Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
Sá erlendi siður að bjóða upp á
skiptipoka í verslunum hefur loks-
ins skotið rótum hér á landi. Tvær
verslanir bjóða upp á þetta, sam-
kvæmt heimildum Matarvefsins;
Melabúðin í Reykjavík og Nettó á
Húsavík. Í báðum tilfellum er um
utanaðkomandi framtak að ræða.
Í Melabúðinni er það Pokastöðin
sem stendur að baki verkefninu en
það eru fjórar stúlkur í 10. bekk í
Hagaskóla sem eiga heiðurinn af
því.
Á Húsavík er það Miðjan, sem
er dagþjónusta fyrir fatlaða, sem
reið á vaðið og hefur það verkefni
gengið vonum framar og mælst
vel fyrir hjá heimamönnum. Verk-
efnið kalla þau Boomerang Bags
en pokarnir þykja sérlega skraut-
legir og flottir.
Skiptipokarnir virka þannig að
viðskiptavinir geta tekið poka sér
að kostnaðarlausu undir matvöru.
Eina kvöðin er að skila þarf pok-
unum þegar kostur gefst. Auðvit-
að má nota pokana aftur en bann-
að er að eigna sér þá eða nýta
undir annað.
Dregur þetta mikið úr notkun
plastpoka og er í alla staði hið
þarfasta framtak enda hafa vitök-
urnar verið frábærar. Að sögn
Guðnýjar Karlsdóttur sem starfar
í Nettó á Húsavík hafa pokarnir
verið í boði frá því í október.
Fyrst hafi fólk ekki almennilega
vitað hvernig þetta virkaði og oft
gleymt að skila en starfsfólk hafi
verið duglegt við að leiðbeina
fólki og nú væri þetta að ganga
afskaplega vel og Húsvíkingar
væru afskaplega ánægðir með
framtakið.
Skiptipokar slá í gegn Endurvinnsla Pokarnir erusaumaðir úr afgangsefnum
eða því sem fellur til.
Heimilistóna skipa þær Katla Mar-
grét Þorgeirsdóttir, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir og
Vigdís Gunnarsdóttir, en hljóm-
sveitin var stofnuð árið 1997 þegar
þær störfuðu allar í Þjóðleikhúsinu.
Halldóra Björnsdóttir var ein af
stofnmeðlimum en hún setti svuntuna
í skúffuna árið 2003 og tók Katla
Margrét þá við. Uppákomur þeirra
og böll þykja sérlega skemmtileg og
þátttaka þeirra í Söngvakeppninni í
ár þykir bráðskemmtileg og vel
heppnuð. Vart er það barn í landinu
sem ekki hefur heyrst raula „kúst og
fæjó“ og spennandi verður að sjá
hvernig úrslitin verða á laugardag-
inn.
Ekki spillir fyrir að þær eru af-
skaplega heimilislegar og því var ekki
úr vegi að fá þær til að deila sínum
uppáhaldshúsráðum með lesendum
Morgunblaðsins.
Rispubaninn
Við notum alltaf valhnetur til að
pússa rispur á viðarhúsgögnum og
parketi. Þá er afar mikilvægt að
nudda hnetunni í rispuna og bíða í
smátíma áður en þurrkað er yfir með
þurrum klút. Rispan hverfur eins og
dögg fyrir sólu.
Frosin vínber
Eitt skothelt húsráð er að frysta
vínber og nota í staðinn fyrir klaka.
Þetta er bæði afskaplega elegant og
snjallt því þetta kemur í veg fyrir að
það komi vatnsbragð af drykknum,
sem er auðvitað afskaplega mik-
ilvægt.
Táfýlutöfrabragðið
Besta leiðin til að til að losna við
leiðinda táfýlu er að setja vel af mat-
arsóda í skóna. Lyktin hverfur eins
og dögg fyrir sólu en passið að þurrka
innan úr skónum áður en þið farið í þá
þannig að þið verðið ekki þakin mat-
arsóda á fótunum. Það er ekki smart.
Of þröngir skór
Margur lendir í því að kaupa of
þrönga skó eða þrútna um of á fót-
unum. Besta leiðin til að víkka skóna
er að setja vatn í poka, setja svo pok-
ann ofan í skóna og stinga í frysti.
Súpan of sölt!
Ef súpan verður of sölt þá er frá-
bært að setja út í hana hráa kartöflu
eða epli. Svo er súpan látin sjóða í tíu
mínútur eða svo áður en kartaflan
eða eplabitinn er veiddur upp úr.
Virkar alltaf!
Ostaveisla
Það er ákaflega snjallt að frysta af-
ganga af ostum. Ef maður kaupir til
dæmis úrval af vönduðum ostum í
Frakklandi er afar gáfulegt að frysta
þá. Fyrir vikið á maður alltaf úrvals-
osta fyrir kósíkvöld með stelpunum.
thora@mbl.is
Heitustu húsráð Heimilistóna
Morgunblaðið/Hanna
Hljómsveitin Heimilistónar þykir með þeim skemmtilegri á landinu en á laugardaginn keppir hún til úrslita í
undankeppni Söngvakeppninnar en hún samanstendur af fjórum stórleikkonum sem almennt þykja afskaplega
lekkerar og yrðu sannarlega verðugir fulltrúar lands og þjóðar í aðalkeppninni sem fram fer í Portúgal í maí.
Huggulegar Heimilistónar
eru án efa húslegasta
hljómsveit landsins.
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.