Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 62

Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 62
Sumarbústaður í Úthlíð til sölu Litli sæti sumarbústaðurinn okkar er til sölu. Hann er uþb. 44 fm. að stærð, 2 svefnherbergi, svefnlofti og hita í gólfi með hitastýringu. Mikið gróin og fjölbreytt lóð með mikla möguleika. Heitur pottur sem þarf að skipta út. Bústaðurinn þarfnast viðhalds og kjörið tækifæri fyrir laghenta að eignast yndislegan fjölskyldustað í fallegu umhverfi þar sem stutt er í sundlaug, golf og verslun. Áhugasamir sendi tölvupóst á netfangið gudjonsgata12@gmail.com 14.3 millj. Í dag fögnum við al- þjóðadegi kvenna og þar sem Ísland hefur í tæpan áratug trónað á toppi þeirra landa þar sem jafnrétti mælist hvað mest í heiminum má búast við að augu erlendra fjölmiðla muni að einhverju leyti bein- ast að Íslandi í dag. Enda ekki nema von, við erum fyrirmynd í jafnréttismálum og erum stolt af því. Það sem erlendir fjölmiðlar horfa meðal annars til eru aðgerðir sem Ís- land hefur ráðist í umfram aðrar þjóðir, nú síðast með jafnlaunavott- uninni sem tók gildi 1. janúar síðast- liðinn. Þessi lagasetning rímar reynd- ar sérstaklega vel við yfirskrift dagsins því þema alþjóðadags kvenna 2018 er „Press for Progress“. Með þessari yfirskrift er verið að benda á að til að hraða þróun jafnréttis þurf- um við að horfa út fyrir boxið og jafn- vel grípa í auknum mæli til aðgerða sem hreinlega þvinga okkur til að auka jafnréttið hraðar en ella. Til að setja nauðsyn þessara aðgerða í sam- hengi skal á það bent að nýjustu út- reikningar World Economic Forum, Global Gender Gap Report 2017, sýna að jafnrétti muni nást eftir 100 ár. Þar er þá verið að bera saman mismunandi þætti 106 landa, svo sem á sviði efnahags og at- vinnulífs, menntunar, stjórnmála og fleira. Ef aðeins er litið á útreikn- inga um efnahagslegt jafnrétti kvenna og karla sýna útreikningar að jafnrétti mun nást eftir 217 ár. Þessir út- reikningar virðast nokkuð réttir og ef fram fer sem horfir gæti Ís- land jafnvel náð þeim árangri nokkuð fyrr. Tökum dæmi: Í dag stýra konur 8% af 400 stærstu fyrirtækjum landsins. Af því umhverfi sem við þekkjum gætum við verið bjartsýn og áætlað að þessi hlutdeild myndi hækka um 3% á hverjum áratug hér eftir. Þetta myndi þá þýða að konur myndu stýra helmingi stærstu fyrirtækja landsins svo „fljótt“ sem árið 2157. Á ég að hrópa húrra núna? Eða á ég að spyrja: Hvers vegna að bíða svona lengi? Reikningsdæmið í samfélaginu sjálfu er einfalt: Við erum jöfn að tölu, konur og karlar. Með áfram- haldandi sóun á mannauði og kröftum kvenna töpum við sem samfélag í heild. Ekki bara viðskiptalífið. Þess vegna hvet ég alla til að nýta daginn í dag til að hugleiða með hvaða hætti við getum hraðað ferli jafnréttis og þá helst þannig að björtustu spár og útreikningar hætti að sýna okkur bið- tíma í áratugi og aldir. Hér skal árétt- að að biðtíminn snýst ekki um bið- Hættum að hræðast aðgerðir Eftir Rakel Sveinsdóttur Rakel Sveinsdóttir Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). rakel@spyr.is » Þetta myndi þá þýða að konur myndu stýra helmingi stærstu fyrirtækja landsins svo „fljótt“ sem árið 2157. Á ég að hrópa húrra núna? tíma kvenna því mesta fórnarlamb ójafnréttis og kynjaskekkju er sam- félagið sjálft. Í raun má segja að á meðan við höldum áfram að nýta ekki mannauð og kraft kvenna til fulls blæði samfélaginu alltaf meira en því gerði ef fjölbreytileikinn væri betur tryggður. Jafnrétti snýst nefnilega ekki um neitt annað en fjölbreytileika og er því í eðli sínu andstaða við eins- leitni. En hvernig getum við hraðað ferlinu, til dæmis í atvinnulífinu? Það gerum við með því að hugsa út fyrir boxið. Hætta að vera föst í hug- myndum og aðferðafræði sem