Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 85

Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 85
MENNING 85 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þegar mér bauðst þetta leik- stjórnarverkefni,“ segir Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri gamansýning- arinnar Sjeikspír eins og hann legg- ur sig! eftir Adam Long, Daniel Singer og Jess Winfield í þýðingu og staðfærslu Vilhjálms Bergmanns Bragasonar sem Leikfélag Akureyr- ar frumsýnir í Samkomuhúsinu á Akureyri annað kvöld. Í sýningunni fara þrír leikarar yfir 37 leikrit Shakespeares á aðeins 97 mín- útum. „Þetta er frá- bært stykki og ég þekkti aðeins til krakkanna í leik- hópnum áður en ég sagði já. Auk þess hafði ég unnið áður með Brynju Björnsdóttur, sem hannar leikmynd og búninga, og Ólaf Ágúst Stefánsson ljósahönnuð þekki ég úr Þjóðleikhúsinu. Ég sá það eiginlega í hillingum að geta farið norður og unnið að sýningunni á daginn, skrif- að á kvöldin og farið í sund á morgn- ana,“ segir Ólafur Egill og tekur fram að það sé ekkert launungarmál að það verði meira úr tímanum fjarri amstri hversdagslífsins þegar ekki þurfi að skutla börnum og elda kvöldmat. „Ég skellti öllu heimilis- haldinu á konuna mína, sem sinnti því með prýði,“ segir Ólafur Egill og vísar þar til Estherar Talíu Casey leikkonu, sem sjálf hefur staðið í ströngu síðustu vikur enda frum- sýndi hún söngleikinn Slá í gegn um liðna helgi í Þjóðleikhúsinu. Leiktæknileg flugeldasýning „Sjeikspír eins og hann leggur sig! er leiktæknileg flugeldasýning. Það er ofboðslega mikill hraði, margar persónur og stokkið úr einu í annað. Verkið býður upp á skemmtilega revíustemningu, því það er ekki bara verið að endursegja söguþráðinn í öllum Shakespeare-leikritunum heldur líka verið að setja þau í sam- hengi við samtímann og nær- umhverfið,“ segir Ólafur Egill. Með hlutverk í sýningunni fara Benedikt Karl Gröndal, Jóhann Axel Ingólfsson og Sesselía Ólafsdóttir. „Þau eru öll menntuð erlendis. Sess- elía er helmingurinn af Vandræða- skáldunum ásamt Vilhjálmi sem þýðir og staðfærir verkið. Hún er jafnvíg á leik og söng og leikur í þokkabót á gítar í sýningunni. Við Benni höfum aldrei unnið saman, en þekkjumst úr leikarafótboltanum á þriðjudagskvöldum. Þaðan vissi ég að hann er viðbragðssnöggur og fót- fimur með eindæmum. Við Jóhann Axel unnum saman í söngleiknum Óliver! sem Magnús Geir Þórðarson leikstýrði í Samkomuhúsinu 2005. Hann var þá nýfermdur og hluti af þjófagengi Fagíns, sem ég lék. Hann var sérlega efnilegur vasaþjófur og fer enn létt með að stela senunni.“ Sprenghlægilegir harmleikir Spurður hvort það sé kostur að þekkja verk Shakespeare áður en fólk leggur leið sína í leikhúsið að sjá Sjeikspír eins og hann leggur sig! segir Ólafur Egill það ekki endilega vera svo. „Ég held það sé miklu betra að vera ekki mikill Shake- speare-aðdáandi eða nörd. Það gætu ýmsar styttingar og samþjappanir farið fyrir brjóstið á þeim sem kynnt hafa sér leikritin í þaula. Sem kynn- ing á Shakespeare er þetta hins veg- ar frábær sýning og um margt er hún kannski nær því sem fólk upp- lifði í Globe-leikhúsinu á dögum Shakespeare en margt sem sett er upp í dag. Á tímum Shakespeare var gert óspart grín að mönnum og mál- efnum líðandi stundar á sviðinu og ekkert var heilagt, þetta var alþýðu- skemmtun, stuð og stemning og ekk- ert snobberí-snobb. Globe-leikhúsið er t.d. eitt af alfyrstu húsum í heim- inum sem eru reist af almenningi, ekki kóngum eða kirkju, fyrir al- menning að koma saman í. Vonandi náum við að koma þessari stemningu til skila og kannski nær fólk í gegn- um þessa samtímaspeglun að finna Sjeikspírinn í sér og sig í Sjeikspír,“ segir Ólafur Egill og tekur fram að það hafi verið afar ánægjulegt að fá áhorfendur á æfingu í liðinni viku. „Fólk veltist um af sjeikspírískri andagift og uppljómun og hlátri.“ Inntur eftir því hvort eitthvað í vinnuferlinu hafi komið honum á óvart hugsar Ólafur Egill sig vel um og svarar svo: „Það kom mér mjög á óvart hvað harmleikirnir geta verið sprenghlægilegir.“ Spurður hvort von sé til þess að uppfærslan rati í leikferð suður svarar Ólafur Egill því neitandi. „Fólk verður að koma norður að sjá sýninguna, en auðvitað veit maður aldrei hvað verður,“ segir Ólafur Egill og dásamar í framhald- inu Samkomuhúsið. „Þetta er eitt af alskemmtilegustu leiksviðum lands- ins vegna þess hversu nálægðin við áhorfendur er mikil. Þegar maður stendur á sviðsbrúninni finnst manni jafnvel eins og maður geti klipið í nefið á áhorfanda á aftasta bekk. Svo spillir ekki fyrir hversu fallegt húsið er og andinn í því góður.