Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 70

Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 70
70 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is Gyða Sigurðardóttir, grunnskólakennari í Þorlákshöfn, er fer-tug í dag. Það má segja að ég kenni blandað, ég er ekki meðneinn umsjónarbekk. Ég kenni því fyrsta bekk og alveg upp í þann tíunda og allt þar á milli,“ segir Gyða en um 220 nemendur eru í Grunnskóla Þorlákshafnar. Gyða er alin upp í Þorlákshöfn og er að kenna sitt tíunda ár í skól- anum þar. Hún hefur þó ekki alltaf búið í Þorlákshöfn. Ég bjó sjö ár í Vestmannaeyjum, tvö ár í Reykjavík og eitt ár í Portúgal þegar ég var skiptinemi. Það er óskaplega gott að búa í Þorlákshöfn, vinalegt og þægilegt, og fínt að ala upp börn hér.“ Þegar Gyða er ekki að kenna þá sinnir hún fjölskyldunni og svo er hún í Lúðrasveit Þorlákshafnar, en hún spilar á klarinett. „Það er mikið líf í lúðrasveitinni, við höldum tónleika hérna í apríl og í júní verðum við með tónleika í Hofi á Akureyri. Þá verðum við með sömu dagskrá og þegar við héldum þrenna tónleika hérna sunnanlands í fyrravor.“ Dagskráin er helguð lögum eftir Magnús Þór Sigmundsson og mun Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu syngja þau eins og á tón- leikunum í fyrravor. Hvað á að gera í tilefni dagsins? Við maðurinn verðum á hóteli og förum svo út að borða um kvöldið, en ég veit ekkert hvert við förum. Hann skipuleggur þetta allt saman.“ Eiginmaður Gyðu er Sigfús Benóný Harðarson, lögreglumaður hjá ríkislögreglustjóra í Reykjavík, og börn þeirra eru Tara Dís, f. 2006, Aldís Fjóla, f. 2012, og Patrekur, f. 2013. Afmæli Sigfús B. Harðarson og Gyða Sigurðardóttir verða á hóteli. Eiginmaðurinn skipuleggur daginn Gyða Sigurðardóttir er fertug í dag G uðmundur Rúnar Árna- son fæddist í Reykja- vík 1.3. 1958 en fjöl- skyldan flutti fljótlega í Hafnarfjörðinn þar sem Guðmundur Rúnar hefur búið síðan, að frátöldum fimm árum í London og öðrum fimm í Malaví. Guðmundur Rúnar gekk í Lækjar- skóla í Hafnarfirði og síðan í Flens- borg og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1978,. Hann lauk prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands vorið 1985, meistaragráðu í stjórn- málafræði frá London School of Economics hausið 1986 og dokt- orsprófi frá sama skóla í apríl 1991. Guðmundur Rúnar hefur starfað við rannsóknir í félags- og stjórn- málafræði á eigin vegum og ýmissa annarra, vann hjá Alþýðusambandi Íslands í tæpan áratug, við ritstjórn Guðmundur Rúnar Árnason, verkefnastjóri – 60 ára Börn Guðmundar Rúnars Talið frá vinstri: Ólafur Kolbeinn, Þórdís Timila, Ágústa Mithila og Jón Steinar. Vill bæta heiminn – í Hafnarfirði og Malaví Í Chowe Guðmundur með tveimur vinkonum og höfðingjanum Bakala. Akranesi Óskírður Ingibjörnsson fæddist 22. febrúar kl. 9.57. Hann vó 4.228 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Sigurrós Harpa Sigurðardóttir og Ingi- björn Þórarinn Jónsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.