Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú stendur yfir mesta uppbygging sem átt hefur sér stað í miðborg Reykjavíkur frá upphafi. Stórhýsi rísa hvert af öðru í Kvosinni og í síðustu viku var kynnt til sögunnar nýbygging sem mun setja mikinn svip á miðborgina. Um er að ræða nýjar höfuð- stöðvar Landsbankans, sem munu rísa við Austurbakka 2 í Austur- höfn, í nágrenni Hörpu. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í byrj- un árs 2019. Bygging hússins verð- ur boðin út. Lóðin er tilbúin til framkvæmda og engin óvissa er um skipulagsmál á svæðinu. Landsbankinn tilkynnti í maí 2017 að bankaráðið hefði ákveðið að byggja húsnæði fyrir starfsemi bankans við Austurhöfn í Reykja- vík. Landsbankinn eignaðist lóðina árið 2014 í kjölfar útboðs. Seljandi var Sítus. Markmið bankans með kaupunum var að reisa þarna fram- tíðarhúsnæði undir starfsemina. Í kjölfar gagnrýni ákvað bankinn að fresta áformum um hönnunarsam- keppni sumarið 2015 og að farið yrði yfir fram komin sjónarmið. Bankinn skoðaði ýmsa kosti í húsnæðismálum í samvinnu við ráð- gjafarfyrirtækið KPMG og Mannvit verkfræðistofu og var niðurstaða greiningar KPMG sú að Austur- höfn væri ákjósanlegasti kosturinn. Meðal kosta sem voru sérstaklega skoðaðir voru lóðir í grennd við Borgartún, Kringlu og Smáralind. Hið nýja hús verður 16.500 fer- metrar. Bankinn hyggst nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, um 60% af flatarmáli hússins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem munu nýtast fyrir verslun og aðra þjónustu. Bankinn ætlar fyrst og fremst að nýta efri hæðir hússins Bankinn mun fyrst og fremst nýta efri hæðir hússins þar sem fermetraverð er metið sambærilegt og á skrifstofuhúsnæði á öðrum góðum stöðum á höfuðborgarsvæð- inu. Verðmætustu hlutar hússins á neðri hæðum verða að stærstum hluta seldir og umframrými á efri hæðum leigt út. Sjö arkitektateymi voru í október sl. valin til að skila frumtillögum að hönnun hússins og í janúar bárust bankanum tillögur frá sex teymum, að viðhafðri nafnleynd. Þriggja manna ráðgjafaráð var bankastjóra og bankaráði til fulltingis við ákvörðunina og mælti ráðgjafaráðið með tillögu Arkþings ehf. og C.F. Møller. Kletturinn var nafnið sem höfundarnir völdu á tillöguna. Arkitektateymin sex sem skiluðu inn tillögum fengu hvert um sig greiddar 2,5 milljónir króna auk vsk. Ekki var um eiginleg verðlaun að ræða heldur fengu þátttakendur greidda þóknun fyrir tillögur sínar. Þegar samningar við tillöguhöf- unda liggja fyrir mun vinna við fullnaðarhönnun hússins hefjast. Að sögn bankans getur frumtillagan tekið breytingum á hönnunarstigi, þótt heildaryfirbragð hússins verði óbreytt. Að baki vinningstillögunni standa: Helgi Mar Hallgrímsson arkitekt, Klaus Toustrup arkitekt, Julian Weyer arkitekt, Sigurður Hallgrímsson arkitekt, Rune Bjerno Nielsen arkitekt, Jonas Toft Lehmann arkitekt, Kristian Græ- bild Brandsen arkitekt, Eyrún Val- þórsdóttir arkitekt, Davíð Sigurð- arson arkitekt, Marte Aateigen Marum arkitektanemi og Sarah Grazia Nordengen arkitektanemi. Í niðurstöðu segir að tillagan sé í góðu samræmi við þær forsendur sem lagt var upp með. Helsti kost- ur tillögunnar sé heildstæð og spennandi bygging með góðum inn- byrðis tengslum. Yfirbragð sé stíl- hreint og glæsilegt og hæfi starf- semi bankans vel. Vinnurými bankans sé til þess fallið að styðja vel við starfsemi hans og stuðla að örvandi samstarfi og góðu flæði innan og milli eininga, bæði innan hæða og á milli hæða í húsinu. Al- menningsrými utandyra séu áhuga- verð. Settröppur nyrst á bygging- unni, móts við Hörpu, skapi skilyrði fyrir margbreytilega starfsemi ut- anhúss og geti orðið áhugaverður áfangastaður almennings. Í ráðgjafaráðinu sátu G. Oddur Víðisson arkitekt, Halldóra Vífils- dóttir, arkitekt hjá Landsbank- anum, og Valgeir Valgeirsson, verkfræðingur hjá Landsbank- anum. Samkvæmt mati Mannvits verk- fræðistofu er kostnaður við að reisa 16.500 m2 hús tæpir 9 milljarðar króna, að lóðarverði meðtöldu, að því er fram kemur á heimasíðu bankans. Að teknu tilliti til þess að bankinn mun selja og/eða leigja 6.500 m2 er gert ráð fyrir að kostn- aður bankans við þann hluta húss- ins sem hann mun nýta verði um 5,5 milljarðar króna. Á móti kæmi söluverðmæti þeirra fasteigna sem bankinn getur selt við flutningana. Árlegur sparnaður við að flytja í nýtt hús er talinn nema um 500 milljónum króna á ári. Landsbankinn er nú með starf- semi í 13 húsum í miðborg Reykja- víkur, að langstærstum hluta í leiguhúsnæði. Núverandi húsnæði bankans sé bæði óhentugt og óhag- kvæmt fyrir rekstur bankans. Með flutningi í nýtt hús mun starfsemi sem nú fer fram á um 21.000 fer- metrum rúmast á um 10.000 m2. Verðmætasta eign bankans er Austurstæti 11, höfuðstöðvar bank- ans. Húsið er talið hafa mikið sögu- legt og menningarlegt gildi, enda friðað. Tillagan Hamrar Höfundar A2F arkitektar/Gríma arkitektar/ Kreatíva teiknistofa. Byggingin er brotin upp í sex húshluta og svokölluð „gjá“ tengir mismunandi húshluta saman. Nýi Kletturinn í Kvosinni  Landsbankinn áformar að hefja byggingu nýrra höfuðstöðva í Austurhöfn í byrjun næsta árs  Byggingin er 16.500 fermetrar og hyggst bankinn nota 10.000 fermetra  Kostar tæpa 9 milljarða Tillagan Jökulís Höfundar Henning Larsen Architects og Batteríið Arkitektar. Náttúra Íslands er uppsprettan, byggist á jökli, svörtum klettum og iðjagrænum mosabreiðum. Tölvuteikning/Arkþing ehf /C.F. Møller Danmark A/S Vinningstillagan Kletturinn Höfundar Arkþing ehf /C.F. Møller Danmark A/S. „Heillandi heildarlausn sem nær að samtvinna einfalt en samt einstakt borgarhús við ákjósanleg vinnurými,“ segir í niðurstöðu dómnefndar. Þessi bygging mun setja mikinn svip á mesta sögustað Reykjavíkur, miðbæinn. Tillagan 28557 Höfundar Kanon arkitektar og Teiknistofan Tröð. Tillagan hefur látlaust yfirbragð með fíngerðu útliti sem skapar áhugaverða andstöðu við aðliggjandi byggingar. Tillagan Öndvegi Höfundar Bjarke Ingels Group(BIG)/Arkiteó. Bygging með grónum hallandi þökum sem ná alveg niður að jörðu og tengjast gönguleiðum svæðisins, Arnarhóli, miðbænum Hörpu og höfninni. Tillagan Flæðarmál Höfundar PkDM. Tillagan byggist á þrískiptri byggingu með tveimur bryggjum, Kolabryggju og Fredriksensbryggju. Skemmtileg hugmynd með vísan til upprunalegrar strandlengju Reykjavíkur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.