Morgunblaðið - 01.03.2018, Qupperneq 46
46 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
RAFVÖRUR
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk
gæða heimilistæki
Þvottavél tekur 17 kg og
þurrkari tekur 10 kg
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Ryðfríir
neysluvatnshitarar
með 12 ára ábyrgð
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest annað
til rafhitunar
Við erum sérfræðingar í öllu sem
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði
Sími: 565 3265
rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is
viðkemur rafhitun.
Frá árinu 2000 hefur
kvíði meðal unglings-
stúlkna farið stigvax-
andi á Íslandi sam-
kvæmt niðurstöðum frá
Rannsóknum og grein-
ingu. Á fjórum árum
frá árinu 2000 jókst
meðaltalið yfir landið
um 10%. Samkvæmt
þeim niðurstöðum finna
um 17% stúlkna oft eða
stöðugt fyrir alvar-
legum kvíðaeinkennum. Í Vesturbæ
Reykjavíkur voru 3% drengja og 20%
stúlkna í 9. bekk haldin kvíða árið
2012 en 27% stúlkna í Breiðholtinu
árið 2015, sem er 20% hækkun frá
árinu 2009. Kvíði meðal stúlkna er
einnig að aukast í mörgum öðrum
vestrænum samfélögum, svo sem í
Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja Sjá-
landi og á Bretlandseyjum. Mælingar
á Bretlandseyjum sýndu meðal ann-
ars að þriðjungur stúlkna væri með
einkenni kvíða sem ykjust milli ára, á
meðan niðurstöður sýndu að kvíði
meðal drengja stóð í stað. Í þeirri
rannsókn kom einnig í ljós að stúlkur
sem áttu vel menntaða foreldra upp-
lifðu meiri kvíða en aðrar. Þar var
sett fram sú tilgáta að þessar stúlkur
væru undir meiri pressu frá sam-
félagsmiðlum og upplifðu meiri kröf-
ur frá foreldrum um að standa sig vel
í námi. Tilgáta annarar rannsóknar
var á sömu leið. Hún var sú að stúlkur
sem eru aldar upp af foreldrum með
minni menntun hefðu þróað með sér
seiglu sem umhverfi
þeirra hefði ýtt undir.
Einnig var rætt um
þann möguleika að for-
eldrar með minni
menntun gerðu minni
kröfur til dætra er
varða frammistöðu í
námi. Hvort þetta á
einnig við á Íslandi hef-
ur ekki verið skoðað
mér vitanlega.
Hvað ýtir undir
kvíða hjá ungum
stúlkum?
Notkun snjalltækja hefur aukist í
takt við kvíða meðal unglingsstúlkna.
Hér á landi hefur ekki verið rann-
sakað hvort kvíðnar stelpur noti tæk-
in meira eða hvort notkunin geri þær
kvíðnar, nema hvort tveggja sé.
Snjalltækin og öll þau forrit sem þau
hafa að geyma, svo sem Musically,
Snapchat, Instagram og Facebook
geta haft mikil áhrif á líðan stúlkna.
Algengt er að einelti eigi sér stað í
hinum rafræna heimi, án þess að for-
eldrar hafi nokkra hugmynd um það
og vil ég nefna nokkur dæmi því til
stuðnings. Börn, mörg frá átta ára
aldri, eru inni á forritinu Musically en
þar eru börn að taka upp myndbönd
af sér við að leika að þau séu að
syngja lög. Við frammistöðuna geta
önnur börn skrifað ýmar at-
hugasemdir, misuppbyggjandi eða
niðurlægjandi og getur forritið því
orðið ákjósanlegur vettvangur fyrir
rafrænt einelti. Snapchat getur einn-
ig haft skaðleg áhrif á börn og ung-
linga. Í starfi mínu sem sálfræðingur
hef ég fengið til mín vinalausar stúlk-
ur, sem sumar hafa lent í því að vera
hafnað af vinkvennahópi sínum. Þær
tala um að Snapchat valdi þeim mik-
illi vanlíðan. Ástæðan er sú að þær
eru í sífellu að fá „snöpp“ til dæmis
frá fyrrverandi vinahópi, þar sem all-
ar fyrri vinkonurnar eru saman að
gera eitthvað skemmtilegt. Það veld-
ur viðkomandi kvíða og sárri höfn-
unartilfinningu. Vinalausar stúlkur fá
„snöpp“ frá hinum stelpunum í
bekknum sem eru að gera eitthvað
saman, á meðan þær vinalausu eru
einar heima og aldrei boðið með. Það
versta við Snapchat í aðstæðum eins
og þeim sem ég nefni hér að ofan er
að skilaboðin geta verið að koma oft á
dag, allan daginn. Þessar stúlkur fá
stöðuga áminningu um að þær eigi
ekki vini. Þetta er ekki eins og var
hér áður. Þá var hægt að fara heim úr
skólanum og skilja vinavandamálin
eftir þar og fara að hugsa um og gera
eitthvað annað. Með aukinni snjall-
símanotkun eru stúlkur í þeirri stöðu
að vera mun berskjaldaðri gagnvart
höfnun en áður og geta sífellt verið
minntar á að þær séu hafðar útundan.
