Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 24

Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 SKÓDAGAR FJALLGÖNGUSKÓR LÉTTIR GÖNGUSKÓR HVERSDAGSSKÓR BARNASKÓR Drifter GV Kr. 29.990.- Nú kr. 22.493.- Dömu Herra Falcon GV Kr. 27.490.- Nú kr. 20.618.- Dömu Falcon GV Kr. 27.490.- Nú kr. 20.618.- Shiver GV Kr. 19.990.- Nú kr. 14.993.- Dömu, margir litir til Blade GV .990.- 14.993.-Nú kr. Herra Herra Bajura NBKGV Kr. 34.990.- Nú kr. 26.243.- Lagazuoi GV Kr. 31.990.- 93.-Nú kr. 23.9 Herra, margir litir til Shiver GV Kr. 19.990.- Nú kr. 14.993.- Enforce GV BARNASKÓR Kr. 11.990.- Nú kr. 8.992.- Barnaskór Blade GV Kr. 19.990.- Nú kr. 14.993.- Herra Myth GV Kr. 19.990.- Nú kr. 14.993.- Dömu Myth GV Kr. 19.990.- Nú kr. 14.993.- VERIÐ VELKOMIN Á SKÓDAGA ICEWEAR MAGASÍN Á LAUGAVEGI 91 OG GERIÐ GÓÐ KAUP LAUGAVEGI 91 - 2. HÆÐ TPS 520GV Kr. 29.990.- Nú kr. 22.492.- Herra/Dömu Herra/Dömu 1.-12. mars AF ÖLLUM SKÓM Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Vel á fimmta þúsund manns fengu Dalalíf, skáldsögu Guðrúnar frá Lundi, lánaða á almennings- bókasöfnum í fyrra. Þetta kemur fram í topplistum útlána 2017 sem birtir hafa verið á vef landskerfis bókasafna. Dalalíf kom upphaflega út í fimm bindum á árunum 1946 til 1951. Höfundurinn, Guðrún Baldvina Árnadóttir (1887-1975), var lengst af bóndakona á Ytra-Mallandi á Skaga en flutti á Sauðárkrók árið 1940 og átti þar heima til æviloka. Bókin hef- ur þrívegis verið endurútgefin, síðast 2016, og það er sú útgáfa sem vermir toppsætið. Á Wikipediu segir að Guðrún sæki efnivið sinn í sveitalífið og allar bæk- ur hennar nema ein gerast í sveit, flestar um eða upp úr aldamótum 1900. Bækur hennar eru sagðar „þjóðlegar skemmtibókmenntir en um leið raunsæjar og henni þykir takast einstaklega vel að lýsa hvers- dagslífi og daglegu amstri“. Bæk- urnar nutu framan af lítils álits meðal bókmenntafræðinga og ritdómara en þær hafa lifað og haldið vinsældum og í rauninni má segja að Guðrún hafi skapað sérstaka bókmenntagrein sem nýtur æ meiri viðurkenningar. Samtals var Dalalíf lánuð út 4.671 sinni í fyrra. Næst í röðinni á vinsældalista al- menningsbókasafnanna var bók Ás- dísar Höllu Bragadóttur Tvísaga. Móðir, dóttir, feður sem kom út 2016. Hún var lánuð út 3.191 sinni. Pet- samo Arnaldar Indriðasonar og Drungi Ragnars Jónassonar voru í 3. og 4. sæti með vel á þriðja þúsund út- lán. Síðan komu Löggan eftir Jo Nesbø, Elsku Drauma mín. Minn- ingabók Sigríðar Halldórsdóttur skráð af Vigdísi Grímsdóttur, Þögult óp eftir Angelu Marsons, Stúlkan sem enginn saknaði eftir Jónínu Leósdóttur, Aflausn eftir Yrsu Sig- urðardóttur og Heiða. Fjalldala- bóndinn sem Steinunn Sigurðar- dóttir skráði. Athygli vekur að allar þessar bæk- ur komu út 2016 eða 2017. Þegar skoðaðar eru 200 vinsælustu bæk- urnar á bókasöfnunum í fyrra kemur á daginn að lesendur eru mjög nýj- ungagjarnir; þær eru nær allar frá sama tímabili síðustu ára. Frá því er þó ein undantekning, skáldsagan Ut- an frá sjó eftir Guðrúnu frá Lundi er í 123. sæti listans með 983 útlán. Bók- in kom út 1970. Þess má geta að ekk- ert verka nóbelsskáldsins Halldórs Laxness er á 200 bóka listanum frá því í fyrra. Vera má að það skýrist af því að engin bóka hans hefur verið endurútgefin á íslensku síðustu árin. Heimild: Landskerfi bókasafna 2.166 2.202 2.213 2.251 2.427 2.483 2.703 2.741 3.191 4.671 Heiða – fjalldalabóndinn Steinunn Sigurðardóttir Aflausn Yrsa Sigurðardóttir Stúlkan sem enginn saknaði Jónína Leósdóttir Þögult óp Angela Marsons Elsku Drauma mín – minningabók Sig- ríðar Halldórsdóttur Vigdís Grímsdóttir skráði Löggan Jo Nesbø Drungi Ragnar Jónasson Petsamo Arnaldur Indriðason Tvísaga – móðir, dóttir, feður Ásdís Halla Bragadóttir Dalalíf Guðrún frá Lundi 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 Fjöldi útlána á vinsælustu bókunum á almenningsbókasöfnum 2017 Guðrún frá Lundi mest lesin í fyrra  Dalalíf, sem upphaflega kom út 1946-1951, lánuð út 4.671 sinni á almenningsbókasöfnum í fyrra  Tvísaga Ásdísar Höllu Bragadóttur næstmest lesna bókin  Arnaldur og Ragnar í 3. og 4. sæti Alls tóku fimmtán manns þátt í svo- nefndu Guðlaugssundi sem þreytt var í Vestmannaeyjum í fyrrinótt, samkvæmt árlegri hefð. Þar og þannig er minnst afreks Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land djúpt af hafi, alls um um þrjár sjómílur, þegar vélbáturinn Hellisey VE 11 fórst að kvöldlagi í mars 1984. Fjórir fórust og Guðlaugur bjargaðist einn, en eftir að hann tók land gekk hann um tvo kílómetra berfættur yfir úfið hraun eftir hjálp. Allt þótti þetta kraftaverki líkast. „Sundið er ekki bara tekið til þess að minnast afreks Guðlaugs heldur líka allra þeirra sem farist hafa í sjó- slysum og svo líka mikilvægis þess að vöku sé haldið í slysavarnamálum sjómanna,“ segir Alan Friðrik All- ison. Hann starfar í íþróttamiðstöð- inni í Eyjum og hefur mörg und- anfarin ár skipulagt og haft umsjón með þessum viðburði. Rokkandi er milli ára hversu margir þátttak- endur eru; stundum hafa þeir verið 30 til 40 en voru nokkru færri í ár. Sundið hófst klukkan fjögur í fyrri- nótt og stóð fram á ellefta tímann í gærmorgun. Samanlögð synt vega- lengd að þessu sinni var 56 kílómetr- ar. Guðlaugssundið var fyrst haldið 1985, ári eftir afrek Guðlaugs. Þá þreyttu það nemendur Stýrimanna- skólans í Vestmannaeyjum en í tím- ans rás bættist í hópinn. Lengi var sundið í umsjón Friðriks Ásmunds- sonar, skólastjóra Stýrimannaskól- ans, en síðar tóku aðrir við keflinu. Ekkert ár hefur fallið úr og alltaf er synt. Lifir þannig minning og saga merks atburðar og einstaks afreks. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Sund Byrjað var um klukkan fjögur um nóttina og menn gáfu ekkert eftir. Guðlaugssundið þreytt í 34. sinn  Afreksins mikla í Eyjum var minnst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.