Morgunblaðið - 01.03.2018, Qupperneq 73
DÆGRADVÖL 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Farðu varlega í öllum samskiptum við
aðra og mundu að ekkert er sem sýnist.
Láttu því vera að taka stórar ákvarðanir.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er eitthvert valdatafl í gangi í
vinnunni svo þér er skapi næst að gefast
upp. Það er eins og allur máttur sé úr þér
dreginn. Ekki örvænta, þú munt fá það sem
þér ber.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nú skaltu setjast niður og semja
áætlanir um framkvæmd þeirra hluta sem þú
hefur hingað til aðeins látið þig dreyma um.
Láttu það eftir þér að leika þér svolítið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er ekki gott fyrir heimilislífið að
taka vinnuna með sér heim. Hláturinn lengir
lífið svo blessaður taktu sjálfan þig ekki
svona hátíðlega.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú nýtur kumpánlegra samskipta við
vini þína í dag. Fáðu þér annan kaffibolla,
lestu blaðið og njóttu þín milli þess sem þú
sýslar við á heimilinu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ekki verða hissa eða móðgaður ef
jafnvel bestu vinir setja út á persónulegar
framfarir þínar. Reyndu að laga þig að þeim
hraða sem er í lífi þínu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vertu á verði gagnvart tungulipru fólki
og mundu að ekki er það alltaf sannleikurinn
sem hrýtur af munni þess. Líttu til megin-
stoðanna en láttu smáatriðin lönd og leið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vertu sjálfum þér trúr og reyndu
ekki að gera þér upp skoðanir á mönnum og
málefnum. Hvaðeina sem þú gerir færir þér
ávinning.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er eitt og annað sem sækir
að þér þessa dagana en nú er einmitt komið
að uppgjörinu. Gefðu öðrum færi á að leggja
orð í belg og sýndu þeim tillitssemi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er nauðsynlegt að þekkja vel
þann sem maður deilir sínum innstu skoð-
unum með. Og kannski eru þær bara góðar,
ef þær hafa staðist tímans tönn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Til þess að leysa það verkefni sem
þú hefur tekist á hendur þarftu að leiða sam-
an fólk sem að jafnaði starfar lítt saman.
Sýndu fyrirhyggju og gerðu áætlanir um
framtíðina.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Vandasamt verkefni sem á þér hvílir
mun leysast farsællega. Láttu ekki áhyggj-
urnar ná tökum á þér og haltu glaður út í
daginn.
Víkverji komst í hann krappan ádögunum, ef svo má að orði
komast. Svo var mál með vexti að
hann var að keyra í vinnuna, þegar
hann ákvað að taka fram úr einum
bíl, sem honum þótti aka helst til
hægt. Víkverji misreiknaði ögn þann
hraða sem þyrfti til þess að fram-
úraksturinn gæti gengið fljótt og
örugglega fyrir sig, og áður en hann
vissi af, var hann kominn nokkra
kílómetra yfir hámarkshraðann.
x x x
Það væri svo sem ekki í frásögurfærandi, ef svo hefði ekki viljað
til að næsti bíll sem var fyrir aftan
þann sem Víkverji tók fram úr hefði
ekki ákveðið að beygja mjög skarpt
og ákveðið í humátt á eftir Víkverja,
sem þarna var kominn á nokkra ferð
að reyna að hægja á sér, þar sem
hann beygði út á Vesturlandsveg.
Víkverja grunaði strax að þarna
væru á ferð laganna verðir á
ómerktum bíl, sem þætti aksturslag
Víkverja forvitnilegt í meira lagi.
x x x
Að beygju lokinni hóf Víkverji aft-ur að gefa í, þar sem hámarks-
hraðinn var 80. Eitthvað hefur öku-
manni bílsins sem elti Víkverja þótt
það grunsamlegt háttalag, því nú
blikkaði hann háu ljósunum á Vík-
verja, sem þó lofar því að hann ætl-
aði sér alls ekki að fara yfir há-
markshraða. Engu að síður þótti
honum réttara og vissara að hægja
ögn ferðina og sjá hvort aftur yrði
blikkað, eða jafnvel kveikt á bláum
ljósum. Þegar hann tók síðan næstu
beygju, sem liggur að vinnustað
hans, fylgdi bíllinn enn á eftir.
x x x
Víkverji, sem vanur er því að geraúlfaldahjarðir úr einum mý-
fluguvæng, fór nokkuð á taugum
þegar hann hafði lagt á bílastæðinu.
Þorði hann ekki annað en að bíða við
bíl sinn í nokkrar mínútur, ef ske
kynni að laganna verðir ættu eitt-
hvað vantalað við hann, eða þeir
vildu færa hann í járnum upp á stöð
fyrir hinn glannalega framúrakstur.
