Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 40
Svalur Einn dáðasti sonur St. Louis er trompetleikarinn og djassguðinn Miles Davis. Upp- eldishús hans er í borg- inni og þangað er gam- an að kíkja – með Kind Of Blue í eyrunum. F rakkarnir sem um ræðir, skinnakaupmennirnir Pierre Laclède and Auguste Chou- teau, létu ekki þar við sitja heldur skírðu hið nýstofnaða þétt- býli St. Louis í höfuðið á Loðvík 9. Frakkakonungi. Franskur andi svíf- ur enda yfir borginni á ýmsan máta; í janúar og febrúar á hverju ári er haldin gríðarvinsæl Mardi Gras- hátíð í borginni þar sem stuðið lifir vikum saman. Í St. Louis er að finna einstaklega fallegt gamalt íbúða- hverfi sem heitir Lafayette Square þar sem franskur stíll er ríkjandi. Þá á borgin sinn eigin „Sigurboga“ og það sem meira er, hann er stað- settur á Vinstri bakkanum. Hér er vitaskuld ekki átt við hinn eina sanna Sigurboga sem er að finna í París, heldur Gateway Arch bogann sem er að finna í borginni á vinstri árbakka Missisippi, en þessi gríð- armikli bogi táknar þá gátt sem St. Louis var á tímum Vesturfaranna en víðfrægur leiðangur Lewis og Clark um óbyggðar víðlendur vestursins í upphafi 19. aldar hófst einmitt í St. Louis. Stærsta mósaíkverk veraldar Fleira kemur til en téður sigurbogi. Helst er þar að nefna hina forkunn- arfögru dóm- kirkju, Basilíku heilags Loðvíks sem vígð var ár- ið 1907 í býzans-rómverskum stíl og dregur að sæg ferða- manna sem fýsir að berja augum mósaík- listina sem er að finna innandyra. Verkið sam- anstendur alls af tæplega 42 millj- ónum flísa í 8000 mismunandi litum sem þekja alls um 7700 fermetra. Eins og við má búast skilur verkið engan sem séð hefur eftir ósnortinn. Margar aðrar helstu byggingar borgarinnar eiga sér beina fyr- irmynd í þekktum húsbyggingum í Frakklandi og nægir þar að nefna að ráðhúsið er hannað með ráðhús Parísar (Hôtel de Ville) í huga og lestarstöðin St Louis Union Station byggir á útliti virkisveggjanna víð- frægu í Carcassonne. Loks má ekki gleyma hinni ómótstæðilegu og sögulegu sælkeraverslun Biss- inger’s French Confections en það er framleitt syndsamlegt konfekt byggt á aldagamalli hefð. Karl Biss- inger framleiddi handgert konfekt sem gældi meðal annars við bragð- lauka Napóleons Bonaparte og Loð- vík XIV sæmdi hann heiðurstitlinum „Konfektmeistari keisarans“. Biss- inger flutti vestur um haf um miðja 19. öld og sonur hans og alnafni hélt að lokum til St. Louis og opnaði þar sælkeraverslun sína. Þar er hún enn starfrækt, sælkerum til ómældrar gleði, og þar má í dag fá hvers kyns ljúffenga rétti auk goðsagna- kenndra sætindanna. Bissinger’s French Confections er til húsa að 1600 N. Broadway og þar er boðið upp á heimsóknir með skoðunarferð, sögustund og ómissandi smakki. Æskuheimili Miles Davis – viltu taka þátt í uppbyggingunni? Það þarf ekki endilega að vera djassgeggjari til að vita hver Miles Davis var, en hafi maður á annað borð smekk á djass er næsta víst að trompetleikarinn sálugi er í guða- tölu. Davis ólst nefnilega upp í húsi við 1701 Kansas Ave., í austurhluta St. Louis og þangað leggja djass- áhugamenn leið sína í pílagríms- ferðir til að votta meistaranum ævarandi virðingu sína. Húsið hefur aftur á móti staðið autt um árabil og þarf sárlega á uppgerð að halda. Áhugasamir geta lagt verkefninu lið. til dæmis með því að kaupa múr- stein sem notaður verður til að byggja húsið upp á ný. Til stendur í framhaldinu að gera húsið að safni og djasstónlistarskóla í nafni Miles Davis. Verkefnið er yfirstandandi og víst er að málstaður fyrir end- urreisn gamals húss verður ekki mikið svalari en þetta. 