Morgunblaðið - 01.03.2018, Qupperneq 64
64 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
✝ HólmfríðurGísladóttir
fæddist í Reykjavík
23. júlí 1923. Hún
lést á Landspít-
alanum 16. febrúar
2018.
Hún var dóttir
hjónanna Ástrósar
Jónasdóttur, f.
1880, d. 1959, og
Gísla Guðmunds-
sonar mótorista, f.
1873, d. 1944, sem bjuggu á
Hverfisgötu 96 í Reykjavík.
Hólmfríður var yngst sjö
systkina sem öll eru látin, en
systkini hennar voru Viggó Ein-
ar, f. 1905, Jónmundur, f. 1907,
Sigurjóna Guðríður, f. 1912, Sig-
rún Laufey, f. 1916, Ása Guð-
laug, f. 1917, og Björg, f. 1921.
Þann 16. júní 1956 giftist
Hólmfríður Magnúsi Þorvarð-
arsyni verslunarmanni, f. 7.
október 1920, d. 1. mars 2008.
Foreldrar hans voru hjónin
Friðsemd Magnúsdóttir, f. 1891,
d. 1973, og Þorvarður Guð-
mundsson gasvirki, f. 1888, d.
1968.
Hverfisgötu 96 í Reykjavík.
Hún lauk barnaskólaprófi frá
Austurbæjarskólanum og
stundaði síðan nám í Kvöld-
skóla KFUM. Hún hafði yndi af
tónlist, sótti píanótíma og söng
í kórum á sínum yngri árum.
Hún aðstoðaði systur sínar þeg-
ar þær voru með ung börn og
þegar Viggó bróðir hennar
missti eiginkonu sína frá fjór-
um ungum börnum sá hún um
heimilið fyrir hann um tveggja
ára skeið.
Hólmfríður sinnti ýmsum
störfum en lengst starfaði hún
við bókband hjá Bókfelli, þar til
hún giftist en þá tóku við heim-
ilisstörf og barnauppeldi. Síðar
tók Hólmfríður að sér sauma-
skap fyrir Henson og vann
einnig við skúringar í Lands-
bankanum á Laugavegi 7 þar
til hún fór á eftirlaun.
Hólmfríður og Magnús
bjuggu lengst af í Heiðargerði
100 og um skeið bjuggu for-
eldrar Magnúsar einnig í
Heiðargerðinu. Árið 1964
keyptu þau hjónin sumarbú-
staðaland í Grímsnesi og nokkr-
um árum síðar sumarbústað
sem staðið hafði í Árbæj-
arhverfi og fluttu hann austur.
Hólmfríður verður jarðsungin
frá Grafarvogskirkju í Reykja-
vík í dag, 1. mars 2018, og hefst
athöfnin klukkan 13.
Hólmfríður og
Magnús eignuðust
þrjú börn. Þau eru:
1) Friðsemd Rósa,
f. 1955, gift Pétri
Eysteinssyni, f.
1955, börn þeirra
eru Eysteinn, f.
1980, Magnús, f.
1985, og Fríða
Margrét, f. 1989. 2)
Þorvarður Hjalti, f.
1957, kvæntur Sig-
ríði Maríu Sverrisdóttur, f.
1958, dætur þeirra eru Hólm-
fríður Ásta, f. 1997, og Þóra
María, f. 1999. Dætur Sigríðar
Maríu af fyrra hjónabandi eru
Ragnheiður Þórdís, f. 1979,
sonur hennar er Ingólfur Örn
og Þórhalla Sigríður, f. 1984,
gift Þresti F. Gíslasyni, dætur
þeirra eru Sandra Sif og Krist-
jana Lind. 3) Steinunn Ásbjörg,
f. 1958, gift Georg Eggertssyni,
f. 1958, börn þeirra eru Björg,
f. 1990, Eggert, f. 1993, og
Gísli, f. 1994.
Hólmfríður fæddist og ólst
upp á mannmörgu heimili for-
eldra sinna og systkina á
Fríða frænka, Hólmfríður
Gísladóttir, föðursystir mín og
mikil sómakona, hefur kvatt
þessa hérvist á nítugasta og
fimmta aldursári, síðust sjö
systkina en faðir minn var elst-
ur þeirra. Fríða frænka, eins og
hún var jafnan kölluð, var sam-
einingartákn ættar okkar og
fram undir það síðasta var hún
hress, minnug og veisluglöð,
þannig verður hennar minnst.
