Morgunblaðið - 01.03.2018, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 01.03.2018, Qupperneq 45
45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Gjörningur Gengið var með tóma barnavagna í Laugardalnum í gær. Viðburðurinn var liður í yfirstandandi vitundarvakningu Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Árni Sæberg Stjórnmálafólki er tamt að líta til fram- tíðar. Framsækin framtíðarsýn er veg- vísir – enda framtíðin spennandi uppspretta tækifæra – en fram- tíðarsýn án aðgerða er duglaus draumur. Íbúar Reykjavíkur standa höllum fæti. Hversdagslegt líf fólks er í óreiðu. Samanburður við ná- grannasveitarfélögin neyðarlegur. Grunnþjónustan versnar. Núver- andi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hefur siglt í strand. Hljómfögur fyrirheit hafa litlu skil- að. Staðreyndirnar tala sínu máli. Gefin voru loforð um stórefldar almenningssamgöngur. Á fimm ár- um var fimm milljörðum varið í Strætó. Fjölga átti ferðum úr 4% í 6%. Ferðum fjölgaði hlutfallslega ekkert. Tafatími í umferðinni er óá- sættanlegur. Vinnudagur fólks hef- ur lengst fyrir vikið. Samgöngumál eru í ólestri. Talað var um átak í leikskóla- málum. Hundruð barna – og hundruð heimila – voru án dag- gæslu vegna manneklu á leik- skólum. Hundruð foreldra dvöldu langdvölum frá vinnu. Aðstöðumál voru í ólestri. Viðbrögð meirihlut- ans voru lækkuð leikskólagjöld. Fullkomið skilningsleysi á fyrir- liggjandi vanda. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í skólamálum standa íslensk skóla- börn nú verst allra barna á Norðurlöndum. Þau eru undir með- altali OECD-ríkja í öllum mældum námsgreinum. Þetta sýna niður- stöður PISA-kannana. Frammi- staða íslenskra nemenda hefur staðnað frá árinu 2012. Reykjavík- urborg hefur setið aðgerðalaus. Teflt var af djörfung þegar lofað var uppbyggingu 2.500 til 3.000 bú- seturéttar- og leiguíbúða. Af öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæð- isins eru hlutfallslega langfæstar íbúðir byggðar í Reykjavík. Enn skort- ir þúsundir íbúða. Síð- asta ár voru eingöngu 322 íbúðir fullkláraðar. Heimilislausum hefur fjölgað um 95% síð- ustu fimm árin. Bið- listar eftir félagslegu húsnæði hafa lengst á kjörtímabilinu. Vandi Reykvíkinga er aug- ljós. Fögur fyrirheit nú- verandi meirihluta hafa engu skilað. Raunveruleg vandamál fólks verða ekki leyst með plástrum. Starfshópar gæta ekki leikskólabarna. Teikningar veita ekki húsaskjól. Kynningarefni leysir ekki samgönguvanda. Skýrslur bæta ekki námsárangur. Framtíðarsýn leysir ekki flækjur hversdagsins. Núverandi meirihluti óskar end- urnýjaðs umboðs borgarbúa. Hann vill taka ákvarðanir um framtíð- arskipan borgarinnar. Þá er óhjá- kvæmilegt að spyrja: Hvers vegna skyldi það sem tvisvar mistókst, takast nú? Því allt er þegar þrennt er? Það er sjálfsagt að horfa til framtíðar. Raunar nauðsynlegt. En þaulseta í stjórnmálum kallar á ábyrgð. Hún kallar á uppgjör við fortíðina. Ekki verður eilíflega hangið í duglausri draumsýn. Verk- in verða að tala. Þetta er fullreynt. Það er kom- inn tími á breytingar. Eftir Hildi Björnsdóttur » Fögur fyrirheit nú- verandi meirihluta hafa engu skilað. Raun- veruleg vandamál fólks verða ekki leyst með plástrum. Hildur Björnsdóttir Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Duglaus draumsýn Að kvöldi 22. febrúar 2014 komu valdamestu menn Rússlands sam- an í Kreml og tóku ákvörðun um að her- nema Krímskaga og innlima í Rússland. Þessir menn reyndu í framhaldinu að gefa ákvörðun sinni yf- irbragð lögmætis, með- al annars með því að halda vafasama „þjóðaratkvæða- greiðslu“ á Krím. En þessum fundi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta með herstjórnendum sínum var ætl- að að innsigla örlög íbúa Krímskaga. Við vitum þetta vegna þess sem Pútín hefur sjálfur greint frá. Í heimildaþætti sem sendur var út í rússnesku sjónvarpi árið 2015 lýsti forsetinn atburðarásinni. Hann ákvað á þessum fundi í Kreml að hernema Krím, þremur vikum áður en umrædd „þjóðaratkvæða- greiðsla“ var haldin. Allar fullyrð- ingar um að hann hafi brugðist við til að vernda íbúa