Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 ✝ Þórunn El-ísabet Ingólfs- dóttir fæddist á Grímsstöðum á Fjöllum 16. sept- ember 1928. Hún andaðist á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund 27. febrúar 2018. Foreldrar hennar voru Ingólfur Krist- jánsson, bóndi á Grímsstöðum, síðar á Víðirhóli á Fjöllum og Kaupangsbakka í Eyjafirði, f. 10.9. 1889, d. 9.1. 1954, og Katrín María Magn- úsdóttir húsfreyja, síðar iðn- verkakona á Akureyri og í Reykjavík, f. 13.10. 1895, d. 17.3. 1978. Systkini Elísabetar eru Hrefna, f. 13.11. 1914, d. 10.3. 1994, Hörður, f. 22.2. 1916, d. 28.4. 1932, Sigurður, f. 27.10. 1917, d. 19.11. 1954, Baldur, f. 6.5. 1920, d. 5.1. 2012, Ásdís, f. 23.6. 1922, d. 16.1. 1983, Magn- ús, f. 2.10. 1923, d. 12.3. 1940, Stefán Arnbjörn, f. 13.11. 1925, d. 27.6. 1995, Hanna, f. 28.11. 1929, d. 25.4. 2009, Kristján Hörður, f. 9.5. 1931, d. 7.7. 2016, Karólína, 31.7. 1932, d. 3.1. 1997, Sæfríður, f. 31.7. 1932, d. 23.12. 2006, Birna, f. 13.1. 1938, Páll, f. 24.9. 1940, og Magnús, f. árunum 1960-1966 var Elísabet búsett í Oakland í Kaliforníu þar sem hún starfaði lengst af sem yfirhjúkrunarkona við elliheim- ilið Salem Lutheran Home. Á Ís- landi starfaði hún sem hjúkr- unarfræðingur á fjölmörgum stöðum; sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, Kleppsspít- ala, Berklahælinu á Vífils- stöðum, hersjúkrahúsinu í Keflavík, lyflækningadeild Landspítalans og Hvítabandinu. Elísabet var hjúkrunarfram- kvæmdastjóri Borgarspítalans 1975-82 og deildarstjóri dag- og göngudeildar geðdeildar Land- spítalans 1982-88. Hún var einn- ig virk sem kennari við Hjúkr- unarskóla Íslands. Árið 1974 lærði hún stómahjúkrun við Cle- veland Clinic, fyrst hjúkrunar- fræðinga hér á landi. Árið 1981 útskrifaðist hún sem geðhjúkr- unarfræðingur frá Nýja hjúkr- unarskólanum og stundaði síðar nám í hjóna- og fjölskyldumeð- ferð. Síðast starfaði hún á Landakotsspítala og tók þátt í að koma þar á fót líknarmeð- ferðarteymi. Elísabet var einn af stofnfélögum Samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Útför Elísabetar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 8. mars 2018, klukkan 13. 24.9. 1940. Elísabet eign- aðist son sem lést í frumbernsku, nefndur Magnús, f. 27.11. 1948, d. 21.5. 1949. Árið 1955 giftist El- ísabet Arnari Jóns- syni matreiðslu- manni, f. 19.11. 1918, d. 25.6. 2014. Sonur þeirra er Ingólfur Örn myndlistarmaður, f. 9.2. 1956. Kona hans er El- ísabet Indra Ragnarsdóttir tón- listarfræðingur, f. 21.8. 1970. Synir Ingólfs úr fyrri sambúð með Sólveigu Aðalsteinsdóttur myndlistarkonu, f. 30.6. 1955, eru Þorlákur Jón, f. 27.2. 1987, og Indriði Arnar, f. 5.5. 1981. Sonur Ingólfs og Elísabetar Indru er Ragnar Steinn, f. 8.10. 2005. Elísabet flutti ung til Akur- eyrar til að stunda nám og lauk gagnfræðaprófi 1947. Síðan lá leiðin til Reykjavikur. Þar starf- aði hún sem klíníkdama á nudd- stofu Karls Jónssonar þar til hún hóf nám við Hjúkrunar- kvennaskóla Íslands 1951. Það- an lauk hún prófi 1954. Eftir það starfaði hún eitt ár við Rík- isspítalann í Kaupmannahöfn. Á „Hafi dauðinn tekið einhvern frá þér þá gefðu lífinu það sem hinn látni gaf þér.