Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 188.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Fararstjóri: Aðalsteinn Jónsson Hohe Tauern þjóðgarðurinn er einn ákjósanlegasti staður sem um getur fyrir skemmtilega göngu í Ölpunum. Gróður og dýralíf í þjóðgarðinum er einstakt og hrikalegt landslag fjallanna er sérlega heillandi, enda er hér að finna alla hæstu tinda Austurríkis. Þessi ferð býður upp á allt sem til þarf fyrir hressandi útivist og hreyfingu í góðum félagsskap. 24. júní - 1. júlí Útivist í Ölpunum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, segist munu nota næstu vikur til að móta stefnuna. Hún tekur við formennsku í einu stærsta stéttarfélagi landsins á aðal- fundi Eflingar 26. apríl. Ásamt henni koma sjö nýir fulltrúar úr B-lista hennar í stjórn. Þeir bætast við sjö fulltrúa sem verða áfram en kosið verður um þau sæti á næsta ári. Spurð hvernig hún ætlar að undir- búa formennsku segist Sólveig Anna þurfa að gera það samhliða störfum á leikskólanum Nóaborg í Stangar- holti í Reykjavík. „Ég verð áfram í fullri vinnu þangað til og mun nota tímann sem ég hef ásamt félögum mínum til að hittast oft og mikið. Og til að skerpa áherslurnar. Við vorum mjög inn- blásin af vinnustaðafundum sem við áttum. Þar hittum við ótrúlega margt fólk. Við höfum rætt um að okkur langi til að nota tækifærið og halda þeim fundum áfram. Það er dálítið flókið að púsla þessu saman þegar fólk er í fullri vinnu. En við ætlum að reyna það og nota tæki- færið þar til við tökum við [stjórn Eflingar]. Við ætlum að reyna að komast á sem flesta fundi.“ Leitar leiðsagnar hjá fólkinu Spurð hvort hún sé búin að móta stjórnunarstíl segist Sólveig Anna ekki hafa mikið velt því fyrir sér. „Það er góð spurning. Sem verka- kona hef ég ekki haft mörg tækifæri til að móta stjórnunarstíl. En ég er náttúrlega mjög róttæk manneskja og aðhyllist lýðræðislega nálgun á alla stjórnun, sama hvar hún á sér stað. Ég mun væntanlega vera með þannig stjórnunarstíl.“ Spurð hvað hún muni leggja áherslu á fyrstu vikurnar í embætti segir Sólveig Anna að „það versta sem gæti gerst væri að hún myndi lokast inni á skrifstofu“. „Við rædd- um mikið um lýðræðisvæðingu fé- lagsins í okkar kosningabaráttu. Fólk var mjög hrifið af því. Við fór- um af stað í þessa kosningabaráttu með okkar áherslur og vissum ekki hvernig því yrði tekið. Það sem höfð- aði mest til fólks var umræðan um launastefnuna, húsnæðismálin og lýðræðisvæðingu félagsins. Ég vona að ég verði nokkuð frjáls og lokist ekki strax inni á skrifstofu.“ Spurð nánar um fyrstu aðgerð- irnar sem formaður segist hún ætla að „leyfa sér að njóta sigursins með félögum sínum“ áður en þær verða mótaðar nánar. Kosningabaráttan hafi verið stutt og snörp. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir mikla reiði meðal félagsmanna vegna launaþró- unar hjá efstu lögunum í samfélag- inu. Fólki misbjóði úrskurðir kjara- ráðs og tugprósenta launahækkanir forstjóra og stjórnenda. Ekki náðist í Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, í gær. Vill ekki lokast af á skrifstofunni  Nýr formaður Eflingar ætlar að njóta kosningasigursins áður en hún sest niður að móta stefnuna  Vill vera sem mest úti á örkinni með félagsmönnum  Félagsmenn fái tækifæri til að hafa áhrif Morgunblaðið/Eggert Á Nóaborg Sólveig Anna Jónsdóttir sinnti börnunum á leikskólanum Nóaborg í gærmorgun. Sigurður Bessason, fráfarandi formaður Eflingar, segir það munu taka tíma fyrir eftirmann sinn að móta stefn- una. „Nýr formaður er að taka við. Hún fær glæsilega kosningu og traust félagsmanna. Það mun ábyggilega taka hana einhvern tíma að móta stefnu, sér- staklega hvað varðar kjara- samninga,“ segir Sigurður sem lætur af formennsku í Eflingu 26. apríl. „Það er ævinlega svo að í kosningum draga menn upp ákveðna mynd og síðan tekur veruleikinn við. Efling er stórt og fjölbreytt félag. Við erum bæði með kjarasamninga á al- menna og opinbera mark- aðnum. Þetta er mikið verk- efni,“ segir Sigurður. Hann segir aðspurður að húsnæðisvandi tekjulágra hafi grafið undan öryggi þeirra. „Það er ekki nóg að hækka laun. Þau þurfa líka að duga fyrir framfærslu og húsnæði. Það eru fjölmörg dæmi um að fólk hafi þurft að flytja margoft milli svæða á höfuðborgar- svæðinu vegna ótryggs hús- næðis. Það er eitt það erfiðasta sem fjölskyldur með börn í skóla fara í gegnum,“ segir Sig- urður. Umsamin fjölgun félags- legra íbúða dugi hvergi til. Fátækt fólk á hrakhólum FRÁFARANDI FORMAÐUR Sigurður Bessason Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir formannskjörið í Eflingu enn eitt ákallið um breytingar. „Það er mikil undiralda. Hún hef- ur verið að byggjast upp. Þegar ég náði kjöri sem formaður VR fyrir ári kom mér á óvart hversu afgerandi niðurstaðan var. Mér varð þá ljóst að krafa var um ákveðnar breytingar innan hreyfingarinnar. Mitt framboð var mjög afdráttarlaust. Það var vantraustsyfirlýsing á ákveðna þætti og ákveðna aðila innan hreyfingar- innar,“ segir Ragnar Þór og nefnir dæmi um fleiri formannskjör. Komu, sáu og sigruðu „Síðan má segja að grasrótin hafi stigið fram innan Kennarasambands Íslands (KHÍ). Það gerðist fyrst með kjöri Ragnars Þórs Péturssonar sem formanns KHÍ. Þá fór grasrótar- maður gegn ríkjandi öflum. Síðan gerðist það sama hjá Félagi grunn- skólakennara þegar Þorgerður Laufey Diðriksdóttir er kjörin for- maður. Bæði vinna yfirburðasigur. Nú síðast stígur Sólveig Anna Jóns- dóttir fram í Eflingu með ekki ósvip- uðum hætti og við gerðum í hallar- byltingunni árið 2009 í VR. Það var listakosning hjá Eflingu og niðurstaðan er ótrúleg,“ segir Ragnar Þór sem telur það fyrir- komulag kosning- arinnar hjá Efl- ingu að kjósa á skrifstofu félagsins hafa verið letjandi. Það hafi enda verið erfitt fyrir marga að fá frí úr vinnu til að kjósa. Hann rifjar svo upp að árin 2009 og 2010 hafi kosn- ingalögum VR verið breytt og inn- leitt kjör á einstaklingum í rafrænni kosningu. Það hafi opnað félagið. Missa tengsl við félagsmenn Ragnar Þór útskýrir þessar vend- ingar. „Af hverju er að verða þessi mikla breyting? Jú, það er vegna þess að þeir sem á undan hafa gengið hafa ekki þótt stíga nógu fast til jarð- ar að mati félagsmanna. Þess vegna hafa þeir ekki náð að endurnýja um- boðið. Formannskjör síðustu mán- aða undirstrika að verkalýðshreyf- ingin hefur sofið værum svefni. Þeir sem hafa verið í forsvari hafa haft fá- mennan hóp í kringum sig sem hefur ekki lesið kröfur samfélagsins nógu vel. Þegar á reynir og þessir aðilar ætla að endurnýja umboðið kemur í ljós að þeir hafa í raun ekkert bak- land,“ segir Ragnar Þór. Grasrótin er að taka völdin Hann segir að með kjöri Sólveigar Önnu séu „stærstu stéttarfélögin komin í hendurnar á grasrótinni“. Fleiri hallarbyltingar séu í vændum. „Það verður mjög athyglisvert að fylgjast með framhaldinu. Það er komið mótframboð í Félagi málm- og véltæknimanna. Það er líka komið mótframboð í Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Þar hefur ríkt gríðarleg óánægja meðal starfsfólks á flugvell- inum. Mér skilst að mótframboð séu að koma fram í fleiri félögum,“ segir Ragnar Þór. Hann segir bæði formenn verka- lýðsfélaga og stjórnmálamenn hafa orðið viðskila við alþýðuna og lífs- baráttu hennar. Vanræksla sveitar- félaga og ríkis hafi ýtt undir „villi- mennsku“ á húsnæðismarkaði. Efnalítið fólk búi við mikið óöryggi. Það geti hvenær sem er átt von á uppsögn frá leigusalanum. Formaður VR spáir fleiri „hallarbyltingum“ í ár  Grasrótin sé að taka völdin í stærstu stéttarfélögunum Ragnar Þór Ingólfsson Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðar- sambands Íslands, segir ákall um aðgerðir í þágu launa- fólks. „Vilji fólksins er að verkalýðsfélög láti finna fyrir sér og verði ákveðin í kjarabaráttunni. Það er í takt við af- stöðu okkar fólks hjá Rafiðnaðarsambandinu. Það er ekki sátt við launastefnu síðustu ára. Ný stefna hefur þó ekki verið útfærð,“ segir Kristján Þórður. Þá hafi stefnan ekki verið rædd á miðstjórnarfundi ASÍ í gær, enda liggi samningsumboðin ekki fyrir við það borð. „Félagsmenn vilja breytta stefnu og meiri hörku í kjaramálin. Við þekkjum úrskurði kjararáðs. Misskiptingin í sam- félaginu er orðin mjög mikil. Æðstu toppar samfélagsins njóta mikils launaskriðs en almenningur hefur ekki getað búist við jafnmiklu,“ segir Kristján Þórður. Kominn tími til að beita hörku FORMAÐUR RAFIÐNAÐARSAMBANDSINS Kristján Þórður Snæbjarnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.