Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 26

Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 26
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að samningum við Evrópu- sambandið og stofnun þess um að hefja notkun á EGNOS-leiðrétt- ingum á gervihnattaleiðsögukerfum hérlendis. Þegar leyfið fæst getur Isavia hafið birtingu á aðflugi sem eingöngu grundvallast á EGNOS- tækninni. Það verður þó aðeins á flugvöllum á austurhluta landsins því kerfið nær ekki nógu vel til vest- urhluta landsins til þess að það nýtist fyllilega við aðflugsleiðsögu. EGNOS-leiðréttingin beinist fyrst og fremst að þéttbýlustu svæðum Evrópu. Norðurhjarinn er útundan þótt komið hafi verið upp fjölda stöðva á Evrópusvæðinu. Í norðvest- urhluta dreifisvæðis EGNOS er kerf- ið nokkuð gisið og eru því takmark- anir í Skandinavíu. Isavia hefur rekið tvær jarðstöðvar hér í sautján ár, aðra í Reykjavík og hina á Egilsstöðum. Þær sjá um að taka við merkjum frá gervihnattaleið- sögukerfum, leiðrétta þau og senda aftur út til notenda í gegnum gervi- hnetti sem svífa yfir miðbaug. Beðið eftir grænu ljósi Þar sem EGNOS-merkin nást eykst nákvæmni GPS-staðsetning- artækja og flugleiðsögu sem á þeim byggist auk þess sem fylgst er með áreiðanleika leiðsögunnar. EGNOS lætur notanda vita ef gæði gervi- hnattaleiðsögumerkjanna bregðast. Ísland er á mörkum útbreiðslu- svæðis EGNOS. Leiðréttingar- stöðvar á jörðu skortir vestur af land- inu. Það gerir það að verkum að erfitt er að uppfylla kröfur Alþjóðaflug- málastofnunarinnar um öryggi kerf- isins til flugleiðsögu fyrir vestan 19. gráðu vestlægrar lengdar, það er að segja fyrir vestan Eyjafjörð eða svo. Samgöngustofa hefur veitt heimild til að nota EGNOS á austurhluta lands- ins, með þeim takmörkunum sem á því eru því leiðréttingin næst ekki á fullum styrk þar. Isavia hefur leitað eftir samningum við Evrópusambandið um að hefja notkun EGNOS til flugleiðsögu hér- lendis, með þeim annmörkum sem nefndir hafa verið. Beðið er heimildar ESB svo viðeigandi stofnun þess geti hafið beinar samningaviðræður við Isavia. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er það ferli nokkuð langt kom- ið og má búast við að gengið verði til samninga á næstu mánuðum. Umræða um frekari dekkun EG- NOS yfir Íslandi er enn á pólitísku sviði. Ekki fengust upplýsingar hjá stjórnvöldum við vinnslu grein- arinnar um það hver staðan er á þeim vettvangi. Húsavík fyrst í röðinni Þegar leyfi fæst verður væntan- lega hafist handa við að birta upplýs- ingar um aðflug á Húsavík sem ein- göngu byggjast á EGNOS-flugleiðsögu og þarfnast ekki búnaðar á jörðu niðri. Er hönn- unin í umsagnarferli hjá flugrek- endum, samkvæmt upplýsingum Isavia. Þegar fram í sækir bætast fleiri flugvellir við, til dæmis Egils- staðir og Hornafjörður, en einnig kemur til greina að útbúa EGNOS- flugleiðsögu fyrir smærri flugvelli þar sem talið hefur verið of kostn- aðarsamt að setja upp flugleið- sögubúnað á jörðu niðri. Margar flugvélar eru nú þegar búnar réttum búnaði. Isavia hefur mælt með því á undanförnum árum að flugrekendur skoði þessa tækni þegar ráðist er í fjárfestingar á bún- aði í flugflota þeirra. Ekki ætti að stranda á því þegar samningar hafa náðst um notkun kerfisins hér. Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins Ernis, segir að dýr búnaður vélanna nýtist ekki sem skyldi á meðan þjón- usta byggð á EGNOS-kerfinu er ekki í boði. Ekki sé hægt að koma vél- unum í lágmarkshæð fyrir lendingu fyrr en notkun á kerfinu hefst. Á sama tíma hafi Isavia verið að taka niður eldri búnað. Það hafi skert ör- yggi. Þyrfti stöðvar á Grænlandi Keflavíkurflugvöllur og Reykjavík- urflugvöllur eru ágætlega búnir að- flugstækjum. EGNOS-tæknin er því ekki grundvöllur aðflugs að þeim. Aðrir flugvellir á vesturhluta lands- ins, eins og til dæmis á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum, myndu hins- vegar geta nýtt tæknina til nákvæms aðflugs án tækja á jörðu niðri, ef hægt væri að auka drægni kerfisins um þann hluta landsins. Leiðrétting- arstöð eða -stöðvar á Grænlandi myndi koma að góðum notum. Löndin á norðurslóðum eru stöð- ugt að þrýsta á ESB um að auka dekkun EGNOS-kerfisins í norðri. ESB hefur alveg eins litið til suðurs, til norðurhluta Afríku þar sem þörfin er brýn, til að draga úr áhættu í flugi. Til tals hefur komið að taka þátt í öðru kerfi, WAAS, sem rekið er af Bandaríkjamönnum. Það var prófað á Íslandi um síðustu aldamót. EGNOS- og WAAS-kerfin eru samhæfð og því gæti WAAS þjónað Íslandi vestan megin frá en EGNOS austan megin, ef samningar næðust um það við eig- endur kerfanna. Notað í siglingum og veiðum Rekstur EGNOS-kerfisins tekur fyrst og fremst mið af kröfum flugs. Þó aðgengileiki merkjanna nægi ekki til aðflugs að flugvöllum á vesturhluta landsins dugar hann alveg fyrir leið- sögu til sjós og lands. Útgerðin er háð góðum staðsetn- ingarkerfum. Skipstjórarnir toga eft- ir þessum tækjum og forðast festur á hafsbotni. Tækin hjálpa einnig skip- stjórum við að finna gamla og góða veiðistaði. Tæknin er einnig notuð til siglinga á úthafinu og inn í hafnir. Sæmundur E. Þorsteinsson, raf- magnsverkfræðingur og lektor í fjar- skiptaverkfræði við Háskóla Íslands, segir að nákvæmni góðra gps-tækja sé næg fyrir útgerðina og almennar siglingar. Tækniþróun í siglingum leiði vænt- anlega til sjálfsiglandi skipa, jafnvel eftir ekki svo mörg ár. Sú tækni sé væntanlega nær í tíma en sjálfkeyr- andi bílar. Slík skip þurfi mjög góða staðsetningu, með innan við eins metra nákvæmni, til þess að sigla inn í hafnir. Þar kæmi EGNOS- leiðréttingin að góðum notum. Al- þjóðasiglingamálastofnunin hafi enn ekki gefið leyfi til að nota kerfið til sjós. „Við þurfum að vakna af þeim þyrnirósarsvefni sem við höfum verið í frá því fyrir aldamót. Það væri gott að eiga rödd inni í Evrópsku geim- ferðastofnuninni. Það kostar ein- hverjar fjárhæðir en á móti kæmi að við fengjum möguleika á að taka þátt í verkefnum og við það kæmi eitthvað af peningunum til baka sem rann- sókna- og þróunarfé. Rödd okkar myndi heyrast þegar útbreiðslusvæði EGNOS-leiðréttingarinnar eru hönn- uð,“ segir Sæmundur. Ferðamennska, leit og björgun Fyrir utan flug og siglingar nýtist tæknin í hvers konar leiðsögu, í land- búnaði og ferðamennsku og ekki síst leit og björgun. Nýjar þyrlur Land- helgisgæslunnar munu nota þetta kerfi, þegar þær verða teknar í notk- un. Það er einnig lykill að öruggari notkun dróna í þéttbýli. Ekki má gleyma þróuninni í sjálfstýrðum öku- tækjum. Nákvæm staðsetning er for- senda notkunar þeirra, þegar þar að kemur. Gervihnattaaðflug austanlands  Isavia er í viðræðum við ESB um notkun á EGNOS-leiðréttingu á gervihnattaleiðsögukerfum  Ísland er ekki aðili að kerfinu og það er ekki nógu áreiðanlegt til aðflugsleiðsögu vestanlands EGNOS, Evrópskt leiðréttingarkerfi fyrir GPS staðsetningar Aðgengi að EGNOS í gegnum gervihnetti EGNOS (European Geostationary Navigation Overlay Service) samanstendur af um 40 staðsetningar-stöðvum á jörðu niðri sem móttaka og leið- rétta GPS staðsetningar og 3 gervihnöttum sem senda út leiðréttingar á GPS staðsetningum. Leiðréttingum er einnig dreift á netinu og með GSM. % % % % GPS gervihnettir EGNOS gervihnettir Flugumferð Bílar Landbúnaður Internet eða GSM Internet Skip EGNOS stað- setningarstöðvar 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Leiðsögunefnd samgönguráðuneytisins skilaði áætlun um leiðsögu- og upplýsingakerfi á árinu 2007. Þar var lagt til að Ísland fullvæði EGNOS fyrir flugleiðsögu en einnig að hin bandaríska WAAS-þjónusta gagnist hér. Meðal annarra tillagna er að sett verði á stofn sérstök stofnun, geimvísindadeild, til að annast tengsl við erlendar stofnanir á þessu sviði. Þegar sameiginlega EES-nefndin ákvað í júlí 2009 að breyta bókun samningsins og í raun taka Evrópuáætlun um leiðsögu um gervihnött (EGNOS og Galileo) inn í EES-samninginn var gildistöku gagnvart Ís- landi frestað. Það sem gerst hafði frá því stefnan var mörkuð í leið- söguáætlun árið 2007 var eitt stykki hrun. Allir virðast hafa haft skiln- ing á því en Norðmenn héldu áfram að taka fullan þátt í uppbyggingunni enda eru þeir einnig aðilar að Geimvísindastofnun Evr- ópu og þar með þátttakendur í Galileo-verkefninu. Þátttöku Íslands var einnig frestað við breytingar á bókuninni í júní 2012. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefur nú lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkisráðherra um málið. Hann spyr hvort umræddar ákvarðanir um að fresta þátttöku Íslands um fjarleiðsögu um gervi- hnött með vísan til efnahagslegra örðugleika hafi verið endurskoðaðar. Ef þátttaka sé hafin, hver taki þátt í verkefninu fyrir hönd Íslendinga. Aðild Íslendinga frestað STEFNAN MÖRKUÐ 2007 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju MYND ER MINNING Fermingarmyndir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.