Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Anika Hrund Ómarsdóttir er alveg að verða 11 ára. Hún er með merina Yrsu sem hún á með mömmu sinni. Yrsa er 15 vetra, þæg en viljug að sögn Aniku. „Ég byrjaði hér í fyrra og kom aftur núna til að læra bet- ur,“ segir Anika um dvöl sína í fé- lagshúsi Fáks. Skemmtilegast við hestamennskuna finnst henni að ríða út og fara á hratt tölt. Anika stefnir á að vera alltaf í hestum enda finnst henni það gam- an og enn skemmtilegra með öllum hinum krökkunum í húsinu. ANIKA HRUND ÓMARSDÓTTIR Skemmtilegast að fara á hratt tölt Anika J.H. Gunnlaugardóttir fékk Kapal, sem er 16 vetra, í ferming- argjöf í fyrra og sótti þá um að komast að í félagshúsinu. Hún reynir að fara á bak fimm daga í viku. Skemmtilegust finnst henni þó umhirðan og stússið í kringum hestinn. Anika keypti sér annan hest fyrir fermingarpeningana sína, hann er í húsinu líka og er þriggja mánaða taminn. Hún er að vinna í honum núna og stefnir á að hann verði framtíðarkeppnishest- urinn sinn. ANIKA J.H. GUNNLAUGARDÓTTIR Fékk fákinn Kapal í fermingargjöf Indíana Líf Blurton er 14 ára og fékk hina níu vetra Fiðlu í ferming- argjöf í fyrra. Hnakkinn fékk hún í jóla- og afmælisgjöf og safnar sér svo sjálf fyrir öðrum reiðtygjum. Foreldrar hennar eru ekki í hestum en bróðir hennar var það eitt sinn. Indíana býr í Garðabæ en reynir að komast í hesthúsið á hverjum degi. „Ég fæ ofast far hjá afa mínum. Mér finnst þetta svo sniðugt hér og aðstaðan góð.“ Spurð hvað sé skemmtilegast við hestana segir hún það vera félagslífið og hvað hestarnir láti henni líða vel. „Það er allt í kringum hestinn skemmtilegt og það er gaman að sjá árangurinn, hvort sem er í vinnu við hestinn eða í umhirðunni. Um daginn mokaði ég út úr öllu húsinu og það var svo gaman á eftir að sjá hvað allt varð fínt,“ segir Indíana og Karen bætir við að hún sé afskaplega dugleg með sópinn og skófluna. INDÍANA LÍF BLURTON Reynir að mæta á hverjum degi Hesthúsahverfi Fáks er í Víðidal, inni í miðri borg. Karen segir það gott svæði með góða aðstöðu til þjálfunar og fjölda reiðleiða. „Auðvitað mætti ýmislegt betur fara eins og samskipti og samstarf ákveðinna hópa sem nýta sömu svæðin, eins og á milli hestamanna og hjólreiða- og mótorhjólafólks. Ef eitthvað kemur upp á er það yf- irleitt ekki af illum ásetningi held- ur hefur fólk ekki þekkinguna. Hestar eru flóttadýr með sjálf- stæðan vilja og flest þau atvik sem koma upp er hægt að koma í veg fyrir með því að stilla aðstæðum rétt upp. Það mætti t.d. setja inn í bílprófið almenna vitneskju um þetta svo fólk þekki hvernig dýrin geta brugðist við. Í flestum til- fellum er hægt að komast hjá þeim slysum sem verða þegar hestar fælast við umferð.“ Karen er sjálf með tvo hesta á húsi og ríður oft út með krökkunum í félagshúsinu. „Þetta er rosa gam- an og forréttindi að fá að ala upp svona mörg börn í þessu.“ Morgunblaðið/Hanna Á bak Maður þarf ekki að vera hár í loftinu til að vera góður hestamaður. Hestar eru flóttadýr með sjálfstæðan vilja Skipulögð dagskrá kl. 11:00 Stutt í lífeyri Hvernig á að undirbúa töku lífeyris? Þórhildur Stefánsdóttir, ráðgjafi hjá Almenna 11:30 Skyndihjálparnámskeið Helgi Finnbogason hjá Rauða krossinum. 12:30 Að taka fasteignalán 13:30 Tónlistaratriði Guðrún Árný Karlsdóttir, söngkona. 14:00 Passaðu þína verðmætustu eign Hversu verðmæt eru lífeyrisréttindi? Hvernig er best að líta eftir þeim? Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna 14:30 Góð heilsa, gulli betri Læknir gefur góð heilsuráð. Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir Staður: Borgartún 25, 5. hæð Stund: 10. mars Kl. 11:00 til 15:00 Í gangi allan daginn - Upplýsingar og ráðgjöf. Ávöxtunarleiðir. Sjóðstjórar veita upplýsingar Leiðbeiningar á sjóðfélagavef / launagreiðendavef Lán til sjóðfélaga. Ráðgjafar veita upplýsingar Þjónusta við sjóðfélaga - Heitt á könnunni ogmeðlæti. - Spurningaleikur. Verðlaun í boði. - Barnahorn. Almenni lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum í heimsókn á skrifstofu sjóðsins á 5. hæð í Borgartúni 25, laugardaginn 10. mars. Við verðum með heitt á könnunni allan daginn og bjóðum upp nokkur örnámskeið, tónlist og skemmtun. Starfsfólk og ráðgjafar verða á staðnum til að upplýsa og veita góð ráð. Opið hús fyrir sjóðfélaga laugardaginn 10. mars Við vonumst til að sjá sem flesta og hvetjum sjóðfélaga til að nýta tækifærið til að koma í heimsókn. Það eru margir sem segjast alltaf vera á leiðinni. Nú er tækifærið. 13:00 Hönnun íbúða Markmið og áherslur skapandi ferlis. Jóhannes Þórðarson, arkitekt, Gláma/Kím arkitektar. Hvað þarf að skoða og undirbúa? Eva Ósk Eggertsdóttir og Ásgerður Hrönn Hafstein, ráðgjafar hjá Almenna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.