Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
✝ Magnús Á.Guðmundsson
fæddist í Reykjavík
30. ágúst 1926.
Hann lést á Hjúkr-
unar- og dvalar-
heimilinu Höfða á
Akranesi 24. febr-
úar 2018.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Ágústsson frá Birt-
ingarholti, f. 2. maí
1897, d. 23. júlí 1976, og kona
hans, Ragnheiður Sigfúsdóttir
Thorarensen, f. 25. júní 1897, d.
29. ágúst 1942. Bræður Magn-
úsar voru: a) Sigfús Haukur, f.
27. júní 1920, d. 22. maí 1962,
maki Sigrún Björgúlfsdóttir og
eignuðust þau þrjú börn, Skúla,
Ragnheiði og Þórunni. b) Skúli
Martin Andersen og eiga þau
tvö börn, b) Ólafur Jónson, maki
Elísabet Eydís Leósdóttir og
eiga þau þrjú börn. b) Skúli
Magnússon, f. 12. maí 1959,
maki Sigríður O. Jónsdóttir, f.
10. október 1960. Börn þeirra
eru a) Margrét Skúladóttir,
maki Bragi Thoroddsen og eiga
þau einn son. b) Magnús Á.
Skúlason og á hann eina dóttur.
Magnús lauk stúdentsprófi
frá Verzlunarskóla Íslands árið
1946 og flutti sama ár til Akra-
ness og hóf störf hjá Haraldi
Böðvarssyni og Co. þar sem
hann vann allan sinn starfs-
aldur, lengst af sem skrifstofu-
stjóri. Auk starfa sinna hjá Har-
aldi Böðvarssyni sat hann í
stjórn Andarkílsárvirkjunar um
árabil og var umboðsmaður
Loftleiða á Akranesi, enn frem-
ur var hann í stjórn Verkalýðs-
og sjómannafélags Akraness um
nokkurra ára skeið.
Útför Magnúsar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 8. mars
2018, klukkan 13.
Guðmundsson, f.
25. mars 1924, d.
22. janúar 2002,
maki Aðalbjörg
Björnsdóttir og
eignuðust þau þrjár
dætur, Ragnheiði,
sem er látin, Mar-
gréti Birnu og Erlu
Björgu. Magnús
átti tvo hálfbræður,
samfeðra, Kára,
sem er látinn, og
Ágúst.
Hinn 7. júlí 1951 kvæntist
Magnús Ernu Sigurðardóttur, f.
19. júlí 1926, d. 7. júní 1999.
Börn þeirra eru a) Sigríður H.
Magnúsdóttir, f. 7. desember
1953, maki Jón Magni Ólafsson,
f. 21. ágúst 1943. Börn þeirra
eru a) Erna Jónsdóttir, maki
Jæja afi, þá kom að þessu, ég
veit ekki hversu oft við mamma
höfum rætt að þetta hljóti nú að
vera síðustu jólin en þau eru
örugglega orðin átta í það
minnsta. En ef maður heldur sig
við sama spádóminn, sem er svo
öruggur sem dauðinn er, þá hlýt-
ur maður að hafa rétt fyrir sér á
endanum. Og það hlaut að koma
að þessu fyrr eða síðar þó að í
þínu tilfelli hafi það verið síðar,
mun síðar. En talandi um jólin þá
rifjast upp öll jólin sem þið amma
voruð hjá okkur og hvað það var
alltaf notalegt. Ein jólin ákváðuð
þið að vera bara tvö heima hjá
ykkur og ég man að mér fannst
eiginlega ekki vera jól nema þið
væruð hjá okkur, þið voruð bara
partur af jólahefðinni og svo þú
eftir að amma dó.
En ein af mínum fyrstu minn-
ingum er þegar ég fékk að fara
með þér í vinnuna þegar ég var í
pössun hjá þér og ömmu. Ég hef
örugglega ekki verið mikið eldri
en sex ára og þetta hefur örugg-
lega verið um helgi því ég man að
við vorum bara tveir í húsinu. Þú
hafðir kennt mér á innanhúss-
símakerfið og ég hljóp um allar
hæðir og fór inn á skrifstofur til
að hringja í þig á þína skrifstofu
til að spyrja þig hvað þú værir að
gera, svo fór ég yfir á næstu
skrifstofu og hringdi aftur og
spurði „en núna?“ Mig rámar í að
þér hafi nú þótt nóg komið þegar
ég var búinn að hringja ca 10
sinnum í þig og þú sagðir mér að
„núna væri komið nóg“ en ég
man ennþá hvað mér fannst
þetta gaman, að fara með afa í
vinnuna og „vinna“ með þér.
Minningarnar eru ótal fleiri úr
Grundartúninu eins og þegar við
vorum í heimsókn og þú varst að
grilla á gamla kolagrillinu og við
barnabörnin fengum það mikil-
væga verkefni að slökkva í eld-
inum með spreybrúsa ef hann
gaus of kröftuglega upp.
En núna er komið að leiðarlok-
um og ég samgleðst þér að vera
laus úr viðjum þessa hruma og
þreytta líkama sem hefur haldið
þér niðri undanfarin ár. Ég er
þess fullviss að þér líður betur
núna og vona bara að ykkur
ömmu hafi tekist að sameinast á
ný.
Þinn
Ólafur (Óli).
Fáum óskyldum mönnum á ég
meira að þakka en Magnúsi Guð-
mundssyni, sem nú kveður að
lokinni langri og viðburðaríkri
ævi.
Þegar ég hóf störf hjá Haraldi
Böðvarssyni hafði Magnús þá
þegar unnið með afa mínum og
föður sem fjármálastjóri og stað-
gengill framkvæmdastjóra á
fjórða áratug, við einstaklega
góðan orðstír. Magnús kom
hingað til Akraness sem nýstúd-
ent 19 ára frá Verslunarskólan-
um og hugðist vinna sér inn fyrir
framhaldsmenntun. Örlögin
höguðu því svo til að árin urðu
næstum sextíu á sama vinnustað.
Það var ómetanlegt fyrir fyrir-
tækið að fá þvílíkan snilling til
starfa og var öllum brögðum
beitt til að halda honum sem
fastast.
Magnús sagði stundum frá því
þegar afi Haraldur gerði ýmsar
lymskulegar tilraunir til að finna
fyrir hann konuefni til að festa
hann í sessi hér á Akranesi. „En
mér tókst svolítið að leika á þann
fullorðna – þegar ég flutti Ernu
mína hingað frá Akureyri,“ sagði
Magnús. Hér á Akranesi bjuggu
þau Erna öll sín ár saman, lengst
af á fallegu heimili þeirra á
Grundartúninu. Erna var glæsi-
leg kona og kunni sannarlega að
gera fallegt í kringum fjölskyld-
una.
Kynni mín af Magnúsi eru
samofin bernsku minni því að
fjölskyldur okkar voru nánar,
bæði í leik og starfi. Mér var það
fyrst morgunljóst hvers konar
akkeri hann var við stjórn fyrir-
tækisins þegar ég hálfgerður
drengstauli um tvítugt tókst á
við þá ábyrgð að reka og stjórna
stóru fyrirtæki í ólgusjó verð-
bólgu og aflabrests. Þá var gott
að leita liðsinnis Magnúsar, sem
af reynslu, íhygli og einstakri ró-
semi leiðbeindi mér. Hann lét
mig aldrei finna annað en full-
komið traust; lét mér líða sem
jafningja þrátt fyrir mikinn ald-
ursmun. Samvinna okkar var
mér ómetanleg og verður ekki
fullþökkuð.
Magnús var góður maður í
þess orðs fyllstu merkingu,
gegnheill, ekki maður margra
orða, en maður góðra verka.
Hann hafði þolinmæði til að bera
og þrautseigju í meiri mæli en
aðrir menn sem ég hef kynnst.
Það kom best í ljós í glímu hans
við margar erfiðar byrðar sem
hann bar með reisn án þess að
kvarta. Magnús var gæddur
óvenjugóðum gáfum, víðlesinn
og tónlist var honum í blóð borin.
