Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 42

Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 42
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Norsk stjórnvöld tilkynntu í vik- unni, að milljónasta frætegundin hefði verið flutt í fræbankann á Svalbarða. Fræbankinn er hvelfing sem var sprengd inn í fjall skammt frá Long- yearbyen og þar er hægt að geyma 4,5 milljarða fræja. Fræbankanum er ætlað að vera eins konar bak- trygging fyrir um 1.400 aðra fræ- banka víðs vegar um heim og þar er geymt safn fræja til framtíðar ef miklar náttúruhamfarir eða óáran af einhverjum toga riði yfir jörðina. Bankinn, eða „dómsdagshvelfing- in“ eins og hann er stundum nefnd- ur, var tekinn í notkun í febrúar árið 2008 og er því tíu ára um þessar mundir. Í tilefni af afmælinu voru fluttar þangað yfir 76 þúsund fræ- sýni víða að úr heiminum. Þótt bankinn sé í umsjón norskra stjórn- valda eiga viðkomandi lönd fræin sem þau senda þangað og geta feng- ið þau til baka sé þess óskað. Eftir þessa flutninga hafa 1.059.646 frætegundir verið fluttar í hvelfinguna. Nú eru 967.216 tegund- ir í bankanum en árið 2016 voru tug- þúsundir fræprufa, sem á sínum tíma komu frá Aleppo í Sýrlandi, flutt frá Svalbarða til Líbanon og Marokkó með það að markmiði að endurrækta staðbundin afbrigði nytjajurta sem höfðu eyðilagst í stríðsátökunum í Aleppo. 18 gráðu frost Framkvæmdir við hvelfinguna á Svalbarða hófust árið 2007. Hún er um 130 metra fyrir ofan sjávarmál og yrði því á þurru þótt allur ís á suðurskautssvæðinu bráðnaði, en talið er að við það myndi sjávarmál- ið hækka um 61 metra. Langur, stálklæddur gangur ligg- ur frá innganginum að þremur að- skildum sölum sem eru 10 sinnum 27 metrar að stærð hver og á hverj- um sal eru öflugar, loftþéttar og brynvarðar dyr. Geysimikill loftkæl- ingarbúnaður tryggir að kuldinn í sölunum fari aldrei undir mínus 18 gráður en náttúrulegur sífreri á Svalbarða er mínus fjórar gráður. Fræin eru lifandi og tapa þrótti með árunum, en með réttri þurrkun og geymslu geta þau sterkustu lifað í hundruð ára og baunir jafnvel í þúsund ár. Óvenjuhlýtt var á Svalbarða árið 2016 sem leiddi til þess að snjór bráðnaði og vatn komst inn í göng þar sem gengið er inn í hvelfinguna. Engar skemmdir urðu á fræjunum en nýir vatnsheldir veggir voru reistir í göngunum og búnir til skurðir fyrir utan til að taka við leysingavatni. Milljónasta frætegundin komin í fræbankann  Tíu ár síðan „dómsdagshvelfingin“ á Svalbarða var tekin í notkun Milljónasta frætegundin hefur verið flutt í hvelfinguna Fræbankinn á Svalbarða Heimild: Global Crop Diversity Trust Kostaði Getur geymt 9 milljónir dala 4,5 milljarða frætegunda NORÐUR- ÍSHAF Norðurpóllinn N O R E G U R KANADA GRÆNLAND RÚSSLAND Svalbarði Markmið: að varðveita jurtategundir ef náttúruham- farir eða óáran ríða yfir Grafin undir sífreranum Inn- gangur Loftræsting Göng 120 m Hvelfingar (-18°C) Stjórnstöð Er 130 metra yfir núverandi sjávarmáli til að tryggja að hvelfingin skemmist ekki ef ísinn á norðurslóðum bráðnar Fræin eru eign ríkja og stofn- ana sem leggja þau inn í fræbankann Longyearbyen Ekkert lát er á kuldakastinu á meginlandi Evrópu. Ótt- ast er að heimilislaust fólk sem ekki hefur leitað í neyð- arskýli eins og þessi maður í Strassborg í Frakklandi, geti orðið úti. Vitað er að tæplega fimmtíu hafa látið lífið í Evrópu frá því kólna fór fyrir alvöru um síðustu helgi. Þar af hafa 18 orðið úti í Póllandi, sex í Tékklandi, fimm í Litháen og fjórir í Frakklandi og Slóvakíu. Flest er þetta heimilislaust fólk. Víða í Evrópu mældist yfir 20 stiga frost í fyrrinótt. Í Austurríki hafa tveir starfsmenn þarlendu veðurstof- unnar komist í fréttirnar en austurrískir fjölmiðlar segja þá vinna kaldasta starf landsins. Mennirnir tveir starfa í Sonnblick veðurstofunni, sem er í 3109 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir þurfa að lesa af hitamælum þrisvar á dag og sú aðgerð tekur um klukkustund í hvert skipti. Frostið í Sonnblick hefur mælst 32 stig og þá er vindkælingin ekki tekin með í reikninginn. AFP Tugir hafa frosið í hel síðustu daga ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI Laguna Park I Apartments Stökktu SBH Monica Beach Resort Hotel Stökktu Occidental Jandia Playa Hotel Bi rt m eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th .a ðv er ðg etu rb re ys tá nf yri rva ra . E N N E M M / S IA • N M 8 6 6 8 9 Frá kr. 99.730 m/hálft fæði innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í gistingu. 5. mars í 10 nætur. Frá kr. 89.995 m/ekkert fæði innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í gistingu. 5. mars í 10 nætur. Frá kr. 110.945 m/allt innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í gistingu. 5. mars í 10 nætur. Frá kr. 79.995 m/ekkert fæði innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í gistingu. 5. mars í 10 nætur. Frá kr. 116.845 m/hálft fæði innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í gistingu. 5. mars í 10 nætur. Bókaðu sól TENERIFE & FUERTEVENTURA Frá kr. 79.995 2FYRIR1 FY RI R2 1 FY RI R2 1 FY RI R2 1 FY RI R2 1 FY RI R2 1 TENERIFE FUERTEVENTURA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.