Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 66

Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 ✝ Þórhalla Karls-dóttir fæddist í Vitanum við Hverf- isgötu í Reykjavík 28. desember 1926. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Hömr- um í Mosfellsbæ 15. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Sig- ríður Þorsteinsdótt- ir, f. á Ormstöðum í Grímsneshreppi 12.9. 1898, d. 10.7. 1970, og Karl Haraldur Óskar Þórhallason, f. í Reykjavík 25.2. 1896, d. 11.3. 1974. Systkini Þórhöllu eru Harald- ur, Guðrún, Sigríður, Kristín, Ás- geir, Hjördís, Fjóla og Þórdís. 23. ágúst 1947 gekk Þórhalla að eiga Jóhann Eymundsson f. 3.9. 1927, d. 12.11. 2007. For- eldrar hans voru hjónin Margrét Jóhannsdóttir, f. í Fjörðum 12.3. 1905, d. 30.5. 1988 og Eymundur Austmann Friðlaugsson, f. á Pat- reksfirði 20.7. 1907, d. 2.6. 1988. Börn Þórhöllu og Jóhanns eru: 1) Margrét Austmann, f. 30.12. 1946, d. 2.3. 1974, maki Ómar Pétursson, f. 25.8. 1946. Dætur börn þeirra: Helga Dís, maki Shaun Williamson, barn þeirra Matthew Davíð. Sigurbjörg Halla, dóttir hennar Eva Rós, Jó- hann Egill b) Jóhann Albert Harðarson, f. 31.7. 1974, maki Jó- hanna Kristín Steinsdóttir, börn þeirra Fannar Smári, Arnar Bjarki, Lilja Karen, Hlynur Ingi, Salvar Pálmi, Hörður Reynir og Helgi Reynir. c) Edda Hrund Austmann Harðardóttir, f. 8.2. 1979, maki Gunnar Ingi Jóhanns- son. Börn þeirra Karel Berg- mann, Líf Austmann, Saga Aust- mann, Vaka Austmann, Hrói Austmann. d) Þórhalla Aust- mann Harðardóttir, f. 1.6. 1982, maki Björn Ólafur Ingvarsson. Börn þeirra Högni Snær, Ingvar Leó, Ylfa Margrét, Lea Oktavía. 4) Eymundur, f. 26.4. 1957, maki Emilía Sveinbjörnsdóttir, f. 24.9. 1958. Börn þeirra a) Hrafn- hildur, f. 13.9. 1981, maki Ólafur Páll Snorrason, börn þeirra In- diana, Mikael, Kolfinna. b) Jó- hann, f. 17.8. 1988, dóttir hans Serena Ýr. Sambýliskona hans Vera Ósk Albertsdóttir. Fyrir átti Eymundur Elías Geir Aust- mann, f. 6.9. 1975, maki Ragn- heiður Ingibjörg Elmarsdóttir. Sonur hans, Adam Freyr. Börn Elíasar og Ragnheiðar, Alex- andra, Elmar Blær og Apríl Rún. 5) Viðar Austmann, f. 23.2. 1961. Börn hans: a) Erna Rán Arndísardóttir, f. 28.7. 1978, maki Ingólfur Tómasson, börn þeirra, Tómas Nökkvi, Kristján Fannar, Erik Þór, Nadía Rán, Helena Svandís. b) Margrét Ýr Austmann 24.1. 1998. c) Viðar Örn Austmann 2.8. 2000. 6) Elfa Dís Austmann, f. 8.11. 1964, maki Páll Blöndal 15.4. 1955, börn þeirra a) Viktor Blön- dal, f. 12.5. 1988, maki Ásdís Guðný Pétursdóttir, sonur þeirra Frosti Blöndal, b) Selma Blöndal, f. 24.10. 1992, maki Viktor Fitim Shala, börn þeirra Emelíana Blöndal, Aþena Blöndal, Dalía Blöndal. Þórhalla fæddist í Vitanum á Hverfisgötu og ólst upp á Berg- staðastræti og Fálkagötu. Hún var þriðja barn foreldra sinna í stórum systkinahópi, systurnar sjö og bræðurnir tveir. Þórhalla stundaði verslunarrekstur ásamt eiginmanni sínum Jóhanni og má þar nefna; Stjörnukaffi, Tjarn- arbarinn, Verslunina Drífu, Mat- vöruhornið og að lokum Árbæj- arkjör. Þórhalla og Jóhann gengu í hjónaband 1947 og byggðu æskuheimili fjölskyld- unnar saman að Víghólastíg 16.. Þórhalla var á árum áður hluti af sönghópnum „Sjö systur“ . Af- komendur Þórhöllu og Jóhanns eru 72. Útför Þórhöllu fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 1. mars 2018, klukkan 13. Jarðsett verð- ur í Kópavogskirkjugarði. þeirra: a) Helena, f. 12.9. 