Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það er mikið líf og fjör flesta daga í stóru hesthúsi í Víðidal í Reykja- vík þar sem hestamannafélagið Fákur býður börnum og unglingum upp á aðstöðu til að stunda hesta- mennsku. Fjögur ár eru síðan Fákur ákvað að taka helming af félagshúsinu undir barna- og unglingastarf til að koma til móts við áhugasama krakka sem hefðu ekki stuðning í hestamennskunni t.d. frá foreldr- um. Næsta vetur fór meirihluti hússins undir barna- og ung- lingastarfið og í fyrra var það allt komið undir það. Nú er svo komið að félagshúsið er sprungið og í við- bót við þau 23 pláss sem þar eru leigir félagið 20 pláss í hesthúsinu við hliðina til að mæta eftirspurninni. Karen Wood- row reiðkennari hefur yfirumsjón með barna- og unglingastarfinu og er hópnum til halds og trausts. Frá níu ára upp í 21 árs Þegar blaðamaður og ljósmynd- ari heimsóttu hesthúsið einn sól- ríkan dag í síðustu viku var fjöldi barna og unglinga að fara á hest- bak og Karen fylgdist með að allt færi rétt og vel fram. „Stelpur,“ kallar hún á einn hópinn, „þið mun- ið að það á að vera með hjálm þeg- ar riðið er berbakt,“ og Karenu er svarað með: „Já auðvitað“ í kór. Hópurinn tekur virkan þátt í um- hirðu og öllu því sem fellur til í hesthúsinu eins og gjöfum og þrif- um enda er það forsendan fyrir því að plássin fáist á góðu verði. „Við erum með manneskju sem gefur á morgnana og krakkarnir taka þátt í kvöld- og helgargjöfum. Mitt hlut- verk er að fylgja því eftir að þau vinni vinnuna sína og hjálpa þeim,“ segir Karen. Yngsti hestamaðurinn í félags- húsinu er að verða 10 ára og sá elsti 21 árs. „Við miðum við ald- urinn 10 til 18 ára en það var ákveðið að koma til móts við nokkr- ar eldri stelpur í vetur og skoða svo hvernig þetta verður á næstu árum. Þetta er í stanslausri mótun og við lærum með hverju árinu hvernig best er að hafa þetta.“ Flestir koma með eigin hesta en Karen aðstoðar líka þau sem þurfa að fá hesta að láni að finna hest sem hentar. Gerð er sú krafa í hús- inu að hrossin séu tamin. „Þegar það er svona breiður hópur af krökkum á það ekki við að vera með mjög lítið tamin hross en hrossin eru auðvitað á mjög mis- munandi tamningarstigum. Þau eru nokkur hérna sem deila hestum og það er góð leið fyrir krakkana, og foreldrana líka, til að finna út hvort þau eru tilbúin að gefa sér tíma í þetta áður en þau fjárfesta í hesti og reiðtygjum. Sumir eru með for- eldra eða aðra ættingja sem eru að einhverju leyti í hestum en aðallega eru þetta krakkar sem þurfa að út- vega sér sjálfir allt það sem snýr að hestinum. Það getur verið dálít- ill frumskógur fyrir þá sem eru ekki inni í sportinu og því er þessi aðstaða sem Fákur býður upp á svo góð.“ Mörg þeirra sem eru í hesthús- inu sækja líka reiðkennslu hjá Kar- en en hún, ásamt Sif Jónsdóttur reiðkennara, er með reiðnámskeiðið Fák og fjör. Þar hafa margir þeir byrjað sem eru nú í félags- hesthúsinu. „Þessir krakkar hafa allir byrjað einhvers staðar og yf- irleitt er það í reiðskólunum hér á svæðinu,“ segir Karen. „Þau eru orðin ansi klár mörg hver og svo eru þau eldri farin að stunda hestabrask; skipta á hestum og selja og kaupa sér eitthvað nýtt og spennandi. Sumir eru komnir á keppnisbrautina og aðrir farnir að þjálfa hesta fyrir fólk úti í hverf- inu. Það er gaman að fylgjast með því.“ Aðeins einn strákur í hópnum Af þeim um 40 börnum og ung- lingum sem nýta sér þessa aðstöðu hjá Fáki er aðeins einn strákur. Karen segir að þau séu að vinna í því að ná fleiri strákum í sportið. „Við erum að ala upp framtíðar- knapa. Með starfinu hérna erum við að vonast til að það verði ekki brottfall, að við fáum krakka sem hafa áhuga og gefa þeim umhverfi sem er auðvelt að stunda hesta- mennsku í. Krakkar sem þurfa að baksa í þessu ein án allrar að- stoðar gefast fljótt upp. Við erum að vonast til að með því að koma þeim svona vel af stað haldi þau áfram. Ég hef heyrt frá þeim elstu að ef ekki væri fyrir þetta ut- anumhald hefðu þau ekki haldist í þessu.“ Fjör og fákar í félagshúsi Fáks  Um 40 ungir hestamenn nýta sér aðstöðu í félagshúsi Fáks í Víðidal  Taka virkan þátt í umhirðu og öllu því sem snýr að hestinum  Flestir eru með eigin hest  Fákur er að ala upp framtíðarknapa Morgunblaðið/Hanna Hesthúsið Fákur er með 23 pláss í félagshúsinu og leigir 20 til viðbótar í húsinu við hliðina, ásóknin í barna- og unglingastarfið er það mikil í vetur. Umhirða Það þarf að hreinsa úr hófum og kemba áður en farið er á bak. Karen Woodrow Vinir Gott er að fá klapp og klór.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.