“ Ekki er hægt að sleppa Ólafi Agli án þess forvitnast um hvað sé á teikniborðinu hjá honum að frum- sýningu lokinni. „Ég er að fara að undirbúa sýningu sem frumsýnd verður á Litla sviði Borgarleikhúss- ins í haust,“ segir Ólafur Egill og tekur fram að um sé að ræða erlent leikrit, allt í senn kómískt, ljúfsárt og krefjandi efni. „Ég var alveg heillaður af verkinu þegar ég kynnt- ist því,“ segir Ólafur Egill og vill að svo stöddu ekki gefa meira upp. „Þessa dagana er líka eftirvinnsla í gangi á kvikmyndinni Kona fer í stríð, sem við Benni [Benedikt Erl- ingsson] skrifuðum saman. Hún verður frumsýnd öðrum hvorum megin við sumarið,“ segir Ólafur Egill, sem er einnig með fleiri hand- rit í vinnslu. „Eitt leikrit, eina sjón- varpsseríu og eina kvikmynd, eins og sagt er: Það er best að gera bara eitt í einu,“ segir Ólafur Egill og hlær. Ljósmynd/Auðunn Níelsson Átök Sesselía Ólafsdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson og Benedikt Karl Gröndal fara yfir 37 leikrit á 97 mínútum. „Fer enn létt með að stela senunni“  Sjeikspír eins og hann leggur sig! frumsýndur á morgun Ólafur Egill Egilsson Kvikmyndahátíðin Nordatlantiske Filmdage hefst í dag á Norður- bryggju í Kaupmannahöfn og stendur yfir í viku. Er hún haldin í samstarfi við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og er fullveldis- afmæli Íslands fagnað með því að beina ljósinu að kvikmynda- samstarfi Íslands og Danmerkur til 100 ára, eins og segir í tilkynningu. Á hátíðinni verður stiklað á stóru og verður m.a. hægt að sjá íslenska kvikmynd danska leikstjórans Erik Balling, 79 af stöðinni (1962), danska kvikmynd Hlyns Pálmason- ar, Vetrarbræður (2017), og Atelier (2017), útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur frá Danska kvik- myndaskólanum. Hátíðina sækja kvikmyndaleik- stjórarnir Friðrik Þór Friðriksson, Rúnar Rúnarsson og Dagur Kári Pétursson sem hafa starfað bæði í Danmörku og á Íslandi og segir í tilkynningu að kvikmyndir þeirra sýni glöggt styrkinn sem felist í samstarfi landanna. Fleira verður í boði á hátíðinni, m.a. sýnd heimild- armynd Höllu Kristínar Einars- dóttur um kvennabaráttuna á Ís- landi, Hvað er svona merkilegt við það, frá árinu 2015. Hátíðin hefst með sýningu á Und- ir trénu (2017) og mun handritshöf- undur hennar, Huldar Breiðfjörð, kynna myndina í kjölfar opnunar- ræðu sendiherra Íslands í Dan- mörku, Benedikts Jónssonar. Meðal stuðningsmanna hátíð- arinnar og samstarfsaðila eru Danska kvikmyndamiðstöðin, Kvik- myndasafn Íslands, Kvikmynda- miðstöð Íslands og sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn. Fagna samstarfi og fullveldisafmæli Atelier Úr útskriftarmynd Elsu M. Jakobs- dóttur frá Danska kvikmyndaskólanum. Tónlistarmaðurinn Mikael Máni Ás- mundsson heldur tónleika í menn- ingarhúsinu Mengi í kvöld kl. 21 og bera þeir yfirskriftina Textar í gegnum tónlist. Mikael Máni mun flytja lög Bobs Dylans fyrir sólógít- ar en hugmyndin er að túlka texta Dylans í gegnum hljóðfærið. „Að- ferðin sem Mikael notar við að spila lögin er blanda af skrifuðum út- setningnum og spuna. Í skrifuðu pörtunum er markmiðið að ná fram tilfinningunni í textanum en á með- an hann spilar melódíuna er textinn kjarninn í túlkuninni á verkinu og flutningurinn er innblásinn af hon- um,“ segir um tónleikana í tilkynn- ingu. Á tónleikunum verður dreift bæklingi sem Lilja María Ásmunds- dóttir hannaði með textum þeirra átta laga sem Mikael flytur á tón- leikunum og tónleikagestir fá þann- ig að stýra upplifun sinni á tónlist- inni og geta valið hvort þeir vilja bara hlusta eða hvort þeir vilja lesa ljóðin sem Dylan skrifaði til að tengjast lögunum á annan hátt, eins og segir í tilkynningu. Flytur lög Dylans fyrir sólógítar Gítarleikari Mikael Máni Ásmundsson. FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK14.700 DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK27.400 Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur. Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með til Færeyja eða Danmerkur Bæklingurinn okkar fyrir 2018 er kominn út. Í honum finnur þú fullt af tilboðum og verðdæmum. Hægt er að nálgast hann á www.smyrilline.is Bókaðu núna og tryggðu þér pláss ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.