Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 65
UMRÆÐAN 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
Konukvöld í Smáralind
20%AFSLÁTTURAFÖLLUMVÖRUM
NEMATILBOÐSVÖRUM
OPIÐ FRÁ 10 TIL 23
HVAÐ HENTAR
ÞÍNU STARFSFÓLKI?
Hjá okkur færðu ljúffengan mat
úr fyrsta flokks hráefni.
• Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti.
• llmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum.
• Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi.
• Brakandi fersk salöt og ávexti.
• Við komum til móts við ykkar óskir
kryddogkaviar.is
kryddogkaviar@kryddogkaviar.is
Sími 515 0702 og 515 0701
Nú er mér allri lok-
ið, hvað er að gerast,
eru allir að fá hækkun
miðað við launaþróun
en við skilin eftir og
ekki í fyrsta skipti?
Er það í samræmi við
allt sem sagt hefur
verið um mikilvægi
okkar í samfélaginu?
Aldraðir skoruðu
hátt í allri umræðu
fyrir kosningar og all-
ir ætluðu að laga það sem aflaga
hefur farið. Hvar eru kosningalof-
orðin? Hvar er mikilvægi okkar í
samfélaginu, en það er gríðarlega
mikið?
Hvernig væri vinnumarkaðurinn
án afa og ömmu sem skutla og
sækja börn svo foreldrar geti lokið
sinni vinnu eða það að eldra fólk
hjálpar þessum sömu fjölskyldum
að láta dagana ganga upp með
gistingu og allskonar hjálp. Hvar
væri þá vinnumarkaðurinn?
Um þessar mundir er verið að
hækka laun hópa sem hafa bundið
síg við launaþróun. En hvað með
okkar hóp? Fékk hann launahækk-
un? Hópurinn hefur ekki samn-
ingsrétt en hann getur farið í mál
við stjónvöld. Mismunun, brot á
jafnræðisreglu og endalaus leið
stjórnvalda til að finna hvernig er
nú hægt að halda þesum hóp niðri.
Hver tekur lokaákvörðun um 4,7%
en ekki 7,1% eins og launaþróunin
var? Aldraðir eiga að standa jafnt
og aðrir. Annað er hróplegt órétt-
læti.
Í lagagrein 69 um hækkun líf-
eyris er sagt: „Hækka skal lífeyri í
samræmi við
launaþróun en þó
aldrei lægra en verð-
lagsþróun.“ Á sínum
tíma sagði Davíð
Oddsson „að með
þessu væru komin
belti og axlabönd fyr-
ir eldra fólk“. Og
hvað? Ekki aldeilis
því þingheimur að
fara í jólafrí sam-
þykkir oft á tíðum að
velja verri kostinn.
Síðustu daga hefur
verið fjallað um spill-
ingu á Alþingi í formi óljósra
greiðslna. Á sínum tíma voru akst-
ursgreiðslur uppbætur á léleg laun
eða bensínstyrkur. Hvers vegna er
Alþingi enn statt í fornöld? Þar
eru laun í dag þannig að fólk á að
komast klakklaust í vinnuna án
styrkja og svo er spurning mín
hvar er miðað við lokatalningu á
vegalengd … vinnumarkaðurinn
hefur skilgreint hvað sé vinnu-
svæði og um tíma var miðað við
Elliðaárnar en það er löngu liðið.
Er verið að skrá akstur að dyrum
Alþingis? Sérréttindahópar sem
þurfa að mæta í vinnuna og eiga
líka nokkur heimili. Er það þess
vegna sem sumt af þessu fólki
sækist eftir að vera á Alþingi –
krásirnar svo miklar? Hvar eru
hugsjónir ykkar og endið svo með
margfaldan lífeyrissjóð á við ann-
að fólk? Viljið þið ekki vera hluti
samfélags en ekki dekurrófur?
Leitið aftur að hugsjónum ykk-
ar þegar þið hafið tíma frá því að
koma aurunum ykkar í lóg. Ekki
er þetta fyrir eldra fólk í landinu,
það er bara ódýrt kosningablöff.
Aldrei aftur því við treystum ykk-
ur ekki. Þið lofuðuð öll öllu fögru
og töluðuð mikið um okkur eldra
fólkið. En hvað svo? Öllu haldið
niðri og nú þegar hópar eru að fá
leiðréttingu vegna launaþróunar er
þessi hópur skilinn eftir. Æ æ, er-
uð þið bara á Alþingi fyrir ykkur
sjálf? Hvað með fólkið í landinu?
Mörg önnur mál skelfa okkur
vegna mismunar. Nú síðast er að
koma í ljós að lækniskostnaður
hækkar mest hjá öldruðum í nýju
kerfi. Varað var við þessu í mars-
apríl sl. vor en enginn hlustaði.
Væntanlega verðum við að leita
til dómstóla til að rjúfa þetta ljóta
spilverk. Við erum fólk eins og aðr-
ir og innan örfárra ára verður okk-
ar frábæra lífeyriskerfi í stakk bú-
ið til að mæta nýjum áskorunum. Í
dag greiða lífeyrissjóðir um 60% af
því sem eldra fólk hefur handa á
milli en ríkið ræðst á að þetta skili
sér til fólksins með óhóflegum
skerðingum. Ekki vegna atkvæða
heldur til að sýna sætan ársreikn-
ing.
Við verðum öll að senda á okkar
þingmenn áskorun um að standa
vörð um okkar málefni. Þeirra net-
föng má finna á vef Alþingis. Verð-
um að nota öll okkar vopn og tæki-
færi því við erum stór hópur; yfir
40 þúsund manns. Áfram við öll.
Alltaf í baráttu fyrir réttlæti. Allt-
af.
Nú er komið nóg!
Eftir Þórunni
Sveinbjörnsdóttur » Allt of langt gengið
gagnvart eldra fólki
– hvers vegna?
Þórunn
Sveinbjörnsdóttir
Höfundur er formaður
Landssambands eldri borgara.
Atvinna