1966, maki Rickard Andersson, börn þeirra Pierre, dóttir hans Belle Margrét, og Pat- ricia Margrét, maki Fredrik, dóttir þeirra Thea Mar- grét. b) Sigrún, f. 12.9. 1966, börn hennar Símon og Thelma Margrét. 2) Sigríður Austmann, f. 10.10. 1948, maki Þórarinn Magnússon, f. 9.11. 1945. Dóttir Sigríðar, Halla Jóhanna Magnúsdóttir, f. 14.3. 1967, maki Ágúst Skúlason, synir þeirra Hafþór Hrafn og Kristján Hrafn. Börn Sigríðar og Þórarins a) Magnús Gunnlaugur, f. 22.11. 1976, maki Árný Mar- inósdóttir, börn þeirra Þórarinn Marinó, Freyja Sigríður og Magný Nanna, b) Tinna Ósk, f. 30.4. 1983. Sambýlismaður henn- ar Júlíus Rafn Ármann. 3) Helga Austmann, f. 18.4. 1952, maki Guðlaugur Heiðar Sigurgeirsson, f. 21.2. 1948. Börn Helgu a) Berglind Ólafsdóttir, f. 29.6. 1968, maki Svavar Egilsson, Elsku mamma mín, nú er kom- ið að kveðjustund. Stund sem ég hefði viljað fresta um ókomin ár. En svona er lífið og takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Takk fyr- ir að vera mamma mín, þessi sterka kona sem tók við þeim áskorunum sem lífið bauð þér upp á. Ég á margar góðar minningar og þá sérstaklega úr Drífu, en þar ólumst við upp meira og minna all- ur krakkaskarinn sem fylgdi þér og pabba. Ég man það mjög vel þegar þú varst að kenna mér að verða búðarkona og afgreiða yfir kassann. Hvernig átti að vinna á reiknivélina og hvernig átti að búa til kramhún. Þú gekkst í öll störf í Drífu og gerðir það allt svo vel. Á æskuheimili okkar á Víghóla- stígnum varstu dugnaðarforkur. Þú eldaðir góðan mat og til að kór- óna allt bakaðir þú oft bestu marmaraköku sem til var og feng- um í eftirrétt. Ekki hefur mér ennþá tekist að fá mömmubragðið í marmarakökuna mína sem ég baka stundum. Þú reyndist mér og Palla vel og sama má segja um Viktor og Selmu. En þau eiga margar bestu minningar sínar frá ferðunum til ykkar pabba í sumarbústaðinn í Systralundi. Þá var alltaf gott veð- ur, sól og logn, pabbi að grilla og við hin að undirbúa veisluna. Allt- af var stutt í sprellið hjá okkur og margir góðir frasarnir hafa orðið til á þessum augnablikum. Þú og pabbi áttuð ykkar sama- stað á Spáni, nánar tiltekið Beni- dorm. Þangað fóruð þið nokkrum sinnum á ári eftir að þið hættuð með verslunina. Við vorum svo lánsöm að hitta ykkur í þessum ferðum og sáum við hvað þú, elsku mamma, fékkst að njóta þín í Spánarsólinni. Þú sýndir okkur alla skemmtilegu staðina sem borgin hefur upp á að bjóða og þar varstu á heimavelli. Ég mun sakna þess að geta ekki farið í heimsókn til þín og sagt við þig „Hæ elsku mamma mín“. Ég læt það duga að senda þér þessi orð í huganum. Ég veit þú tekur á móti þeim. Yngsta dóttir þín, Elfa Dís Austmann. Elsku mamma, það er komið að leiðarlokum. Nú þegar finn ég fyrir tómleika og eftirsjá, samt finnst mér þetta frekar óraunverulegt þar sem ég var ekki á landinu þegar þú kvaddir okkur. Mig langar að rifja upp nokkur minningarbrot eftir að pabbi dó fyrir um 10 árum og þú varðst ein í Stigahlíðinni. Á þeim tíma hefur þú