Facebook getur einnig verið kvíða- og
streituvaldandi fyrir stúlkur. Þær eru
margar hverjar að setja sjálfsmyndir
af sér á Facebook í von um að fá sem
flest „like“. Ekki nóg með það, heldur
skiptir það víst einnig miklu máli á
hversu stuttum tíma þær ná að fá
sem flest „like“. Þarna ríkir mikil
samkeppni eins og algengt er á þess-
um aldri. Þessi eftirsókn eftir því hve
mörgum öðrum líkar myndin þín og á
hve stuttum tíma „like“-in koma inn
getur haft slæm áhrif á sjálfstraust
stúlknanna. Tökum dæmi, ef tvær
bestu vinkonur setja sjálfsmynd af
sér á Facebook á sama tíma og önnur
fær miklu fleiri „like“ en hin og á
styttri tíma, það gæti haft slæm áhrif
á sjálfsmynd stúlkunnar sem fær
færri „like“. Stúlkur sem setja af sér
mynd á Facebook geta borið sig sam-
an við fjölda annarra stúlkna og séð
að fleiri eru að „líka“ við myndir ann-
arra. Þær geta í kjölfarið farið að
draga ýmsar ályktanir um eigið
ágæti, fundist þær minna virði en
aðrar stúlkur, upplifað vanlíðan,
höfnun, og lægra sjálfsmat. Ef við
setjum okkur í spor þessara stúlkna
getum við skilið að þetta er mikið álag
á þær, þar sem bæði útlit og vinsæld-
ir virðast því miður skipta miklu máli
hjá stórum hluta unglingsstúlkna.
Ungar stúlkur bera sig einnig saman
við hinar ýmsu netstjörnur sem vinna
við að láta taka af sér myndir sem
þær birta á netinu. Myndirnar hafa
oftar en ekki verið lagaðar með „pho-
toshop“. Ungu stúlkurnar elta þessar
netstjörnur á internetinu, bera sig
saman við þær og geta farið að þróa
með sér lægra sjálfsmat. Þær geta
farið að gera mjög óraunhæfar kröfur
til sín og ná aldrei að finnast þær vera
eins fullkomnar og netstjörnunar
sem þær líta upp til.
Hvað er til ráða
fyrir stúlkurnar?
Þessum skaðlegu áhrifum snjall-
tækja og samfélagsmiðla ber að taka
mjög alvarlega og við hin fullorðnu
þurfum að gera allt sem í okkar valdi
stendur til að koma í veg fyrir þau
áhrif. Foreldrar þurfa að sjálfsögðu
að gera sér grein fyrir því að þau
þurfa að vera góðar fyrirmyndir.
Mikilvægt er að foreldrar séu vak-
andi fyrir líðan dætra sinna og eigi
opinskáar umræður um þær hættur
sem fylgja rafrænum heimi og þeim
skilaboðum sem þar kunna að leyn-
ast. Mikilvægt er að styðja stúlk-
urnar til að móta með sér heilbrigða
sjálfsmynd og ákveðið sjálfstæði
gagnvart þessum nýja veruleika sem
snjallheimar og upplýsingar þaðan
bjóða upp á. Til þess að hjálpa þeim
stúlkum sem nú þegar þjást af kvíða
mætti auka aðgengi barna og ung-
linga að sálfræðingum. Nú þegar eru
nokkrar heilsugæslustöðvar komnar
með sálfræðinga til starfa en biðlistar
þar eru yfirleitt langir. Ríkið þarf að
sjá til þess að greiningar og öll viðtöl
barna og unglinga á einkastofum séu
niðurgreidd. Þjóðfélagið þarf að taka
höndum saman og sporna gegn útlits-
dýrkun meðal barna og ungmenna.
