Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
„Ísland fyrir Íslendinga“:
Áhrif fullveldis 1918 á efna-
hagslega þjóðernisstefnu
Fræðslufundur Minja og sögu
Nýverið kom út bókin Líftaug landsins.
Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-
2010 á vegum Sagnfræðistofnunar H.Í.
Meðal höfunda hennar er Guðmundur
Jónsson prófessor. Á fundinum mun hann
fjalla um verkið en einkum þá efnahagslegu
þjóðernisstefnu sem bjó um sig hér á landi
í kjölfar heimsstyrjaldarinnar fyrri. Beinir
hann m.a. sjónum að því hvaða þátt stofnun
fullveldis 1918 átti í þessari þróun.
Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal
Þjóðminjasafns Íslands, föstudaginn
2. mars og hefst stundvíslega kl. 12:00.
Allir velkomnir.
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Geirmundur Valtýsson og hljóm-
sveit leika fyrir dansi á Kringlu-
kránni um helgina og Helga Möller
syngur með Geirmundi á laug-
ardagskvöld. „Ég ætla að koma
suður og heimsækja dívuna Helgu
Möller,“ segir skagfirski tónlistar-
maðurinn, sem er ekki ókunnugur
Kringlukránni eftir að hafa
skemmt þar og spilað fyrir dans-
gesti nánast í hverjum mánuði í 15
ár.
„Þegar vel viðrar hjá okkur hef
ég komið fram með þeim sem
gestasöngvari af og til á Kringlu-
kránni, nokkrum sinnum á ári,“
segir Helga. „Það er alltaf jafn-
gaman að hitta þessa stráka, ekki
síst Geirmund og rifja upp lögin
hans, en ég hef sungið ansi mörg
þeirra.“
Mikil tenging
Söngparið Geirmundur og Helga
hefur sungið inn á margar plötur
saman auk þess sem hún hefur
hljóðritað og sungið lög eftir Geir-
mund. Þar má til dæmis nefna
„Ort í sandinn“ sem var mjög vin-
sælt á sínum tíma. Þau hafa bæði
tekið þátt í Söngvakeppni Sjón-
varpsins og eini munurinn er að
Helga hefur farið í úrslit ytra, en
Geirmundur sat eftir heima með
smellinn „Með vaxandi þrá“. Úr-
slitakeppnin í söngkeppninni hér-
lendis verður einmitt á laugardags-
kvöld og svo fara Geirmundur og
Helga í danstaktinn á Kringlu-
kránni.
Að vanda á þessum árstíma hef-
ur Geirmundur spilað grimmt á
þorrablótum fyrir norðan að
undanförnu. „Svo skrepp ég reglu-
lega suður á Kringlukrána, því það
þarf að sinna Reykvíkingum,“ seg-
ir hann. „Það skiptir miklu máli að
sálarlífið sé í lagi og það er alltaf
mikið að gerast í sálinni hjá Reyk-
víkingum.“
Helga segir að aðalatriðið sé að
skemmta fólki. „Við syngjum allt
milli himins og jarðar, bara það
sem kemur fólkinu í stuð.“
Hún hefur nóg að gera í tónlist-
inni og hefur að undanförnu sungið
á þorrablótum og öðrum mann-
fögnuðum. „Annars er mest að
gera í kringum jólin,“ segir Helga.
Geirmundur er með vinsælustu
tónlistarmönnum landsins og lög
eftir hann eins og til dæmis „Bíddu
við“ og Nú er ég léttur“, sem komu
út á plötu með honum fyrir tæp-
lega hálfri öld, njóta enn mikilla
vinsælda. Líka hjá yngri kyn-
slóðum. „Ég spila þau og syng þau
á hverju einasta balli.“
Hann bætir við að í liðinni viku
hafi krakkar í grunnskólanum á
Blönduósi haft samband vegna fyr-
irhugaðrar söngvakeppni. „Krakk-
arnir spurðu hvort þau mættu nota
„Nú er ég léttur“ í keppninni.“
Geiri í danstakti með dívunni
Geirmundur Valtýsson og Helga Möller skemmta á Kringlukránni um helgina
Hefur spilað þar og sungið fyrir dansi í nánast hverjum mánuði í fimmtán ár
Ljósmynd/Óli Arnar Brynjarsson
Sveiflukóngur Geirmundur Valtýsson hefur verið lengi að í tónlistinni hér á landi, eða í bráðum 60 ár.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Söngkona Helga Möller hefur oft komið fram með Geirmundi.