staðið þig svo ótrúlega vel, varst svo sjálfstæð og dugleg. Þú fylgdist vel með málefnum líðandi stundar, horfðir alltaf á fréttir í sjónvarpi og hlustaðir á útvarp. Ég á margar góðar minningar þar sem við sátum saman við eldhús- borðið þitt og spjölluðum um heima og geima. Þér leið mjög vel með að sækja endurhæfingu í Múlabæ, vaknaðir á hverjum virkum degi kl. 7 og hafðir þig til fyrir daginn. Þórir kom síðan að sækja þig og dag- urinn hófst í Múlabæ með morg- unmat, hreyfingu, lestri úr bókum og dagblöðum og alls konar dægradvöl. Þar á bæ fékkst þú orð á þig fyrir að vera hjálpleg og nánast eins og ein af starfsfólkinu. Þegar nýir skjólstæðingar komu kynntir þú staðinn fyrir þeim, þú sást auðvitað að þeir voru óörugg- ir og þótti gott að fá stuðning. Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki Múlabæjar og öðrum þar fyrir góða þjónustu og vinarhug þegar mamma kveður. Ég má til með að rifja upp skemmtilega leikhúsferð þegar við fórum og sáum Njálu í Borg- arleikhúsinu. Skemmtunin hófst með íslenskri kjötsúpu kl. 18 og síðan í framhaldi var fyrirlestur um heildarverkið. Síðan var farið inn í salinn og þá hófst aðalsýn- ingin. Þessi frábæra sýning stóð allt til kl. 23 og þrátt fyrir langa setu hafðir þú mjög gaman af, skemmtir þér alveg konunglega. Ég nefni sérstaklega Njálu vegna þess að pabbi þinn Karl má segja að hafi verið sérfræðingur í Njálu því hann vildi helst lesa úr henni fyrir öll börnin í fjölskyldunni. Á níræðisafmæli mömmu 2016 héldum við Tóti, Viðar, Margrét Ýr og Viðar Örn til Tenerife til að fagna þeim tímamótum. Þar sýndi mamma hversu mikill dugnaður og áhugi bjó í henni. Á sjálfan af- mælisdaginn fórum við í mínígolf og mamma sló allar 18 holurnar og gaf ekkert eftir. Um kvöldið borðuðum við á frábærum veit- ingastað og að sjálfsögðu var kert- um skreytt afmæliskaka í eftir- rétt. Þessi ferð verður ávallt í minnum höfð. Að lokum, elsku mamma, vil ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Þín dóttir, Sigríður Austmann. Elsku fallega amma mín. Það er ólýsanlega sárt að setj- ast niður og reyna að skrifa niður hinstu kveðju til þín. Mér þykir endalaust vænt um þig, elsku amma. Þú varst alltaf svo falleg og flott, algjör skvísa. Svo góð og yndisleg og alltaf svo gott að koma til þín og afa, enda bæði allt- af svo hress og lífsglöð. Ég er þakklát fyrir allar minningarnar með þér síðustu ár, brúðkaupið hjá Magga bróður, Benidorm þar sem þú þrammaðir um á níræð- isaldri eins og ekkert væri sjálf- sagðara, öll matarboðin hjá mömmu og pabba þegar ég skutl- aði þér oft heim og fylgdi þér inn, öll jólin og jólaboðin, þá sérstak- lega núna síðast þegar þú varst svo ótrúlega hress miðað við að- stæður. Og auðvitað líka allar frá- bæru minningarnar í gegnum árin með þér og afa. Það var erfitt að horfa upp á veikindin síðustu mánuði en ég er samt alveg óendanlega þakklát fyrir að hafa getað heimsótt þig eins mikið og við mamma gerðum saman allt fram á síðustu stundu. Ég man sérstaklega hvað það var gaman að koma þegar við skoð- uðum saman gamlar myndir, bæði í albúmi frá frægðarárum ykkar systranna í sjónvarpinu, og líka alls konar eldri myndir sem við gátum fundið í símanum. Það lifn- aði alltaf yfir þér að skoða þessar myndir og þú náðir að gleyma þér með okkur í þeim. Mér þykir einstaklega erfitt að hugsa til þess að nú séuð þið hvor- ug í Stigahlíðinni. Að við munum ekki lengur hittast öll þar alltaf á aðfangadag og á afmælinu þínu. En svona er víst lífið. Ég keyri líka reglulega við á Víghólastígn- um því hann er svo nálægt heimili tengdamömmu minnar, bara rétt til að skoða. Mér þykir afar vænt um þá tengingu. Þrátt fyrir allt komu fregnir af því að þú værir farin mér í raun á óvart. Og það var afskaplega erfitt að vera ekki á landinu. En nú ertu komin til elsku afa og Maddýjar og ég treysti því að þú hafir fundið friðinn undir lokin. Elsku amma mín, ég elska þig og á eftir að sakna þín alltaf. Þín, Tinna Ósk. Þá er þessari samveru okkar hér á jörðinni lokið í bili. Í gegnum tíðina höfum við átt margar eft- irminnilegar stundir sem við mun- um reglulega rifja upp. Einlægni þín og ákveðni var alltaf nokkuð sem við gátum treyst á. Þú stóðst fast á þínu en á sama tíma varstu alltaf indæl og góð við okkur. Flestar helgar síðustu árin komst þú til okkar í Mosfellsbæinn, hvort sem það var á jólunum, Júróvisjón eða bara á venjulegum laugardegi. Þú varst einstaklega áhugasöm um líf afkomenda þinna og varst alltaf til í spjall. Efst í huga okkar eru minning- arnar úr Systralundi, sumarbú- staðnum sem þið hjónin byggðuð. Þar hittumst við fjölskyldan öll saman og skemmtum okkur kon- unglega. Spilað var krokket á meðan afi Jóhann hitaði upp grill- ið og þú undirbjóst matinn. Þú varst mikill fagurkeri og hafðir dálæti af því að hafa fallegt í kringum þig. Við framhlið bústað- sins settir þú niður blóm sem Selma plokkaði oft upp jafnóðum. Eitt sumarið fengum við að byggja okkur lítinn kofa nálægt bústaðnum. Sandkassar, rólur og þríhjól. Þetta var okkar eigin leik- völlur. Þið afi sáuð til þess að okkur leiddist ekki þegar mamma og pabbi fóru í frí til útlanda. Við spil- uðum, fórum í sund, tókum bíltúra og gáfum öndunum brauð. Morg- unmaturinn sem þú barst fram kom alltaf á óvart og nóg var á boðstólum. Árið 2008 fórum við í stelpuferð til Barcelona. Ég, þú og mamma. Þarna fékk ég tækifæri til að eiga með þér heila viku. Heil vika sem við gátum spjallað um lífið og skemmt okkur. Þú hélst ekkert aftur af þér og gátum við allar hlegið mikið saman. Þessi tími er mér mjög dýrmætur því þarna var ég 16 ára og þú 82 ára, en ég gat ekki fundið fyrir aldursbilinu. Í gegnum tíðina hefur þú leið- beint okkur vel og kennt. Leið- sögn þín mun fylgja okkur í gegn- um lífið. Þið afi voruð okkur góðar fyrirmyndir, bæði sem einstak- lingar og lífsförunautar. Nú eru þið hjónin sameinuð á ný ásamt Maddý ykkar. Megir þú hvíla í friði. Viktor Blöndal Pálsson og Selma Blöndal Páls- dóttir, börn Elfu Dísar. Mamma, við höfum verið sam- ferða í nærri 57 ár. Það er langur tími og ótrúlega margt sem kem- ur upp í hugann þegar ég læt hann reika. Það fyrsta sem kemur upp er bænirnar sem þú kenndir mér og við fórum saman með fyrir svefninn þegar ég var barn. Það var enginn dagur fullkomnaður nema með bæn og nærveru við þig. Fram eftir aldri og enn í dag fer ég með bænirnar okkar. Mikið er ég þér þakklátur fyrir það