Hann sóttist aldrei eftir metorð-
um en það var sannarlega sóst
eftir hæfileikum hans. Lítillæti,
kurteisi og ástúð til samferðar-
manna voru hans persónuein-
kenni.
Fyrir fáum dögum ræddum
við síðast saman. Þá sagði hann
mér að hann væri tilbúinn að
kveðja og langaði mjög til að
fljúga burt úr þreyttum líkama.
Hugurinn var skýr og stefnan
tekin á æðri slóðir. Nú hefur
hann tekið flugið og ég veit að ef
einhver á skilið góða lendingu er
það Magnús.
Ástvinum hans öllum bið ég
og fjölskylda mín alls hins besta.
Haraldur Sturlaugsson.
Magnús
Guðmundsson
✝ María HildurGuðmundsdótt-
ir fæddist í Reykja-
vík 15. nóvember
1925. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 24. febrúar
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Rannveig
Majasdóttir frá Bol-
ungarvík, f. 19.6.
1891, d. 29.6. 1972, og Guð-
mundur Magnússon frá Digra-
nesi, f. 25.4. 1870, d. 6.11. 1934.
Hún var næstyngst sjö systkina:
Ingibjörg, f. 16.11. 1915, d. 13.5.
2006, Sigríður Elísabet, f. 14.5.
1917, d. 6.4. 1991, Emma, f.
13.11. 1918, d. 23.3. 2014, Guð-
mundur Bjarni, f. 5.7. 1921, d.
7.4. 1995, Kristján Friðrik, f.
13.12. 1923, d. 3.12. 2016, Ragn-
1974, synir hennar og Andra
Ottós Ragnarssonar: Aron Logi,
f. 28.12. 2003, og Skarphéðinn
Elí, f. 23.10. 2012. 2) Skarphéð-
inn Kristinn, f. 25.11. 1981, d.
27.5. 2005.
María Hildur missti föður sinn
rétt tæplega níu ára og ólst upp
hjá móður sinni eftir það. Fjöl-
skyldan var í leiguhúsnæði á
ýmsum stöðum í Reykjavík. Hún
gekk í Austurbæjarskóla og tók
þaðan barnaskólapróf. Á æsku-
árum var hún í sveit á Mýrum í
Borgarfirði og svo á Nesi í Höfð-
ahverfi. Hún gekk snemma í KR,
þar sem hún æfði handbolta og
varð svo fyrirliði fyrsta landsliðs
kvenna í handbolta árið 1956.
Hún byrjaði ung að vinna hjá
Sigríði Zoëga ljósmyndara, fyrst
á ljósmyndastofunni og síðar á
ljósprentstofunni, hún vann þar í
37 ár. Eftir það var hún gang-
astúlka á Landakoti og síðar
verkakona hjá Sólargluggatjöld-
um.
Útför Maríu Hildar fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 8.
mars 2018, og hefst athöfnin kl.
13.
hildur Guðrún, f.
12.8. 1930. Auk
þeirra átti María
Hildur þrjú eldri
systkini, samfeðra.
Þau voru Agatha
Kristbjörg, f. 19.8.
1906, d. 17.3. 1937,
Kristján Friðrik, f.
14.6. 1909, d. 16.5.
1999, og Kristín
Sigurveig Frið-
rikka, f. 20.11.
1913, d. 20.7. 1990.
María Hildur eignaðist eina
dóttur, Rannveigu Sigurgeirs-
dóttur, f. 12.11. 1964, faðir henn-
ar er Sigurgeir Bjarni
Guðmannsson, f. 2.5. 1927. Rann-
veig er gift Sverri Jónssyni, f.
4.1. 1950. Sverrir var giftur Guð-
rúnu L. Skarphéðinsdóttur, f.
25.1. 1949, d. 13.8. 1982. Börn
þeirra: 1) Erla Jóna, f. 26.8.
Mamma. Elsku mamma mín.
