Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Merkivélarnar
frá Brother eru
frábær lausn
inná hvert
heimili og
fyrirtæki
Komdu og kíktu
á úrvalið hjá okkur
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Meirihluti fulltrúa á formanna-
fundi Alþýðusambands Íslands
samþykkti á fundi í gær að segja
ekki upp kjarasamningum. For-
menn með tvo þriðju félagsmanna
ASÍ vildu nýta uppsagnarákvæði
kjarasamninga en urðu undir í at-
kvæðagreiðslunni.
Samninganefnd ASÍ fer með
ákvörðunarvald um uppsögn
samninga. Samþykkti samninga-
nefndin að vísa ákvörðuninni til
formannafundar ASÍ og gera nið-
urstöðu hennar að sinni. Á for-
mannafundinum eiga sæti for-
menn landssambandanna fimm
innan ASÍ, fulltrúi félaga með
beina aðild, formenn VR og Efl-
ingar og forseti ASÍ.
Í samninganefnd ASÍ þarf tvö-
falda atkvæðagreiðslu þegar
fjallað er um slík mál. Þarf bæði
meirihluta formanna og meirihluta
þess atkvæðavægis sem að baki
þeim standa til að ráða málum til
lykta. Sú regla var einnig notuð á
formannafundinum.
Við lok umræðu á formanna-
fundinum var viðhöfð leynileg raf-
ræn atkvæðagreiðsla um uppsögn
kjarasamninga. Niðurstaðan varð
sú að ákveðið var með atkvæðum
meirihluta formannanna að segja
samningum ekki upp. Reyndi því
ekki á félagsmannafjöldann á bak
við formennina.
Fjölmenn félög vildu uppsögn
Ekki er gefið upp hvernig hver
og einn ver atkvæði sínu. Fyr-
irfram höfðu tvö fjölmennustu að-
ildarfélögin lýst yfir vilja til að
nýta uppsagnarákvæði samninga,
það er að segja VR og Efling. Það
er ástæðan fyrir því hversu mikill
meirihluti félagsmanna ASÍ er á
bak við minnihlutann í málinu.
Einnig lýstu forystumenn Verka-
lýðsfélags Akraness, Rafiðn-
aðarsambands Íslands, Stétt-
arfélagsins Framsýnar í
Þingeyjarsýslum og AFLs starfs-
greinafélags á Austurlandi yfir
vilja til að segja upp samningum.
Mun Gylfi Arnbjörnsson hafa tek-
ið undir þau sjónarmið á fundinum
í gær.
Meirihluti formanna í í Starfs-
greinasambandi Íslands var aftur
á móti á móti uppsögn samninga
ásamt fjölda annarra fulltrúa. Þeir
hafa þó aðeins þriðjung fé-
lagsmanna ASÍ á bak við sig.
Vildu halda hækkunum
Í tilkynningu ASÍ kemur fram
að þeir sem vildu segja upp hafi
meðal annars rætt um að aðeins
væru níu mánuðir eftir af samn-
ingnum og hann tryggði 3% al-
menna launahækkun 1. maí næst-
komandi og rúmlega 7% hækkun
lágmarkslauna. Nota ætti tímann
til hausts til að móta kröfugerð og
undirbúa næstu kjaraviðræður.
Stjórnvöld gagnrýnd
Þungt hljóð var í þeim sem
vildu segja upp, að því er fram
kemur í tilkynningu ASÍ, og sterk
krafa um að verkalýðshreyfingin
setti fótinn niður í samfélagi mis-
skiptingar. Stjórnvöld voru harð-
lega gagnrýnd fyrir að taka til sín
ávinning af starfi verkalýðshreyf-
ingarinnar sem hafi lagt mikla
áherslu á hækkun lægstu launa en
stjórnvöld tekið að stórum hluta
til baka með skerðingu bóta. Úr-
skurðir kjararáðs og hækkanir á
launum æðstu stjórnenda banka
og Landsvirkjunar hafi auk þess
orðið mörgum fundarmönnum til-
efni til gagnrýni.
Meirihluti formanna innan ASÍ
hafnaði uppsögn samninga
Formenn með tvo þriðju hluta af félagsmönnum ASÍ á bak
við sig urðu undir í atkvæðagreiðslu um uppsögn samninga
Niðurstaða formannafundar ASÍ 28.2. 2018
Alls greiddu 49 atkvæði
Já,
vil segja upp
Nei,
vil ekki segja upp
21
43%
28
Niðurstaða formanna
57%
79 þúsund félagsmanna
Já,
vil segja upp
Nei,
vil ekki segja upp
53
þúsund
67%
26
þúsund
Atkvæðavægi
33%
Í atkvæða-
greiðslunni þurfti
bæði meirihluta
fundarmanna og
meirihluta atkvæða-
vægis sem að baki
þeim stendur.
Tillaga um upp-
sögn samninga var
því felld.
Kjarasamningar
á almennum
vinnumarkaði munu
því gilda til ársloka.
Helgi Bjarnason
Arnar Þór Ingólfsson
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
„Nei, ég segi það ekki. Hafði á til-
finningunni að þetta gæti legið ein-
hvern veginn svona,“ segir Gylfi
Arnbjörnsson, forseti Alþýðusam-
bands Íslands, þegar hann var
spurður að því hvort niðurstaða
formannafundar ASÍ hefði komið
honum á óvart. Á fundi formann-
anna var tillaga um að segja upp
kjarasamningum nú þegar felld
með atkvæðum meirihluta fundar-
manna. Kjarasamningarnir gilda
því út samningstímann, til áramóta.
Gylfi segir að hann hafi talið
mikilvægt að fela formannafundin-
um að taka þessa ákvörðun frekar
en að taka hana í 8 manna samn-
inganefnd. Hún hvíldi þá á herðum
fleiri manna og niðurstaðan meira
afgerandi.
Gylfi segist hafa stutt uppsögn
samninga á fundinum í gær. Tekur
hann fram að hann telji að mark-
mið gildandi kjarasamninga hafi
um margt staðist en nefnir um leið
neikvæðar afleiðingar þess sem
hann nefnir kjararáðsupphlaupsins
og nú síðast launahækkana stjórn-
enda bankanna og Landsvirkjunar.
„Ekki er hægt að vinna þetta verk-
efni svona því við erum á sama
tíma bundin af friðarskyldu,“ segir
Gylfi og bætir því við að framganga
stjórnvalda gagnvart félagsmönn-
um ASÍ hafi verið með ólíkindum.
Hann segist virða skoðanir
þeirra sem vildu ekki segja upp
samningum. Margir hafi viljað taka
inn þær launahækkanir sem gert er
ráð fyrir í gildandi samningum og
eiga viðræður um næsta samning á
þeim grunni. Nota síðan tímann til
viðræðna. „Mér finnst hreyfingin
þurfa að ná vopnum sínum og
mæta með alvæpni til næstu samn-
inga,“ segir Gylfi enda telur hann
að það stefni í harðari átök á vinnu-
markaði en verið hafi um langa
hríð.
Vilja fá 300 þúsundin
„Mér fannst það einkenna fund-
inn hvað samstaðan var mikil. Það
var aðallega spurning um tímasetn-
ingu, hvort menn vildu láta samn-
ingana ganga til enda eða segja
þeim strax upp,“ segir Björn Snæ-
björnsson, formaður Einingar-Iðju
við Eyjafjörð og jafnframt formað-
ur Starfgreinasambands Íslands.
