Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 78
78 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
Athyglisverð sýning tveggjalistamanna af yngri kyn-slóðinni, þeirra KatrínarAgnesar Klar og Lukas
Kindermann, stendur nú yfir í Ný-
listasafninu í Marshall-húsinu í
Reykjavík. Listamennirnir búa og
starfa í Þýskalandi og hafa einu
sinni áður sýnt verk sín saman hér á
landi en það var á lítilli sýningu í
Skaftfelli á Seyðisfirði árið 2014,
Point of View. Auk þess tók hin hálf-
íslenska Katrín þátt í samsýning-
unni Birting í Gerðarsafni árið 2015
en Fjarrænt efni er fyrsta stóra
samsýning þessara ungu lista-
manna.
Í kynningartexta sýningarinnar
segir: „Með aftengdum og endurröð-
uðum ásýndum efnis gegnum hvert
og eitt verk, styðst sýningin við
sendar upplýsingar, þrívíddarlíkön
úr geimnum, íspinnalitaðar skjáhvíl-
ur og sjóndeildarhringi veggspjalda
sem leið til að rýna í hversdagslega
framsetningu og sem ferðalag um
reglufast kerfi alheimsins.“
Katrín Agnes býður áhorfendum
upp á spennandi ferðalag. Stafli af
prentuðum myndum á gólfi er hluti
verksins „Blue Gradient (taken from
airplane)“ (2018). Verkið er ljós-
mynd af sjóndeildarhring sem tekin
er í dagrenningu, ljósmyndin er fjöl-
földuð plaköt og gestum býðst að
taka brot af sjóndeildarhringnum
með sér heim. Einn veggur sýning-
arrýmisins hefur einnig verið þakinn
prentverkinu þar sem himinbláminn
með ljóstíru á jaðrinum myndar end-
urteknar rendur sem minna á valsa
og hreyfingu í ljósritunarvél eða
skanna. Verkið „Boundary Colors“
(2015) lætur ekki mikið yfir sér; lítill
ferkantaður flötur sem festur er á
stand á gólfi. En þetta litla verk
fangar hins vegar rýmið og virkjar
ferðalag áhorfandans um það. Eftir
því sem áhorfandinn færir sig til í
rýminu dregur flöturinn til sín liti úr
öðrum verkum á sýningunni, flöt-
urinn getur til að mynda verið gulur,
rauður, blár eða jafnvel marglitur
eftir því hvaðan horft er á hann.
„Boundary Colors“ leikur á litaskal-
ann og nær að kalla fram heildar-
upplifun og hrífandi samhljóm milli
áhorfandans og verkanna í rýminu.
Sterkar sögulegar vísanir eru í
verkum Lukasar Kindermann sem
vinnur meðal annars með hluti úr
vísindalegum rannsóknum sem efni-
við. Í verkinu „Atlas“ (2018) eru
stafræn prent á filmu, byggð á ljós-
myndum Hans Vehenbers af him-
inhvolfinu, sem liggja á fleka á gólfi
salarins. Þar má einnig sjá þrívídd-
arteikningar af fornmunum þar sem
listamaðurinn stefnir saman við-
fangsefnum vísindamanna sem
rannsaka jafn ólík viðföng og fundna
gripi í jörðu, loftsteina og jafnvel
óhöndlanlega stærð himinhvolfsins.
Sýningin Fjarrænt efni ferðast
með áhorfandann til hins óræða og
óhöndlanlega sem vísindamenn
reyna að beisla með böndum þekk-
ingar. Fyrirbæri úr náttúrunni eins
og sólsetur sem við upplifum á flug-
ferðalagi, loftsteinar sem fallið hafa
til jarðar og hinir ýmsu hlutir sem
innihalda brot af mannkynssögunni
og jafnvel loftsteinar sem prentaðir
eru með þrívíddarprentara vekja
áhorfandann til umhugsunar og
skörun hversdagslegra hluta verður
óhjákvæmileg. Fjarrænt efni er hríf-
andi og falleg sýning sem enginn
ætti að láta framhjá sér fara.
Morgunblaðið/Hari
Sýningarbrot Plotterteikningar eftir Lukas Kinderman og PowerBook G4 12 inches, 2007, eftir Katrínu Agnesi.
Hrífandi ferðalag
um alheiminn
Nýlistasafnið
Fjarrænt efni bbbbn
Sýning Katrínar Agnesar Klar og Lukas
Kindermann í Nýlistasafninu í Marshall-
húsinu.
Sýningarstjóri: Becky Forsythe.
Sýningin stendur til 11. mars 2018. Opið
þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-18 og til
kl. 21 á fimmtudögum.
ALDÍS
ARNARDÓTTIR
MYNDLIST
Morgunblaðið/Hari
Samhljómur Untitled (#154285 #ffff19 #154285), verk eftir Katrínu Agnesi
Klar frá þessu ári 2018 og skúlptúr eftir Lukas Kindermann, 1:1, frá 2016 .
Tónlistarhátíðin Reykjavík Folk
Festival hefst í dag á Kex hosteli og
er hátíðin sú áttunda í röðinni. Há-
tíðin stendur yfir í þrjá daga og
fara tónleikar fram á kvöldin milli
kl. 20 og 23.
Á dagskránni í ár má finna
hljómsveitir og tónlistarmenn úr
ólíkum áttum, innlenda og erlenda,
vænan þverskurð þess sem er að
gerast í þjóðlagatónlistarsenunni í
dag, eins og það er orðað í tilkynn-
ingu. Bæði komi fram nýir tónlist-
armenn í þjóðlagageiranum á borð
við Árna Vil og Danann Madz Mou-
ritz og gamalkunnir og þjóðþekkt-
ir, til dæmis Pétur Ben, Lára Rún-
ars, Teitur Magnússon, Myrra Rós
og Bjartmar Guðlaugsson.
Grísk kaffihúsahljómsveit, Syn-
tagma Rembetiko, hefur dagskrána
annað kvöld en hún er leidd af Ás-
geiri Ásgeirssyni buzukileikara.
Aðrir sem fram koma á hátíðinni og
hafa ekki verið nefndir eru Stunt-
bird, Kólga, Halli Reynis og Soffía
Björg. Frekari upplýsingar um há-
tíðina má finna á Facebook.
Ljósmynd/Per Sollerman
Á hátíð Myrra Rós kemur fram á Reykjavík Folk Festival í kvöld kl. 21.30.
Þriggja daga þjóð-
lagatónlistarhátíð
Reykjavík Folk Festival hefst í dag
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk