Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er ekkertað því aðtelja að
betra hefði verið
fyrir alla að um-
ræða á Alþingi um
einn þátt stóra
akstursmálsins hefði verið sýnd í
lokaðri dagskrá. Ekki vegna þess
máls, heldur vegna þingsins
sjálfs og nærri ellefu alda sögu
þess og æru.
Kjósendur hafa vissulega með-
tekið að Ásmundur þingmaður
hefur flengst „alla daga utan
stans“ fram og aftur um sitt víð-
feðma kjördæmi. Og þeir höfðu
áttað sig á því að þingbræður
hans og -systur teldu að eftir 15
þúsund ekna kílómetra væri talið
betra að Alþingi leigði fyrir hann
bílaleigubíl, svo hans bíll næði að
hvíla lúin dekk í hlaðinu heima.
Ekki var þó augljóst hvernig Al-
þingi græddi á því.
En vandinn við að sýna frá
fyrrgreindum umræðum í opinni
dagskrá frá þinginu var sá, að á
daginn kom að ýmsir þingmenn
voru miklu meira úti að aka en
Ásmundur víðförli og það hefði
örugglega ekki verið hjálpræði
fyrir þá að skáka sér í bíla-
leigubíl.
Björn Bjarnason, fyrrverandi
ráðherra dóms- og menntamála
og þingreyndur maður mjög,
rakti umræðurnar, þegar svo var
komið að þingbræður Ásmundar
og -systur tóku að væna hann um
saknæmt atferli, án þess að hafa
neitt fyrir sér.
Í pistli Björns segir: „Í um-
ræðunum um óvarleg orð Þór-
hildar Sunnu benti Brynjar
Níelsson, Sjálfstæðisflokki, á að
hún hefði ekkert til síns máls
þegar hún talaði um „rökstuddan
grun“ í tengslum við aksturs-
greiðslur til Ásmundar Friðriks-
sonar, þingmanns Sjálfstæð-
isflokksins. Brynjar sagði:
„Og svo komið þið öll hér, hv.
þingmenn, og blaðrið um þetta
með þessum hætti, að hér sé ein-
hver misskilningur eða einhver
orðhengilsháttur. Þetta er ekki
orðhengilsháttur. Verið er að
saka menn um alvarleg brot og
menn eiga að skammast sín fyrir
það.“
Þá kvaddi Andrés Ingi Jóns-
son, þingmaður Vinstri grænna,
sér hljóðs og sagði:
„Ég velti því fyrir mér hvort
styttist í það að við hlustum ekki
á þingkarl standa í þessari pontu
og segja að þingkona úti í salnum
noti hér hugtök sem hún ráði
ekki alveg við, með leyfi forseta.
Ég vona að það sé bráðum liðin
tíð.“
Skyldi þingmaðurinn átta sig á
hvað felst í þessum orðum hans?
Afstaðan er í raun niðurlægjandi
fyrir konur. Það megi ekki lýsa
vel rökstuddri skoðun um að
Þórhildur Sunna fari með rangt
mál af því að hún er kona. Í þess-
um umræðum vildu þingmenn
Pírata telja öðrum þingmönnum
trú um að „rökstuddur grunur“
væri eitthvað ann-
að en „rökstuddur
grunur“. Að benda
á rökþrot þeirra er
síðan túlkað af
þingmanni VG
sem árás á konur.“
Nú er rétt að benda á, eins og
sést á pistli Björns Bjarnasonar,
að Brynjar Níelsson þingmaður
segir „Og svo komið þið öll hér,
hv. þingmenn, og blaðrið um
þetta með þessum hætti, að hér
sé einhver misskilningur eða
einhver orðhengilsháttur.“
Hvernig lesa má úr þeim orðum
árás á þingmann, vegna þess að
hún sé kona, er örðugt að sjá.