Þar þurfa foreldrar einnig að líta í
eigin barm og gæta þess sem sagt er
að barninu viðstöddu. Að fá mikið af
neikvæðum skilaboðum frá for-
eldrum eða nánum aðstandendum
getur haft slæm áhrif á barnið. For-
eldrar ættu ekki að tala neikvætt um
eigið útlit, þau þurfi að fara í megrun,
hvað þá að börn eða unglingar séu bú-
in að bæta á sig. Börn og unglingar
eiga að læra að þykja vænt um sig
eins og þau eru, sætta sig við eigið út-
lit, einblína á styrkleika sína og
stunda heilbrigðan lífsstíl. Það læra
börnin sem fyrir þeim er haft.
Hvað fæ ég mörg like í dag?
Eftir Sigrúnu
Þórisdóttur » Þessum skaðlegu
áhrifum snjalltækja
og samfélagsmiðla ber
að taka mjög alvarlega
og við hin fullorðnu
þurfum að gera allt
sem í okkar valdi
stendur til að koma
í veg fyrir þau áhrif.
Sigrún
Þórisdóttir
Höfundur vinnur með börnum,
unglingum og ungmennum hjá
Sálfræðingunum Lynghálsi.
Íslendingar ættu
að standa sem einn
maður að baki leið-
toga eins og Sig-
mundi Davíð Gunn-
laugssyni sem þorir
að sýna fjár-
glæframönnum að
hlutverk lýðræðislega
kjörinna embættis-
manna er að stjórna
ríkinu í stað kjör-
dæmalausra fursta
vogunarsjóða.
Á tíma útrásarvíkinganna
þekktu flestir til hatrammrar
deilu og ofsókna Baugsmanna á
hendur Davíð Oddssyni og Geir
Haarde. Þeir sem síðar urðu
vitni að því hvernig Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson og Bjarni
Benediktsson settu vogunarsjóð-
unum leiðréttingarstólinn fyrir
dyrnar, þekkja einnig ofsóknir á
hendur þeim – sérstaklega Sig-
mundi Davíð Gunnlaugssyni. Var
honum bolað úr embætti for-
sætisráðherra og alþjóðamiðlum
sigað á Ísland til að níða niður
land og þjóð. Vogunarsjóðirnir
voru sárir eftir Icesave-tapið.
Vogunarsjóðirnir hafa eyðilagt
grundvöll venjulegrar banka-
starfsemi. Smásparendum hefur
verið breytt í fjárfesta og bank-
ar geyma ekki lengur græddan
eyri heldur er sparnaður skil-
greindur sem innlán. Að Ísland
var hætt komið með tólf sinnum
stærri veltu útrásarvíkinga mið-
að við þjóðarframleiðslu landsins
er samt lítið í samanburði við
veltu vogunarsjóða í Skandinav-
íu og víða á Vesturlöndum.
Dr. Hilmar Þór Hilmarsson,
prófessor við Akureyrarháskóla,
skýrir í grein á socialeurope.eu
muninn á útkomu fjármála-
kreppunnar hjá litlum ríkjum
miðað við hvort ríkið eigi aðild
að ESB eins og Lettland eða
standi fyrir utan ESB eins og
Ísland. Bendir hann á að enginn
hafi viljað koma íslensku bönk-
unum til aðstoðar sem féllu á
nokkrum dögum. Annað var upp
á teningnum í ríkjum Eystra-
salts eins og t.d. Lettlandi, þar
sem framkvæmdastjórn ESB og
ríkisstjórnir Norðurlanda, að-
allega Svíþjóðar, lögðu sig fram
um að „bjarga bönkunum“. Í bók
Valdis Domborvskis fv. forsætis-
ráðherra Lettlands um fjár-
málakreppuna kemur fram
hvernig þáv. fjármálaráðherra
Svíþjóðar Anders Borg hafi leitt
samninga um upptöku Eystra-
saltslanda á evru sem var skil-
yrði fyrir björgun bankanna. Á
grundvelli fasts gengis græddu
sænsku stóru bankarnir óhem-
jufé og lögðu upp í áhættuferð
sem fær útrás íslensku víking-
anna til að líkjast mýflugu sam-
anborið við fílahjörð. Íbúar
Eystrasaltsríkjanna voru 7,8
milljónir við fall Sovétríkjanna
en eru í dag um 6,2 milljónir og
í skuldafjötrum.