Þú varst Maja systir, Maja
frænka, Maja hjá Sigríði Zoëga,
auðvitað Maja í KR, Maja kapt-
einn, enda varstu fyrirliði í hand-
boltanum, bæði í KR og svo í
fyrsta landsliði kvenna í hand-
bolta. Þú varst líka Maja á Birki-
melnum og Maja hinum megin,
þið voruð tvær á sama stigapall-
inum á Birkimelnum sem hétuð
María og báðar kallaðar Maja og
einfaldast að kalla ykkur báðar
Maja hinum megin. Þú varst líka
Maja vinkona, þú varðst aldrei
Maja amma, en þú varst Maja
langamma. Í mínum huga varstu
einfaldlega mamma.
Það eru svo margar minning-
ar sem koma upp í hugann, eins
og handboltinn, sem var órjúf-
anlegur hluti af þér. Þitt mesta
stolt í lífinu var að hafa fengið að
spila fyrsta landsleik fyrir Ís-
lands hönd þann 19. júní 1956.
Það má segja að þessi dagur hafi
verið þríheilagur fyrir þig: af-
mælisdagur mömmu þinnar,
fyrsti landsleikurinn og svo
kvennadagurinn. Það var yndis-
legt að fá að fara með þér síðustu
ár að hitta „stelpurnar þínar“ og
að finna vináttuna og væntum-
þykjuna á milli ykkar eftir öll
þessi ár. Þú fórst oft með KR-
stelpunum að horfa á handbolta-
leiki, þangað til þið voruð beðnar
um að yfirgefa áhorfendapallana
– enda voruð þið næstum komn-
ar inn á völlinn, það var komið
gat í vörnina og þið ætluðuð að
hjálpa til. Eftir það léstu þér
nægja að horfa á boltann í sjón-
varpinu. Vinir mínir komu oft á
Birkimelinn þegar leikur var í
sjónvarpinu, bara til að horfa á
þig. Þú tókst ekki eftir neinu,
fyrr en allt í einu að þú leist á
okkur, og þá vorum við öll skelli-
hlæjandi.
Það er svo margt sem kemur
upp í hugann, margt sem ég er
þakklát fyrir og annað sem ég
ætla að gleyma. Ég ætla að
gleyma erfiðu árunum þínum og
halda bara í góðu minningarnar,
þær eru nefnilega svo margar.
Þú varst einn mesti grallari sem
ég hef kynnst, það var alltaf
stutt í grínið hjá þér og alltaf
varstu til í eitthvert sprell. Þú
varst líka stríðnispúki, en alltaf
var það í góðu. Þig dreymdi um
að verða íþróttakennari, en það
var aldrei hægt. Aðstæður voru
erfiðar, amma ekkja og þið mörg
systkinin. Þess vegna lagðir þú
alla áherslu á að ég gæti lært það
sem mig langaði til að læra.
Ég hef svo margt að vera
þakklát fyrir. Ég er þakklát fyrir
allar vinkonur þínar og vini og
tryggðina sem þau sýndu þér
alla tíð. Ég er þakklát fyrir að þú
kenndir mér að meta lestur og
undraheiminn sem leynist í bók-
um. Ég er þakklát fyrir að vinir
mínir voru alltaf velkomnir til
okkar á Birkimelinn og ég er
þakklát fyrir vináttuna, tryggð-
ina og væntumþykjuna sem þau
sýndu þér alltaf. Ég er þakklát
fyrir það að þú þekktir mig fram
á síðustu stundu, þó að flest ann-
að hyrfi í þoku Alzheimers. Ég
er líka þakklát fyrir að hafa verið
hjá þér þegar þú kvaddir þessa
jarðvist. Það er skrítið að kveðja
þig, elsku mamma mín, en ég
veit að núna líður þér vel, þú ert
komin til mömmu þinnar og
pabba, og þeirra systkina þinna
sem eru farin. Hvíl í friði, elsku
mamma, við sjáumst aftur þegar
þar að kemur.
Þín dóttir
Rannveig (Veiga).