En Björn Bjarnason heldur
greinargerð sinni áfram: „Á
fundi Alþingis þriðjudaginn 27.
febrúar steig Þórhildur Sunna í
ræðustól til að réttlæta forkast-
anlega framgöngu sína. Ræðan
hófst á þessum orðum:
„Að gæta orða sinna er góðra
gjalda vert í flestum tilfellum.
Þó ætti okkur í frjálsu lýðræð-
isríki að vera frjálst að viðhafa
stór orð, jafnvel móðgandi eða
særandi, sérstaklega þegar
kemur að pólitískri og sam-
félagslegri umræðu á opinberum
vettvangi.“
Ræðunni lauk á þessum orð-
um:
„Því vil ég mælast til þess af
öllum þingmönnum sem hafa
ásakað þá sem hér stendur um
að gæta orða sinna og vanda að
virðingu þingsins að fara sér-
staklega varlega með það þegar
verið er að draga úr rétti t.d. út-
lendinga hér eða annarra minni-
hlutahópa í samfélaginu í þess-
ari pontu að gæta að því
lýðræðislega hlutverki að allir
skuli jafnir fyrir lögum og öll
njótum við mannréttinda. Því að
þar þarf að gæta orða sinna.“
Þessi texti er torskilinn. Þing-
maðurinn er þó greinilega að
verja rétt sinn til að móðga og
særa aðra, sýnist henni svo.
Þingflokkur Pírata er sundur-
leitur hópur. Hann sameinast þó
um mál þar sem hann getur látið
eins og hann sé betri og heið-
arlegri en aðrir.“
Það er mildilegt hjá Birni
Bjarnasyni að telja tilvitnaðan
texta torskilinn. Að svo miklu
leyti sem þetta stórmál þingsins
fjallaði enn um akstur Ásmund-
ar þingmanns, þá er ljóst að
hann telst varla með sem útlend-
ingur. En hins vegar má sjálf-
sagt segja hann tilheyra „minni-
hlutahópi“ ef horft er til
þingmanna utan af landi sem
þurfa að hafa samband við um-
bjóðendur sína í kjördæmi sem
er stærra en Ísrael.
En á meðan þetta fór fram í
þinginu var settur punktur aftan
við lokakaflann við að gefa vog-
unarmönnum og kröfuhöfum Ar-
ionbanka. Um það urðu litlar
umræður á þingi enda var sárlít-
ill akstur í kringum það mál, því
íslensk yfirvöld fóru, því miður,
út af strax í upphafi þess.
Hvers vegna telur
þingmaður VG að ekki
megi umgangast þing-
konur sem jafningja? }
Forgangsröðin söm við sig
E
rtu hægri eða vinstri, er oft
spurt. Svarið ætti að vera ein-
falt því það eru bara gefnir tveir
kostir en þegar betur er að gáð
þá flækist málið mjög fljótt. Það
eru nefnilega ekki allir sem svara „hægri“
sammála um öll mál. Sama á auðvitað við um
þá sem svara „vinstri“. Í undanförnum kosn-
ingum hefur kjósendum verið boðið upp á ým-
iskonar kosningapróf sem staðsetja fólk á ás-
um stjórnmálanna. Til þess að gera þessi próf
nákvæmari þá hefur stundum verið bætt við
öðrum ás sem bendir í aðra áttina á frjálslyndi
og í hina áttina að forræðishyggju.
Mig langar hins vegar að bæta við þriðja
ásnum, gagnsæi og leyndarhyggju. Leynd-
arhyggja þýðir ekki að allt eigi að vera leynd-
armál, aðgengi að upplýsingum er bara gert
erfiðara, til dæmis með því að krefja fólk um greiðslu
fyrir gögn. Gagnsæi þýðir heldur ekki að öll gögn séu
alltaf aðgengileg. Það þykir til dæmis eðlilegt að upplýs-
ingar um hvaða vefsíður fólk skoðar eða í hvaða lífsskoð-
unarfélög það er skráð séu ekki almennar aðgengilegar
upplýsingar. Á undanförnum árum hefur krafan um
gagnsæi aukist og þar af leiðandi hefur þessi ás stjórn-
málanna farið að skipta meira máli en hann gerði áður.