upp- eldi sem þú gafst mér, það öryggi sem þú veittir mér og þá um- hyggju sem þú sýndir mér. Ég finn það mjög sterkt að þú lagðir þig alla fram um að veita mér allt sem þú áttir og lést jafnvel þínar þarfir víkja. Óeigingirni var aug- ljóslega þinn kostur í bland við glaðlyndi, bjartsýni og hlátur- mildi. Þú varst alltaf til í að vera með og taka þátt. Í hvert skipti sem ég stakk upp á bíóferð eða leikhúsferð eða jafnvel utanlands- ferð varst þú alltaf til í að vera með. JÁ! var oftast þitt viðbragð við lífinu, sem gerði það áhugavert og skemmtilegt. Eftir að pabbi lést þá kom ég aftur meira inn í líf þitt. Þú leitaðir til mín og leitaðir ráða. Það var gott að fá að vera trúnaðarvinur þinn og fá að njóta þess trausts sem þú sýndir mér. Í seinni tíð ræddum við oft tilgang- inn með mótlætinu, raunum okkar mannanna og tilveru okkar hér á jarðríki. Að þroskast, vaxa og skila til komandi kynslóða því sem við höfum lært var ein af skýr- ingum okkar. Þú varst nokkuð sátt við þá skýringu og fannst til- gang í lífinu með því. Þú sagðir oft við mig: „Viðar, ef þú ert að þrosk- ast og læra af því að vera með mér og styðja þá er það ásættanlegur tilgangur lífsins fyrir mig.“ Maður sagði við mig fyrir nokkuð löngu: „Mikið ertu heppinn að eiga móð- ur á lífi. Það er bara eitt sem þú átt að gera fyrir hana, vertu góður við hana.“ Ég tók mark á þessu heilræði og reyndi að leggja mig fram um að vera góður við þig, passa og verja. Í mínum huga varstu hugguleg, flott, sæt og sjarmerandi kona sem átti í fal- legu ástarsambandi við pabba í 60 ár. En nú er komið að leiðarlokum hjá okkur hér á jarðríki. Tilfinn- ingin er tómleiki og söknuður en umfram allt þakklæti. Takk fyrir veganestið, mamma, og allt sem þú hefur gefið mér. Þú lifir í mér og þú lifir í börnunum mínum. Þinn sonur Viðar Austmann Jóhannsson. Elsku amma Þórhalla. Nú syngja englar Guðs þig í eilífan svefn. Það er sárt að hafa ekki getað verið með þér síðasta spölinn. En við Shaun og Matthew kveiktum saman á kertum og báðum algóð- an Guð að blessa þig og minningu þína og vaka yfir þér og þínum. Margs er að minnast, margs er að sakna. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin í þína hinstu ferð en sért samt svo nálæg, en ég finn svo sterkt fyrir nærveru þinni, elsku amma. Ég vildi geta horft í augun þín og sagt þér svo ótal margt því það er svo margt sem við eigum eftir að upplifa og sárt að vita til þess að þú eigir ekki eftir að vera hluti af því. Það hefði verið svo skemmtilegt að geta komið til Íslands með Matt- hew og þú hefðir getað hitt hann, en ég er þakklát fyrir að þú hittir okkur á Skype og þá gátum við spjallað endalaust. Hver minning er dýrmæt perla sem ég geymi í hjarta mínu. Það er erfitt að lifa lífinu áfram eins og áður án þín, þar sem þú varst svo sterk stoð í fjölskyldu okkar. Minning þín mun lifa í hjarta mínu til eilífðar og allt það fallega og góða sem þú kenndir mér mun ég kenna elsku Matthew. Guð gefi þér ljós og frið. Þinn tími var kominn og þú varst tilbú- in að kveðja, elsku dýrmæta amma mín. Ég veit að nú líður þér vel í faðmi afa Jóhanns, Maddý dóttur þinnar, foreldrar og systk- ina. Þau hafa tekið vel á móti þér. Með ástkærri