Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
Leitar þú að traustu
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 | www. motorstilling.is
ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
Lífslíkur bílsins margfaldast
ef hugað er reglulega
að smurningu.ENGAR
tímapantanir
MÓTORSTILLING
fylgir fyrirmælum
bílaframleiðanda um
skipti á olíum og síum.
inga til starfa. „Það er ekkert laun-
ungarmál að hjúkrunarfræðingar
hafa í stórum stíl farið í flugið og
maður hittir nánast alltaf einhvern
sem maður þekkir í hverju flugi.
Vinnutími og aðstæður í því starfi
eru kannski eitthvað sem hugnast
fólki betur en á spítölunum, og
launaseðillinn er örugglega síst
verri,“ segir hann.
Ragnar Bjarnason yfirlæknir
nefnir einnig að sjúklingar sem
dveljist á barnaspítalanum séu síelllt
veikari, því allir sem mögulega geta
dvalið heima séu sendir heim. „Það
eykur álagið á starfsfólkið að þurfa
að veita hverjum sjúklingi flóknari
hjúkrun og meðferð,“ segir hann.
geta ekki fullmannað stöðurnar,“
segir Ragnar. Hann segir að ástand-
ið sé þannig nú að á nánast hverri
vakt þurfi að hringja út eftir 2-3
starfsmönnum til að manna vakt-
irnar. „Fólk hættir að lokum að
svara til að verja sig,“ segir hann.
Skilur vel foreldra
„Ég skil vel foreldra sem lenda í
þessari stöðu. Þeir búa við mikið
álag heima og það batnar síst þegar
komið er inn á spítalann,“ segir
Ragnar sem ekki er bjartsýnn á
lausn á næstunni. Hann bendir á að
það taki alltaf nokkur ár að mennta
hjúkrunarfræðinga og enn lengri
tíma að fá reynda hjúkrunarfræð-
„Við höfum lengi gagnrýnt stjórn-
völd fyrir það hversu takmarkaðar
upplýsingar koma fram í skráning-
arvottorðum bifreiða. Við höfum
farið á fund ráðherra vegna þessa
og komið umkvörtunum reglulega á
framfæri, segir Runólfur Ólafsson,
framkvæmdastjóri FÍB.
Brögð eru að því að skráning bif-
reiða hér á landi gefi til kynna að
þeir séu yngri en þeir eru í raun og
veru. Og bílarnir séu seldir undir því
yfirskini. Lesandi hafði samband við
Morgunblaðið og kvaðst hafa rekist
á KIA-bifreið sem skráð væri 2010-
árgerð en hefði í raun verið fram-
leidd árið 2008. Framleiðslu á téðu
módeli hefði verið hætt árið 2009.
Runólfur segir að tilvik sem þetta
hafi reglulega komið upp síðustu ár.
Vandamálið liggi í regluverkinu.
„Það er nóg að vera með eitt af
þessu þremur í skráningarvottorð-
inu; fyrsta skráningardag, árgerð
eða hönnunarár, eða framleiðsluár.
Áður fyrr þurfti að koma fram ár-
gerð, framleiðsluár og fyrsti skrán-
ingardagur. Svo var regluverkinu
breytt árið 1999 og fullyrt að það
væri vegna framkvæmdar Evrópu-
samninga. Það er ekki rétt. Mjög
víða í nágrannalöndunum er skrán-
ingin nákvæmari. Við fullyrðum að
með þessari breytingu hafi verið að
ganga erinda bílainnflytjenda,“ seg-
ir hann.
Runólfur segir að þrátt fyrir þetta
séu skyldur seljenda bifreiða ríkar.
Þeir þurfi að upplýsa allt varðandi
bílinn.
„Það skiptir auðvitað máli hvort
þú ert að kaupa bíl frá 2008 eða
2010. Hann getur hafa staðið í tvö
ár. Það getur verið í góðu lagi ef þú
færð að njóta þess í formi verðs. En
þú vilt vita að bíllinn sé af þessari
framleiðslulínu.“
Hann segir að bílasölum beri sem
hlutlausum milligöngumönnum að
tilkynna kaupendum ef bifreið sé
eldri en fyrsti skráningardagur gef-
ur tilefni til. Deilumál um slíkt hafi
farið fyrir úrskurðarnefnd og nið-
urstaðan sé skýr.
„Það eru samt sem áður of mörg
mál af þessu tagi sem detta inn.
Flestir bílasalar vanda sig enda get-
ur þetta varðað starfsábyrgð-
artryggingu þeirra. En það geta
verið holur í prívatviðskiptum. Í
grunninn eru það samt stjórnvöld
hér sem eiga að hysja upp um sig
buxurnar og taka upp fyrri skrán-
ingarreglur. Það er einföld leið til
að upplýsa neytendur um hvaða
vörur þeir eru að kaupa.“
hdm@mbl.is
Vilja ítarlegri
skráningar bíla
Dæmi um ranga skráningu árgerða
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bílar Félag íslenskra bifreiðaeig-
enda vill breyta skráningarreglum.
Aron Þórður Albertsson
Agnes Bragadóttir
Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem lá
hryggbrotin á sjúkrahúsi í Malaga á
Spáni, frá því því seint í janúar fram
til 23. febrúar, að hún var flutt á
bæklunarsjúkrahús í útjaðri Sevilla,
verður í dag flutt á endurhæfingar-
sjúkrahús í Sevilla, þar sem endur-
hæfing hennar mun hefjast í dag.