Miklar umræður hafa verið í
Svíþjóð um áhættu ríkisins af
stórbönkum eins og Nordea.
Flestir bankar telja við-
skiptavinum sínum trú um að
innlán allt að 1 milljón sek séu
tryggð með ríkistryggingu sem
er vægast sagt innistæðulaust
loforð. Sænska ríkið setti lög um
tryggingasjóð innistæðueigenda
líkt og Íslendingar gerðu fyrir
2008 og sér sjálft um rekstur
sjóðsins í samvinnu við bankana.
Í dag er sjóðurinn um 23 millj-
arðar sek sem er einungis brot
af 6 þúsund milljarða efnahags-
reikningi Nordea í
lok 2016. Fyrir fjóra
stærstu bankana eru
samanlagðar skuldir
og eignir yfir 12 þús.
milljarðar sek sem
slagar hátt í þrefalda
þjóðarframleiðslu
Svía upp á 4 400
milljarði sek á árs-
grundvelli.
En eins og fjár-
málaskríbentarnir
Mats Lönnerblad og
Ulf Sandmark hafa
bent á þá hafa afleiðuviðskipti
bankanna ekki verið tekin með í
reikninginn sem einungis hjá
Nordea „eru upp á svimandi 74
þúsund milljarða sænskra króna
og bankinn samtals því með um
18 sinnum árlega þjóðarfram-
leiðslu Svíþjóðar“ (realtid.se 14.
júní 2017). Þannig þyrfti 3.217
sænska tryggingasjóði til að
standast áhættuna af Nordea.
Benda þeir á að þótt Nordea sé
talinn kerfisþýðingarmikill banki
sem ekki megi verða gjaldþrota,
þá eru tryggingasjóðir ESB í enn
lakara ásigkomulagi en í Svíþjóð.
Eftir stendur að ekkert ríki get-
ur ábyrgst þá áhættu sem stórir
bankar taka, þegar þeir hegða
sér eins og vogunarsjóðir og
breyta starfseminni í spilavíti.
Eina leiðin til að koma í veg fyrir
stórslys er að skipta upp bönk-
unum í tvo hluta (Glass-Steagall)
og láta vogunarsjóði lönd og leið
svipað og Ísland gerði með neyð-
arlögunum 2008.
Fjármálafurstinn George Soros
varð alheimskunnur svarta mið-
vikudaginn 16. sept. 1992 þegar
hann græddi yfir 1,5 milljarða
dollara á einum mánuði í árás á
breska Seðlabankann og pundið.
Nokkru síðar setti hann Seðla-
banka Svíþjóðar á kné og skildi
landið eftir í mestu efnahags-
sárum eftir stríð. Stærsti vog-
unarsjóður heims Bridgewater
veðjar núna 22 milljörðum doll-
urara á lækkandi verðbréf stórra
fyrirtækja í Evrópu eins og Alli-
anz, Siemens, Deutsche Bank,
Total, Adidas og Unilever. Verði
sjóðnum að ósk sinni er fjár-
málahrun framundan í Evrópu og
úti um allan heim.
Vogunarsjóðir eru rándýr og
verður að meðhöndla sem slík.
Aðskilja verður starfsemi þeirra
frá eðlilegri bankastarfsemi og
ekki hvika einn millimetra í
þeirri baráttu.
Gjaldmiðillinn er þjóðarinnar
og illa fengið fé ekki það sama og
heilbrigður ágóði. Eini þingmað-
ur Íslendinga sem virðist hafa
næga staðfestu til að taka slaginn
við fjármálafursta vogunarsjóð-
anna er Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson.
Íslendingum væri hollast að
kjósa hann aftur upp í brú til að
ljúka leiðréttingunni og verja
efnahagslíf Íslands og heilbrigða
frjálsa samkeppni.
Allt það sem þjóðin vann í
Iceave-baráttunni getur að öðr-
um kosti glatast og hrægammar
drottna yfir Íslandi.
Vogunarsjóðir
breyta bönkum
í spilavíti
Eftir Gústaf Adolf
Skúlason
Gústaf Adolf
Skúlason
» Vogunarsjóðirnir
hafa eyðilagt grund-
völl venjulegrar banka-
starfsemi. Smáspar-
endum hefur verið
breytt í fjárfesta.
Höfundur er smáfyrirtækjarekandi
og fv. ritari Smáfyrirtækjabandalags
Evrópu.