Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 43

Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 43
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Jared Kushner, tengdasonur Don- alds Trumps Bandaríkjaforseta og einn af hans helstu ráðgjöfum, hefur ekki lengur aðgengi að helstu trún- aðarupplýsingum í stjórninni. Upp- lýsingar um aðgang einstaklinga að trúnaðarupplýsingum eru ekki op- inberar, en tveir heimildarmenn stað- festu þetta við fréttastofuna AFP. Eitt helsta verkefni Kushners hef- ur verið að greiða fyrir friðarsamn- ingum milli Ísraela og Palestínu- manna. Aaron David Miller, fyrrverandi samningamaður Banda- ríkjamanna, sagði að Kushner ætti nú á hættu að glata trúverðugleika gagnvart viðmælendum sínum í Mið- Austurlöndum vegna þess að hann hefði ekki aðgang að upplýsingum. Áður höfðu lögmenn hans sagt að hann hefði fullan aðgang að trúnaðar- upplýsingum þótt ferlinu til að veita slíkan aðgang hefði ekki verið lokið. Robert Mueller, sérstakur saksókn- ari, hefur haft Kushner til skoðunar vegna þess að hann hitti Sergei Kisl- jak, sendiherra Rússa í Bandaríkj- unum, og kaupsýslumanninn Sergei Gorkvo, sem tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, auk þess að hafa fundað með lögmanninum Natalju Veselnitskaju í Trump-turninum í New York. John Kelly, starfsmannastjóri Trumps, fyrirskipaði breytingar á vottunarkerfinu í Hvíta húsinu eftir að háttsettur aðstoðarmaður, Rob Porter, hafði starfað þar mánuðum saman án þess að formlega hefði ver- ið gengið frá aðgangi hans að upplýs- ingum vegna ásakana um að hann hefði beitt fyrrverandi eiginkonur sínar ofbeldi. Kelly sagði í yfirlýsingu að hann myndi ekki tjá sig um aðgang ein- stakra starfsmanna í Hvíta húsinu, en hann bæri fullt traust til Kushners. AFP Ráðgjafinn Jared Kushner og Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, hlýða á Mahmud Abbas á allsherjarþinginu fyrr í mánuðinum. Sviptur aðgangi að upplýsingum  Veldur tengdasyni Trumps vanda Mörg verkefni » Jared Kushner er kvæntur Ivönku Trump, dóttur Banda- ríkjaforseta. » Kushner hefur hvatt til að Bandaríkin veiti Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra Ísr- aels, aukinn stuðning. Net- anyahu er væntanlegur til Washington á næstu dögum. » Hann á einnig að leiða bar- áttuna gegn ópíóðavánni og umbætur í fangelsismálum. Rússneskir tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi þýska utanríkisráðu- neytisins og innanríkisráðuneyt- isins. Þýska fréttastofan DPA greindi frá þessu í gær og hafði eft- ir ónefndum heimildarmönnum, sem tengjast öryggismálum. Samkvæmt fréttinni er um að ræða hóp, sem kallast APT28 og tengist leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Sama hópi er gefið að sök að hafa gert árásir á Hillary Clinton þegar hún var í forseta- framboði 2016. Er talið að hópnum hafi tekist að koma fyrir spilli- forritum og hafi getað notað þau til að njósna í allt að því eitt ár. Í fréttinni sagði að þýsk yfirvöld hefðu afhjúpað þessar njósnir í des- ember. Ítrekað var varað við því í kosn- ingabaráttunni í Þýskalandi í fyrra að rússneskir tölvuþrjótar gætu reynt að hafa áhrif. Þýsk yfirvöld telja að APT28 hafi staðið að baki árás, sem lamaði tölvukerfi þýska þingsins svo dögum skipti 2015. Sett hefur verið á fótt sérstök deild í Þýskalandi til að verjast svona árásum. AFP Njósnir Tölvuþrjótar laumuðu spilliforritum inn í þýsk ráðuneyti. Tölvuþrjótar brutust inn í þýsk ráðuneyti  Taldir tengjast rússneska hernum Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Sproti 405 Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. verður haldinn þann 22. mars 2018 Stjórn Eikar fasteignafélags hf. boðar til aðalfundar í félaginu. Fundurinn verður haldinn að Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 22. mars 2018 og hefst stundvíslega kl. 15:30. Drög að dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár 2. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðanda, eru lagðir fram til staðfestingar 3. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu og greiðslu arðs 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnar fyrir störf þeirra fyrir komandi starfsár, að fengnum tillögum félagsstjórnar 5. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins 6. Tillaga félagsstjórnar um breytingar á samþykktum félagsins 7. Kosning félagsstjórnar 8. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags 9. Önnur mál sem löglega eru fram borin a. Umræða um tilnefningarnefnd Aðrar upplýsingar: Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram dagsett og skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í samræmi við eyðublað sem er aðgengilegt á vef félagsins. Rafrænt umboð skal senda á netfangið stjornun@eik.is áður en fundur hefst. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er. Umboðseyðublað má nálgast inn á www.eik.is/fjarfestar/hluthafar. Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum og leggja fram ályktunartillögur ef hann gerir skriflega eða rafræna kröfu um það til stjórnar félagsins eigi síðar en kl. 15.30 mánudaginn 12. mars 2018. Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið stjornun@eik.is. Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekin til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögur fyrir framangreindan tíma, verða dagskrá og tillögur upp- færðar á vefsíðu félagsins eins fljótt og auðið er eftir móttöku þeirra. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar eigi síðar en 15. mars 2018. Mál sem ekki hafa verið greind í endanlegri dagskrá aðalfundar er ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum nema með samþykki allra hluthafa en gera má um þau ályktun til leiðbeiningar fyrir félagsstjórn. Á hluthafafundum félagsins fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst þess. Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt ef framboð fleiri aðila koma fram en nemur fjölda sæta sem kjósa skal um. Hluthafar geta greitt atkvæði bréflega fyrir fundinn með því að fylla með skýrum og greinilegum hætti út atkvæðaseðil sem finna má á vefsíðu félagsins, undirrita og votta seðilinn, og senda hann með pósti á lögheimili félagsins eða rafrænt á netfangið stjornun@eik.is. Atkvæðaseðillinn þarf að uppfylla framangreind skilyrði og berast í síðasta lagi einni klukkustund fyrir upphaf aðalfundarins svo at- kvæðið teljist gilt. Frestur til að tilkynna um framboð til stjórnar á netfangið stjornun@eik.is lýkur fimm dögum fyrir aðalfund, nánar tiltekið kl. 15.30 laugardaginn 17. mars 2018. Eyðublöð vegna framboðs til stjórnarsetu er að finna á vefsíðu félagsins og verða upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar birtar þar og verða til sýnis á skrifstofu þess eigi síðar en sólarhring eftir að framboðsfrestur rennur út. Aðalfundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar ef hann er löglega boðaður, sbr. 11. gr. samþykkta félagsins. Aðalfundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn og atkvæðaseðlar, sem verða afhent á fundarstað, einnig á íslensku. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa og annað sem varðar aðalfundinn, svo sem endanleg dagskrá, tillögur stjórnar og hluthafa, starfskjarastefnu, eyðublöð vegna umboðs og framboðs til stjórnar, upplýsingar um atkvæðagreiðslu og atkvæðaseðil vegna skriflegra kosninga og kosninga fyrir aðalfund, skjöl sem verða lögð fram á aðalfundi, upplýsingar um frambjóðendur, upplýsingar um fjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu, er - eða verður eftir því sem þau verða til - að finna á vefsíðu félagsins, www.eik.is/fjarfestar/hluthafar. Auk þess munu viðeigandi gögn liggja frammi í höfuðstöðvum félagsins, að Álfheimum 74, 104 Reykjavík, þremur vikum fyrir aðalfundinn. Endanleg dagskrá frá stjórn og tillögur verða birtar miðvikudaginn 15. mars 2018. Upplýsingar um tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins og greinargerð með þeim má finna í heild sinni á vefsíðu félagsins www.eik.is/fjarfestar/hluthafar. Í stuttu máli lúta tillögurnar að eftirfarandi atriðum: Lagt er til að gerðar verði breytingar á 3., 5. og 7. mgr. 18. gr. samþykkta félagsins er fjalla um framboðsfrest til stjórnarkjörs, frest til að óska eftir hlutfalls- eða margfeldiskosningu við stjórnarkjör og frest til birtingar upplýsinga um frambjóðendur. Fyrst er lagt til að frestur til að skila inn framboði til stjórnar félagsins verði færður fjær degi aðalfundar um tvo daga. Að sama skapi er frestur til að skila kröfu um hlutfalls- eða margfeldiskosningu til félagsins færður fjær degi aðalfundar um tvo daga. Er sá frestur samsvarandi þeim fresti sem mælt er fyrir um í 7. mgr. 62. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Líkt og í síðustu samþykktabreytingum er lagt til að tölur séu skrifaðar með tölustöfum í stað bókstafa og tala um ,,sólarhringa“ í stað daga. Stjórn Eikar fasteignafélags hf. Eik fasteignafélag hf. Álfheimum 74, 104 Reykjavík www.eik.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.