Svo reyndist ekki vera, en Víkverji
þakkar engu að síður fyrir ábend-
inguna og lofar að gæta sín betur í
umferðinni. vikverji@mbl.is
Víkverji
En það er hið eilífa líf að þekkja þig,
hinn eina sanna Guð, og þann sem þú
sendir, Jesú Krist.
(Jóhannesarguðspjall 17.3)
Suðurlandsbraut 6, Rvk. | Sími 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa starfskrafta
í flestar greinar atvinnulífsins
Markmið okkar er að spara viðskiptavinum
tíma, fyrirhöfn og fjármuni.
VA N TA R Þ I G STA R FS F Ó L K
Við verðum á
Verk og vit
8. – 11. mars 2018
Velkomin
til okkar
í bás D41
Ólafur Stefánsson skrifaði umþað í Leirinn að hann hefði á
mánudagskvöld verið að tala um
það við nágranna sinn, hversu
slæmt ástand væri orðið í vega-
málum. – Allir vegir að hrynja milli
fjalls og fjöru, og ekki mætti á milli
sjá hvar verst væri. Granni minn
var á því að skattleggja þyrfti
ferðamennina meðan þeir enn
kæmu hingað. Svo væru þeir
kannski allt í einu hættir að koma,
og við sætum uppi með ónýta vegi.
En ákvarðanir drægjust alltaf meir
og meir á langinn þar til það væri
kannski of seint.
Svo bætti Mogginn um betur í
morgun með stríðsletri á forsíðu að
kólnun væri í hagkerfinu. Þá datt
mér í hug hvort hægt væri að yrkja
kvæði um holuvegina, ferðamenn-
ina og hagsveifluna sem virðist nú
vera að renna sitt skeið.
Á þjóðveginum þjóta bílar hjá
með þúsund ferðamönnum ótal
landa.
Af akstri þar má ýmsar týpur sjá
og allar þjóðir jafnt í skafli standa.
Hver vegur siginn, vilpa á hvora hlið,
og veilur fleiri’ en ná í skýrslu’ að
standa.
Stormur ýlfrar, gefur engum grið,
grátt í sveitum, „hnípin þjóð í vanda“.
Um loftsins vegu leitt er fólk hér inn,
lofað töfrum hvera’ og norðurljósa.
Þó fer oftar stroka köld um kinn,
og Kölski sjálfur má þeim vegum
hrósa.
Þar hrökkva öxlar, holur vinna grand,
hver hættubeygja á hér sína vörðu,
þó vorið leysi að lokum klakaband,
og ljóssins geislar eyði þela úr jörðu.
Nú kólna tekur kötlum hags vors í,
þá kunnum brátt í gömlum sporum
standa:
Að verða það sem vorum enn á ný,
veiðimannaþjóð í gengisvanda.
Mér finnst fara vel á „fer-
skeytluheimspeki“ eftir þvílíkan
lestur. Jón Atli Játvarðarson yrkir
á Boðnarmiði:
Gæðastýring staðfast rugl.
Storkar raun í alheimshveli.
Enginn skítur furðufugl,
á fuglaþúfu á auðnarmeli.
Þórður Pálsson spyr: „Hvernig
heldur þú að sé að taka þetta út?“:
Gott er búið gæðastýrt
gef því fína dóma.
Allt er fé þar frekar rýrt
fátt er þar til sóma.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af austurlensku aksturs-
lagi og evrópsku
„JÁ. ÉG LOSAÐI MIG VIÐ LÍKIÐ.
HEFURÐU SÉÐ HVAÐ ÚTFARARSTOFURNAR
RUKKA MIKIÐ?“
„JÓNAS, ÉG FANN LEIÐ FYRIR ÞIG TIL ÞESS
AÐ SPARA FYRIRTÆKINU PERSÓNULEGA UM
200.000 KRÓNUR Á MÁNUÐI.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera sá fyrri til
að hringja og biðjast
afsökunar.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
FYRIRGEFÐU!
BYRJAÐU Á
KANTINUM.
ÉG ER BÚINN AÐ TÝNA ÖLLU
NEMA TVEIMUR BITUM AF
ÞESSU PÚSLI.
ÉG VEIT EKKI HVORT ÉG
GET SETT ÞAÐ SAMAN.
EN ÉG ER BARA ÓVOPNAÐUR KOKKUR
KONUNGSINS! HVERNIG VEIT ÉG AÐ ÞIÐ MUNIÐ
EKKI VINNA MÉR MEIN?
OPNAÐU OG
GEFSTU UPP!
VIÐ HÖFUM EKKI BORÐAÐ
HÁDEGISMAT ENN!