Þrjátíu ár voru í gær liðin frá því
Víðistaðakirkja í Hafnarfirði var
vígð.
Haldin var hátíðarguðsþjónusta í
kirkjunni sl. sunnudag í tilefni af-
mælisins. Við það tækifæri var
Gunnar Hólmsteinsson heiðraður
fyrir fórnfúst og gott starf í þágu
kirkjunnar en hann var kjörinn í
fyrstu sóknarnefnd kirkjunnar og
skipaður gjaldkeri hennar. Því hlut-
verki hefur hann gegnt síðan, í 41 ár.
Þá gaf Systrafélag Víðistaða-
kirkju kirkjunni peningagjöf, 1 millj-
ón króna.
Fyrsta skóflustunga að kirkjunni
var tekin 23. apríl 1981 en hún var
vígð 28. febrúar 1988. Kirkjan var
teiknuð af Óla G. H. Þórðarsyni arki-
tekt og hann sá einnig um hönnun
innandyra ásamt eiginkonu sinni,
Lovisu Christiansen, innanhúsarki-
tekt.
Kirkjan er helst þekkt fyrir mynd-
ir, sem Baltasar Samper málaði á
veggi hennar út frá sæluboðum
Krists í Fjallræðunni. Systrafélag
kirkjunnar gaf á sínum tíma vinnu-
laun Baltasars við gerð ferskumynd-
anna í kirkjunni.
Sókarprestur Víðistaðakirkju er
Bragi J. Ingibergsson.
Ljósmynd/Þóroddur S. Skaptason
Heiðraður Hjörleifur Þórarinsson, formaður sóknarnefndar kirkjunnar, og
Gunnar Hólmsteinsson gjaldkeri, sem var heiðraður sérstaklega.
30 ár frá vígslu
Víðistaðakirkju
Sami gjaldkeri sóknarnefndar í 41 ár
Hugmyndasöfnun vegna nýfram-
kvæmda og viðhaldsverkefna í
Reykjavík er hafin á hverfidmitt.is.
Íbúar geta bæði sett inn eigin hug-
myndir er varða hverfið sem þeir
búa í og skoðað hugmyndir annarra
næstu þrjár vikurnar, en hugmynda-
söfnun lýkur 20. mars nk.
Þetta er í sjöunda sinn sem
Reykjavíkurborg efnir til hug-
myndasöfnunar af þessu tagi og er
framkvæmdafé 450 milljónir króna,
sem er sama upphæð og var í fyrra.
Hugmyndir sem settar eru inn núna
og hljóta kosningu koma til fram-
kvæmda á næsta ári.
Hugmyndirnar eiga að bæta
hverfið á einhvern hátt, rúmast inn-
an fjárhagsáætlunar hverfisins og
vera framkvæmanlegar innan þess
tímaramma sem verkefninu er gef-
inn.
Hugmyndirnar geta t.d. varðað
umhverfi og möguleika allra aldurs-
hópa til útivistar og samveru, að-
stöðu til leikja og afþreyingar og
betri aðstöðu fyrir gangandi og hjól-
andi borgarbúa.
Innsendar hugmyndir verða svo
metnar og stillt upp til kosninga
meðal íbúa. Kosið verður í október.
Metþátttaka var í kosningunum í
fyrra, en þá tóku yfir 10% höfuð-
borgarbúa þátt í kosningunni. Í
þeim kosningum gátu Reykvíkingar
valið á milli 220 hugmynda.
Öll hverfi Reykjavíkur fá grunn-
upphæð, 11,25 milljónir, og síðan
hlutfallslega eftir íbúafjölda.
sisi@mbl.is
Kosning Metþátttaka var í kosning-
unni „Hverfið mitt“ í fyrrahaust.
Leit að
hugmynd-
um hafin
Íbúarnir ráðstafa
450 milljónum króna