- tektin er í blaðinu í dag en valið er 11 manna byrjunarlið og 23 manna hópur, sem miðast við stöðuna á þessari stundu, og að liðið væri að hefja keppni á HM núna. »4 Hvernig stendur HM-baráttan? Aníta Hinriksdóttir mun ekki hlaupa 800 metra hlaup á HM í Birmingham á Englandi um helgina heldur ein- beita sér að keppni í 1.500 metra hlaupi. Þetta eru nokkur tíðindi í ljósi þess að þessi 22 ára Íslandsmethafi í báðum greinum hefur hingað til haft 800 metra hlaup sem sína aðalgrein. Aníta segir þó við Morgunblaðið að þessa ákvörðun hafi hún aðeins tekið vegna HM. »1 Aníta ætlar í 1.500 metra hlaupið á HM Aukin spenna er hlaupin í baráttuna um efsta sætið í Olís-deild karla í handknattleik eftir sigur ÍBV á FH í Eyjum í gær. FH er þó enn í efsta sæti en Valur og ÍBV eiga enn möguleika á að elta FH-inga uppi. Þessi lið hafa mæst undanfarið og vann FH leikinn við Val en Valsmenn fóru til Eyja og unnu ÍBV. Í gær fór svo að ÍBV vann FH til að ljúka hringnum. »2-3 Spennan hlaupin í bar- áttuna um efsta sætið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigurður Sverrisson, einn helsti íslenski stuðn- ingsmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool í áratugi, hefur leigt hús í strandbænum Formby, um 17 km norðan við Liverpool, og flyt- ur þangað með fjölskyldu sinni á næstu vikum til þess að bæta enn frekar þjónustuna við skipu- lagningu ferða á knattspyrnuleiki á Englandi. Undanfarin sjö ár hefur Sigurður aðstoðað Ís- lendinga með kaup á miðum á leiki á Englandi og verið fararstjóri í ótal hópferðum, sem hann hefur skipulagt, fyrst og fremst til Liverpool. Ferðirnar eru kynntar á vef Premierferða (premierferdir.is), sem Sigurður heldur úti í samvinnu við ferðaskrifstofuna Trans-Atlantic Sport. „Með þessum flutningum rætist áratuga gam- all draumur minn,“ segir Sigurður, sem hefur stutt Liverpool síðan 1968, í 50 ár. „Sigþór Ei- ríksson, gamall vinur á Akranesi og stuðnings- maður West Ham, kom því inn hjá mér á sínum tíma að Liverpool væri ekki slæmur kostur, ég fór að fylgjast með á BBC, þó ég kynni ekkert í ensku, og tók Liverpool beint í æð í gegnum út- varpið. Síðan hefur Liverpool verið mér kærara en allt nema ástvinir.“ Skagamaðurinn fór fyrst til Liverpool 1973. „Það var einhver þráður í fólkinu, viðmótið, hlýj- an, hjálpsemin og fleira, sem hefur aldrei farið úr mér,“ segir Sigurður, sem treysti enn böndin við Bretland, þegar hann fór í mastersnám í Skotlandi 2007. Viðurkennd samstarfsfyrirtæki Þeir sem hafa farið á leiki á Englandi kannast margir við að töluvert brask er með miða. Sig- urður og Helga Elín Briem, kona hans, eru ein- göngu í samstarfi við viðurkennd endursölufyr- irtæki hjá félögunum. „Á premierferdir.is bjóðum við miða og pakkaferðir á nánast alla leiki sem fólki dettur í hug,“ segir Sigurður og bendir á að flestir miðar, sem þau bjóði upp á, séu á góðum stað og stór hluti sætanna með að- gengi að sérstöku veitingarými. „Í sumum til- fellum eru þetta dýrir miðar en fólk fær líka mikið fyrir sinn snúð, einstaka upplifun í góðum sætum. Miðaverðið ræðst að stórum hluta af markaðsaðstæðum hverju sinni en við erum þessa dagana að undirbúa næstu leiktíð og semja um fast verð á fjölda leikja. Það á að skila sér í lægra verði til viðskiptavina,“ segir Sigurður. Þegar Sigurður byrjaði að útvega miða og skipuleggja ferðir á Anfield, heimavöll Liverpool, sinnti hann samskiptum um kvöld og helgar. „Eftirspurnin var mun meiri en mig hafði órað fyrir,“ segir hann og bætir við að fljótlega hafi aukastarfið því undið upp á sig. Frá því hann hætti hjá ráðgjafarfyrirtækinu Athygli sumarið 2016 hefur hann ekki haft annan starfa og í vet- ur hefur Helga Elín komið meira inn í starfsem- ina. „Það er auðveldara að sinna einstaklingum og hópum með því að búa á staðnum,“ segir hann en næst á dagskrá er seinni leikur Liverpool og Porto í Meistaradeild Evrópu 6. mars. Auk þess segir hann að til standi að bjóða upp á fjölbreytt- ari ferðir í nágrenninu og af nógu sé að taka, hvort sem er í íþróttum, sögu, listum, tónlist, náttúru eða öðru. „Það eru algjör forréttindi að geta sinnt og haft atvinnu af áhugamálinu og við viljum út- víkka ferðirnar enn frekar,“ segir Sigurður, sem leggur áherslu á persónulega þjónustu, hvort sem um er að ræða einstaklings- eða hópaferðir. „Fyrir okkur Helgu er það er lykilatriði að fylgja fólki eftir alla leið og vera alltaf til taks ef þörf krefur,“ segir hann. Liverpool í æð í 50 ár Upplifun Skoðunarferð á Anfield er ómissandi hluti í hópferðum Premierferða til Liverpool. Stemning er víða skemmtileg á fótboltavöllum og hún getur verið mögnuð á heimavelli Liverpool.  Sigurður Sverrisson og fjölskylda flytja á svæðið og skipuleggja ferðir á leiki Í Formby Sigurður og Helga Elín á ströndinni þar sem melgresishólar einkenna landslagið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.