Morgunblaðið - 01.03.2018, Qupperneq 51
51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
Hér eru birt kaflabrot úr bókinni:
Aðdragandinn að smíði Víkings
Togaraútgerð á Akranesi hafði
gengið misjafnlega. Fyrsti togarinn
sem Akurnesingar eignuðust var
Sindri en síðan kom Bæjarútgerð
Akraness til sögunnar og gerði út
tvo togara; Akurey og Bjarna Ólafs-
son. Sú útgerð hafði skilað miklum
afla til Akraness og þar höfðu
byggst upp öflug frystihús hjá Har-
aldi Böðvarssyni, Heimaskaga og
Fiskiveri auk smærri saltfiskverk-
ana ásamt því
sem bæjarút-
gerðin sjálf verk-
aði eitthvað í salt.
Bæjarútgerðin
gekk erfiðlega
þegar leið á sjötta
áratuginn og þeg-
ar mest veiddist
af síld var orðið
erfitt að manna
síðutogarana því
sjómenn sóttu í
meiri tekjur við síldveiðarnar. Það
hafði sín áhrif og útgerðin gekk illa.
Síldar- og fiskimjölsverksmiðja
Akraness hafði fengið drjúgt hráefni
af togurunum og ekki síst eftir að
karfi fór að berast á land í ein-
hverjum mæli. Nokkuð af honum fór
í bræðslu en eftir að farið var að
vinna karfa á Bandaríkjamarkað hjá
frystihúsi HB, sem varð fyrst til
karfavinnslu árið 1949, féll til mikið
af karfabeinum og úrgangi. Það var
svo undir lok sjötta áratugarins að
forsvarsmenn frystihúsa á Akranesi
fóru að huga að frekari togaravæð-
ingu. Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjan var almenningshlutafélag í
eigu bæjarbúa og útgerða. Hún var
því nokkurs konar samnefnari fyrir
alla fiskvinnslu á Akranesi og því
þótti mönnum eðlilegt að hún yrði í
forsvari fyrir kaupum á nýjum tog-
ara. Ríkisstjórn Íslands ákvað í lok
sjötta áratugarins að smíðaðir
skyldu 15 nýir togarar fyrir Íslend-
inga og var ætlunin að útgerðir víða
um land létu smíða þá. Þarna var ef-
laust horft til þeirrar innspýtingar í
atvinnulífið sem nýsköpunartog-
ararnir höfðu verið rúmum áratug
áður.
Akurnesingar sáu sér þarna leik á
borði og voru stórtækir í byrjun því
hugmyndir þeirra voru að fá til sín
þrjá af þessum fimmtán togurum.
Emil Jónssyni forsætisráðherra var
ritað sérstakt erindi um þetta 17.
mars 1959 eftir að atvinnuleysi hafði
verið talsvert á Akranesi um tíma.
Þar segir að á árunum 1957 og
1958 hafi talvert verið athugað hvort
Akurnesingar gætu eignast þrjá ný-
tískutogara sem fyrst. Það starf sé
enn í fullu gildi og heppilegast sé tal-
ið að hlutafélagið Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðja Akraness verði eig-
andi væntanlegra togara.
Hlutafélagið samanstandi af 180
hluthöfum og Akraneskaupstaður sé
stærstur þeirra. Eignir þess hafi
verið metnar á um 15 milljónir
króna árið 1958 en skuldir einungis
6 milljónir króna. Akurnesingar
sæki um að fá í sinn hlut þrjá þess-
ara togara sem áformað sé að smíða.
Bent er á að fiskiðjuverin á Akra-
nesi hafi að mestu verið byggð upp á
árunum 1945-1950 en þá hafi verið
mikið hráefni fyrir þau. Jafnframt
er tekið fram að Akurnesingar hafi
verið á undan öðrum að vinna karfa-
flök á Bandaríkjamarkað og þeir
hafi jafnframt keypt mikinn afla af
togaraútgerðum eða alls 108 togara-
farma af fiski til vinnslu á árunum
1950-1958 af togaraútgerðum hvað-
anæva af landinu.
Þessi viðskipti hafi hins vegar far-
ið þverrandi með hverju árinu sem
líði vegna bættra skilyrða til vinnslu
í heimahöfnum togaranna og því séu
aðkomutogarar að mestu hættir að
selja afla sinn á Akranesi. Akurnes-
ingar standi því uppi með afkasta-
mikil fiskiðjuver en mjög takmark-
að hráefni og mikið af hálfatvinnu-
lausu fólki, sérstaklega eftir að
byggingu sementsverksmiðjunnar
ljúki.