þökk heiðrum við minningu þína, traust, hlýju og væntumþykju. Ömmu Helgu, ættingjum og vinum sendi við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum al- mættið að styðja þau og styrkja. Elsku hjartans amma, við elsk- um þig. Ástarkveðja, Helga Dís, Shaun og Matthew David. Þar sem vegurinn byrjar er engill til verndar (IH) Elsku hjartans amma okkar og nafna (og „mamma“) hefur nú kvatt þetta jarðlíf og fengið frelsið sitt og friðinn. Það er vel við hæfi að við frænkurnar skrifum saman þessi kveðjuorð til elsku fallegu ömmu okkar. Við fæddumst nán- ast í fang hennar, þetta skilja allir sem þekkja til í fjölskyldunni. Amma var mögnuð kona sem hélt utan um og elskaði sinn stóra hóp, alveg frá byrjun og alveg til enda. Og þar voru allir alltaf meira en velkomnir. Það er eiginlega ekki hægt að minnast ömmu án þess að minnast á afa líka, þau voru sálu- félagar alla leið. Og nú fá þau loks- ins að hittast aftur og faðma aftur elsku stelpuna sína, hana Maddý, sem þau misstu sem unga konu, þá nýbúna að eignast litlu tví- burana sína. Þeirra lífsins sorg – sem hefur alltaf fylgt þeim og okkur öllum í fjölskyldunni. Já, líf- ið býður okkur svo sannarlega upp á alls konar atburði og uppá- komur, gleði og sorg. Það sleppa fáir. Það er svo sannarlega erfitt að kveðja máttarstólpana í lífinu en fyrst og fremst erum við upp- fullar af endalausu þakklæti til elsku ömmu okkar og afa okkar fyrir allt sem þau voru okkur og allt sem þau vorum okkur öllum. Við munum svo knúsast, elsku amma og afi, þegar við sjáumst næst eins og við vorum alltaf vön að gera. Þessi texti finnst okkur vera táknrænn fyrir ástina á milli ömmu og afa og kærleikann sem umvafði okkur og við þökkum nú. Sólin brennir nóttina, og nóttin slökkvir dag; þú ert athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag. Þú ert yndi mitt áður og eftir að dagur rís, svölun í sumarsins eldi og sólbráð á vetrarins ís. Svali á sumardögum og sólskin um vetrarnótt, þögn í seiðandi solli og söngur, ef allt er hljótt. Söngur í þöglum skógum og þögn í borganna dyn, þú gafst mér jörðina og grasið og guð á himnum að vin. Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig. Eg fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr en eg elskaði þig. Eg fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði eg að unna þér, og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér. Ást mín fær aldrei fölnað, því eilíft líf mér hún gaf. Aldirnar hrynja sem öldur um endalaust tímans haf. Aldir og andartök hrynja með undursamlegum nið; Þórhalla Karlsdóttir HINSTA KVEÐJA, ljóð til ömmu. Þú látin ert í jörðu sekkur, ástartárið rennur. Eins og í hjarta vanti hlekkur, eitthvað í mér brennur. Amma, núna farin ertu, á góðan griðastað. Á himnum ánægð vertu, meðan orð mín ritast á blað. Nú ferð þú í gegnum Guðs vors hlið, og taka englar heims þér við. Þegar ég leggst undir mína sæng, veit ég að þú tekur mig undir þinn verndarvæng. Ég votta ömmu Helgu, afa Heiðari, aðstandendum og vinum ömmu Þórhöllu dýpstu samúð mína. Ég elska þig að eilífu, elsku amma mín. Þakka þér fyrir allt og allt. Þitt langömmubarn, Jóhann Egill.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.