Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
✝ Valborg SoffíaBöðvarsdóttir
fæddist í Reykjavík
18. ágúst 1933. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 19.
febrúar 2018.
Foreldrar Val-
borgar Soffíu voru
Böðvar Stephensen
Bjarnason, f. 1.10.
1904, d. 27.10.
1986, húsasmíða-
meistari, og kona hans, Ragn-
hildur Dagbjört Jónsdóttir, f.
31.3. 1904, d. 23.7. 1993, hús-
móðir.
Systkini Valborgar Soffíu eru
Jón Böðvarsson, f. 2.5. 1930, d.
4.4. 2010, kennari, skólastjóri,
rithöfundur, skáld og fræðimað-
ur. Vilhelmína Sigríður Böðv-
arsdóttir, f. 13.6. 1932, d. 29.6.
2007, húsfreyja, verkakona og
verslunarstúlka, Bjarni Böðv-
arsson, f. 13.11. 1934, d. 27.12.
2013, húsasmíðameistari, Böðv-
ar Böðvarsson, f. 23.6. 1936, d.
9.3. 2014, húsasmíðameistari.
Sigmundur Böðvarsson, f. 29.9.
1937, lögfræðingur, búsettur í
Reykjavík. Hálfsystur Val-
borgar eru tvíburasysturnar Al-
berta Guðrún Böðvarsdóttir og
Guðný Þóra Böðvarsdóttir, f.
19.6. 1942.
Valborg Soffía gifti sig 1.10.
12.12. 1961, kennari við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti, bú-
settur í Reykjavík. Eiginkona
Ragnars er Marjorie Nivin Mota
Arce, f. 28.7. 1973. Börn Ragn-
ars: a) Óðinn Snær, f. 29.1. 1993.
b) Júlía Valborg, f. 22.9. 1996.
Móðir Óðins og Júlíu er Hrafn-
hildur Erna Reynisdóttir, f.
22.3. 1963. c) Jökull Benóný
Ragnarsson, f. 9.3. 2005. Móðir
Jökuls er Sólveig Bennýjar
Haraldsdóttir, f. 2.4. 1970. Börn
Marjorie og stjúpbörn Ragnars
eru d) Juan Pablo Rosa Mota, f.
6.2. 1993, og e) Anna Margarita
Ólafsdóttir, f. 15.11. 2007. Allir
eru þeir bræður fæddir í Kópa-
vogi.
Valborg ólst upp í Skerja-
firði, í Miðstræti 5 og Efstasundi
54. Eftir gagnfræðapróf fór hún
í Fósturskólann og útskrifaðist
1953, síðan fór hún í Húsmæðra-
skólann á Laugarvatni þar sem
hún dvaldi 1954-1955. Veturinn
1983-1984 var hún í framhalds-
deild Fósturskóla Íslands, 1.
áfanga. Eftir það fór hún í
menntaskóla og í nám í
heimspekideild Háskóla Íslands.
Einnig var hún eina önn í há-
skólanum í Uppsala í Svíþjóð.
Valborg starfaði við kennslu í
leikskólum og grunnskólum,
var leikskólastjóri og starfaði
einnig með fötluðum á Kópa-
vogsbraut 1, Safamýrarskóla og
á Sólheimum í Grímsnesi. Einn-
ig starfaði hún í Lækjarskóla í
Hafnarfirði og Setbergsskóla.
Útför Valborgar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 1. mars
2018, klukkan 13.
1955. Maður henn-
ar er Magnús Júlíus
Jósefsson, f. 7.7.
1930, en hann
starfaði sem plötu-
og ketilsmiður og
sendiferðabílstjóri.
Foreldrar hans
voru Guðrún Magn-
úsdóttir, f. 13.11.
1896, d. 14.7. 1976,
og Jósef Jónasson,
f. 20.2. 1896, d.
17.7. 1988. Þau voru bændur í
Arnarfirði og síðustu árin sín
bjuggu þau á Bíldudal.
Börn Valborgar Soffíu og
Magnúsar eru: 1) Böðvar Magn-
ússon, f. 31.1. 1956, rafsuðu-
maður, búsettur í Reykjavík.
Börn Böðvars eru: a) Haukur
Már, f. 22.2. 1979. Sonur Hauks
er Aron Hugi, f. 24.8. 2000. b)
Magnús Valur, f. 7.12. 1983.