Fljótlega eftir þetta fóru hug-
myndir um þrjá togara út af borð-
inu. Síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
an fór af stað með smíði togara í
Bremerhaven í Þýskalandi en þar
var ákveðin smíði fimm eins togara
sem urðu svo fjórir þegar upp var
staðið. Þetta voru nokkuð stærri
togarar en menn höfðu ætlað fyrst
eða um þúsund tonna skip. Til þessa
verkefnis hlutu fyrirtækin stuðning
ríkisstjórnarinnar.
Rúmu ári seinna sigldi svo nýr
tæplega eitt þúsund tonna togari,
Víkingur AK-100, inn í Akranes-
höfn þar sem bæjarbúar höfðu fjöl-
mennt niður á bryggju til að taka á
móti hinu nýja skipi. Fögnuðurinn
var mikill og ekkert til sparað í
veisluhöldum um borð sem Skaga-
menn tóku velflestir þátt í. Skipið
átti ekki að stoppa lengi því úti í
Þýskalandi og á heimleiðinni höfðu
veiðarfærin verið gerð klár og hald-
ið skyldi beint til veiða undir stjórn
eins farsælasta togaraskipstjóra
landsins, Hans Sigurjónssonar, en
31 var í fyrstu áhöfn Víkings.
Smíðin og heimkoman
Víkingur var smíðaður í Bremer-
haven fyrir Síldar- og fiskimjöls-
verksmiðju Akraness, sem var
fyrsta almenningshlutafélagið á
Akranesi og eitt af fyrstu almenn-
ingshlutafélögum landsins. Hluta-
féð var 75.000 krónur og hluthaf-
arnir 180 talsins. Skipinu var hleypt
af stokkunum 5. maí þetta ár og
Rannveig Böðvarsson, eiginkona
Sturlaugs H. Böðvarssonar, gaf þá
skipinu nafnið Víkingur en Stur-
laugur var framkvæmdastjóri SFA
þar til Valdimar Indriðason tók við.
Sjómannablaðið Víkingur sagði
svona frá komu togarans Víkings til
Akraness árið 1960: „Togarinn Vík-
ingur kom til Akraness þann 21.
október sl. Á hafnargarðinum hafði
safnazt saman fjöldi manns, til þess
að fagna komu skipsins. Akraborg
var stödd við hafnargarðinn og blés
ákaft.
Jón Árnason flutti ræðu af brúar-
væng og á eftir honum bæjarstjóri
Akraness, Hálfdán Sveinsson. Síð-
ast talaði sóknarpresturinn, sr. Jón
M. Guðjónsson, og blessaði áhöfn-
ina og hið nýja skip. Á eftir var fólk-
inu boðið að skoða skipið og var svo
margt um manninn að þröngt var
um borð.
Víkingur var smíðaður hjá AG
Weber Werk. Hann er tæpar 1000
brúttólestir með þriggja hæða yfir-
byggingu. Lestin er klædd alumin-
ium, búin kælitækjum og rúmar 500
lestir af ísfiski. Geymar eru fyrir lif-
ur og slor. Siglingar- og fiskileitar-
tæki eru af fullkomnustu gerð. Vist-
arverur prýðilega gerðar, 2-3
manna káetur, auk þeirra, sem yfir-
mönnum eru ætlaðar.
Víkingur gekk á heimleiðinni til
jafnaðar 14,5 sjómílur og var 85½
klukkutíma frá Bremerhaven eða
rúmlega 3½ sólarhring.
Þegar 75 þúsund krónur
urðu að 75 milljónum króna
Víkingur nýsmíðaður kostaði 41
milljón króna á þáverandi gengi ár-
ið 1960. Þegar Sturlaugur H.
Böðvarsson og fulltrúar útgerða
Maí, Freys og Sigurðar komu til
Þýskalands að ganga frá smíða-
samningi var Sturlaugur spurður að
því hve mikið hlutafé Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjunnar væri.
Sturlaugur svaraði samvisku-
samlega að það væri 75.000 krónur
enda hafði það ekkert verið aukið
eða uppfært í áratugi.
Eitthvað misskildu Þjóðverjarnir
þetta og töldu það vera 75 milljónir
króna. Um þetta var ekki rætt meira
og ekki datt Akurnesingunum í hug
að leiðrétta þetta hjá þeim þýsku
enda ólíklegt að þeir hefðu sam-
þykkt kaup þessarar útgerðar með
ekki hærra hlutafé á 41 milljónar
króna skipi.
Lengst allra
skipstjóri á Víkingi
Viðar Karlsson var lengst allra
skipstjóri á Víkingi eða í tæp 30 ár.