Krím eða svara ósk- um þeirra eru, samkvæmt frásögn Pútíns sjálfs, hreinasti uppspuni. Skýlaust brot gegn alþjóðarétti Þannig kom það til að Rússland hernam 27 þúsund ferkílómetra úkraínsks landsvæðis og braut fyrstu meginreglu alþjóðaréttarins – að ríki megi ekki útvíkka yf- irráðasvæði sitt eða færa til landa- mæri með valdi. Pútín forseti innlimaði Krím form- lega í Rússneska sambandsríkið hinn 18. mars 2014. Fjórum árum eftir að þetta gerðist er hollt að rifja upp hve stórtækar breytingar þarna áttu sér stað, og tvíefla viðleitni okk- ar til að standa vörð um gildi okkar og framfylgja alþjóðarétti. Landstuldur Rússa á Krím var fyrsta dæmið um innlimun land- svæðis með valdi í Evrópu – og fyrsta slík tilfærsla evrópskra landa- mæra – síðan síðari heimsstyrjöld lauk árið 1945. Með þessu brutu rússnesk stjórnvöld svo marga alþjóðasamn- inga að það er erfitt að þylja þá alla upp. En svo nokkur dæmi séu nefnd þá vanvirti hr. Pútín 2. grein Stofn- sáttmála Sameinuðu þjóðanna, Helsinki- sáttmálann frá 1975 og Vináttusamning Rúss- lands og Úkraínu. Hann braut ennfremur sérstakt loforð sem Rússlandsstjórn gaf í Búdapest-yfirlýsingunni frá 1994, um að „virða landamæri Úkraínu“ og „láta ógert að beita hótunum eða valdi gegn landamærahelgi eða póli- tísku sjálfstæði Úkraínu“. Eftir innlimun Krím gekk hr. Pút- ín reyndar enn lengra með því að kynda undir ófriði í austurhluta Úkraínu. Enn í dag halda Rússar áfram að senda hermenn og hergögn inn á ófriðarsvæðið, en átökin í Aust- ur-Úkraínu hafa nú kostað yfir tíu þúsund mannslíf og flæmt 2,3 millj- ónir íbúa frá heimilum sínum. Flug MH17 varð annað fórn- arlamb þessa harmleiks, þegar rúss- neskt flugskeyti, sem skotið var frá svæði á valdi rússlandshollra upp- reisnarmanna í Austur-Úkraínu, grandaði þessari farþegaþotu sem átti leið þarna um. Allir sem um borð voru, 298 manns, fórust, þar á meðal tíu Bretar. Örlög Krím koma okkur öllum við Á meðan á öllu þessu hefur gengið hafa Krím-Tatarar og þeir íbúar hér- aðsins sem eru ósáttir við innlim- unina í Rússland þurft að þola harka- lega meðferð. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir Allsherjarþings SÞ hafa Rússar neitað að heimila alþjóðlegt mannréttindaeftirlit á Krím. Þegar allt kemur til alls þá er ör- yggi hverrar þjóðar undir þeirri grundvallarreglu komið að ríki skuli ekki breyta landamærum eða afla nýs yfirráðasvæðis með valdbeit- ingu. Þetta er ástæðan fyrir því að örlög Krím koma okkur öllum við. Okkur ber skylda til að bjóða Rússlandi birginn af hófsemi en ákveðni. Það þýðir að við verðum að halda Krím-tengdum þvingunar- aðgerðum okkar gegn Rússlandi til streitu, svo lengi sem héraðið lýtur stjórn Moskvu, og svo lengi sem Rússar hlíta ekki ákvæðum Minsk- samninganna um átökin í Austur- Úkraínu. Þessum aðgerðum er ætlað að sýna svo ekki verði um villst, að ekkert ríki, sama hversu voldugt, getur leyft sér að innlima landsvæði grannríkja að vild og brjóta al- þjóðalög, án afleiðinga. En þótt við höldum fast við grunn- gildi okkar skulum við eiga upp- byggileg samskipti við rússneska ráðamenn, undir merkjum festu og ákveðni. Við þurfum að koma því skýrt og skilmerkilega á framfæri hvað við höfum út á gerðir þeirra að setja. Engin mótsögn í samræðu og fælingu Það er engin mótsögn falin í sam- ræðu og fælingaraðgerðum; þvert á móti, þá styður þetta hvert annað, eins og ég kom skýrt til skila í heim- sókn minni til Moskvu í desember. Þar sem bæði Rússland og Bretland eiga fast sæti í öryggisráði SÞ bera ríkin tvö sérstaka ábyrgð á að við- halda alþjóðafriði og -öryggi. Mottó okkar gagnvart Rússum verður að vera „eigum samræðu en verum árvökul“. En hinar stóralvar- legu afleiðingar kvöldfundarins í Kreml fyrir fjórum árum mega ekki gleymast. Eftir Boris Johnson » Okkur ber skylda til að bjóða Rússlandi birginn af hófsemi en ákveðni. Það þýðir að við verðum að halda þvingunaraðgerðum okkar til streitu Boris Johnson Höfundur er utanríkisráðherra Bretlands. info@britishembassy.is Mætum Rússum af samningsvilja en festu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.