Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 12

Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ingibjörg Vala Jósefsdóttirhefur starfað sem leið-sögumaður í 20 ár og veriðfararstjóri í fjölda verkefna erlendis. Hún og kollegi hennar hjá Rekjavík Excursions, Karl Jó- hannsson, ætla nú að bjóða Íslend- ingum að fara til Kósóvó til að ganga um Balkanfjöllin en ferða- þjónusta í Kósóvó er ný af nálinni enda landið enn í mikilli uppbygg- ingu eftir styrjöld sem lauk fyrir um 20 árum. Þá hefur Kósóvó ekki verið sjálfstætt land nema í rúm 10 ár en landið lýsti yfir sjálfstæði 17. febrúar 2008. Ingibjörg og Karl stefna að því að fara með 20 manna hóp í göngu- ferð í Kósóvó um Balkanfjöllin 19. til 27. maí næstkomandi. Ferðin kom til eftir kynni þeirra við Flori- an Tabaku, ungan strák frá Kósóvó sem býr hér á landi og hefur starfað sem rútubílstjóri hjá Reykjavík Ex- cursions. Í samtölum þeirra á milli kviknaði áhugi á ríkri en ungri sögu landsins sem leiddi til þess að þau ákváðu að skoða verkefnið nánar og fóru og heimsóttu landið til að finna bestu ferðina. Hugmyndin frá heimamanni „Við vinnum bæði hjá Reykja- vík Excursions og þar kemur til vinnu ungur maður sem er frá Kósóvó sem fer að vinna sem bíl- stjóri. Við sitjum þá auðvitað mikið með honum í rútunni og kynnumst honum vel. Þessi ungi maður hefur búið hér og starfað í 15 ár,“ segir Ingibjörg en Florian býður þeim út. „Hann, ásamt félaga sínum sem býr í Kósóvó, bauð okkur að koma í heimsókn með það fyrir augum að búa til ferðir þangað og þetta er byrjunin. Ferðaþjónustan þarna úti er í startholunum. Það er verið að byggja upp meiri þjónustu og í raun bara landið,“ segir Ingibjörg en hún og Karl ákváðu að slá til. „Við fórum þangað í haust í fimm daga vinnuferð og það er allt annað að vera með menn þarna á svæðinu sem þekkja þetta. Við fundum leiðina sem við vildum fara tiltölulega fljótlega,“ segir Ingi- björg og bætir við að landslagið sé einstaklega fallegt og áhugavert. Þau gengu þar um fjallgarðana en fóru einnig á söguslóðir Kósóvó- stríðsins. Hún segir að strákarnir vilji kynna landið út frá öðru en Kósóvóstríðinu, enda hefur landið upp á margt annað að bjóða. Ingi- björg segir það engu að síður ómögulegt að fara þangað og ekki hafa sögu landsins sem hluta af ferðinni og segir Ingibjörg að þetta sé gönguferð en í senn menningar- ferð. Á menningarslóðum Kósóvó Ingibjörg segir mikilvægt að saga Kósóvó verði kynnt Íslend- ingum en að hennar sögn hafa Ís- lendingar tengsl við landið. „Hér á landi er fólk sem kom til landsins í kjölfar Balkanstríðsins sem flóttamenn og aðrir sem hafa komið seinna, t.d. fjölskyldur flótta- manna og sumir hafa síðan ílengst hér. Þetta fólk býr hér með fjöl- skyldum sínum langt frá sínum heimahögum; fólk sem stendur sig yfirleitt vel í íslensku samfélagi og eru mörg hver komin með íslenskan ríksborgararétt.