„Ég verð flutt á annan spítala á
morgun [í dag] hér í Sevilla. Þar mun
ég byrja í endurhæfingu sem von-
andi gerir mér kleift að setjast í
hjólastól sem fyrst,“ sagði Sunna í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Þetta er þriggja mánaða pró-
gramm sem ég mun hefja hér sem
mun síðan halda áfram þegar ég kem
heim. Þetta er svona svipað og
Grensásendurhæfingarstöðin heima,
en þegar prógramminu er lokið á ég
að geta séð alveg um mig sjálf,“
sagði Sunna enn fremur.
Páll Kristjánsson, lögmaður
Sunnu Elviru, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að vissulega
væru þetta jákvæðar fréttir af
Sunnu. „Á meðan Sunna lá í heilan
mánuð á spítala í Malaga var hún
raunar bara í eins konar geymslu.
Hún var ekkert greind. Fyrst þegar
Sunna var flutt frá Malaga til Sevilla,
23. febrúar sl., fór hún inn á þennan
spítala í Sevilla, þar sem hún fékk
greiningu og staðfestingu á því að
hún væri varanlega lömuð. Á morg-
un [í dag] verður hún svo flutt á
þessa stofnun í Sevilla, sem sér um
endurhæfinguna, þannig að hún er
eiginlega að komast inn á stofnun
sem gegnir svipuðu hlutverki og
Grensásendurhæfingarstöðin gerir
hér heima. Þar fer engin greining
fram, heldur er unnið úr þeirri grein-
ingu sem gerð var á bæklunar-
sjúkrahúsinu í Sevilla. Vonandi verð-
ur svo hægt að halda þeirri endur-
hæfingu áfram á Grensás sem allra
fyrst. Vitanlega vilja þeir sem lenda í
svona slysum fá að vera með sínu
fólki þegar tekist er á við svona erf-
iðleika, en við bíðum enn eftir nið-
urstöðu um hvenær má flytja Sunnu
heim,“ sagði Páll.
Endurhæfing Sunnu hefst í dag
Sunna Elvira flutt á endurhæfingarsjúkrahús í útjaðri Sevilla í dag Greiningu lokið og því hægt að
hefja endurhæfingu Enn engin niðurstaða fengin í það hvenær má flytja Sunnu heim til Íslands
Endurhæfing Sunna Elvira fer á
nýjan spítala á Spáni í dag.
„Ég kalla eftir tafarlausri lausn á heilbrigðisstefnu til handa langveikum
börnum. Stefnan þarf að vera skýr og markviss. Hver á að sinna hverju?
Hver á að greiða kostnaðinn?“ segir Rósa Víkingsdóttir í aðsendri grein í
Morgunblaðinu í gær, opnu bréfi til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigð-
isráðherra, þar sem hún lýsir álagi og þreytu eftir að hafa sinnt langveikri
dóttur sinni á Barnaspítala Hringsins dögum saman þar sem skortur er á
starfsfólki. Rósa segir í greininni að Barnaspítali Hringsins eigi „að geta
brugðist við þegar barn leggst inn með þunga umönnun sem kallar á
sólarhringsviðveru“. Foreldrar eigi að fá að vera í sínum hlutverkum sem
foreldrar. „Ég vil hafa orku til að veita barni mínu umhyggju í veikindum
hennar í stað þess að vera örmagna af þreytu og vonbrigðum með kerfið,“
segir Rósa, en Jenný, dóttir hennar, dvelst nú á Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja þar sem hún hefur starfsmann ávallt með sér.
Foreldrar fái að vera foreldrar
UMÖNNUN LANGVEIKRA BARNA Á SJÚKRAHÚSUM
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Mikið álag og skortur á sérhæfðu
starfsfólki er ástæða þess að sjúkra-
hús þurfa að fá aðstoð foreldra eða
annarra aðstandenda við umönnun
langveikra barna sem þar liggja.
Þetta segir Ragnar Bjarnason, yf-
irlæknir á Barnaspítala Hringsins, í
samtali við Morgunblaðið í tilefni af
aðsendri grein í Morgunblaðinu í
gær, þar sem Rósa Víkingsdóttir
hjúkrunarfræðingur, móðir lang-
veikrar stúlku á 18. ári, kvartar yfir
því að hafa verið sett í þá stöðu að
þurfa að sjá um umönnun hennar á
spítalanum vegna skorts á starfs-
fólki.
Ragnar kveðst ekki geta tjáð sig
um mál einstakra sjúklinga og að-
standenda heldur aðeins um ástand-
ið á Barnaspítalanum almennt. „Það
er búið að vera geysimikið álag á
spítalanum í langan tíma. Ofan á það
bætist mönnunarvandi,“ segir hann.
Áratugum saman hafi ekki verið
menntaðir nægilega margir hjúkr-
unarfræðingar til að anna eftirspurn
heilbrigðiskerfisins. Á Barnaspítala
Hringsins hafi menn lengst af verið í
þeirri góðu stöðu að fá umsóknir um
allar lausar stöður hjúkrunarfræð-
inga, en það hafi ekki verið reyndin á
öllum deildum Landspítalans. Nú
hafi þetta breyst og umsóknir berist
ekki um laus störf.
„Það er mjög erfitt fyrir okkur
sem höfum verið með yfirfulla deild
af sjúklingum mánuðum saman að
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Veikindi Rósa Víkingsdóttir með Jenný, dóttur sinni, sem nú dvelur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS).
Glímt við mikið álag
og skort á starfsfólki
Foreldrar veikra barna þurfa að aðstoða við umönnunina