Hann greiddi atkvæði gegn upp-
sögn samninga og segist vera að
framfylgja vilja sinna félagsmanna
með því. Ekki hafi verið vilji til
þess í félaginu að segja upp samn-
ingum. Það hafi meðal annars kom-
ið fram í atkvæðagreiðslu í trún-
aðarmannaráði. „Fólk vill fá það
sem samið var um að kæmi í maí,
sérstaklega hækkun lágmarkslauna
um 20 þúsund krónur. Það var að-
alkrafa okkar í síðustu kjarasamn-
ingum að hækka lágmarkslaun í
300 þúsund krónur og fólk vill fá
það,“ segir Björn.
Hann segir að fólk vilji einnig fá
tíma í vor til að undirbúa kröfugerð
og koma vel stemmt og klárt í
samningaviðræður við atvinnurek-
endur í haust.
Björn telur ljóst, miðað við við-
horf Samtaka atvinnulífsins, að það
þurfi að taka á því í haust. Ekki
séu líkur á að samningar náist án
átaka.
Gríðarleg vonbrigði
„Þetta eru bara gríðarleg von-
brigði,“ sagði Ragnar Þór Ingólfs-
son, formaður VR, um niðurstöðu
formannafundar. Hann var einn
þeirra formanna sem mæltu með
uppsögn kjarasamninga.
„Mér finnst þessi niðurstaða
senda þau skilaboð út í atvinnulífið
og til hins opinbera að það sé bara
allt í lukkunnar standi,“ segir hann
og bætir því við að það sé alls ekki
raunin.
Ragnar telur fullreynt að setja
forsenduákvæði inn í kjarasamn-
inga, enda sé þeim ekki sagt upp
þegar þau bresta. „Ég tel að þessi
niðurstaða hafi veikt hreyfinguna
gríðarlega, þrátt fyrir að það hafi
verið mikill einhugur um það hvað
þyrfti að gera. En ef verkin fylgja
ekki óánægjunni þá veikir það
okkar slagkraft, að mínu mati.
Þannig að ég er mjög óánægður
með þessa niðurstöðu,“ segir
Ragnar Þór.
Mæta með alvæpni til næstu samninga
Forseti ASÍ greiddi atkvæði með uppsögn samninga Býst við harðari átökum á vinnumarkaði en
verið hafi um hríð Formaður VR telur að niðurstaðan dragi úr slagkrafti verkalýðshreyfingarinnar
Morgunblaðið/Hanna
Þungi Forystumenn kynna niðurstöðu formannafundar ASÍ, Sigurður Bessason, Eflingu, Gylfi Arnbjörnsson, for-
seti ASÍ, Ragnar Þór Ingólfsson, VR, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, Rafiðnaðarsambandinu.
Katrín Jak-
obsdóttir for-
sætisráðherra
telur það já-
kvætt að ASÍ
ákvað að segja
ekki upp kjara-
samningum í
gær. „Það gefur
okkur meiri tíma
til að halda
áfram samtali á
milli stjórnvalda og aðila vinnu-
markaðarins. Ég tel að það hafi
skilað töluverðum árangri,“ segir
Katrín við Morgunblaðið.
Vísar hún í því efni meðal annars
til tillagna um ákvörðun kjara
æðstu embættismanna, útvíkkun
þjóðhagsráðs og hækkunar at-
vinnuleysisbóta og fleiri aðgerða
sem kynntar voru í fyrradag. „Ég
vona að þetta samtal haldi áfram
og við getum nýtt þann tíma sem
skapast til að byggja upp betri um-
gjörð um íslenska vinnumark-
aðinn,“ segir Katrín. Hún nefnir
einnig að tækifæri gefist til að ná
fram aðgerðum til að auka fé-
lagslegan stöðugleika.
Hún segir að síðan komi að því
að aðilar vinnumarkaðarins setjist
niður til að ræða samninga. Það sé
sjálfstætt verkefni og tíminn verði
að leiða í ljós hvað út úr því komi.
helgi@mbl.is
Gefur meiri tíma til
að ræða áfram saman
Katrín
Jakobsdóttir