Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
Við erum á Facebook
Laugavegi 82 | 101 Reykjavík
Sími 551 4473
Útsala
Enn meiri
verðlækkun
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Nýjar vörur streyma inn Str.
38-58
Málverk eftir Þorvald Skúlason,
Karl Kvaran og Guðmundu Andrésdóttur
Studio Stafn, Hátúni 6B, Sími 552 4700.
Leitum eftir abstraktmálverkum eftir Þorvald Skúlason, Karl Kvaran,
Guðmundu Andrésdóttur o.fl. fyrir viðskiptavin.
studiostafn.is/listaverkasala
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Blúndu-
toppar
Str. S-xxxl • 4 litir
Ermalausir kr. 6.900
Stutterma kr. 7.900
Skoðið laxdal.is/yfirhafnir
Skipholti 29b • S. 551 4422
GÆÐAVARA
Á FRÁBÆRU VERÐI
Bolir
frá 6.900,-
Blússur frá 8.900,-
Buxur frá 9.900,-
Jakkar frá
12.900,-
verður helgina 10.-11. mars nk. frá kl. 11-15
• Slökunarnudd með ilmkjarnaolíum
• Djúp- og þrýstipunktanudd
• Ilmolíur og góðar uppskriftir
Verð kr. 33.000. Innifalið í verði ilmolíuflaska og mappa.
Ath. aðeins 6 manns í hóp.
Upplýsingar og innritun í síma 896 9653.
thorgunna.thorarinsdottir@gmail.com
sjáðu vefsíðu heilsusetur.is
Baknuddsnámskeið
Neyðarsöfnun UN Women á Íslandi
vegna Róhingjakvenna á flótta í
Bangladess hefst í dag, á alþjóð-
legum baráttudegi kvenna. Hægt er
að leggja fram 1.900 krónur með því
að senda sms í númer 1900 með text-
anum KONUR. Söfnunin stendur til
18. mars.
UN Women eru með eitt neyðar-
athvarf fyrir konur í Cox’s Bazar-
flóttamannabúðunum. Mikil þörf er
fyrir peninga til að halda neyðar-
athvarfinu áfram opnu. Í búðunum
dvelja yfir 400.000 konur og stúlkur.
Í neyðarathvarfinu fá konurnar
áfallahjálp og vernd gegn ofbeldi.
Einnig fá þær sæmdarsett en í þeim
eru helstu hreinlætisvörur, teppi,
vasaljós og vistvæn kol til eldunar og
upphitunar.
Stella Samúelsdóttir, fram-
kvæmdastýra UN Women á Íslandi,
sagði flóttakonurnar hafa búið við
hræðilegar aðstæður og margar orð-
ið fyrir nauðgunum og hópnauðg-
unum. Menn þeirra og börn hafi ver-
ið drepin að þeim ásjáandi. Þær séu
óttaslegnar og fari ekki út fyrir
hússins dyr 21-24 tíma á sólarhring
af ótta við að verða fyrir meira of-
beldi, mansali eða kynlífsþrælkun.
Þær eru því lítt sjáanlegar í flótta-
mannabúðunum.
„Við erum að safna fyrir þessu
neyðarathvarfi. Það er bara fjár-
magnað út apríl. Ekki eru til fjár-
munir til að reka það lengur,“ sagði
Stella.
Róhingjar sættu ofsóknum í
heimalandi sínu Mjanmar og flúðu
til Bangladess. Ofsóknir á hendur
Róhingjum jukust í ágúst í fyrra og
nú dvelja um 800.000 Róhingjar í
flóttamannabúðunum. Nauðgunum
á konum og stúlkum hefur verið
beitt skipulega í ofsóknunum gegn
Róhingjum í Mjanmar, að sögn UN
Women. gudni@mbl.is
Söfnun vegna neyðarathvarfs flóttakvenna
UN Women reka neyðarathvarf í Bangladess þar sem dvelja yfir 400.000 konur og stúlkur á flótta
Ljósmynd/UN Women
Róhingjakonur Í neyðarathvarfi í
flóttamannabúðum í Bangladess.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
staðfest framlengingu gæslu-
varðhalds yfir Sigurði Kristinssyni
sem handtekinn var við komuna til
landsins frá Spáni í janúar, grun-
aður um aðild að fíkniefnainnflutn-
ingi í sendingu sem merkt var
Skáksambandi Íslands. Verður
hann í varðhaldi til 4. apríl. Sig-
urður kom til landsins 25. janúar og
var handtekinn við komuna. Þetta
er í annað sinn sem varðhald yfir
honum er framlengt.
Íslensk yfirvöld hafa óskað eftir
því við spænsk yfirvöld að lög-
reglan hér á landi taki yfir rann-
sókn þess anga málsins sem nær til
Spánar, þar sem það tengist meðal
annars Sunnu Elviru Þorkels-
dóttur, eiginkonu Sigurðar. Hún er
í farbanni vegna málsins og liggur
alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á
Spáni, að sögn talsmanns hennar
með varanlegan mænuskaða eftir
fall.
Verður í gæslu-
varðhaldi til 4. apríl