Viðar byrjaði snemma á sjó en hann
er fæddur og uppalinn í Vest-
mannaeyjum, sonur Karls Óskars
Guðmundssonar skipstjóra þar og
Sigríðar Sveinsdóttur. Hann lauk
stýrimannsprófi árið 1959 og var
síðan stýrimaður og skipstjóri á
mörgum bátum. Hann byrjaði hjá
HB&Co á Akranesi með Reyni AK,
þá tók hann við Höfrungi AK-91,
síðan Haraldi AK-10 og var svo
skipstjóri hjá Þórði Óskarssyni hf. á
Óskari Magnússyni áður en hann
tók endalega við Víkingi og varð þar
fastur skipstjóri, oftast með öðrum,
frá 1977 og fram til ársins 2006.
Fyrstu kynni hans af Víkingi voru
þó tíu árum áður en hann varð fast-
ur skipstjóri þar.
Árið 1967 var gerð tilraun með að
senda togarann Víking til síldveiða.
Norsk-íslenska síldin var að syngja
sitt síðasta og stefnan sett á Rauða
torgið þar sem floti margra þjóða
var að veiðum, ekki síst Rússar. Við-
ar Karlsson var sendur sem skip-
stjóri á Víkingi á miðin ásamt sjö
mönnum úr áhöfn hans af Haraldi
AK-10 til að leiðbeina togarakörlun-
um við nótaveiðar. „Ég var bara lán-
aður þarna frá HB&Co yfir á Víking
til að skoða þetta. Skipinu var breytt
fyrir nótaveiðarnar en þessar breyt-
ingar urðu þó að vera í lágmarki til
að hægt væri að stunda togveiðar á
því áfram,“ segir Viðar. Nótin var sú
stærsta sem þekkst hafði og var
flutt á tveimur vörubílum niður á
bryggju enda engir bílar með tengi-
vagna þá til á Akranesi. „Annar bún-
aður, eins og blakkir og fleira, var
þó ekki í samræmi við stærð skips-
ins. Það var verið að flytja þarna
búnað sem tilheyrði um tvö hundruð
tonna bátum yfir á þúsund tonna
skip. Það skapaði ákveðna erfiðleika
en þó komu ekki upp nein vandamál
þarna sem ekki var hægt að leysa.
Það voru settar í hann hliðarskrúfur
að framan og aftan og þær virkuðu
ágætlega en vandamálið var bara
það að síldin var búin. Það var búið
að gera út af við stofninn. Síðan fór
Víkingur aftur á troll og svo kom að
því að fara á síld 1968 og þá við Sval-
barða. Þeirri síld var svo landað á
Siglufirði og það var síðasta söltunin
á norsk-íslensku síldinni þar. Þegar
síldin hvarf var Kristján Pétursson
byrjaður á móti mér sem skipstjóri á
Haraldi þannig að ég gat einbeitt
mér að Víkingi um haustið.“
Plássleysi í höfnum
Viðar segir Víking hafa verið
mjög gott sjóskip og hann hafi farið
vel með mannskapinn sem var mikið
til hinn sami í mörg ár. Hann hafi
verið sérstaklega hannaður fyrir
mikinn ganghraða sem þó hafi yfir-
leitt ekki verið fullnýttur. „Við vor-
um mikið að keyra hann á svona 14-
15 mílum.“ Hann segir lítið pláss í
höfnum landsins oft hafa háð þeim á
Víkingi á fyrstu árum hans sem
nótaskips. „Ef við vorum ekki fyrstir
inn í brælum þá urðum við oft að
liggja út á legu eins og á Aust-
fjörðum og það var ekki mjög vin-
sælt hjá mannskapnum. Víkingur
var það mikið stærri en önnur skip
að það var ekki auðvelt að liggja ut-
an á hinum og svo var bryggjupláss-
ið bara ekki eins mikið þá og er
núna. Þetta gjörbreyttist á fáum ár-
um. Dýpið í höfnunum var líka sums
staðar vandamál. Við gátum til
dæmis bara legið með fulllestað skip
við löndunarbryggjuna á Siglufirði
en urðum að liggja út á ef ekki var
pláss þar og meðan beðið var lönd-
unar.“
Sögubrot af aflaskipi og skipverjum
Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Víkingur, sögubrot af aflaskipi og skipverjum eftir Harald Bjarnason. Togarinn Víkingur
AK-100 kom nýsmíðaður frá Þýskalandi til Akraness árið 1960. Honum var síðar breytt í nótaskip og var eitt aflahæsta skip íslenska
flotans í áratugi. Í bókinni er fjallað um aðdragandann að smíði Víkings og rakin saga skipsins sjálfs, ekki síst í gegnum skipverjana.
Ljósmynd/haraldarhus.is
Drekkhlaðinn Víkingur kemur með fullfermi, rúm 1.400 tonn, til Akraness á síðustu loðnuvertíð sinni í mars 2013.
Happafley Víkingi gefið nafn þegar honum var hleypt af stokkunum.
Haraldur
Bjarnason
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum