Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 71
og kynningarmál, var bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
2002-2012 og bæjarstjóri í Hafn-
arfirði frá 2010-2012.
Haustið 2012 var Guðmundur
Rúnar ráðinn verkefnastjóri hjá
Þróunarsamvinnustofnun í Malaví,
þar sem hann starfaði þar til sl.
sumar. Undanfarna mánuði hefur
hann sinnt margvíslegum verk-
efnum á vegum ýmissa aðila.
Guðmundur Rúnar var skáti á
æsku- og unglingsárunum og sat í
stjórn nemendafélaga og í stjórn
SÍNE. Hann hóf snemma afskipti af
stjórnmálum í Hafnarfirði, fyrst í
Alþýðubandalaginu og síðan í Sam-
fylkingunni í Hafnarfirði. Á árunum
1982-2012 gegndi hann fjölmörgum
trúnaðarstörfum, í nefndum og ráð-
um í tengslum við þátttökuna í
sveitarstjórnarmálum. Helstu
áherslur í þeim efnum hafa verið í
tengslum við velferðarmál og for-
varnir.
Af öðrum áhugamálum má nefna
lestur, einkum skáldverka. Hann
hefur verið meðlimur í #1 Lilongwe
Mens’ Book Club í Malaví, en þar
voru lesnar bækur sem félagsmenn
völdu, m.a. Sjálfstætt fólk, Himna-
ríki og helvíti og nýlegt íslenskt smá-
sagnasafn.
Guðmundur Rúnar hlustar mikið á
tónlist af flestu tagi, annað en popp-
tónlist, en Frank Zappa hefur verið í
miklu uppáhaldi hjá honum í næstum
hálfa öld. Hann hefur gaman af
ferðalögum, innanlands og utan, hef-
ur t.d. farið þrívegis til Indlands.
Fjölskyldan notaði gjarnan frítím-
ann til ferðalaga á meðan á Afr-
íkudvölinni stóð. Í þessum ferðum
hefur hann tekið fjöldann allan af
ljósmyndum. Hann tók um 50.000
myndir í Afríku, að hluta til vegna
starfa sinna en að hluta til af eigin
áhuga á því sem fyrir augu bar.
Fjölskylda
Eiginkona Guðmundar Rúnars er
Ingibjörg Jónsdóttir, f. 26.4. 1959, fé-
lagsfræðingur og verkefnastjóri.
Hún er dóttir Jóns Bergssonar, f.
31.10. 1931, d. 25.4. 2015, verkfræð-
ings í Hafnarfirði, og k.h., Þórdísar
Steinunnar Sveinsdóttur, f.
25.5.1931, húsfreyju í Hafnarfirði..
Fyrri kona Guðmundar Rúnars er
Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, f.
26.11.1959, söngkona.
Með Ingveldi á Guðmundur Rúnar
soninn Ólaf Kolbein Guðmundsson, f.
27.2. 1978, píanóleikara og sjómann á
Ísafirði en sambýliskona hans er Re-
bekka Guðleifsdóttir og á hún tvo
syni, Bjarka Frey Rebekkuson, f.
1998, og Hauk Smára Rebekkuson. f.
1999.
Börn Guðmundar Rúnars og Ingi-
bjargar eru Jón Steinar Guðmunds-
son, f. 27.10. 1983, BA í heimspeki,
stjórnmálafræði og hagfræði, búsett-
ur í Reykjavík en sambýliskona:hans
er Ása María H. Guðmundsdóttir,
BA í heimspeki, stjórnmálafræði og
hagfræði; Ágústa Mithila Guð-
mundsdóttir, f. 19.11. 1998, mennta-
skólanemi, búsett í Hafnarfirði; Þór-
dís Timila Guðmundsdóttir, f. 18.10.
2000, menntaskólanemi, búsett í
Hafnarfirði.
Systir Guðmundar Rúnars er
Guðný Árnadóttir, f. 18.1. 1955,
frönskukennari og söngkona, búsett
í Hafnarfirði
Foreldrar Guðmundar Rúnars:
Árni Bárður Guðmundsson, f. 3.8.
1925, f. 12.2. 2014, vélstjóri og skrif-
stofumaður, lengst af í Hafnarfirði,
og k.h., Ágústa V. Haraldsdóttir, f.
12.7. 1927, d. 16.7. 2013, starfsmaður
í bókbandi, lengst af í Hafnarfirði.
Guðmundur Rúnar
Árnason
Guðrún Björg Jónsdóttir
húsfreyja í Vestdal
Jón Eyjólfsson
bóndi í Vestdal í Seyðisfirði
Guðný Guðlaug Jónsdóttir
húsfreyja, síðast í Kópavogi
Karl Haraldur Gunnlaugsson
skipasmiður, verkstjóri og
síldarmatsmaður, síðast í Kópavogi
Ágústa V. Haraldsdóttir
starfsmaður í bókbandi, í Hafnarfirði
Þuríður Bjarnadóttir
húsfreyja, síðast á Akureyri
Gunnlaugur Sigurðsson
trésmiður á Svalbarðsströnd og Akureyri
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja á Eyri
Guðmundur Arngrímsson
bóndi á Eyri í Ingólfsfirði
Guðrún Guðmundína Guðmundsdóttir
húsfreyja, síðast í Hafnarfirði
Guðmundur Magnússon
skipstjóri og útgerðarmaður, síðast í Hafnarfirði
Margrét Sigurðardóttir
húsfreyja, síðast í Bolungarvík
Magnús Bárðarson
bóndi í Kálfavík í Skötufirði
Úr frændgarði Guðmundar Rúnars Árnasonar
Árni Bárður Guðmundsson
skrifstofumaður í Hafnarfirði
Á Malavíárunum Guðmundur Rún-
ar og Ingibjörg, eiginkona hans.
ÍSLENDINGAR 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
Vertu velkomin!
...til dæmis
eldhúsinu, með
litlum tilkostnaði.
Eina sem þarf eru efni
og ráðleggingar frá
Slippfélaginu.
Það er auðvelt að breyta...
Borgartúni 22 og Dugguvogi 4, Reykjavík, sími 588 8000 • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði, sími 565 0385
Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, sími 421 2720 • Gleráreyrum 2, Akureyri, sími 461 2760
Opið 8.00–18.00 alla virka daga og 10.00–14.00 alla laugardaga
Hér má sjá eldhús sem gert var upp
af Söru Dögg innanhússarkitekt,
(femme.is), lakkað matt svart.
Laufey Valdimarsdóttir fæddistí Reykjavík 1.3. 1890 og ólstþar upp í foreldrahúsum að
Þingholtsstræti 18 í Reykjavík. For-
eldrar hennar voru hjónin Bríet
Bjarnhéðinsdóttir, kvenréttinda-
frömuður, bæjarfulltrúi og ritstjóri,
og Valdimar Ásmundsson, ritstjóri,
útgefandi og kennari.
Bróðir Laufeyjar var Héðinn
Valdimarsson, hagfræðingur, fram-
kvæmdastjóri Olíuverslunar Íslands,
alþingismaður og formaður Dags-
brúnar, faðir Bríetar Héðinsdóttur
leikkonu, móður Steinunnar Ólínu
Þorsteinsdóttur leikkonu.
Laufey lauk stúdentsprófi frá MR
1910 og var fyrsta konan sem sat
þann skóla, en áður höfðu tvær konur
tekið stúdentspróf utanskóla. Hún
stundaði nám við Kaupmannahafn-
arháskóla, lauk þar heimspekiprófi
og lagði stund á málanám í ensku,
frönsku og latínu.
Heim komin sinnti Laufey erlend-
um bréfaskriftum fyrir Landsverslun
og hjá Olíuverslun Íslands.
Laufey hóf ung þátttöku í kven-
réttindabaráttunni, tók við for-
mennsku af móður sinni í Kvenrétt-
indafélagi Íslands árið 1927 og var
formaður þess til dauðadags. Hún
var margsinnis fulltrúi Kvenrétt-
indfélagsins á fjölþjóðlegum fundum
og ráðstefnum kvenna, víða um Evr-
ópu. Hún bar mjög fyrir brjósti hag
ekkna, einstæðra mæðra, barna og
munaðarleysingja, hafði forgöngu
um stofnun Mæðrastyrksnefndar og
var formaður hennar frá upphafi.
Laufey starfaði m.a. í Alþýðu-
flokknum, var nokkrum. sinnum í
framboði til Alþingis, átti sæti í fram-
færslunefnd Reykjavíkur, var meðal
stofnenda Sósíalistaflokksins og sat í
miðstjórn hans en hætti síðan af-
skiptum af flokkspólitík.
Laufey skrifaði fjölda greina. í blöð
og tímarit, flutti útvarpserindi og fór
í fyrirlestraferðir á vegum Kvenrétt-
indafélagsins um landið. Auk þess
var hún prýðilegt skáld þótt lítið hafi
farið fyrir ljóðum hennar á prenti.