Okkur langaði að setja niður
nokkur orð um kæra vinkonu
okkar, hana Maríu H. Guð-
mundsdóttur eða Mæju, sem var
góð vinkona hennar mömmu og
okkar . Þær voru báðar í KR og
vinkonur alla tíð. Þær mæðgur
Rannveig móðir hennar, Mæja
og dóttirin Rannveig sem við
þekkjum sem Veigu bjuggu með
okkur í Tjarnargötunni áður en
þær fluttu á Birkimelinn. Á milli
fjölskyldnanna var mikill sam-
gangur og þær vinkonur voru
báðar einstæðar mæður, sem var
ekki svo algengt á þessum árum.
Það var alltaf gaman að hitta
Mæju og hún tók brosandi á móti
manni, var hress og skemmtileg.
Það er þessi hressleiki sem fylgir
okkur áfram út í lífið á þessari
kveðjustund. Við þökkum fyrir
samveruna, elsku Mæja mín.
Ingunn og Ingólfur Björns-
börn (Ingi og Inga).
Í dag kveðjum við kæra vin-
konu okkar, hana Maju, sem lést
25. febrúar síðastliðinn 92 ára að
aldri. Við kynntumst henni fyrir
rúmum 60 árum í handbolta í
KR. Hún var sjálf búin að vera í
félaginu í langan tíma og tók vel
á móti okkur nýliðunum. Hún
var jákvæð og glaðlynd og hélt
vel utan um okkur. Það er svo
margt sem fer í gegnum hugann
þegar horft er til liðinna tíma.
Blómaskeið handbolta kvenna og
karla í KR var frá árinu 1954-
1960 og var Maja foringi og fyr-
irliði okkar stelpnanna. Í okkar
augum var hún alltaf Maja kapt-
einn og við alltaf stelpurnar
hennar. Lífið var handbolti á
þessum árum og félagslífið mjög
öflugt. Við fórum í allnokkrar
keppnisferðir á þessum tíma
bæði innanlands og utan. Þarna
myndaðist vinátta sem enst hef-
ur alla ævi.
Maja var fyrirliði fyrsta lands-
liðs Íslands í handbolta árið 1956
og var fyrsti landsleikurinn háð-
ur 19. júní það ár á Bislett-leik-
vanginum í Ósló. Leikurinn var
leikinn á grasi utandyra í aus-
andi rigningu og íslenska lands-
liðið lék í venjulegum strigaskóm
en þær norsku í takkaskóm og
auðvitað runnum við út og suður
á blautu grasinu en þær gátu
hæglega stöðvað á punktinum.
Leiknum lauk með sigri Norð-
manna 10:7. Þetta var í þá daga,
en nú er öldin önnur.
Við stelpurnar sem hittumst í
KR þarna um árið eigum saman
ógleymanlegar minningar um
veru okkar í KR og skemmtilegt
tímabil í lífi okkar allra. Við hitt-
umst enn mánaðarlega og meðan
heilsa Maju leyfði mætti hún
alltaf kát og glöð og mundi ávallt
eftir stelpunum sínum.
Við minnumst Maju með hlý-
hug og sendum Veigu og fjöl-
skyldu hennar innilegar samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning Maju okk-
ar kapteins.
F.h. KR-stelpnanna,
Elín, Erna, Geirlaug, Gerða.
Sem dropi tindrandi
tæki sig út úr regni
hætti við að falla
héldist í loftinu kyrr –
þannig fer unaðssömum
augnablikum hins liðna.
Þau taka sig út úr
tímanum og ljóma
kyrrstæð, meðan hrynur
gegnum hjartað stund eftir stund.
(Hannes Pétursson)
Með þakklæti fyrir gömul og
góð kynni.
Ingibjörg Hauksdóttir.
Maja móðursystir mín kvaddi
okkur 24. febrúar sl., 92 ára að
aldri. Síðustu ár sín dvaldi hún í
Sunnuhlíð í Kópavogi og fékk
þar góða umönnun en hún var
sjúklingur síðustu árin.
Maja hélt lengi heimili í
Reykjavík með móður sinni
Rannveigu Majasdóttur, sem
varð ekkja ung að árum, afi var
Guðmundur Magnússon. Maja
fór snemma að vinna, lengst sem
aðstoðarkona á Ljósmyndastofu
Sigríðar Zoëga í 37 ár. Hún hafði
mikinn áhuga á ljósmyndun og
langaði að mennta sig á því sviði
en það gekk ekki eftir vegna fá-
tæktar. Hún eignaðist þó ljós-
myndavél og tók myndir sjálfri
sér og öðrum í fjölskyldunni til
ánægju. Þær mæðgur leigðu
íbúð á Laufásvegi í nokkur ár.
Gömul hjón bjuggu í kjallaranum
og höfðu þau á orði að það mætti
stilla klukkuna eftir því hvenær
Maja lokaði hliðinu á eftir sér
þegar hún fór gangandi til vinnu
í Austurstræti, alltaf á sama tíma
morguns.
Maja hafði alltaf sérstakan
áhuga á íslenskri tungu. Þá var
handbolti hennar áhugamál alla
tíð, hún var KR-ingur af lífi og
sál og var fyrirliði kvennaliðsins.
Hún var líka fyrirliði landsliðs
kvenna í handbolta er liðið
keppti í fyrsta skipti á Norður-
landamóti fyrir Íslands hönd árið
1956 og lenti í þriðja sæti.Var
hún lengi á eftir kölluð Maja kaf-
teinn meðal vina. Hún var lítil og
grönn og frá á fæti. Hún sagði
mér að Guðmundur pabbi henn-
ar hefði stundum hlaupið milli
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar,
svo hún átti kannski ekki langt
að sækja fótafimina.
Á Vitatorgs-elliárunum dreif
Maja stundum í því þegar RÚV
sýndi frá heimsmeistaramótum í
fótbolta, að fá leyfi starfsfólks
fyrir áhugasama íbúa til að
dvelja lengur en vanalega í sjón-
varpsstofunni. Þau fylgdust svo
með keppninni og þegar rétta
liðið skoraði mark gaf Maja
næsta manni olnbogaskot og
hrópin í þeim heyrðust langar
leiðir. Á þessum árum var Maja
auðvitað aðaldriffjöðrin í botsía-
liði Vitatorgs.
Maja var barnlaus framundir
fertugt en sýndi okkur systkina-
börnum sínum mikinn kærleika
og gaf okkur til dæmis spenn-
andi gjafir þegar hún kom heim
úr keppnisferðum á hinum Norð-
urlöndunum. Hún var ósjaldan
til í að grínast með okkur. Jæja,
gamla geit, hvað segirðu nú?
sagði hún stundum við mig þegar
ég bjó hjá þeim í kjallaraíbúð á
Tjarnargötu einn vetur á ung-
lingsárum. Hún smitaði mig af
handboltadellu á þeim tíma og
fór einu sinni með mig og Ingu,
systur mína, í keppni í skíða-
göngu og hvatti okkur eins og
foreldrar mínir til að taka þátt í
Norðurlandakeppni almennings í
sundi. Fyrir allt þetta og ótal
margt annað er ég Maju þakklát.
Ári áður en hún varð fertug
eignaðist Maja dótturina Rann-
veigu Sigurgeirsdóttur og ól
hana upp, fyrstu ár Veigu bjó
amma með þeim á Birkimel í
íbúð Sigurgeirs Guðmannssonar
en eftir lát ömmu bjuggu þær
tvær saman í mörg ár. Veiga fór
eftir stúdentspróf í MH til há-
skólanáms í frönsku í Sviss en
flutti heim að því loknu.
Ég votta Veigu, eiginmanni
hennar Sverri Jónssyni og fjöl-
skyldu þeirra innilega samúð
mína.
Rannveig Haraldsdóttir.
María Hildur
Guðmundsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Þín augu mild mér brosa
á myrkri stund
og minning þín rís hægt
úr tímans djúpi
sem hönd er strýkur mjúk
um föla kinn
þín minning björt
(Ingibjörg Haraldsdóttir)
Sverrir, Erla Jóna, Aron
Logi og Skarphéðinn Elí.