Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 70

Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 70
70 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is Gyða Sigurðardóttir, grunnskólakennari í Þorlákshöfn, er fer-tug í dag. Það má segja að ég kenni blandað, ég er ekki meðneinn umsjónarbekk. Ég kenni því fyrsta bekk og alveg upp í þann tíunda og allt þar á milli,“ segir Gyða en um 220 nemendur eru í Grunnskóla Þorlákshafnar. Gyða er alin upp í Þorlákshöfn og er að kenna sitt tíunda ár í skól- anum þar. Hún hefur þó ekki alltaf búið í Þorlákshöfn. Ég bjó sjö ár í Vestmannaeyjum, tvö ár í Reykjavík og eitt ár í Portúgal þegar ég var skiptinemi. Það er óskaplega gott að búa í Þorlákshöfn, vinalegt og þægilegt, og fínt að ala upp börn hér.“ Þegar Gyða er ekki að kenna þá sinnir hún fjölskyldunni og svo er hún í Lúðrasveit Þorlákshafnar, en hún spilar á klarinett. „Það er mikið líf í lúðrasveitinni, við höldum tónleika hérna í apríl og í júní verðum við með tónleika í Hofi á Akureyri. Þá verðum við með sömu dagskrá og þegar við héldum þrenna tónleika hérna sunnanlands í fyrravor.“ Dagskráin er helguð lögum eftir Magnús Þór Sigmundsson og mun Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu syngja þau eins og á tón- leikunum í fyrravor. Hvað á að gera í tilefni dagsins? Við maðurinn verðum á hóteli og förum svo út að borða um kvöldið, en ég veit ekkert hvert við förum. Hann skipuleggur þetta allt saman.“ Eiginmaður Gyðu er Sigfús Benóný Harðarson, lögreglumaður hjá ríkislögreglustjóra í Reykjavík, og börn þeirra eru Tara Dís, f. 2006, Aldís Fjóla, f. 2012, og Patrekur, f. 2013. Afmæli Sigfús B. Harðarson og Gyða Sigurðardóttir verða á hóteli. Eiginmaðurinn skipuleggur daginn Gyða Sigurðardóttir er fertug í dag G uðmundur Rúnar Árna- son fæddist í Reykja- vík 1.3. 1958 en fjöl- skyldan flutti fljótlega í Hafnarfjörðinn þar sem Guðmundur Rúnar hefur búið síðan, að frátöldum fimm árum í London og öðrum fimm í Malaví. Guðmundur Rúnar gekk í Lækjar- skóla í Hafnarfirði og síðan í Flens- borg og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1978,. Hann lauk prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands vorið 1985, meistaragráðu í stjórn- málafræði frá London School of Economics hausið 1986 og dokt- orsprófi frá sama skóla í apríl 1991. Guðmundur Rúnar hefur starfað við rannsóknir í félags- og stjórn- málafræði á eigin vegum og ýmissa annarra, vann hjá Alþýðusambandi Íslands í tæpan áratug, við ritstjórn Guðmundur Rúnar Árnason, verkefnastjóri – 60 ára Börn Guðmundar Rúnars Talið frá vinstri: Ólafur Kolbeinn, Þórdís Timila, Ágústa Mithila og Jón Steinar. Vill bæta heiminn – í Hafnarfirði og Malaví Í Chowe Guðmundur með tveimur vinkonum og höfðingjanum Bakala. Akranesi Óskírður Ingibjörnsson fæddist 22. febrúar kl. 9.57. Hann vó 4.228 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Sigurrós Harpa Sigurðardóttir og Ingi- björn Þórarinn Jónsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.