Dóttir Magnúsar er Þórdís Ósk,
f. 17.4. 2008. c) Benjamín Hrafn,
f. 16.1. 1986. Kona Benjamíns er
Birna Sif Morthens, f. 1981.
Sonur þeirra er Daníel Elí
Benjamínsson, f. 19.10. 2015. d)
Samúel Örn, f. 16.11. 1992.
Barnsmóðir Böðvars er Karitas
Hrönn Hauksdóttir, f. 25.5.
1957. 2) Jósef Rúnar Magn-
ússon, f. 22.3. 1957, húsasmíða-
meistari, búsettur í Kópavogi. 3)
Ragnar Sveinn Magnússon, f.
Mamma. Þetta einstaka og fal-
lega orð sem er þrungið ást og
kærleik. Mamma mín var líka
einstök kona, félagslynd,
skemmtileg, skapgóð, hláturmild
og ekkert feimin við að gera grín
að sjálfri sér. Það sem mér fannst
sjálfsagt í æsku, hugsa ég oft um
nú.
Hvernig fór mamma að þessu?
Pabbi vann oft frá morgni til
kvölds, mamma var líka útivinn-
andi, sá svo um heimilið, sem var
oft eins og félagsheimili. Þar voru
haldin bridsmót og skákmót, far-
ið í borðtennis á stofuborðinu,
ýmiss konar borðspil spiluð og
svo mætti lengi telja. Allir voru
velkomnir. Svangir drengir klár-
uðu heilu brauðin, kexpakkana,
morgunkornið og ófáa mjólkur-
lítrana.
Þessu öllu tók mamma með
bros á vör og spilaði við okkur
kana, tremann, brids og ótal
borðspil, stundum var teflt og svo
var jú gítarinn dreginn fram og
spilað og sungið.
Mamma var reyndar ekki allt-
af heima, hún var líka í alls konar
félagsstarfi, sótti ótal námskeið
og menntaði sig líka eftir að við
bræðurnir komust á legg.
Alzheimer er skelfilegur sjúk-
dómur og það var erfitt að sjá
hvernig minnið gaf sig smátt og
smátt og persónuleikinn breytt-
ist. Samt hélt mamma alltaf góða
skapinu og hló oft bara með þeg-
ar hún sá á viðbrögðum fólks að
hún hefði sagt einhverja vitleysu.
Þakklæti er mér efst í huga. Þó
mamma væri oft mjög upptekin
þá gaf hún sér alltaf tíma fyrir
okkur bræðurna og hugsaði alltaf
um það sem okkur var fyrir
bestu.
Ég er viss um að núna ertu bú-
in að draga fram gítarinn og farin
að spila og syngja og skemmta
öllum þarna á himnum. Engum á
eftir að leiðast þar eftir að þú ert
komin.
Kveðja, þinn sonur
Ragnar Sveinn Magnússon
(Raggi).
Amma Valborg var einstök,
hugulsöm og góð, og lagði sig
fram við að láta fólkinu í kringum
sig líða vel.
Sannkölluð fyrirmynd og mikil
lukka að hafa fengið að verja
svona miklum tíma með henni.
Hún var skapandi og gaf sér oft
tíma til að föndra með mér og
hvatti mig áfram til að rækta list-
rænu hliðina. Minningar frá
sumrum sem við fjölskyldan
vörðum hjá henni og afa á
Tálknafirði einkennast af sól,
gleði og ró. Hvíldu í friði, amma
mín.
Kveðja,
Júlía Valborg Ragnarsdóttir.
Elsku amma, ég vil þakka þér
fyrir það hve yndisleg þú varst.
Þú varst alltaf uppáhaldsamma
mín.
Þú varst alltaf svo barngóð og
þú elskaðir börn. Ég trúi því að
Guð hafi gefið þér þá náðargjöf
sem ekki mörgum er gefin og það
er einstök þolinmæði, umburðar-
lyndi og kærleikur til barna.
Ég og bræður mínir, Haukur,
Magnús og Samúel, elskuðum
þig. Við elskuðum að koma til þín
og afa í Breiðásinn þar sem okkur
beið faðmlag, væntumþykja, Stöð
2, lazy-boy-sófasett, kexskúffan
og kakóhristan. Þú varst alltaf til
í að spila við okkur, ólsen-ólsen,
veiðimann, manna eða vist. Það
var alltaf eitthvað að gera fyrir
okkur heima hjá ykkur og maður
fékk að vera maður sjálfur,
öruggur og hamingjusamur.