við vit- um að skilar engu nema áframhald- andi hraða snigilsins. Þetta gæti reyndar þýtt smá hugarfarsbreyt- ingu hjá sumum, sérstsaklega þeim sem hræðast að styðja við aðgerðir því þeim finnst það í mótsögn við þá almennu skoðun að einstaklinga eigi að meta út frá hæfni og getu, óháð kyni. Hér þarf reyndar ekkert að ótt- ast, því í þessu erum við flest sam- mála. Vandamálið er bara að þessi al- menna skoðun okkar er lýsing á samfélagi sem við viljum búa til en ekki samfélagi sem við nú búum í. Að- gerðir eru því oftar en ekki liður í að komast á þann leiðarenda sem við viljum komast á. Svona eins og að velja sér hvaða verkfæri nýtast okkur best, því öll stefnum við jú að sömu uppbyggingunni. Þema dagsins, Press for Progress, er svolítið að benda okkur á þetta og er þar af leið- andi dagurinn til að láta af öllum ótta og fordómum við aðgerðir í þágu jafnréttis og fjölbreytileika. Miklu frekar eigum við að líta á aðgerðir í þágu jafnréttis og fjölbreytileika sem tól og tækifæri til að draga úr þeim ókostum sem einsleitni felur í sér. „Press for Progress“ er því að segja: Bíðum ekki í 100 ár. Bíðum ekki í 217 ár. Bíðum ekki neitt, heldur breytum hlutunum strax í dag. 62 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Helgafell fasteignasala, Stórhöfði 33, Rvk. S: 566-0000 / helgafellfasteignasala.is Guðbrandur Jónasson Löggiltur fasteignasali Helgafell fasteignasala kynnir: Vel skipulagða 107,5 fm íbúð fyrir 63 ára og eldri á 4. hæð í þjónustu­ kjarna VR og Reykjavíkurborgar við Hvassaleiti 56­58. Bókið skoðun hjá Guðbrandi Jónassyni lgfs í síma 896 3328, gudbrandur@helgafellfasteignasala.is Hvað er meira viðeigandi á þessum dögum, þegar vorið er að nálgast og okkur finnst sem ör- stutt sé í að fyrstu sprotar nýs lífs fari brátt að birtast, en að gera kviknun nýs lífs að umfjöllunar- efni? Margir þekkja vanda við að eignast börn og að þurfa að leita á náðir heilbrigðiskerfisins um hjálp. Hjálpin er í formi ýmiss konar meðferða, en ein sú algengasta er svokölluð glasafrjóvgun sem fjölmargir hafa nýtt sér síðustu þrjá áratugi, stundum með afar ánægjulegum árangri. Ef barnlaust par hyggst nýta sér þá þjónustu sem í boði er hérlendis þarf það að reiða af hendi u.þ.b. 500 þúsund krónur. Þetta er á sama tíma og lang- flestar aðrar læknisaðgerðir eru stórlega niðurgreiddar af sam- félaginu, t.d. fóstureyðingar. Við aðra, þriðju og fjórðu meðferð niðurgreiðir ríkið hverja tilraun um 240 þúsund krónur, en parið greiðir annað eins. Þetta er að sjálfsögðu utan við all- an annan kostnað sem parið þarf hugsanlega að bera, eins og vinnu- tap, dvöl fjarri heimili og ferðalög. En að þrá það heitast að eignast afkomanda virðist ekki eiga upp á pallborðið í þessu samfélagi. Hérlendis kemur samfélagið alls ekki nægilega til móts við fólk með ófrjósem- isvanda. Ef par á barn saman fyrir er enga aðstoð að fá frá samfélaginu og það greiðir allan kostnað sjálft. Í löndunum í kringum okkur er stuðningur við fólk sem á í erf- iðleikum með að eignast börn allt annar og meiri og víða greiðir rík- ið fyrstu þrjár meðferðir að fullu. Flestir gera ráð fyrir því frá unga aldri að þegar þeir verði full- orðnir stofni þeir fjölskyldu og verði foreldrar. Það er því áfall fyrir fólk þegar það kemst að því að það þurfi aðstoð við barneignir. Talið er að einn af hverjum sex glími við ófrjósemisvanda. Það eru ekki allir svo heppnir að geta látið draum sinn rætast um afkom- endur án aðstoðar tækninnar og við tekur erfið þrautaganga vona og vonbrigða. Við þekkjum öll einhvern sem hefur glímt eða glímir við þennan vanda. Nú þegar er öldrun þjóð- anna eitt helsta vandamál vest- rænna samfélaga í lýðfræðilegum skilningi og barneignum hefur líka fækkað að mun. Við þær að- stæður hefði mátt telja það bæði sjálfsagt og eðlilegt að aðstoða fólk við slík vandkvæði og einnig efnahagslega hagkvæmt. En það er öðru nær. Þessi hópur er ut- angátta í heilbrigðiskerfinu, en hann er þögull, enda eru þessi vandkvæði feimnismál hjá mörg- um og flestir bera harm sinn í hljóði og fara í hverja meðferðina á fætur annarri. Þessi hópur er verulega af- skiptur í heilbrigðiskerfinu, en hefur með sér samtök sem nefn- ast Tilvera. Styðjum þetta góða og fallega málefni og gerum bet- ur, miklu betur fyrir þennan hóp. Eftir Karl Gauta Hjaltason »Hérlendis kemur samfélagið alls ekki nægilega til móts við fólk með ófrjó- semisvanda. Karl Gauti Hjaltason Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins. kgauti@althingi.is Að eignast börn – eða ekki Óvenjuoft hefur þjóðvegum landsins verið lokað í vetur enda tíðarfar óvenjurysjótt. Ég tel að við Íslendingar verðum að nota aðrar aðferðir við vegagerð en verið hefur. Ég þekki best til vega milli Reykjavík- ur og Akureyrar og yfir Hellisheiði. Skoð- um fyrst leiðina frá Reykjavík til Akureyrar. Á Kjalarnesi og fyrir Hafnarfjall er vegurinn oft lok- aður vegna hvassviðris í suðaustan veðrum. Þar myndi duga að byggja skjólvegg meðfram veg- inum öðrum megin. Við eigum nóg af tæknimenntuðu fólki til að reikna út hæð og styrkleikja slíks veggjar. Á Holtavörðuheiði eru allt aðrar aðstæður. Þar er hvass vindur og skafrenningur bæði í sunnan- og norðanáttum og hvassir strengir frá Tröllakirkju, bæði í suðvesta- nátt og norðanhviðum. Ég vann við vegagerðina þegar núverandi vegur var lagður yfir heiðina. Þá var rætt um að leggja veginn yfir háheiðina vestur við Holtavörðu- vatn. Fjallvegurinn fer nú í 407 metra hæð en hefði orðið um 50 metrum lægri. Vegfarendur hefðu losnað við versta veðrið. Þegar vegurinn var lagður voru ekki til tæki hérlendis til að leggja veginn með vatninu. Nú eru til tæki til þess en vegagerðin yrði vissulega dýr. Hugmynd mín er að byggja yfir veginn þar sem veðrið er verst og snjósöfnun mest. Það á við veginn frá Norðurá í Heiðarsporði og norður undir „Dæld“, um það bil 10 kílómetra kafli. Ég tel að yf- irbygging sé miklu ódýrari lausn en nýr vegur meðfram Holta- vörðuvatni. Skyggni ekkert Þá er komið að veginum um Línakradal þar sem talað er um að aka „fyrir Múlann“. Það er vegurinn frá Hvammstangavega- mótum og að Vest- urhópsvegamótum, um það bil 8 kílómetr- ar. Á þessum kafla er oft mjög hvasst og mikið snjókóf, „blind- hríð“, þótt ökufært sé um Miðfjörð og Víði- dal. Hjá Gauksmýri sem er á miðri þessari leið er vefmyndavél frá Vegagerðinni. Ég hef séð að þar er stundum lítið skyggni, jafnvel svo að ekki sést í veginn frá myndavélinni. Næst er að nefna kafla á Öxna- dalsheiðinni, um 4 km í Bakka- selsbrekkunni. Þar gerir mikla ófærð og miklu meiri eftir að sett var vegrið á austurkantinn til að varna því að bílar aki þar fram af. Laga mætti báða þessa kafla með því að byggja yfir þá. Loks nefni ég Hellisheiði, á milli Reykjavíkur og Hveragerðis, sem oft lokast. Þyrfti að byggja yfir veginn frá Litlu kaffistofunni og austur á Kambabrún. Með svona aðgerðum myndu þessar leiðir oftast verða færar, auk þess sem mikill kostnaður við snjómokstur sparaðist. Gefið stefnuljós Eitt umferðarmál í lokin: Mikið væri til bóta ef bílstjórar sem aka út úr bílastæðum gæfu stefnuljós. Þá sæju aðrir ökumenn miklu fyrr að þeir væru að aka af stað. Gott væri ef Samgöngustofa myndi brýna þetta fyrir vegfarendum. Yfirbyggðir kaflar eru lausnin Eftir Þórarin Þorvaldsson Höfundur er fyrrverandi bóndi og vörubílstjóri, frá Þóroddsstöðum. Þórarinn Þorvaldsson »Með svona aðgerðum myndu þessar leiðir oftast verða færar, auk þess sem mikill kostn- aður við snjómokstur sparaðist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.