Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 63
UMRÆÐAN 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
Til leigu 8 íbúðir á 3. 4. og 5. hæð við Laugaveg 59, Kjörgarður. Íbúðirnar eru
allar nýjar og afhendast fullgrágengnar með öllum tækjum í eldhúsi, einnig
þvottavél og þurrkara. Allur frágangur er vandaður. Mikið útsýni úr íbúðunum.
Svalir á 3. og 4. hæðinni eru innbyggðar með svalalokun. Stórar þaksvalir
eru á 5. hæðinni og eru heitir pottar á svölum stærri íbúðanna.
Bílastæði í bílageymslu Reykjavíkurborgar geta fylgt hverri íbúð.
Stærðir íbúða er 2ja, 3ja og 4ra herbergja. Stærðir frá 78 fm til 138 fm.
Verð frá 290 þús.
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar.
Upplýsingar gefur Dan Wiium hdl., og löggiltur fasteignasali í síma 896 4013
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16.00-18.00
Íbúðir til leigu
Laugarvegur 59, Kjörgarður
Á undanförnum ár-
um hefur Hafnar-
fjarðarbær lagt
áherslu á að byggja
upp fjölskylduvænt
samfélag og leitast
sérstaklega við að
mæta þörfum barna-
fjölskyldna. Sam-
kvæmt þjónustu-
könnun sem gerð var
meðal íbúa Hafnar-
fjarðar á síðasta ári er 91% ánægt
með bæinn sem stað til að búa á.
Ánægja með þjónustu við barn-
fólk hefur einnig aukist talsvert á
milli ára. Ég vil að við höldum
áfram á þeirri vegferð og bætum
þjónustuna enn frekar við barna-
fólk. Núverandi meirihluti hefur
unnið að því að styrkja leik-
skólana og hefur einnig lækkað
innritunaraldur barna. Það er
mikilvægt að efla leikskólana enn
frekar og standa vörð um það öfl-
uga starf sem þar fer fram. Ég vil
að við leitumst við að þróa og efla
starf leikskólanna þannig að börn-
unum okkar líði sem best og
starfsfólkinu sem annast þau. Að
sama skapi er nauðsynlegt að
huga vel að því góða starfi sem
unnið er í grunnskólum bæjarins
með því að huga vel að starfsfólki
og nemendum grunnskólanna í
bænum.
Það er einnig mikið hagsmuna-
mál fyrir fjölskyldur að auka sam-
þættingu milli skóla-
og íþrótta- og tóm-
stundastarfs hjá
börnum. Á þann hátt
er hægt að stytta
vinnutíma barna og
auka um leið gæða-
stundir fjölskyldu.
Hafnarfjarðarbær
hefur tekið skref í þá
átt með því að end-
urvekja þjónustu frí-
stundabílsins sem
ekur börnum milli
skóla og tómstunda.
Ég vil að sú þjónusta verði efld
þannig að fleiri börn geti nýtt sér
hana.
Það er mér hjartans mál að
Hafnarfjörður verði besti bærinn
fyrir barnafólk og ég vil leggja
mitt af mörkum til að svo verði.
Ég bið um ykkar stuðning í 3.-4.
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði í komandi sveitar-
stjórnarkosningum.
Fjölskylduna í for-
gang í Hafnarfirði
Eftir Guðbjörgu
Oddnýju
Jónasdóttur
Guðbjörg Oddný
Jónasdóttir
» Það er mér hjartans
mál að Hafnarfjörð-
ur verði besti bærinn
fyrir barnafólk og ég vil
leggja mitt af mörkum
til að svo verði.
Höfundur er mannauðsstjóri og
sækist eftir 3.-4. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Hvernig getum við
skipulagt daginn í dag,
ef við vitum ekki hvað
við gerðum í gær?
Hvernig áætlum við
framtíðina, ef við
þekkjum ekki fortíð-
ina? Hvenær rann
hraunið, þar sem nú
er Hafnarfjarðarbær,
eða Hvassahraun?
Getur nokkurn grun-
að, að þar geti aftur
runnið hraun? Við vitum lítið um
landið, ferðamenn sem hingað
koma að skoða „Sögueyjuna“, fá þá
mynd, að landið hafi byggst ein-
hvern tíma í gamla daga, hvað sem
það nú er.
Í hundrað ár hefur Háskóli Ís-
lands lagt fæð á alla þá, sem birt
hafa söguskoðanir, sem ekki eru í
þröngu beinu samræmi við op-
inbera sögu landsins, og þvílík
saga! Engin þekking, hvorki á
landsháttum né tengingu við önnur
lönd.
Ísland var í upphafi veiðistöð.
Hingað komu menn frá Noregi og
skosku eyjunum, til að vinna svarð-
reipi og aðrar afurðir af stórselum,
en svarðreipi voru unnin úr rost-
ungaskinnum, voru öllum reipum
sterkari, og langskipum nauðsyn-
leg. Þetta voru mikil verðmæti, og
vanir menn sáu fljótt, að gróðurinn
hér hentaði vel til fjárræktar. Þeir
tóku því með sér sauðfé, sem fersk-
meti, því nóg rými var á skipum á
útleið, og settu á land, þar sem þeir
komu hingað að vori, þá voru ær
lambfullar, og ekki tóku þeir fé
með til baka, á fullfermdum skipum
sínum, enda mundi þess ekki langt
að leita að vori. Hing-
að var því féð flutt að
utan að öllum lík-
indum langt fyrir
landnám.
Sá hinn ágæti
fræðimaður Árni Óla
hélt því jafnan fram,
að við landnám hefði
verið mikill fjöldi fjár í
landinu, eða eins og
segir í Landnámu, að
eigi þurfti þar fé að
kaupa, í „þeirri veiði-
stöðinni“. Veiðistöð
sem var löngu orðin til fyrir land-
nám þótt Árni setji það ekki í það
samhengi. Það vekur einnig at-
hygli, að löggjöf um mörkun sauð-
fjár var ekki sett í landinu fyrr en
120 árum eftir landnám, þrátt fyrir
að frá því um 950 hafi verið þvílík
harðindaár á Íslandi, sem og í
norðurálfu allri. Gnótt sauðfjár hef-
ur að öllum líkindum ekki kallað á
slíkt.
Velta má fyrir sér tölulegu sam-
hengi ofangreinds: Segjum sem
svo, að 500 ær hafi verið fluttar til
landsins nokkru fyrir hina op-
inberu tímasetningu landnáms.
Eina ógnin á sumrin var slátrun
meðal veiðimanna á sumrum, sem
deildi hlut með gnótt af selkjöti og
fiski, og vetrarveðrin. Ef við setj-
um fjölgunina t.d. sem 20% á ári að
jafnaði, þá lítur dæmið þannig út;
Eftir 10 ár 2.500 eftir 20 ár 16.000
eftir 30 ár 99.000 og eftir fjörutíu
ár, það er í kring um árið 890 væri
talan komin vel yfir 600.000 fjár, en
það áraði vel á þessum árum, og
landið var skógi vaxið milli fjalls og
fjöru.
Lítum nú aðeins á verslunina.
Stórútflutningur var stundaður
héðan á fyrstu árum landnáms á
stórselaafurðum, en rostungurinn
hefur þann sið að yfirgefa látur sín,
ef hann er drepinn þar ótæpilega.
Síðan kom jarðarkólnunin eftir 948,
en þá vildi svo til, að eftirspurn eft-
ir skjólfatnaði jókst um allan heim,
hins vegar voru fimbulveturnir svo
ægilegir, að Ísland var brátt und-
irlagt af matarþjófnaði, og sekir
skógarmenn urðu landsplága.
Verslun þessa tíma fór þannig
fram, að kaupmenn komu út hing-
að, seldu vörur sínar, dvöldu síðan
hér um veturinn, og biðu á meðan
heimilin í landinu unnu vefnað og
skjólföt, en með þessu móti voru
þessir vetursetumenn fyrstir á
markaði erlendis.
En til hvers að vita um þetta?
Kemur sólin ekki upp á morgnana,
og býr til „Bitcoin“ á daginn? Mo-
unt Paektu eldfjallið í Koreu gaus
árið 948. Þetta var stærsta gos í
heiminum á síðastliðnum fimm þús-
und árum. Gosefnin sem losnuðu
upp í andrúmsloftið námu um 120
rúmkílómetrum (Katla hefur náð
næstum 2 rúmkílómetrum), og
byrgðu fyrir sól í 1-3 ár. Vís-
indamenn eru núna að birta upplýs-
ingar um mikil umbrot í fjallinu.
Hvers vegna?
Eftir Kristján Hall » Í hundrað ár hefur
Háskóli Íslands lagt
fæð á alla þá, sem birt
hafa söguskoðanir, sem
ekki eru í þröngu beinu
samræmi við opinbera
sögu landsins.
Kristján Hall
Höfundur er á eftirlaunum.