“ Í ferðinni verður farið með hópinn til borgarinnar Peja á fyrsta degi og heimsótt safn um stríðið í Kósóvó, gengið verður um bæinn með leiðsögn heimamanna og farið í hellaskoðun í Radavci-hellinum. „Ástæðan fyrir því að þetta er mjög spennandi staður fyrir Íslend- inga er bæði vegna fegurðar lands- ins og ekki síst Balkanfjallanna eða þess hluta sem tilheyrir Kósóvó en einnig eiga þeir mjög áhugaverða menningu sem þróast hefur í ald- anna rás innblásin af ólíkum siðum og hefðum þjóðarbrotanna sem byggt hafa Balkanlöndin,“ segir Ingibjörg en heimamenn munu kynna ferðalöngum þessa siði. Á degi tvö í ferðinni verður far- ið í fjöllin og gist í eina nótt á fjalla- hóteli og fyrsta ferð göngunnar verður farin, alls 11 km. Gengið verður um hluta af þekktu göngu- leiðinni Via Dinarica eða Hvíta gönguslóðanum sem er þekkt gönguleið um Balkanskagann og veitir einstakt útsýni yfir svæðið og löndin í kring. Gist verður síðan á hóteli í Rugova-dalnum í tvær næt- ur áður en tekin er stutt 6,5 kíló- metra gönguferð á degi fjögur. Í Rugova-dalnum munu ferðalangar fá að kynnast heimamönnum og menningu Kósóvó. Munu heima- menn bjóða upp á mat að eigin sið í Drelaj-þorpinu ásamt því að kynna þjóðsöngva og þjóðdansa. Ferðin endar síðan í bænum Pristina og þar verður meðal ann- ars skoðuð fræg stytta af Bill Clin- ton, fyrrverandi forseta Banda- ríkjana, sem stendur við breiðgötu sem nefnd er í höfuðið á honum en Albanar í Kósóvó reistu styttuna honum til heiðurs vegna veittrar að- stoðar Bandaríkjanna í baráttunni við Júgóslava í stríðinu við lok tí- unda áratugarins. Hjóla lengri leiðina í haust Ingibjörg segir að ferðinni hafi verið sýndur heilmikill áhugi en segir það ljóst að fólk þekki ekki landið vel en finnist það engu að síður áhugaverður staður. „Það þarf að kynna þetta alveg upp á nýtt sem áhugaverðan stað að heim- sækja, við þurfum að kynna landið meira en aðra staði og hvað það hefur upp á að bjóða,“ segir Ingi- björg sem hefur orðið vör við það að flestir Íslendingar hugsa um Kósóvóstríðið þegar hugsað er til Kósóvó. Hún segir að margir hafi spurst fyrir um möguleikann á að hjóla í fjöllunum og því var ákveðið að bæta við hjólaferð í haust. „Við fengum bara fyrirspurnir um það. Það eru allir að hjóla mikið á Ís- landi og við erum að setja í gang vinnu með slíka ferð. Það verður þá í haust sem við myndum fara.“ Hún bendir á að ekki sé þörf á að vera reyndur göngumaður til að fara í ferðina í vor heldur sé gangan afar þægileg og geti áhugasamir kynnt sér meira á ferdumst.is. Gengið á slóðum stríðs og fegurðar Leiðsögumennirnir Ingibjörg Vala Jósefsdóttir og Karl Jóhannsson munu bjóða Íslendingum upp á að kynnast Kósóvó í vor. Landið á unga en ríka sögu og hafa þau komið sér í kynni við heimamenn til að geta boðið upp á 7 daga ferð þar sem gengið verður um Balkanfjöllin og um leið kynnst sögu landsins. Ljósmynd/Ingibjörg Vala Kósóvó Ingibjörg fór í haust og valdi gönguleiðina en útsýnið yfir dalina og fjallgarðana á leiðinni er einstakt. Gengið verður um hluta af Via Dinarica-gönguleiðinni sem er þekkt gönguleið um Balkanskagann. Þjóðbúningur Í ferðinni fær hópurinn að kynnast menningu þeirra sem búa í fjallaþorpum Kósóvó og læra um leið hluta af sögu landsins. Morgunblaðið/Hanna Mikil reynsla Ingibjörg Vala hefur verið leiðsögumaður í tuttugu ár. Hún og kollegi hennar ætla nú að reyna að vekja áhuga á Kósóvó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.