50% stærri en Miðgarður N.Y. Ef meiningin er að auðga bæði andann og loftið í lungunum þá er ein besta leiðin að taka dag í það að spássera um Forest Park, almenn- ingsgarð St. Louis. Þar þrengir hvorki að huga manns né olnbogum enda er garðurinn gríðarmikill að flatarmáli, alls um 5,3 ferkílómetrar, með ótal græn svæði, stíga til göngutúra, hlaupatúra og hjólatúra. Auk möguleika til útivistar má ekki gleyma að nefna að í Forest Park er að finna stórmerka viðkomustaði á borð við Listasafn St. Louis, Vís- indasafn St. Louis, Sögusafn St. Lo- uis að ógleymdum hinum ótrúlega dýragarði borgarinnar sem almennt er talinn einn sá besti í gervöllum Bandaríkjunum. Í St. Louis er einnig að finna hinn ævintýralega grasagarð Missouri Botanical Gardens, sem er sá grasa- garður Bandaríkjanna sem lengst hefur verið opinn, og hinn samliggj- andi Tower Grove Park sem hentar sömuleiðis fullkomlega til útivistar. Heimaborg bjórgerðarinnar Eftir allt þetta labb, hlaup og hjólastúss er ekki útilokað að ein- hverjum hugnist að væta svolítið kverkarnar. Það eru hæg heimatök- in í St. Louis, svo ekki sé fastar að orði kveðið því þar eru hvorki meira né minna en aðalstöðvar Anheuser- Busch, sem er einn allra stærsti bjórframleiðandi heims og býr með- al annars til frægasta bjór Banda- ríkjanna, Budweiser. En fyrir þá sem vilja eilítið efnismeiri bjór þá er nauðsynlegt að heimsækja The St. Louis Brewery þar sem Schlafly bjórinn er á boðstólum, í öllum sín- um rúmlega 50 bjórstílum; hvort sem þér hugnast þurrhumlaður IPA, bleksvartur eða flauelsmjúkur oatmeal stout eða hvaða bjór sem vera skal, þá er hann til á einum af krönunum hjá Schlafly Tap Room. Skoðunarferðir með snarli er svo hægt að bóka hjá Schafly Bottle- works. Það er því með öllu óhætt að gera titil einnar frægustu söngvamyndar Judy Garland frá 1944 að einskonar mottói þeirra sem hafa hug að bregða sér vestur um haf á næst- unni: Meet Me in St. Louis. Hittu mig í St. Louis Garðurinn Forest Park er gríðarmikill, um 5,2 ferkílómetrar að stærð, al- menningsgarður þar sem hægt er að hreinsa hugann jafnt sem lungun, bregða sér á safn eða í dýragarðinn, hlaupa eða njóta þess að skoða mannlífið. Frönsk áhrif hafa löngum verið áberandi í St. Louis, helstu borg Missouri-fylkis, reyndar allt frá því borgin byggð- ist fyrst árið 1764. Það voru nefnilega Frakkar sem settust þar fyrst að á bökkum Missisippi- árinnar og líkaði vel. Vesturgáttin Sigurbogi þeirra St. Louis-búa, Gateway Arch, gnæfir yfir borgina og er til minnis um landvinninga 19. aldar til vesturs, ekki síst könn- unarferðir Lewis og Clark. Sætindi Súkkulaði og konfekt sem Bissinger’s hefur framleitt í meira en 350 ár er frá St. Louis. Franskt Það er auðséð hvaðan áhrifin eru í hinu litla en dæma- laust sjarmerandi hverfi Lafayette Square. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 ÁSKRIFTARHAPPDRÆTTI MORGUNBLAÐSINS St. Louis Drögum alla fimmtudaga í 10 vikur og nöfn vinnings­hafa verða birt í Morgunblaðinu á föstudögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.