Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég er ánægð með að hafa stokkið á þetta tækifæri, en mig óraði ekki fyrir því hversu mikil áhrif það myndi hafa á líf mitt,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hún sækist eftir endurkjöri í það embætti á landsfundi flokksins, sem haldinn verður helgina 16.-18. mars næstkomandi. Það má segja að ákvörðun Ás- laugar að bjóða sig fram í ritara- embættið hafi reynst afdrifarík, en á þeim rúmlega tveimur árum sem liðin eru hefur hún farið í prófkjör, náð kjöri á þing, orðið formaður allsherjar- og menntamálanefndar, lokið laganámi, farið aftur í kosn- ingaslag og er nú formaður utan- ríkismálanefndar þingsins. Þakklát fyrir tækifærið Þetta hefur þó ekki verið eintóm- ur gleðitími fyrir Áslaugu Örnu eða Sjálfstæðisflokkinn. „Við misstum fremstu stjórnmálakonu okkar, Ólöfu Nordal,“ segir Áslaug. Hún segist þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna með henni í forystu flokksins. „Ég lærði margt af henni og leit mjög upp til hennar. Á sama tíma var gaman að vinna með Ólöfu, því hún hugsaði málin alltaf til framtíðar, henni var annt um flokkinn sinn og að sam- félagið tæki jákvæðum breyt- ingum,“ segir Áslaug og bætir við að það skarð sem Ólöf hafi skilið eftir sig verði ekki auðfyllt. Talið berst að stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum, en nú sitja til dæmis bara fjórar konur fyrir flokkinn á þingi. Áslaug segir þetta óásættanlegt. „Það þarf að efla hlut kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Við erum með gríðarmikið af kon- um í sveitarstjórnarmálunum, þar eru þær næstum því helmingur fulltrúa flokksins og það er gaman að fylgjast með þeim en í landsmál- unum þarf að bæta úr.“ Áslaug bætir við að þetta sé hluti af framtíðarverkefnum Sjálfstæð- isflokksins, hvernig hann geti laðað fleiri til fylgis við sjálfstæðisstefn- una. Það verkefni sé hins vegar ekki bara einskorðað við konur. „Núna gefst okkur tækifæri til þess að hugsa, hvers konar flokkur Sjálfstæðisflokkurinn vill vera til lengri tíma,“ segir Áslaug. Hún tel- ur lykilinn að velgengni flokksins í gegnum tíðina liggja í þeirri fjöl- breytni sem rúmast hafi þar. „Það þurfa að rúmast fleiri en eitt sjón- armið innan flokksins. Það hefur verið styrkur Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina að þar hafa rúmast fjölbreyttar skoðanir fólks sem að- hylltist þó sömu grunnstefnuna,“ segir Áslaug. Það er kraftur á landsfundi Hún segir upplifunina á lands- fundi vera einstaka. „Það er ótrú- legt að finna kraftinn í fólkinu og gaman að sjá það taka þátt í mál- efnavinnu flokksins og móta stefn- una,“ segir Áslaug. Sá kraftur birt- ist þó ekki síst í því að á landsfundi er tekist á, stundum hart. „Um suma hluti er og hefur verið hug- myndafræðilegur ágreiningur og hart tekist á um skoðanir, kerf- isbreytingar, frelsismál og utanrík- ismál og svo mætti lengi áfram telja, en það er styrkur flokksins og bráðnauðsynlegt, að hafa þenn- an umræðuvettvang,“ segir Áslaug og bætir við að flokksmenn hafi alltaf getað sameinast um grunn- stefnuna þrátt fyrir þessi átök, og farið samhentir af landsfundi. Ályktanir fundarins hafi síðan ver- ið hafðar til hliðsjónar þegar kosn- ingaáherslur og stjórnarsáttmálar þeir sem flokkurinn á aðild að eru mótaðir. „Sjálfstæðisflokkurinn er og á að vera burðarafl í íslenskum stjórn- málum. Hann hefur staðið að kerf- isbreytingum, auknu frelsi og tekið þátt í mikilvægustu ákvörðunum sem teknar hafa verið hér á landi, en við þurfum öll að gera betur til þess að flokkurinn verði áfram brautryðjandi fyrir nýjar hug- myndir, sem þó byggjast samt áfram á grundvallarstefnu Sjálf- stæðisflokksins.“ Starf þingmannsins fjölbreytt Áslaug Arna segir að staða sín sem ritari flokksins hafi reynst sér mjög lærdómsrík og hjálpað henni í þingstörfunum. „Ég hef farið á tugi funda út um allt land í störfum mínum sem ritari flokksins, þar hef ég talað við flokksmenn og fólk, heimsótt ólík byggðarlög og heyrt hvaða mál eru þar efst á baugi.“ Hún segir það vera ótrúlega mikilvægt fyrir kjörna fulltrúa að halda talsambandi við fólkið í land- inu. „Það er fátt mikilvægara en að spyrja fólk í sinni heimabyggð hvað það vill. Það sem vantar mest upp á, er að það þarf að fá okkur kjörnu fulltrúana oftar þangað til þess að ræða málefnin, en fólkið vill líka að það sé betri upplýsingagjöf um það sem við erum að gera,“ segir Ás- laug. „Við erum að vinna fyrir fólk- ið sem kýs okkur og þurfum að hlusta vel á það og fylgja því eftir í okkar vinnu.