Spillingarmál á undanförnum árum hafa knúið á að
stjórnmálin snúi sér í átt gagnsæis og frá leyndarhyggju
en kerfið er tregt til breytinga.
Stórt skref var hins vegar stigið í áttina að auknu
gegnsæi í stjórnmálum í vikunni þegar opnaður var vef-
ur með upplýsingum um greiðslur til þing-
manna. Þar með er fyrsta skrefið í áralangri
baráttu tekið en fjölmiðlar hafa lengi viljað
upplýsa almenning um notkun kjörinna full-
trúa á almannafé í eigin þágu en aldrei hefur
fyrirspurnum þeirra verið svarað. Fyrstu
svörin fengust fyrir um ári síðan þegar ég
bað um sundurliðun þingfararkaupsins. Í því
svari komu ýmsar tölur á óvart, ekki síst þær
háu upphæðir sem þingmenn fengu fyrir
akstur skv. akstursdagbók. Með það að
markmiði að upplýsa hvort það væru fáir eða
margir sem fengu þessa upphæð spurði ég
fleiri og nákvæmari spurninga sem enduðu að
lokum í því að ónafngreindur listi þeirra 10
sem keyrðu mest var birtur.
Þar sem áður var leynd eru nú gögn sem
sýna að fáir nýttu sér þann möguleika að fá
endurgreiðslu á akstri. Með gögnin að vopni sjáum við
hvort farið var að reglum án þess að þurfa að treysta því
hvort þingmaður afsalaði sér einhverri greiðslu eða ekki.
Við þurfum ekki að treysta því að einhver á skrifstofunni
standi vaktina. Við og fjölmiðlar getum skoðað og spurt
sjálf. Leyndarhyggjan á alveg rétt á sér, alveg eins og
vinstri eða hægri. Gagnsæi er hins vegar gríðarlega mik-
ilvægt, sérstaklega gagnvart valdhöfum. Því hef ég lagt
fram fleiri fyrirspurnir sem opna á sömu gögn hjá ráð-
herrum og stjórn þingsins. Ég býst við góðum viðtökum.
Björn Levi
Gunnarsson
Pistill
Með gögnin að vopni
Höfundur er þingmaður Pírata
bjornlevi@gmail.com
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Það virðast vera tengsl á millihreysti rjúpna og stofn-breytinga rjúpnastofnsins,“sagði Ólafur K. Nielsen,
vistfræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun Íslands (NÍ). Hann
sagði að svo virðist sem lífvænleiki
rjúpna, eða hreysti þeirra, ákvarðist
yfir sumarið í júlí, ágúst og sept-
ember. Aðstæður fuglanna frá lokum
júní til loka september ráði miklu um
hreysti þeirra.
Ólafur hélt í gær erindi um
stofnbreytingar rjúpu og heilbrigði á
Hrafnaþingi NÍ. Hann greindi m.a.
frá niðurstöðum rannsókna sem gerð-
ar voru á rjúpum á Norðausturlandi á
tólf ára tímabili, það er frá 2006 til
2017 að báðum árum meðtöldum.
Veiddar voru 100 rjúpur í fyrstu viku
október ár hvert í þágu rannsókn-
arinnar eða 1.200 fuglar alls. Á hverju
ári voru veiddir 60 ungfuglar og var
veitt jafn mikið af hvoru kyni. Einnig
voru veiddar 40 fullorðnar rjúpur og
var kynjahlutfall þeirra 59% karrar
og 41% kvenfugl. Söfnun fugla og
sýnataka tók 100 manndaga á hverju
ári.
Allir fuglarnir voru mældir,
vegnir og krufðir. Mældir voru marg-
ir þættir sem lýstu heilbrigði
fuglanna, þar á meðal stærð og þyngd
hvers fugls, fituforði og prótínforði,
stærð meltingarvegar, tíðni og um-
fang nýrnasteina, fæða, sníkju-
dýrabyrði, streitustig, ástand fjað-
urhams, arfgerð og fleiri þættir.
