Morgunblaðið - 08.03.2018, Page 22

Morgunblaðið - 08.03.2018, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is Frábær smurefni sem einangra, verja og koma í veg fyrir tæringu eins og verkfæra o rafma nsvara. 100% eins árs RAKAVÖRN PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vaxandi gremju gætir meðal íbúa í Bláskógabyggð sem þykir ferðaþjónustan vera orðin svo umsvifamikil að hagsmunir fólksins sem sveitina byggir séu víkj- andi. Mikið álag sé til dæmis á vegakerfið í byggðinni, sem sé að brotna undan þunga rútubíla auk þess sem umferð erlendra ferðamanna á litlum bílaleigubílum sé mikil og kraðaki líkust. Fleira er tiltekið sem allt eru rök fyrir því að kraftur verði settur í úrbætur í vega- málum á svæðinu. Þetta er kjarni þess sem fram kom í máli fulltrúa í sveitarstjórn Bláskógabyggðar í kynnisferð um sveit- arfélagið síðastliðinn miðvikudag. Þangað var boðið stjórnmálamönnum, fulltrúum samgönguyfirvalda, fjöl- miðlum og fleiri svo fólki gæti séð svart á hvítu hve slæmt ástandið er. Vísað er til þess að þorri erlendra ferðamanna sem koma til landsins leggi leið sína á þessar slóðir; á Þingvelli og að Geysi og Gullfossi og þangað komi minnst ein og hálf milljón ferðamanna á ári. Aðlagast hegðun ferðamanna „Slæmt ástand veganna er almannavarnamál og þeirri skoðun hef ég haldið á lofti víða að undanförnu. Hér hafa orðið óhöpp, til dæmis þegar rútur hafa oltið og svo hafa líka orðið hér árekstrar og slys. Þessu verður að bregðast við,“ segir Helgi Kjartansson, odd- viti sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Guðrún S. Magnúsdóttir, bóndi i Bræðratungu, situr einnig í sveitarstjórn og lagði orð í belg í kynnisferðinni. „Ferðaþjónustan er stór atvinnugrein hér og heima- menn sem hana stunda eru til fyrirmyndar í sínum störfum. Hins vegar er sveitarfélagið okkar aðalmjólk- urkýr stórra ferðaþjónustufyrirtækja í Reykjavík og mikill fjöldi fólks fer á þeirra vegum hér er um, oftast í dagsferðum svo lítið verður eftir hér í sveitarfélaginu nema að vegakerfið er hrunið. Ferðaþjónustan er í raun að yfirtaka samfélagið og íbúar þurfa í auknum mæli að aðlaga sig hegðun ferðamannanna,“ segir Guðrún og heldur áfram. „Það má ekki gleymast að hér er landbúnaður öflug atvinnugrein og við bændur erum að verða hálfgerð hornreka með búpening okkar og oft á tíðum í vand- ræðum með að komast um okkar eigin jarðir. Margar jarðir í hér eru klofnar af stórum stofnvegum, til dæmis Biskupstungnabraut og Laugarvatnsvegi. Um- ræðan um öryggi á vegum hefur verið um ferðaþjón- ustuna og ekki gengur að bjóða erlendum gestum okk- ar upp á ónýtt vegakerfi. Ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég meiri áhyggjur af þeim sem hér starfa og búa og fara um vegakerfið á degi hverjum heldur en ferðamönnum sem dvelja hér í nokkrar klukku- stundir.“ Styrkt og breikkað Ýmsar vegaframkvæmdir eru á döfinni í Bláskóga- byggð. Til stendur að styrkja og breikka Þingvallaveg í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum, 8,3 kílómetra veg- kafla en slíkt á að gera veginn öruggari. Þetta verk á að vinnast á þessu og næsta ári. Með vorinu hefjast svo framkvæmdir við að styrkja og breikka fyrsta hluta Laugarvatnsvegar frá Laugarvatni að Svína- vatni. Í þessum fyrsta áfanga verður byrjað á 4,3 km kafla frá Laugarvatni að Grafará. Þá er í undirbúningi að byggja upp Reykjaveg, átta kílómetra veg sem liggur frá Efri-Reykjum að Reykholti í Biskups- tungum sem er þýðingarmikil tenging þvert í gegnum sveitina. Vonast er til að hægt verði að bjóða út fram- kvæmdir við nýja brú yfir ána Fullsæl í vor, en bygg- ing nýs vegar bíður að minnsta kosti til næsta árs rétt eins og framkvæmdir við vegagerð við Gýgjarhólskot, það er við svonefndan Skeiða- og Hrunamannaveg sem er mikilvæg tenging við Gullfoss. – Næst í tíma er hins vegar að styrkja Biskupstungnabraut frá Tungufljótsbrú, skammt ofan við Reykholt, í áttina að Gullfossi. Þar þarf að styrkja burðarlag og setja á nýtt slitlag á veginn sem er siginn og holum orpinn – eins og svo margar aðrar leiðir í Bláskógabyggð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vegferð Gengið á Reykjavegi undir leiðsögn sveitarstjórnar sem kynnti þingmönnum, Vegagerð og fleiri stöðuna. Vegirnir brotna niður  Almannavarnaástand í Bláskógabyggð  Ástand vega skapar vanda  Ferðaþjónustan er að yfirtaka samfélagið Ljósmynd/Ragnhildur Sævarsdóttir Óhapp Á síðasta ári gaf vegakantur sig undan rútu við Þingvelli. Engan sakaði. Nú stendur til í öryggisskyni að endurgera veginn á þessum slóðum. En hvers vegna eru veg- irnir að brotna niður? Magnús Valur Jóhanns- son, fram- kvæmdastjóri hjá Vegagerð- inni, sagði í kynnisferðinni að sú hefði verið tíðin að um 2% af þjóð- artekjum fóru í vegamál en nú væri hlutfallið um 1%. „Við náum ekki að halda vegakerfinu við né fara í aðkallandi nýfram- kvæmdir. Eitt sinn gátum við haldið í horfi með nauðsynlegt viðhald en nú erum við á eftir áætlun sem nemur 65 millj- örðum króna,“ segir Magnús. Þurfa 65 milljarða HALDA EKKI Í HORFINU Magnús Valur Jóhannsson Flest bendir til að launamunur kynjanna hafi minnkað jafnt og þétt á seinustu tíu árum, eða frá 2008 til 2016, sem er það tímabil sem undir er í viðamikilli rannsókn Hagstofu Íslands. Niðurstöðurnar voru birtar í Hagtíðindum í gær. Notaðar eru ýmsar flóknar töl- fræðiaðferðir til að leggja mat á hvort óútskýrður munur sé á laun- um kynjanna og er fyrirvari hafður á. ,,[…] er erfiðleikum bundið að finna hinn eiginlega launamun sem hægt er að rekja eingöngu til kyns enda eru óvissuþættir margir. Helst má þar nefna takmarkanir gagna, skýribreytur og forsendur sem lagðar eru til grundvallar töl- fræðiaðferðum,“ segir í samantekt um rannsóknina. Meginniðurstöður sérfræðinga Hagstofunnar eru þær að konur voru að jafnaði með 6,6% lægri laun en karlar árið 2008 en leið- réttur munur minnkaði í 4,5% árið 2016. „Óskýrður launamunur var 4,8% en skýrður launamunur 7,4% á öllu tímabilinu 2008-2016. Skýrð- ur launamunur segir til um hversu stór hluti launamunar skýrist af þeim skýringarþáttum sem lagðir eru til grundvallar í greiningunni en óskýrður stendur fyrir þann launamun sem ekki tókst að skýra. Skipting tímabilsins 2008-2016 í þriggja ára tímabil leiðir í ljós stöð- ugt minnkandi launamun og fór óskýrði launamunurinn úr 4,8% á árunum 2008-2010 í 3,6% á árunum 2014-2016,“ segir þar. Minnkaði um þriðjung Í umfjöllun Samtaka atvinnulífs- ins um þessar niðurstöður í gær segir að launamunurinn hafi minnkað verulega. Á almennum vinnumarkaði minnkaði leiðréttur launamunur kynjanna um þriðjung á átta ára tímabili. ,,Hann var 8,1% árið 2008 og 5,4% árið 2016 og minnkaði þannig um 2,7 prósentur. Hjá hinu opinbera minnkaði leið- rétti launamunurinn úr 5,2% í 3,3%, eða um 1,9 prósentu og á vinnu- markaðnum í heild úr 6,6% í 4,5%, eða um 2,1 prósentu. Hvort tveggja er um þriðjungs minnkun launa- munar,“ segir í umfjöllun SA. Byggt er á mjög viðamiklu gagnasafni með 615 þúsund athug- unum á launum einstaklinga á aldr- inum 18-67 ára. Ef eingöngu er litið á atvinnutekjur, þ.e.a.s. launa- tekjur og aðrar launatengdar greiðslur án tillits til vinnutíma kemur í ljós að konur voru með 28% lægri atvinnutekjur en karlar á árinu 2016 en sá munur hafði minnkað um 8 prósentustig frá 2008. Margvíslegar nýjar upplýsingar um laun og launamyndun karla og kvenna er að finna í rannsókninni. Menntun hefur t.d. svipuð áhrif á laun karla og kvenna en þó er ívið meiri launaávinningur í því fyrir konur að hafa háskólapróf, bakkal- árgráðu. Mannaforráð hafa aðeins meiri áhrif á laun karla en kvenna og karlar með fastlaunasamninga hafa að meðatali 7,5% hærri laun en aðrir karlar. Konur með fast- launasamninga hafa hins vegar 5% hærri laun en aðrar konur og loks er ávinningur karla greinilega mun meiri af því að vinna á almennum vinnumarkaði en ávinningur kvenna. Karlar sem vinna á al- mennum vinnumarkaði eru að jafn- aði með 10,3% hærri laun en karlar sem vinna í opinbera geiranum. Hins vegar er ávinningur kvenna á almennum vinnumarkaði minni þar sem þær eru að jafnaði með 3,1% hærri laun en konur í opinbera geiranum. omfr@mbl.is Launamunur kynjanna á vinnumarkaði Leiðréttur launamunur 2008-2016 í prósentum 10% 8% 6% 4% 2% 0% 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Heimild: Hagtíðindi og SA Almennur vinnumarkaður Opinberir starfsmenn Allir 8,1 5,4 4,5 3,3 6,6 5,2 Launamunur- inn minnkar  Óskýrður launamunur 3,6%  Manna- forráð hækka karla meira en konur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.