“ Hún segir ýmislegt í þingstörf- unum koma fólki á óvart, sem ekki hafi kynnst því hvað felist í þeim. „Þegar ég kom sjálf inn í þetta um- hverfi kom það mér kannski mest á óvart hvað það er mikil og góð vinna sem fer fram í nefndum þingsins. Þetta er auðvitað sér- stakt vinnuumhverfi, en það eru gríðarlega mörg mál sem fara í gegnum nefndirnar í fullri sátt, en þeim málum er sjaldnast gert hátt undir höfði í umræðunni, því að átakamálin ná frekar athygli fjöl- miðla og samfélagsins.“ Þá komi það fólki oft á óvart hvað starfið sé umfangsmikið. „Það felst ekki bara í því að sitja inni í þingsal og hlusta, heldur þurfum við líka að gefa okkur tíma til að hitta fólk og mæta á opna fundi, við erum að vinna að breytingatillögum á frum- vörpum, rita ræður og greinar, taka svo þátt í þingstörfum og al- þjóðastarfi, svo eru oft viðtöl og umræðuþættir um helgar,“ segir Áslaug. „Maður er einhvern veginn alltaf í vinnunni, en mér líður þó aldrei þannig því þetta starf er skemmtilegt. Þetta tækifæri til þess að hafa góð áhrif á samfélagið er ómetanlegt, mér finnst ótrúlega gaman að tala við fólk og heyra hvernig við getum þróað umhverfi okkar þannig að allir hafi það betra.“ Menntakerfið er undirstaðan Í því samhengi nefnir Áslaug að eitt mikilvægasta málið sem ríki og sveitarfélög geti unnið að fyrir byggðir landsins sé að tryggja gott menntakerfi. Stefna Sjálfstæð- isflokksins snúist um að tryggja öllum jöfn tækifæri til þess að fóta sig í samfélaginu. „Góðir skólar eru forsenda jafnra tækifæra fyrir alla hvaðan sem þeir koma, hvernig sem bakgrunnur þeirra er,“ segir Áslaug. „Við þurfum að vera óhrædd að tala fyrir framförum og því hvernig við getum gert betur í mennta- kerfinu, því að það er langtíma- verkefni. Þar eru miklar breyt- ingar í vændum. Störf eru að breytast hratt og kröfur sam- félagsins til fólks munu breytast og það þarf að tileinka sér nýja tækni og nýja kunnáttu samfara því.“ Þá sé ekki síst mikilvægt að grunnfögin séu í lagi, þannig að fólk útskrifist ekki úr grunnskóla án þess til dæmis að kunna að lesa sér til gagns. „Ef þú getur ekki les- ið þér til gagns geturðu ekki aukið við kunnáttu þína og missir þannig af ýmsum tækifærum á lífsleið- inni,“ segir Áslaug. „Menntakerfið er undirstaða samfélagsins og öflugt menntakerfi er forsenda lífskjara, forsenda fyr- ir fjölbreyttu atvinnulífi og hag- vexti og menntakerfið okkar má ekki verða eftirbátur menntakerfis annarra landa.“ Ekki endilega ævistarf Talið berst að framtíð Áslaugar sjálfrar í stjórnmálunum, hvort hún sjái fyrir sér að vera þar til lengri tíma. „Stjórnmálin hafa ver- ið ákaflega skemmtilegur og gef- andi vettvangur, og svo lengi sem mér finnst þetta skemmtilegt, þá verð ég þar, ef ég fæ fylgi og stuðn- ing til,“ segir Áslaug. „Stjórnmálin eiga hins vegar ekki endilega að vera ævistarf. Við þurfum að vera opin fyrir því að fá fólk inn í þau og svo aftur út í önnur störf, og það hafi þá jafnvel tækifæri til þess að snúa aftur í stjórnmálin síðar. Við þurfum bæði að fá nýtt fólk inn, og einnig að halda í þá sem hafa víð- tæka reynslu af stjórnmálastarfi.“ Áslaug segist njóta þess að ræða málefni við fólk og reyna að hafa áhrif á samfélagið. „Ég hef óbilandi trú á því að Ísland geti verið leið- andi land á svo mörgum sviðum, og með það að markmiði óttast ég ekki þau örlög að vera áfram í stjórnmálum í einhvern tíma. Tækifærin eru svo mörg sem við getum gripið til þess að búa til hér framúrskarandi samfélag. Svo lengi sem ég get haft góð áhrif og finn fyrir gleði í starfi mun ég gefa kost á mér.“ Verðum að vera brautryðjandi  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, sækist að nýju eftir embættinu  Segir styrk flokksins felast í opinskáum skoðanaskiptum  Það þarf að efla hlut kvenna í flokknum Morgunblaðið/Hari Burðarafl Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir Sjálfstæðisflokkinn hafa verið burðarafl í íslenskum stjórnmálum, en að hann þurfi að gera jafnvel enn betur til þess að vera áfram brautryðjandi fyrir nýjar hugmyndir. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 17 4 6 36 4 Rekstrarland er hluti af Olís Nilfisk fæst í verslun Rekstrarlands, Vatnagörðum 10 og hjá útibúum Olís um land allt. NILFISK VINNUR VERKIÐ Á METHRAÐA NILFISK háþrýstidælur og gólfþvottavélar eru til í ýmsum stærðum og styrkleikum jafnt fyrir heimili sem til iðnaðar- og fyrirtækjanota. Með NILFISK vinnur þú verk á svipstundu sem annars tæki mun lengri tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.