Samtímis var safnað öðrum
gagnaröðum um rjúpur, það er um
þéttleika og aldurssamsetningu
varpstofnsins, frjósemi, veiði þ.e.
fjölda fugla og aldurssamsetningu og
um afrán fálka.
Gott holdafar mikilvægt
Fyrri rannsóknir á íslensku
rjúpunni höfðu sýnt að afföll sem
fuglarnir urðu fyrir að vetrinum, það
er frá nóvember til apríl, ráða miklu
um stofnbreytingar. Mælingarnar
sem gerðar voru í umræddri rann-
sókn gáfu góða hugmynd um ástand
fuglanna í upphafi þessa mikilvæga
tímabils í ársferli rjúpunnar. Ástand
fuglanna í byrjun október end-
urspeglaði lífslíkur þeirra yfir vet-
urinn.
Ólafur sagði að holdafar rjúpn-
anna, það er holdastuðull, réði vænt-
anlega miklu um hreysti þeirra. Ís-
lenskar rjúpur safna ekki fituforða og
dugar fituforði þeirra ekki nema 2-3
daga að hámarki. Flugvöðvarnir og
lærvöðvarnir eru stærsti prótínforði
fuglsins. Rjúpur í góðum holdum hafa
mikla vöðvafyllingu.
Fuglar sem eru í góðum holdum
standa væntanlega betur af sér veð-
ur, komast frekar undan rándýrum,
geta betur varist sóttkveikjum, eiga
betra með að krafsa í snjó og ná til
fæðu á veturna og hafa betur í átök-
um við aðrar rjúpur.
Marktækur munur var á milli
ára og aldurshópa rjúpna varðandi
holdafar. Þá sáust marktæk jákvæð
tengsl holdafars unga og fullorðinna
fugla. Einnig komu í ljós marktæk já-
kvæð tengsl stærðar og holdafars hjá
ungum rjúpum.
Rjúpan er líka útsett fyrir ýms-
um sníkjudýrum og sóttkveikjum og
er vitað um meira en fimmtán teg-
undir sóttkveikja sem leggjast á
rjúpuna.
Sem kunnugt er hafa reglu-
bundnar sveiflur í stofnstærð ein-
kennt íslenska rjúpnastofninn. Frá
árinu 2003 hefur fjöldi rjúpna á
Norðausturlandi náð hámarki
þrisvar sinnum. Fyrst var
það árið 2005, þá 2010 og
nú síðast árið 2015.
Hreysti rjúpna og
stofnbreytingar
Morgunblaðið/Ómar
Rjúpa á hreiðri Rjúpan eignast marga unga. Hvernig þeim reiðir af yfir
sumarið virðist ráða miklu um ástand rjúpnastofnsins í framhaldinu.
Rjúpan er hánorræn og jurtaæta.
Kvenfuglinn verpir mörgum eggj-
um og kemur venjulega upp
mörgum ungum. Afföll eru líka
mikil. Margir afræningjar leggj-
ast á rjúpnastofninn. Rjúpan er
mikilvægasta fæðutegund ís-
lenska fálkans. Einnig eru
hrafnar drjúgir við að ræna eggj-
um og ungum og eins refir. Þá
eru stundaðar umtalsverðar
rjúpnaveiðar hér á landi og rjúpur
veiddar í tugþúsundatali á hverju
hausti.
Rannsóknin á heilbrigði rjúp-
unnar var samvinnuverk-
efni Náttúrufræðistofn-
unar Íslands, Háskóla
Íslands, Háskólans á Ak-
ureyri, Náttúrustofu
Norðausturlands, RAMÝ,
háskólans í Tromsö,
Idaho-háskóla og
áhugamanna um
líffræði rjúp-
unnar.
Heilbrigði
rannsakað
ÍSLENSKA RJÚPAN
Ólafur K. Nielsen