Morgunblaðið - 01.03.2018, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 01.03.2018, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 „Ísland fyrir Íslendinga“: Áhrif fullveldis 1918 á efna- hagslega þjóðernisstefnu Fræðslufundur Minja og sögu Nýverið kom út bókin Líftaug landsins. Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900- 2010 á vegum Sagnfræðistofnunar H.Í. Meðal höfunda hennar er Guðmundur Jónsson prófessor. Á fundinum mun hann fjalla um verkið en einkum þá efnahagslegu þjóðernisstefnu sem bjó um sig hér á landi í kjölfar heimsstyrjaldarinnar fyrri. Beinir hann m.a. sjónum að því hvaða þátt stofnun fullveldis 1918 átti í þessari þróun. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands, föstudaginn 2. mars og hefst stundvíslega kl. 12:00. Allir velkomnir. SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Geirmundur Valtýsson og hljóm- sveit leika fyrir dansi á Kringlu- kránni um helgina og Helga Möller syngur með Geirmundi á laug- ardagskvöld. „Ég ætla að koma suður og heimsækja dívuna Helgu Möller,“ segir skagfirski tónlistar- maðurinn, sem er ekki ókunnugur Kringlukránni eftir að hafa skemmt þar og spilað fyrir dans- gesti nánast í hverjum mánuði í 15 ár. „Þegar vel viðrar hjá okkur hef ég komið fram með þeim sem gestasöngvari af og til á Kringlu- kránni, nokkrum sinnum á ári,“ segir Helga. „Það er alltaf jafn- gaman að hitta þessa stráka, ekki síst Geirmund og rifja upp lögin hans, en ég hef sungið ansi mörg þeirra.“ Mikil tenging Söngparið Geirmundur og Helga hefur sungið inn á margar plötur saman auk þess sem hún hefur hljóðritað og sungið lög eftir Geir- mund. Þar má til dæmis nefna „Ort í sandinn“ sem var mjög vin- sælt á sínum tíma. Þau hafa bæði tekið þátt í Söngvakeppni Sjón- varpsins og eini munurinn er að Helga hefur farið í úrslit ytra, en Geirmundur sat eftir heima með smellinn „Með vaxandi þrá“. Úr- slitakeppnin í söngkeppninni hér- lendis verður einmitt á laugardags- kvöld og svo fara Geirmundur og Helga í danstaktinn á Kringlu- kránni. Að vanda á þessum árstíma hef- ur Geirmundur spilað grimmt á þorrablótum fyrir norðan að undanförnu. „Svo skrepp ég reglu- lega suður á Kringlukrána, því það þarf að sinna Reykvíkingum,“ seg- ir hann. „Það skiptir miklu máli að sálarlífið sé í lagi og það er alltaf mikið að gerast í sálinni hjá Reyk- víkingum.“ Helga segir að aðalatriðið sé að skemmta fólki. „Við syngjum allt milli himins og jarðar, bara það sem kemur fólkinu í stuð.“ Hún hefur nóg að gera í tónlist- inni og hefur að undanförnu sungið á þorrablótum og öðrum mann- fögnuðum. „Annars er mest að gera í kringum jólin,“ segir Helga. Geirmundur er með vinsælustu tónlistarmönnum landsins og lög eftir hann eins og til dæmis „Bíddu við“ og Nú er ég léttur“, sem komu út á plötu með honum fyrir tæp- lega hálfri öld, njóta enn mikilla vinsælda. Líka hjá yngri kyn- slóðum. „Ég spila þau og syng þau á hverju einasta balli.“ Hann bætir við að í liðinni viku hafi krakkar í grunnskólanum á Blönduósi haft samband vegna fyr- irhugaðrar söngvakeppni. „Krakk- arnir spurðu hvort þau mættu nota „Nú er ég léttur“ í keppninni.