Laufey lést 9.12. 1945.
Merkir Íslendingar
Laufey Valdimarsdóttir
85 ára
Haukur Otterstedt
Jón Elberg Baldvinsson
Svanhvít Kjartansdóttir
80 ára
Emma Stefánsdóttir
Guðrún Steinþórsdóttir
Gunnar Árnason
Hulda Benediktsdóttir
Olga Khaevna Akbasheva
Una Matthildur Árnadóttir
75 ára
Aðalsteinn Einarsson
Jón Ögmundur
Þormóðsson
Margrét Svavarsdóttir
María Friðriksdóttir
Sigurður Guðjónsson
70 ára
Axel Jóhann Ágústsson
Eyjólfur Matthíasson
Inga Jónsdóttir
Pétur Gíslason
Stefán Ævar Ívarsson
60 ára
Árni Leósson
Ásgeir Úlfarsson
Elsa Mogensen
Eyþór Tómas Heiðberg
Fjóla Malen Sigurðardóttir
Guðmundur Böðvarsson
Guðmundur Rúnar Árnason
Guðrún Einarsdóttir
Hjálmar Kjartansson
Jakob Hagedorn-Olsen
Jónína Kristbjörg
Björnsdóttir
Rúnar Elberg Indriðason
Samúel Marteinn Karlsson
Sigurður Rúnar Jónsson
Snjólaug Anna Pétursdóttir
Steinn Jakob Ólason
Svanborg Matthíasdóttir
50 ára
Anna Andriyash
Arnar Bjarni Eiríksson
Guðbjörg Linda Bragadóttir
Hrannar Erlingsson
Katrín Þorláksdóttir Baxter
Lilja Hafdís Harðardóttir
Ragna Jóna Georgsdóttir
Sigurður Axelsson
40 ára
Agnieszka Kachel
Arnar Bjarnason
Bragi Þór Kristinsson
Dóra Burami
Gyða Sigurðardóttir
Hjalti Kristjánsson
Jurgita Latvyte
Marek Polkowski
Rakel Ásgeirsdóttir
Tryggvi Þór Róbertsson
30 ára
Anna-Kaisa Luotonen
Ágúst Bjarni Guðmundsson
Dagný Þóra Gylfadóttir
Gunnar Sturla Ágústuson
Inga María Sigurðardóttir
Ívar Daníel Karlsson
Karólína Bæhrenz
Lárudóttir
Lilja Rún Kristbjörnsdóttir
Muharrem Emre Unal
Regimantas Simkus
Sara Margrét
Sigurðardóttir
Sindri Markússon
Vjollca Zogaj
Til hamingju með daginn
30 ára Lilja Rún ólst upp í
Reykjavík, býr í Hafn-
arfirði, lauk brottfarar-
prófi í húsasmíði og er
húsasmiður hjá Sigga og
Jóni ehf.
Maki: Kristján Páll Kolka
Leifsson, f. 1983, fram-
haldsskólakennari og fé-
lagsfræðingur.
Sonur: Benedikt Kolka, f.
2008.
Foreldrar: Helga Magn-
ússon, f. 1955, og Krist-
björn Magnússon, f. 1954.
Lilja Rún
Kristbjörnsdóttir
30 ára Inga María ólst
upp á Stóra-Lambhaga í
Hvalfjarðarsveit, býr þar
og starfar hjá HB á Akra-
nesi.
Maki: Heimir Einarsson,
f. 1987, húsasmiður.
Börn: Veronika Jara, f.
2010, og Arnþór Mikael, f.
2014.
Foreldrar: Sigurður
Sverrir Jónsson, f. 1954,
og María Lúísa Kristjáns-
dóttir, f. 1955, skólabíl-
stjórar á Stóra-Lambaga.
Inga María
Sigurðardóttir
30 ára Gunnar ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
BSc-prófi í tölvunarfræði
frá HÍ og er vefforritari hjá
Klappir - Grænar lausnir.
Maki: Marissa Sigrún Pi-
nal, f. 1988, móttökustjóri
á Hótel Holti.
Dóttir: Embla María, f.
2013.
Foreldrar: Ágústa Gunn-
arsdóttir, f. 1950, sál-
fræðingur, og Birgir Harð-
arson, f. 1946, d. 1987,
deildarstjóri.
Gunnar Sturla
Ágústuson
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón