Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 og skrifstofumanna. Þetta var öðru- vísi fyrr á tíð. Þá sáu ráðherrar og jafnvel ríkisstjórnin í heild stundum ástæðu til að hafa afskipti af því hvert myndefni frímerkja var ef til- efni útgáfunnar var stórt. Þegar 50 ára afmælis fullveldisins var minnst 1968 sá ríkisstjórnin til dæmis ástæðu til að hafna tillögu póst- stjórnarinnar um myndefni minn- ingarfrímerkisins og sjá til þess að annað yrði fyrir valinu. Gögn póst- stjórnarinnar og samgöngu- ráðuneytisins í Þjóðskjalasafni geyma fleiri dæmi um afskipti ráð- herra af frímerkjaútgáfu, t.d. við lýðveldisstofnun 1944, á 50 ára af- mæli heimastjórnar 1954 og 50 ára afmæli lýðveldisins 1994. Jóni Magnússyni lyft á stall Árið 1968 þegar 50 ár voru liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki þótti við hæfi að minnast tímamót- anna með útgáfu frímerkis. Póst- stjórnin stakk upp á því að myndefni nýja frímerkisins yrði hin táknræna lágmynd Einars Jónssonar mynd- höggvara, Brautryðjandinn, sem er á fótstalli styttunnar af Jóni Sig- urðssyni á Austurvelli. Til sam- anburðar var mynd af Jóni Sigurðs- syni forseta á frímerkinu sem gefið út var í tilefni af stofnun lýðveldis 1944. Myndir af Hannesi Hafstein ráðherra voru á frímerkjum sem gefin voru út á hálfrar aldar afmæli heimastjórnar 1954. Yfirmenn Pósts og síma eins og fyrirtækið hét þá hafa greinilega ekki séð fyrir sér neinn einstakan mann sem öðrum fremur væri rétt að tengja við þessi miklu tímamót í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. En vegna þess hve til- efnið var mikilvægt var talið rétt að bera tillöguna um afmælismerki fullveldisins undir forsætisráðu- neytið þótt póstmál heyrðu undir samgönguráðuneytið. Málið var tek- ið til umfjöllunar á ríkisstjórn- arfundi í ágúst 1968 og póststjórn- inni tilkynnt að honum loknum að mynd af Jóni Magnússyni, sem var forsætisráðherra þegar Ísland varð fullvalda ríki 1. desember 1918, skyldi prýða frímerkið sem gefa átti út í tveimur mismunandi litum og verðgildum. Tillögu póststjórn- arinnar var þar með hafnað. Óvíst er að margir kannist núna við Jón Magnússon (1859-1926). En þeir hafa verið fleiri sem þekktu til hans árið 1968. Þessi hlédrægi lög- fræðingur, embættismaður lengst af, þótti að sögn ævisöguritara hans „dulur í skapi og fályndur og sjaldan með fullu gleðibragði“, og því varla til þess fallinn að kveikja neista með fólki eða hrífa þjóðina og verða þannig eftirminnilegur. Enda segir sami höfundur að á fjölmiðla- og auglýsingaöld hljóti það „að vera nokkur ráðgáta hvernig slíkur mað- ur verður þjóðarleiðtogi jafn lengi og raun ber vitni,“ en Jón var for- sætisráðherra í sjö ár, fyrst 1917 til 1922 og síðan 1924 til 1926 er hann lést. Ríkisstjórnin var hins vegar sannfærð um að minning Jóns ætti að lifa með þjóðinni. Í fréttatilkynningu, sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lagði hönd á, var Jón Magnússon sagður hafa átt „manna mestan þátt í að samkomulag náðist um [sam- bandslögin] milli Danmerkur og Ís- lands.“ Segja má að með því að láta setja mynd Jóns og enga aðra á op- inbert frímerki í tilefni fullveldis- afmælisins hafi ríkisstjórnin lyft honum á stall með helstu sjálfstæð- isfrömuðum þjóðarinnar, Jóni Sig- urðssyni forseta og Hannesi Haf- stein ráðherra. Ekki óumdeild söguskoðun Um útgáfu frímerkisins urðu eng- ar opinberar umræður að séð verð- ur. Má þó segja að fullyrðing ríkis- stjórnarinnar um hlut Jóns Magnússonar í samkomulaginu árið 1918 orki tvímælis. Þetta var ekki og er ekki óumdeild söguskoðun. Jón sat ekki einu sinni í nefndinni sem samdi við Dani. Þar voru aðrir at- kvæðamiklir þingmenn. En næsta víst er að ríkisstjórnin hefði ekki látið setja mynd Jóns á frímerki ef hún hefði haft ástæðu til að ætla að ákvörðunin yrði misklíðarefni. Frí- merkjum er hvergi ætlað að verða efniviður í þjóðmáladeilur, þótt það gerist vissulega öðru hverju. Við því var að búast að flestir mundu sætta sig við upphafningu Jóns vegna stöðu hans sem forsætisráðherra 1. desember 1918. Og enginn augljós keppinautur var um þessa vegtyllu á afmælisdaginn. Í rauninni voru Danir meiri áhrifavaldar um að Ís- lendingar fengu fullveldi en Íslend- ingar sjálfir, enda orðnir þreyttir á sífelldum kröfum og kvörtunum landsmanna. Veikari staða í þjóðarminni Hugsanlega hefði öðru máli gegnt ef til hefði staðið að reisa af Jóni líkneski á einhverjum áberandi stað. Myndastyttur eru miklu færri og eiga jafnan lengra líf fyrir hönd- um en frímerki sem hafa skamman gildistíma og hverfa innan tíðar úr almannarýminu í möppur og bækur safnaranna. Þegar Jón Magnússon var „frí- merktur“ árið 1968 voru frímerki enn miðlæg í póstsendingum svo kynningin sem honum hlotnaðist var umtalsverð. Um hitt er erfiðara að dæma, eiginlega ómögulegt, hver áhrifin voru nákvæmlega. Í við- urkenndu yfirlitsriti, Ísland á 20. öld (Reykjavík 2002) eftir Helga Skúla Kjartansson sagnfræðing kemur nafn Jóns Magnússonar fyr- ir 7 sinnum, en Hannesar Hafsteins 35 sinnum. Þótt fullveldið 1918 telj- ist stærri áfangi í stjórnfrelsisbar- áttu Íslendinga en heimastjórnin 1904 (og jafnvel stofnun lýðveld- isins 1944) hefur það í sögulegu endurliti þjóðarinnar að vissu leyti lent á milli stafs og hurðar. Fyrir vikið hefur Hannes Hafstein, fyrsti heimastjórnarráðherrann, langtum sterkari stöðu í þjóðarminninu en nokkur þeirra stjórnmálamanna er tengjast beint næstu áföngum sjálf- stæðisbaráttunnar, fullveldinu og stofnun lýðveldis 1944. Ekki er víst að á því verði nokkru sinni breyt- ing, en gerist það verður það örugg- lega ekki fyrir tilstuðlan frímerkja úr því sem komið er. --- Stuðst er við grein höfundar „Frímerktir stjórnmálamenn“ sem birtist í 2. tbl. Frímerkjablaðsins 2015. Sjónræn túlkun fullveldisins  100 ára afmælis fullveldisins 1918 minnst með útgáfu frímerkja  Svo var einnig á afmælinu 1968  Ríkisstjórnin gaf fyrirmæli um myndefnið  Jóni Magnússyni lyft á stall með sjálfstæðisfrömuðum Ljósmynd/ Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Magnús Ólafsson. Fullveldi Lýst var yfir fullveldi Íslands við hátíðlega athöfn við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík 1. desember 1918. Aðalræðuna flutti Sigurður Eggerz fjár- málaráðherra þar sem Jón Magnússon forsætisráðherra var staddur í Kaupmannahöfn. Ríkisfáninn (tjúgufáninn) var þá í fyrsta sinn dreginn að hún. Frímerki Mynd af Jóni Magnússyni forsætisráðherra var á frímerkinu á 50 ára afmæli fullveldisins 1968. Ríkisstjórnin ákvað það og lyfti honum þannig á stall með helstu sjálfstæðisfrömuðum þjóðarinnar. Í ár urðu stílfærðar teikningar af þinghúsinu og Stjórnarráðinu með ríkisfánanum fyrir valinu. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þegar Íslandspóstur sendi á dög- unum frá sér tvö frímerki í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands á þessu ári var fyrirtækið að fylgja gamalli hefð. Fyrir utan þann meg- intilgang að sýna burðargjald póst- sendinga og uppruna þeirra hefur frímerkjum lengst af verið ætlað að kynna sögu, menningu, atvinnu- hætti, náttúru og merkismenn þjóð- anna. Frímerkjunum nýju með stíl- færðum teikningum af Alþingishúsinu og Stjórnarráðinu skreyttum ríkisfánanum, sem tekinn var í notkun 1918, er ætlað að vera sjónræn túlkun fullveldisins þegar íslenskt löggjafar- og fram- kvæmdavald leysti hið danska af hólmi. Önnur framsetning var valin á 50 ára afmæli fullveldisins 1968. Ljósmynd af Jóni Magnússyni for- sætisráðherra prýddi frímerkin sem þá voru gefin út. En hugsunin var hin sama. Litið var á andlit Jóns sem sjónrænt tákn fullveldisins. Frímerki fyrir allra augum Lengst af á öldinni sem leið voru frímerki daglega fyrir augum alls þorra landsmanna á bréfum og bögglum. Söfnun frímerkja og við- skipti með þau, notuð sem ný, var blómleg iðja og algengt tóm- stundagaman. Fastir frímerkja- þættir voru í öllum íslenskum dag- blöðum og frímerkjaklúbbar starfræktir um land allt. Ný frí- merki sættu ávallt tíðindum og mynduðust biðraðir á pósthúsum og hjá frímerkjasölum þegar þau komu út. Á þessum velmektardögum frí- merkjanna skipti myndefni þeirra talsverðu máli. Það hafði vægi á svipaðan hátt og minnisvarðar sem stjórnvöld láta reisa á almannafæri, myndir á seðlum og mynt, minjasöfn og minjastaðir og hvað annað sem gert er í almannarýminu til að halda á lofti og rækta sameiginlega arf- leifð og sjálfsvitund þjóðarinnar. Nú þegar frímerki eru orðin sjald- gæf á póstsendingum og útgáfa þeirra miðast einkum við sérstaka áhugamenn og safnara innanlands og utan vekur myndefnið minni áhuga og athygli. Hefðin er þó sterk og frímerki eru enn talin gagnlegur og áhrifaríkur miðill. Þess vegna hefur stjórnvöldum þótt við hæfi að minnast 100 ára afmælis fullveld- isins með sérstökum frímerkjum. Ólíklegt er að þau hafi að öðru leyti haft nokkur afskipti af útgáfunni. Val myndefnis er í höndum hönnuða Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum eða fyrirtækinu. Ertu að byggja, breyta eða bæta? Endilega kynntu þér málið. Snjalllausnir – nútíma raflögn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.