“ Geiri í danstakti með dívunni  Geirmundur Valtýsson og Helga Möller skemmta á Kringlukránni um helgina  Hefur spilað þar og sungið fyrir dansi í nánast hverjum mánuði í fimmtán ár Ljósmynd/Óli Arnar Brynjarsson Sveiflukóngur Geirmundur Valtýsson hefur verið lengi að í tónlistinni hér á landi, eða í bráðum 60 ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg Söngkona Helga Möller hefur oft komið fram með Geirmundi. Þrjátíu ár voru í gær liðin frá því Víðistaðakirkja í Hafnarfirði var vígð. Haldin var hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni sl. sunnudag í tilefni af- mælisins. Við það tækifæri var Gunnar Hólmsteinsson heiðraður fyrir fórnfúst og gott starf í þágu kirkjunnar en hann var kjörinn í fyrstu sóknarnefnd kirkjunnar og skipaður gjaldkeri hennar. Því hlut- verki hefur hann gegnt síðan, í 41 ár. Þá gaf Systrafélag Víðistaða- kirkju kirkjunni peningagjöf, 1 millj- ón króna. Fyrsta skóflustunga að kirkjunni var tekin 23. apríl 1981 en hún var vígð 28. febrúar 1988. Kirkjan var teiknuð af Óla G. H. Þórðarsyni arki- tekt og hann sá einnig um hönnun innandyra ásamt eiginkonu sinni, Lovisu Christiansen, innanhúsarki- tekt. Kirkjan er helst þekkt fyrir mynd- ir, sem Baltasar Samper málaði á veggi hennar út frá sæluboðum Krists í Fjallræðunni. Systrafélag kirkjunnar gaf á sínum tíma vinnu- laun Baltasars við gerð ferskumynd- anna í kirkjunni. Sókarprestur Víðistaðakirkju er Bragi J. Ingibergsson. Ljósmynd/Þóroddur S. Skaptason Heiðraður Hjörleifur Þórarinsson, formaður sóknarnefndar kirkjunnar, og Gunnar Hólmsteinsson gjaldkeri, sem var heiðraður sérstaklega. 30 ár frá vígslu Víðistaðakirkju  Sami gjaldkeri sóknarnefndar í 41 ár Hugmyndasöfnun vegna nýfram- kvæmda og viðhaldsverkefna í Reykjavík er hafin á hverfidmitt.is. Íbúar geta bæði sett inn eigin hug- myndir er varða hverfið sem þeir búa í og skoðað hugmyndir annarra næstu þrjár vikurnar, en hugmynda- söfnun lýkur 20. mars nk. Þetta er í sjöunda sinn sem Reykjavíkurborg efnir til hug- myndasöfnunar af þessu tagi og er framkvæmdafé 450 milljónir króna, sem er sama upphæð og var í fyrra. Hugmyndir sem settar eru inn núna og hljóta kosningu koma til fram- kvæmda á næsta ári. Hugmyndirnar eiga að bæta hverfið á einhvern hátt, rúmast inn- an fjárhagsáætlunar hverfisins og vera framkvæmanlegar innan þess tímaramma sem verkefninu er gef- inn. Hugmyndirnar geta t.d. varðað umhverfi og möguleika allra aldurs- hópa til útivistar og samveru, að- stöðu til leikja og afþreyingar og betri aðstöðu fyrir gangandi og hjól- andi borgarbúa. Innsendar hugmyndir verða svo metnar og stillt upp til kosninga meðal íbúa. Kosið verður í október. Metþátttaka var í kosningunum í fyrra, en þá tóku yfir 10% höfuð- borgarbúa þátt í kosningunni. Í þeim kosningum gátu Reykvíkingar valið á milli 220 hugmynda. Öll hverfi Reykjavíkur fá grunn- upphæð, 11,25 milljónir, og síðan hlutfallslega eftir íbúafjölda. sisi@mbl.is Kosning Metþátttaka var í kosning- unni „Hverfið mitt“ í fyrrahaust. Leit að hugmynd- um hafin  Íbúarnir ráðstafa 450 milljónum króna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.