Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 61
61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 07:08 Snúsa símavekjarann. 07:12 Snúsa hinn símavekjarann (er með þrjá mismunandi tíma stillta á hann). 07:14 Snúsa símavekjarann. 07:20 Rís úr rekkju. Fer inn í barna- herbergin og vek megnið af liðinu. 07:21 Bursta tennur. 07:25 Vek þau aftur og reyni að draga fram. Læt þau bursta tennur og tek til morgunmat. 07:35 Geri nesti fyrir börnin. Skelli í mig einum Nocco með koffeini. 07:50 Kyssi konuna og börnin sem verða eftir og legg af stað með þrjú börn. Byrja á að skutla tveimur í Sjálandsskóla og enda svo á Laufásborg með þá næstminnstu. 09:00 Mæti í vinnuna á RÚV. 09:15 Fundur Framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar með snillingunum og vinkonum mínum Ragnhildi Steinunni, Birnu Ósk og Saló. 11:00 Klippivinna með Christian á Fjör- skyldunni 2. seríu. Fyrsti þáttur að verða klár fyrir 10. mars. 12:30 Matur í mötuneytinu. 13:15 Kíki á póstana sem hafa hrannast upp og svara. 15:00 Hitti Rikku og Loga í Hádeg- ismóum. Hugarflug fyrir þáttinn Ísland vaknar sem hefur göngu sína 1. mars kl. 6.45. Þau eru bæði hrikalega skemmtileg og ég hlakka til að vinna með þeim. 16:30 Sæki Sigurrós Ylfu í leikskólann. Fer og kaupi í matinn. 17:15 Kem heim og heilsa upp á Guðrúnu Jónu mína og Breka Frey 3ja mánaða. 18:00 Elda Rétt. 19:00 Borða kvöldmat. 19:30 Leik við börnin og hjálpa til á heim- ilinu. 20:00 Fer í sund í Vesturbæjarlaugina. Heiti, kaldi, gufa, armbeygjur. 21:00 Kem heim og er með drenginn á meðan mamman svæfir stúlkuna. Tölva og sjónvarp og hin börnin, Gísli Björn, Natalía Mist, Linda Ýr og Selma Rún. 23:00 Allir (flestir) að sofa og ég og Guð- rún fáum smá næði. 00:00 Vinn í tölvunni. 00:30 Horfi á þátt af 30 Rock, 2. sería. Soldið mikil vitleysa en ég hef gaman af þessu. 01:00 Hlusta á podcast og loka augunum. Ég er mjög hrifinn af „Here’s the thing with Alec Baldwin og „Í ljósi sögunnar“ með Veru Illuga en núna er ég límdur við þætti Gísla Marteins á Rás 1 um Tinna. Al- veg frábærir. 01:40 Sofna. Dagur í lífi Rúnars Freys Ljósmynd/GassiÍsland vaknar Rikka, Logi og Rúnar stjórna þættinum. Dagarnir í lífi Rúnars Freys eru í lengra lagi þessa dagana enda að mörgu að huga þar sem okkar maður fer í loftið með nýjan morgunþátt, Ísland vaknar, á K100 í dag ásamt þeim Loga Bergmann og Rikku. Rúnar Freyr er auk þess verkefna- stjóri Söngvakeppninnar 2018 en næstkomandi laugardag verður ljóst hvert framlag okkar Íslendinga verður í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva sem haldin verð- ur að þessu sinni í Portúgal 8. maí. Spennustigið er því í hámarki hjá hon- um um þessar mundir eins og annasamur dagur lífi Rúnars Freys gef- ur til kynna. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 VOR 2018 COLOUR 5 NÝ SENDING! KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11– 17 K V IK A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.