Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ítölsku kosn-ingarnarbreyttu öllum
valdahlutföllum á
Ítalíu. Spurning-
arnar sem vökn-
uðu í kjölfarið
snerust um það
hvort tilvera ESB hefði breyst
um leið.
Von þeirra í Brussel var
hengd á þann nagla, að þrátt
fyrir að pendúll stjórnmálanna
hefði slegið lengra til baka en
nokkur spáði, og ekki síst í af-
stöðu til ESB og evru, væri
fjarri því víst að sigurveg-
ararnir gætu myndað starfs-
hæfa ríkisstjórn. Því væri alls
ekki víst að andstaðan við
ESB og evru myndu skila sér
í veruleika ítalskra stjórn-
mála.
En óbeinu áhrif kosning-
anna á þróun mála í ESB hafa
þegar komið fram.
Macron, forseti Frakklands,
fagnaði því að gamla rík-
isstjórnin væri komin aftur á
gamla koppinn í Þýskalandi
og sagði af því tilefni að nú
væri hægt að setja fulla ferð á
þróunina til aukinnar samhæf-
ingar ESB-landa og þá ekki
síst í fjárhagslegum efnum.
En þá heyrðust þegar hörð
andmæli og það úr ólíklegustu
áttum. Talsmenn fjölda ESB-
ríkja sögðu þetta ekki rétta
tímann til að viðra slíka hluti
og voru bersýnilega að vísa til
kosningaúrslita á
Ítalíu. Verkefnið
snerist nú miklu
fremur um það að
skynja og skilja
hvers vegna íbúar
í löndum sam-
bandsins væru
orðnir svo fráhverfir því.
Matteo Salvini, einn af
helstu sigurvegurum kosning-
anna, hefur þegar gagnrýnt
framgöngu Brussel í samn-
ingum við Breta. Hann sagði
„Breta, sem væri vinveitt ríki
með ríkuleg viðskiptasambönd
við Ítalíu, hafa tekið lýðræð-
islega ákvörðun um „brexit.“
Verkefnið í framhaldinu væri
að tryggja að þeir gætu átt
hömlulaus viðskipti við lönd
ESB án nokkurra refsi-
tilburða af þess hálfu.“
Salvini talaði um eyðileggj-
andi áhrif evru gagnvart Ítal-
íu, sem hann kallaði raunar
„þýsku myntina.“
Það er vissulega óljóst
hversu vel sigurvegarar kosn-
inganna 4. mars muni spila úr
sínum spilum. En hinn evr-
ópski veruleiki er þó ekki sá
sami og hann var fyrir þær
kosningar og gildir það um
fleira en ESB og evru. Ljóst
er að þrýstingur á flótta-
mannamál álfunnar mun gjör-
breytast. Sama gildir um við-
skiptaþvinganir gagnvart
Rússum. Stuðningur við þær
fer nú minnkandi í Evrópu.
Kosningar á Ítalíu
hafa þegar haft
óbein áhrif á ESB en
stóru spurningarnar
snúast um bein áhrif}
Það glittir í breytingar
Setjum sem svoað þriðjungur
íslensks svínakjöts
væri sýktur af
bakteríum, sem
væru ónæmar fyrir
sýklalyfjum og
ónæmi þetta mætti rekja til
skefjalausrar lyfjagjafar á ís-
lenskum svínabúum. Á meg-
inlandi Evrópu hefði hins veg-
ar með því að halda lyfjagjöf í
lágmarki tekist að koma í veg
fyrir að fram kæmu fjölónæm-
ar bakteríur. Íslendingar
kærðu sig kollótta um þetta,
krefðust þess að íslenskt svína-
kjöt flæddi um Evrópu og
segðu allar tilraunir til að
stöðva útflutninginn einfald-
lega gamaldags verndarhyggju
og sérhagsmunagæslu.
Sennilega myndi heyrast
ramakvein frá heilbrigðis-
samtökum og bændum í Evr-
ópu og líklegt að kröfur Íslend-
inga teldust glannalegar og
óbilgjarnar.
Í raunveruleikanum er þessu
öfugt farið. Ísland er laust við
hinar fjölónæmu bakteríur.
Bændur í Evrópu eru reyndar
ekki sérlega örvinglaðir yfir að
komast ekki á íslenskan mark-
að, en með dóm frá
EFTA-dóm-
stólnum upp á vas-
ann knýr Félag at-
vinnurekenda á um
að þessar varnir
verði afnumdar
sem fyrst og lætur heilbrigð-
isrök sem vind um eyru þjóta.
Talið er að fjölónæmar bakt-
eríur, svokallaðar ofurbakt-
eríur, dragi 25 þúsund manns
til dauða á ári í Evrópu og hafa
þær verið kallaðar „ein alvar-
legasta heilbrigðisógn okkar
tíma“. Eitt dæmi um slíkar
bakteríur er MÓSA, sem
stendur fyrir Meticillin-
ónæmur Staphylococcus au-
reus. Þær geta verið banvænar
komist þær í opið sár. Þriðj-
ungur svínakjöts í kjötborðum
í dönskum verslunum er með
MÓSA.
Í fréttaskýringu hér á síð-
unni er fjallað um þetta mál og
mótmæli forustu bænda, gegn
því að niðurstaða EFTA-
dómstólsins verði innleidd
óbreytt. Andstaða bændanna
snýst vitaskuld um hags-
munagæslu, en það er ekki
bara þeirra hagur að sýnd
verði gát í þessu máli.
Ónæmi baktería við
sýklalyfjum er talin
ein helsta heilbrigð-
isvá samtímans}
Í vörn gegn ofurbakteríum
M
ér er í minni smáatvik úr
menntaskóla. Lítill hópur fé-
laga í Framtíðinni var stadd-
ur á málkvöldi á Íþökulofti
þar sem rætt var um mál
sem var ofarlega á baugi. Framtíðin er
helsta félag Menntaskólans í Reykjavík. Ég
stýrði fundi sem forseti félagsins, en tók
jafnframt virkan þátt í umræðum. Einhver
fundarmanna sem var ósammála málflutn-
ingi mínum taldi óviðunandi að fundarstjóri
tæki afdráttarlausa afstöðu og vildi að annar
tæki við stjórn fundarins.
Ég tók þessu illa og sagði að vantraust á
fundarstjóra jafngilti vantrauststillögu á mig
sem forseta félagsins, því það væri tekið
fram í lögum þess að forseti stýrði fundum.
Annar fundarmaður benti þá á ákvæði um að
hlutverk fundarstjóra væri meðal annars að efla og
glæða umræður. Tillagan kom aldrei fram, en ég hélt
aftur af mér í umræðunum eftir þetta. Málið hvarf öll-
um úr huga – nema mér.
Vantraust hefur bara einu sinni verið samþykkt á
forseta Framtíðarinnar. Á sínum tíma var Birgir Kjar-
an felldur með vantrausti árið 1933. Birgir varð seinna
þingmaður og er afi Birgis Ármannssonar, formanns
þingflokks sjálfstæðismanna. Vantraust fyrir 85 árum
er enn í minnum haft.
Fyrstu tveir ráðherrar Íslands voru felldir með van-
trauststillögum, þeir Hannes Hafstein og Björn Jóns-
son. Hannes og flokkur hans misstu meirihluta á þingi
árið 1908, en hann sat sem fastast þar til vantraust var
samþykkt vorið 1909. Vantrauststillagan var flutt af
Skúla Thoroddsen, langafa Katrínar Jak-
obsdóttur forsætisráðherra.
Sjálfstæðisflokkurinn gamli náði meiri-
hluta 1908 og sameinaðist að baki Birni
Jónssyni ritstjóra, merkum manni sem var
orðinn aldurhniginn þegar hann varð ráð-
herra. Fljótlega þóttust menn sjá elliglöp í
embættisfærslum Björns sem neitaði að
víkja nema fyrir vantrausti, þó að meirihluti
flokksmanna hans treysti honum ekki leng-
ur. Það féll í hlut Benedikt Sveinssonar, afa
míns, að flytja vantrauststillögu á félaga
sem brást trausti. Að vantraustinu sam-
þykktu vildu flutningsmenn gera Skúla að
ráðherra. Þá sem oftar fór öðru vísi en upp-
hafsmenn ætluðu.
Á lýðveldistímanum hafa komið fram
tvær vantrauststillögur á ráðherra, árið
1954 á Bjarna Benediktsson og árið 2018 á Sigríði Á.
Andersen, báðar tengdar embættaveitingum. Van-
trauststillögur eru ekkert gamanmál, hvorki fyrir
flutningsmenn né þá sem tillagan fjallar um. Bjarni
flutti langa ræðu um vantraustið 1954 og rökstuddi
vandlega sérhverja af hinum umdeildu embættisveit-
ingum.
Úr efnismikilli ræðu Bjarna situr eftirfarandi til-
vitnun í Friðrik mikla Prússakeisara eftir í huga mín-
um: „Ég leyfi þegnum mínum að segja það, sem þeim
sýnist, og þeir leyfa mér að gera það, sem mér sýnist.“
Kannski er þetta einmitt það sem ráðamenn þjóð-
arinnar óska sér helst enn þann dag í dag.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Vantraust í minnum haft
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Forysta bænda sættir sigekki við það að niðurstaðaEFTA-dómstólsins varð-andi bann við takmörk-
unum á innflutningi á fersku kjöti og
fleiri búvörum verði innleidd
óbreytt. Búnaðarþing sem sat í vik-
unni ítrekaði ósk formanns Bænda-
samtakanna um að leitað verði eftir
viðræðum við ESB um málið, þrátt
fyrir að landbúnaðarráðherra hafi
ekki léð máls á því. Hinum megin
standa síðan innflytjendur sem hóta
frekari málaferlum ef niðurstöður
dómstólsins verða ekki innleiddar.
Í ályktun búnaðarþings um að-
gerðir vegna dóms EFTA-dóm-
stólsins kemur fram það markmið að
íslensk löggjöf tryggi áfram vernd
heilsu manna og dýra með bestu
mögulegu aðferðum til að vernda
innlenda búfjárstofna, koma í veg
fyrir fjölgun matarsýkingartilfella
og aukningu á sýkingum af völdum
sýklalyfjaónæmra baktería. Bent er
á ýmsar leiðir til að ná þessum
markmiðum. Fyrst er nefnt að farið
verði í öflugt kynningarstarf gagn-
vart þingmönnum, stjórnvöldum og
öllum almenningi þar sem afleið-
ingar ótakmarkaðs innflutnings á
hráu, ófrosnu kjöti, ógerilsneyddum
eggjum og ógerilsneyddri mjólk
verði dregnar skýrar fram. Meðal
annarra leiða er að innflytjendum
búvara sem geti borið með sér smit
verði gert skylt að kaupa tryggingar
eða greiða gjald sem geti mætt þeim
skaða sem innflutningur geti valdið.
Mikill þungi er á bak við þessa
ályktun. Sést það meðal annars á því
að búnaðarþing setur þetta mál í for-
gang hjá stjórn Bændasamtaka Ís-
lands á þessu ári.
Undirbúa mótvægisaðgerðir
Kristján Þór Júlíusson land-
búnaðarráðherra virðist ekki ætla að
láta senda sig til Brussel til að taka
upp að nýju samninga við Evrópu-
sambandið um þessi mál, ef mið er
tekið af því hvernig hann talaði í
setningarræðu búnaðarþings. Hann
vinnur út frá niðurstöðu
EFTA-dómstólsins og rakti hvaða
mótvægisaðgerðir stjórnvöld væru
að undirbúa. Sú vinna tæki tíma
þannig að hann taldi augljóst að ekki
yrði hægt að innleiða breytingarnar í
dag eða á morgun, eins og ráð-
herrann tók til orða, einhvers konar
aðlögun þyrfti að breytingunum.
Ekki nýja samninga
Félag atvinnurekenda vekur at-
hygli á því í bréfi sem sent var til
landbúnaðarráðherra, sem svar við
kröfum formanns Bændasamtakanna
á dögunum, að tómt mál væri að tala
um nýja samninga við Evrópusam-
bandið um þessi mál. Samningarnir
hafi farið fram og áhrif þeirra metin
þegar Ísland samdi á sínum tíma við
ESB um að taka upp matvælalöggjöf
sambandsins, bæði hvað varðar sjáv-
ar- og landbúnaðarafurðir. Það hafi
verið mikil hagsmunamál íslenskrar
matvælaframleiðslu að geta flutt út
afurðir á þennan stóra markað.
„Ef íslensk stjórnvöld leituðu nú
til Evrópusambandsins um að semja
sig frá dómi EFTA-dómstólsins –
byggðum á þeim samningum sem Ís-
land gerði á sínum tíma við ESB –
væri augljóslega verið að grafa undan
bæði EES-samningnum sjálfum og
því stofnanakerfi sem sett
hefur verið upp til að
hafa eftirlit með
honum, með ófyr-
irsjáanlegum af-
leiðingum,“
segir í bréfi
FA til ráð-
herra.
Barátta gegn fersku
kjöti sett í forgang
Morgunblaðið/Ásdís
Kjöt Slagurinn stendur um það hvort afnema eigi innflutningstakmarkanir
án refja eða hvort og þá hvernig hægt er að draga úr hættu á sjúkdómum.
Félag atvinnurekenda hafnar
kröfu Bændasamtakanna um
þriggja ára aðlögunartíma að
afnámi innflutningsbanns og
bendir á að stjórnvöldum hafi
verið ljóst í rúman áratug að
bannið væri brot á EES-samn-
ingnum. „Sé Ísland ekki reiðu-
búið að bregðast nú hratt við
niðurstöðu sem var fyrirséð all-
an þann tíma verður það að
teljast vítavert tómlæti.“
Félagið lætur þá von í ljósi að
aðgerðir stjórnvalda vegna
dóms EFTA-dómstólsins og
einnig aðgerðir í framhaldi af
tollasamningum við ESB knýi
ekki fyrirtæki innan FA til að
leita réttar síns fyrir dóm-
stólum, heldur virði íslensk
stjórnvöld alþjóð-
legar skuldbindingar
sínar og taki ekki
upp nýjar hömlur í
vegi frjálsra milli-
ríkjaviðskipta.
Virði skuld-
bindingar
FÉLAG ATVINNUREKENDA