Svona gæði eru ekki á hverju
strái.
Ég man hvað þú varst fé-
lagslynd og þegar ég fór með þér
í Kringluna þá virtist þú þekkja
aðra hverja manneskju sem gekk
þar um og þú fórst og talaðir við
hana, þrátt fyrir litla þolinmæði
undirritaðs á þeim tíma. Þú spil-
aðir á gítar og varst fræg fyrir
jóðlið þitt og varst alltaf með
myndavélina á lofti og rauðeygðu
myndirnar og hálfu hausarnir
sem skarta margra ára safni
myndaalbúma verða vel geymd
og eru dýrmætur arfur sem þú
lætur eftir þig.
Þú varst svo stórkostleg, elsku
amma mín, ég bara vildi óska
þess að ég hefði getað sagt þér
það núna þegar ég skrifa þessa
minningargrein.
Ég get aðeins beðið og vonað
að almáttugur Guð komi þeim
skilaboðum áleiðis. Þú varst
kannski ekki stórefnuð kona í
veraldlegum gæðum en þú varst
ein ríkasta kona þegar kemur að
hinum andlegu gæðum.
„Safnið yður ekki fjársjóðum á
jörðu, þar sem mölur og ryð
eyðir … safnið yður heldur fjár-
sjóðum á himni, þar sem hvorki
eyðir mölur né ryð … því hvar
sem fjársjóður þinn er, þar mun
og hjarta þitt vera.“
Það sést mjög skýrt þegar ævi
þín er skoðuð að þú varst alger
dýrlingur. Þú varst lítillát, hóg-
vær, auðmjúk og algerlega þú
sjálf.
Þú leitaðist frekar við að
hugga en að vera hugguð, elska
frekar en að vera elskuð og gefa
frekar en að vera gefið.
Þú ert sönn hetja, elsku amma
mín, og mér finnst leiðinlegt að
þurfa kveðja þig, en við munum
hittast aftur á himnum með Guði
okkar almáttugum og eftir þeim
endurfundum get ég varla beðið.
Þangað til seinna, amma, takk
fyrir allt sem þú hefur gefið mér,
ég elska þig.
Þinn elskaði sonarsonur,
Benjamín Hrafn.
Valborg Soffía
Böðvarsdóttir
Hjartans þakkir til allra fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs
eiginmanns míns, föður, stjúpföður,
tengdaföður, afa og langafa,
VALGARÐS SIGMARSSONAR
bifreiðastjóra,
Sævangi 11, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir sendum við Eiríki Jónssyni, heimahlynningu,
læknum og starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi
fyrir frábæra umönnun og hlýju. Einnig þökkum við félögum í
Kiwanisklúbbnum Eldborg fyrir veittan stuðning.
María Einarsdóttir
Valgarð Már, Hafsteinn, Valdís, Viggó, Hugrún
og fjölskyldur
Smáauglýsingar
Húsnæði óskast
Leiguíbúð/herbergi óskast
Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu
þjóðanna vantar til leigu 3-4
herb. íbúð eða herbergi á
höfuðborgarsvæðinu. Íbúðin þarf
að vera búin nauðsynlegum
húsgögnum og heimilistækjum.
Herbergin þurfa að vera búin
húsgögnum og bjóða upp á
aðgang að tækjum til þrifa, þvotta
og eldunar. Leigutími er frá 15.
apríl til 7. október 2018. Nánari
upplýsingar í s: 569 6069/6000 og
thi@os.is.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Fylgstu með á facebook
Mjódd s. 774-7377
www.frusigurlaug.is
Frí póstsending
Sundbolir • Tankini
Bikini • Strandfatnaður
Undirföt • Náttföt
Sloppar • Undirkjólar
Inniskór • Aðhaldsföt
Ný sending
af sumar og
strandfatnaði
Fylgstu með á facebook
Mjódd s. 774-7377
www.frusigurlaug.is
Frí póstsending
Sundbolir • Tankini
Bikini • Strandfatnaður
Undirföt • Náttföt
Sloppar • Undirkjólar
Inniskór • Aðhaldsföt
Ný sending
af sumar og
strandfatnaði
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com