Mikil samheldni ríkti hjá föð-
urfólki okkar, fjölmenn barna-
afmæli voru tíð og voru það
ógleymanlegar samkomur.
Þungamiðjan var jafnan á
Hverfisgötu 96 en þar réð ríkj-
um Ástrós amma og stjórnaði af
myndarskap. Hún gætti þess vel
að halda sístækkandi hjörð þétt
saman.
Fríða vann hjá Þorbirni í
Kjötbúðinni Borg á stríðsárun-
um og það var þá sem hann fór
þess á leit við ömmu Ástrós að
sjóða fyrir sig slátur til að selja.
Þetta var nýlunda. Amma vann
hjá honum sem verktaki og síð-
an hafa verslanir selt slátur.
Samheldni föðurfólksins hafði
afgerandi þýðingu fyrir mig og
systkin mín þegar móðir okkar
féll frá. Um tíma passaði Fríða
frænka okkur fjögur, Hilmar
(12), Gísla (8) mig (5) og Sigrúnu
Vigdísi (3). Hún var þá ógift og
þau Magnús Þorvarðarson, síð-
ar eiginmaður hennar, voru að
draga sig saman. Næstu árin
komu Fríða og Magnús við
heima og tóku okkur tvö þau
yngstu með í sunnudagsbíltúra.
Þá var alltaf farið vestur á
Hagamel og keyptur ís í bestu
ísbúð bæjarins.
Magnús var mikill áhugamað-
ur um bíla og fólk. Hann þekkti
um tíma alla bíla í bænum, bíl-
númerin og einhver deili á eig-
endum þeirra. Magnús byrjaði
ungur sem sendisveinn hjá einu
virtasta fyrirtæki landsins,
Heildverslun Sig. Þ. Skjald-
berg, og vann sig upp í for-
stjórastöðu. Eftir að Magnús
féll frá kom í ljós að Fríða
frænka var bílstjóri af guðs náð
og ók sínum bíl eins og herfor-
ingi á meðan sjónin leyfði.
Alla tíð var gestrisni mikil á
heimili Fríðu frænku og Magn-
úsar, lengst af í Heiðargerði 100
og ævintýri líkast var að heim-
sækja þau í sumarbústaðinn
þeirra í Þrastaskógi. Jafnan var
rætt um landsins gagn og nauð-
synjar og að sjálfsögðu voru
góðar kökur á borðum. Fríða
frænka fylgdist grannt með
frændfólki sínu, ungu sem
öldnu. Hún fagnaði hverjum
áfanga í lífi ættingja og var
óþreytandi að telja upp kosti
hvers og eins. Sjaldan sá hún
löst á neinum, alla vega ekki á
sér skyldu fólki.
Fríða frænka var sterk kona,
hafði sínar skoðanir og var
óhrædd að láta þær í ljós.
Samheldni föðurfólks okkar
og veislugleði hefur haldist og
hittumst við frændsystkinin
reglulega. Það var engin alvöru
veisla nema Fríða frænka
mætti. Af og til hafa verið haldin
ættarmót að sumarlagi en frá
aldamótum 2000 hafa verið ár-
leg fjölskyldumót á milli jóla og
nýárs, haldin í Grafarvogskirkju
hin síðari ár. Oft hafa komið 80-
140 manns og er alltaf jafn gam-
an að hittast, til að spjalla og
dansa í kringum jólatré með
yngstu börnunum.
Ég sendi mínar innilegustu
samúðarkveðjur til barna og
barnabarna. Minning Fríðu
frænku og systkina hennar
verður best heiðruð með því að
mæta í árlegan jólafagnað og
önnur fjölskylduboð svo lengi
sem stætt er.
Björn Viggósson.
Elsku besta amma mín.
Nú ertu farin frá okkur eftir
langa og góða ævi. Þú náðir að
verða 94 ára og varst alltaf sjálf-
stæð og bjóst heima í húsinu
þínu í Grafarvoginum frá því áð-
ur en ég byrjaði að muna eftir
mér. Þú varst yngst af sjö systk-
inum og varst orðin ein eftirlif-
andi af þeim. En þú varst alltaf í
góðu sambandi við alla afkom-
endur systkina þinna og þeim
þótti vænt um þig. Það var því
oft mikill gestagangur heima
hjá þér, sem kemur ekki á óvart
þar sem þú varst svo indæl og
gaman að vera í kringum þig. Þú
áttir mjög góða æsku og sagðir
mér oft frá foreldrum þínum og
systkinum, og það var auðvelt
að sjá hversu mjög þér þótti
vænt um þau öll. Þú áttir ekkert
nema góðar minningar um þau,
það sagðir þú mér. Þú kynntist
afa Magnúsi í gegnum samkór-
inn og þið áttuð hvort annað að í
langan tíma, alveg þar til hann
fór frá okkur fyrir 10 árum.
Einn af þínum kostum var að
þú varst alltaf svo lífsglöð og já-
kvæð, líka þó að öll systkini þín
og afi Magnús væru farin frá
þér. Þú varst samt þakklát fyrir
lífið og hamingjusöm með börn-
in þín og barnabörnin. Stuttu
áður en þú fórst frá okkur og þú
varst á spítalanum, þá sagði ein
hjúkrunarkonan við þig: „Þú ert
alltaf svo jákvæð!“ Og þá svar-
aðir þú: „Já, maður lifir ekki
svona lengi nema maður sé já-
kvæður.“
Þess vegna var svo gott að
vera í kringum þig, því þú varst
svo jákvæð og skemmtileg. Ég
verð að viðurkenna það, amma
mín, að mér þykir erfitt að þú
sért farin. Þú hefur alltaf verið
svo mikið til staðar, þú varst svo
til í að gefa okkur barnabörn-
unum og öðrum sem þér þótti
vænt um af tíma þínum. Þú sótt-
ir okkur Þóru Maríu stundum
eftir skóla og leyfðir okkur að
vera hjá þér og afa þangað til
mamma og pabbi voru búin í
vinnunni. Þú kenndir okkur að
spila ólsen-ólsen og lönguvit-
leysu og mikið fannst mér nú
gaman að spila við þig. Tónlistin
var rík í þér, þú ólst upp við að
pabbi þinn spilaði á orgel og svo
lærðir þú sjálf á píanó síðar
meir, og þú spilaðir oft þér til
gamans á píanóið á meðan þú
gast. Þú hvattir mig því áfram í
tónlistarnáminu og okkur Fríðu
Margréti til að spila fyrir þig á
píanóið þitt, sem okkur þótti
mjög gaman, enda fínasta píanó.
Þú varst alltaf svo hress og til í
að spjalla og það var augljóst
hversu vænt þér þótti um okkur
barnabörnin þín. Mikið erum við
heppin að hafa fengið að þekkja
þig og eiga þig að. Ég er svo
ótrúlega þakklát fyrir allar góðu
stundirnar sem ég fékk að deila
með þér. Það er sárt að missa
þig, en ég veit að þú ert ham-
ingjusöm þar sem þú ert núna,
nú ertu loksins með afa Magnúsi
og systkinum þínum, foreldrum
og vinum á ný, fólkinu sem þú
hefur sagt mér svo margar sög-
ur af og sem þér þykir svo vænt
um. Einn daginn mun ég hitta
þig aftur og þá munu verða
fagnaðarfundir, en þangað til
mun ég minnast með hlýju allra
yndislegu stundanna sem við
áttum saman og segja öllum
sem heyra vilja frá frábæru
ömmu minni sem ég elska svo
mikið.
Þín
Hólmfríður Ásta.
„Af hverju er þér svona kalt á
höndunum?“ er örugglega sú
spurning sem amma spurði mig
hvað oftast. Svo voru hendurnar
„straujaðar“ þangað til einhver
hiti komst í fingurgómana.
Svona var amma, hún tók málin
í sínar hendur þangað til hlut-
irnir voru orðnir eins og þeir
áttu að vera.
Amma var blíð, skemmtileg,
ákveðin og stolt kona. Alltaf var
hún tilbúin til að gera allt fyrir
mann, hlusta og veita ráð. Hún
hafði óþrjótandi þolinmæði og
væntumþykju fyrir manni og
hafði ótrúlegt lag á að gera allt
betra. Hún hafði líka svo mikla
sjálfsbjargarviðleitni, og fannst
óþarfi að gera vandamál úr hlut-
unum eða kvarta, eins og þegar
heyrnin og sjónin fóru að bregð-
ast henni þá fékk hún sér bara
heyrnartæki og gekk í Blindra-
félagið – vandamálið leyst – eða
a.m.k. allt reynt til að gera það
besta úr aðstæðunum.
Amma var fyrst og fremst
fjölskyldumanneskja og hún var
stolt af fólkinu sínu nær og fjær,
svo stolt í raun og veru að oftar
en ekki fór maður hjá sér við
það eitt að fara með henni út úr
húsi, því það skipti engu máli
hvort maður var með henni í
bankanum eða í kaffiboði, ein-
hvern veginn tókst henni að
koma því að hvað hún væri
ánægð með okkur barnabörnin,
börnin og tengdabörnin. Sam-
band ömmu við systkinabörnin
var líka einstaklega fallegt og
naut hún þess að eiga sín reglu-
legu símtöl og kaffiboð með
þeim hópi. Jólaboð stórfjöl-
skyldunnar var svo hápunktur
hvers árs og maður dáðist að því
hversu vel amma þekkti allt
fólkið sitt og fylgdist vel með lífi
þeirra, mundi alla afmælisdaga,
nöfn og gat jafnvel þulið upp
símanúmer eins og ekkert væri
sjálfsagðara fyrir 94 ára gamla
konu.
Það er skrýtið til þess að
hugsa að maður fari ekki aftur í
heimsókn til ömmu, fái kaffi úr
mávastellsbolla, köku úr fryst-
inum og konfekt, spjalli um lífið,
tilveruna og hvað sé helst að
frétta af frændfólkinu, áður en
naglalakkið er dregið fram og
ættjarðarlögin spiluð á píanóið á
meðan amma syngur.
Við þessa kveðjustund er þó
þakklæti efst í huga, þakklæti
fyrir að hafa átt yndislega
ömmu og vinkonu sem alltaf
stóð styrk í báða fætur og var
manni fyrirmynd, stóð með sínu
fólki og fékk að lifa sínu lífi með
reisn, sóma og gleði.
Að lokum vil ég kveðja hana
ömmu mína með sálminum sem
var alltaf sunginn þegar ég gisti
hjá ömmu og afa í Heiðargerð-
inu. Afi gekk úr rúmi fyrir litlu
drottninguna og amma söng
mann í svefn. Ekkert var nota-
legra en að sofna með ömmu sér
við hlið raulandi sálminn á með-
an takturinn var blíðlega sleg-
inn með lófanum.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Þín
Fríða Margrét.
Elsku Fríða „amma mín“,
eins og þú vildir og leyfðir mér
alltaf að kalla þig.
Það er svo sárt að hugsa til
þess að þú sért farin frá okkur,
þú varst orðin fullorðin en mér
fannst það samt aldrei skipta
máli þegar við töluðum saman.
Þú varst alltaf svo hress þegar
við hittumst, t.d. þegar ég heim-
sótti þig á spítalann, þá spjöll-
uðum við mikið saman. Þú vildir
alltaf vita hvað ég væri að gera,
fylgdist vel með píanónáminu
mínu og mér fannst ómissandi
að spila fyrir þig á píanóið þegar
við komum í heimsókn í Fanna-
foldina. Þú komst oft að hlusta á
mig á tónleikum, mér þótti svo
notalegt að eiga „ömmu“ í saln-
um, ég var alltaf svo stolt af þér.
Þú sagðir mér svo margar
skemmtilegar sögur af Guðrúnu
Steinunni ömmu, þegar þið vor-
uð ungar að bralla ýmislegt
saman, mér þótti alltaf svo vænt
um að heyra að þið voruð bestu
vinkonur gegnum árin.
Ég sakna þín óendanlega
mikið en það er samt svo gott að
eiga allar góðu minningarnar
frá liðnum árum, þú gafst mér
svo mikið og fyrir það er ég þér
svo þakklát. Hvíldu í friði.
Þín
Guðrún Steinunn.
Fríða frænka hefur kvatt.
Hún var yngst af systkinunum
sjö á Hverfisgötu 96 og nú eru
þau öll farin en eftir er stór
systkinabarnahópur sem syrgir
frænku og höfuð ættarinnar til
margra ára. Systkinin á Hverf-
isgötunni, þau Viggó, Jónmund-
ur, Jóna, Laufey, Ása, Björg og
Fríða voru samhentur hópur.
Ein venjan sem fylgdi hópnum
var að hittast og halda gamla-
árskvöld saman á Hverfisgöt-
unni. Þá var sungið og spilað
fram á rauðanótt, sprengdir
stórir skipaflugeldar sem bræð-
urnir komu með. Yngstu börnin
fengu svo að sofna í rúmum hús-
ráðenda.
Minningarnar um Fríðu eru
margar og góðar. Ég man eftir
henni fyrst sem glæsilegri ungri
konu, yngstu systur móður
minnar. Meðan hún bjó enn í
foreldrahúsum var herbergið
hennar uppi á lofti á Hverfisgöt-
unni og fengum við krakkarnir
stundum að líta þar inn. Það var
einhver ævintýraljómi yfir því
og ekki dirfðumst við að snerta
neitt eða hreyfa við neinu. Svo
flutti hún að heiman er hún
stofnaði sitt eigið heimili með
manni sínum, Magnúsi Þorvarð-
arsyni, og strax fór það orð af
heimili þeirra að þangað væri
gott að koma og vel tekið á móti
gestum. Var enda ævinlega
gestkvæmt hjá Fríðu.
Fríða var myndarleg húsmóð-
ir, eins og þær systur allar. Hún
saumaði á börnin sín og vann
um tíma við saumaskap. Alltaf
átti hún heimabakaðar kökur
með kaffinu þegar gesti bar að
garði. Hún tók slátur og hanter-
aði heilu skrokkana í Heiðar-
gerðinu, oft með systrum sínum
og þá fékk ég stundum að taka
þátt sem aðstoðarkona og lær-
lingur hvernig ætti að bera sig
að við svo stór verkefni.
Fríða var einstaklega fé-
lagslynd og naut samvista við
fólkið sitt. Hún fylgdist vel með
og mundi t.d. afmælisdaga allra
systkinabarna sinna auk ann-
arra í stórfjölskyldunni. Hún
var aufúsugestur í hverjum
stórviðburði í ættinni og ekki
var haldin sú veisla sem hún
væri ekki heiðursgestur í. Hún
stundaði veitingahús borgarinn-
ar reglulega, bauð út að borða
eða henni var boðið. Humarsúpa
var hennar uppáhald og höfum
við prófað marga humarsúpuna
á hinum ýmsu veitingastöðum.
Ef humarsúpa var ekki í boði
kom þorskurinn sterkur inn.
Eftir veitingahúsaferðirnar var
svo gjarnan haldið heim til
hennar þar sem hún bauð upp á
kaffi og konfekt. Hún var virk í
félagsstarfi eldri borgara í Graf-
arvogskirkju hin síðari ár og
eignaðist þar nýja vini og vin-
konur, hún mætti á hittinga í
blindrafélaginu og hafði gaman
af. Því miður missti hún sjónina
að mestu fyrir nokkrum árum.
Við göntuðumst með það okkar
á milli eftir að ég fótbrotnaði sl.
sumar að haltur leiddi blindan
er við skruppum eitthvað sam-
an.
Við sem þekktum Fríðu dáð-
umst að dugnaði hennar og
sjálfstæði. Hún hélt sitt heimili
með reisn og sóma til síðasta
dags. Hún lifði lífinu og var með
í öllu sem hana langaði til. Við
frændsystkinin hittumst mán-
aðarlega. Engan óraði fyrir því í
janúar sl. að sá fundur yrði hinn
síðasti með Fríðu frænku.
Ég votta börnum hennar,
Rósu, Hjalta og Steinunni, og
fjölskyldum þeirra innilega
samúð mína.
Sigrún Sighvatsdóttir.
Hólmfríður, sem ávallt var
kölluð Fríða frænka, var yngst
systkinanna sjö sem ólust upp á
Hverfisgötu 96, en foreldrar
þeirra systkina voru þau Ástrós
og Gísli mótoristi. Þau systkini
héldu mjög vel saman og Hverf-
isgata 96 varð samastaður stór-
fjölskyldunnar. Á Hverfisgöt-
unni voru haldnar stórar og
fjölmennar veislur og þá einkum
um hver áramót.
Ég kynntist Fríðu fyrst þeg-
ar hún tók að sér heimili okkar
systkina um tíma, fyrir bróður
sinn Viggó, eftir að mamma
okkar dó. Þetta voru erfiðir
tímar og skildi ég það síðar hve
mikið var þá lagt á hennar
herðar. Fríða og Magnús eign-
uðust síðar fallegt heimili í
Heiðargerði 100.
Tímarnir liðu og lengdist tím-
inn milli heimsókna, barnabörn-
in urðu fullorðin og eignuðust
fjölskyldur, systkinin sjö týndu
tölunni hvert af öðru, en Fríða
frænka lifði þau öll. Síðustu 10
árin, eftir að Magnús féll frá,
hefur Fríða búið ein í Fannafold
127a þar sem hún bar aldurinn
óvenju vel, bæði hressari og kát-
ari en flestir á hennar aldri með
afburðagott minni en sjónin far-
in að gefa sig undir lokin.
Fríða frænka hélt gríðarlega
vel utan um alla ættingja sína
frá Hverfisgötunni, fylgdist með
og vildi fræðast um alla afkom-
endur, mundi alla afmælisdaga
og var stöðugt að hringja í okk-
ur og minna okkur á afmæli og
ýmsa atburði. Þannig tengdi
Fríða frænka þennan stóra ætt-
legg saman og því komu, eins og
af sjálfu sér, jólaboðin sem hald-
in voru síðari árin í safnaðar-
heimilinu í Grafarvogskirkju
þar sem Fríða frænka var höfuð
ættarinnar. Nú þegar þessi 94
ára gamla frænka lá banaleguna
vildi hún eingöngu heyra eitt-
hvað hressandi og þannig var
það þegar við Guðmundur sonur
minn heimsóttum hana, en þau
Guðmundur náðu einkar vel
saman með leiftrandi bein-
skeyttum samtölum.
Fallega furan sem hún gaf
mér um árið lifir góðu lífi og
dafnar vel austur í sumarbú-
staðnum okkar.
Fríða mín, þakka þér kærlega
fyrir okkar samleið, með kveðju
frá Kristínu eiginkonu minni og
sonunum, Guðmundi, Ásbirni,
Kjartani og fjölskyldum.
Gísli Viggósson.
Í dag stöndum við á tímamót-
um, afkomendur systkinanna á
Hverfisgötu 96, þegar við kveðj-
um Fríðu frænku. Fríða frænka
átti stað í hjarta okkar allra fyr-
ir margra hluta sakir. Fyrst
skal nefna að hún hefur verið
aldursforseti ættarinnar um
nokkurra ára skeið og sinnt því
hlutverki af alúð og festu. Hlut-
verki hennar má líkja við hlut-
verk Heimdallar í norrænni
goðafræði, hún vissi allt og
kunni ráð við flestu.
Eins og gefur að skilja geng-
ur mikið á í stórri fjölskyldu, af-
mæli, útskriftir, brúðkaup,
fermingar, barnsfæðingar,
skírnir og andlát og skipst hefur
á gleði og sorg eins og gengur.
Fríða frænka hefur ætíð staðið
sem klettur í lífi okkar, ætíð
hægt að leita til hennar með
hvað sem okkur lá á hjarta.
Fríða frænka hefur kennt
okkur margt í gegnum tíðina,
kannski ekki með orðum heldur
gjörðum. Staðfesta, réttlætis-
kennd, frændrækni og trú á eig-
in sannfæringu eru allt hugtök
sem geta lýst þessari einstöku
frænku sem við kveðjum nú.
Árið 1972 þegar Björg, systir
Fríðu, lést gekk hún mér og fjöl-
skyldu minni því sem næst í
Hólmfríður
Gísladóttir