“ (Naja Marie Aidt) Elísabet var falleg og björt yf- irlitum. Hún var næm, víðsýn og hispurslaus. Hún var mild og blíð en líka föst fyrir. Hún var vitur, skemmtileg og góð. Það var mikil gæfa að fá að kynnast henni, verða hluti af fjölskyldu hennar, eiga í henni tengdamóður, vin- konu og ömmu. Ég kynntist henni fyrir sautján árum og heillaðist strax af henni eins og flestir sem hittu hana; hún bjó yfir eðlislægum sjarma og útgeislun. Elísabet hafði stóran faðm og fágætan skilning á líðan og tilfinningum og í henni áttu ótrúlega margir dýrmæta trúnaðarvinkonu. Barnabörn og systkinabörn, ætt- ingjar og vinir á öllum aldri; hún var fordómalaus og átti svo gott með að setja sig í spor annarra. Fáir hlustuðu betur eða bjuggu yfir meira innsæi og þekkingu á mannlegu eðli. Hún ólst upp á mannmörgu heimili, ein fimmtán systkina í fegurðinni á Hólsfjöllum. Náttúr- an gaf og náttúran tók en fyrir henni voru æskustöðvarnar alla tíð heilagur staður. Hún var alin upp við trú á lærdómi og upplýs- ingu sem hún tileinkaði sér og var stöðugt að leita sér þekkingar; í gegnum lestur, samtöl og mennt- un. Hún brann fyrir starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur og bætti stöðugt við sig reynslu og kunnáttu á því sviði. Þar áttu inn- byrðis tengsl líkama og tilfinn- inga hug hennar stærstan, hvern- ig sálræn áföll og andlegir erfiðleikar geta verið undirrót líkamlegra sjúkdóma og að huga beri að sálrænum og andlegum þáttum, jafnt sem líkamlegum í hjúkrun fólks. Á því sviði var hún brautryðjandi. Elísabet lifði lífinu fallega og af virðingu og skilur eftir sig sæg dýrmætra minninga. Ég er óend- anlega þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast henni, líta til henn- ar og læra af henni. Blessuð sé minning hennar. Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Kær móðursystir mín er jarð- sungin í dag. Hún var á nítugasta aldursári er hún lést og átti að baki langa og farsæla ævi. Þau voru 15 systkinin sem áttu ættir að rekja til Grímsstaða og ólust upp þar og á Viðirhóli á Hóls- fjöllum en hún var áttunda í röð fimmtán systkina. Öll komust þau vel á legg en tveir bræður hennar urðu óblíðri veðráttu að bráð aðeins 16 ára. Slík reynsla er átakamikil og skilur eftir sig spor en þessi stóri systkinahóp- ur hefur alla tíð verið samheld- inn og sterkur þráður á milli þeirra. Eftirlifandi eru nú þrjú þau yngstu. Foreldrar þeirra lögðu mikið upp úr því að þau létu eitthvað verða úr sér og að þau legðu sig fram í því sem þau tækju sér fyrir hendur. Bettý frænka, eins og við nefndum hana alltaf, var fylgin sér í því sem hún tók sér fyrir hendur og sést það best á starfs- ferli hennar sem var fjölbreyttur. Hún hóf nám í hjúkrunarfæði þegar hún flutti að heiman til Reykjavíkur, fór í framhaldsnám í skurðstofuhjúkrun til Kaup- mannahafnar, starfaði á ýmsum spítölum hér á landi, fór í sérnám í geðhjúkrun, einnig í þriggja ára nám í hjóna- og fjölskylduþerapíu og var um tíma hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, einnig kenndi hún við gamla hjúkrunarskólann. Um tíma bjó hún í Bandaríkjunum og vann þar á hjúkrunarheimili. Af þessari upptalningu má sjá að Bettý var sívökul í sínu fagi og hafði metnað til að láta gott af sér leiða. Hún hafði góðan skilning á þeim margvíslegu raunum sem fólk getur ratað í á lífsleiðinni. Hún tók ástfóstri við sjúklinga sína og henni var eðlislægt að sýna þeim alúð og umhyggju. Bettý frænka var mér einkar kær. Hún var viðstödd fæðingu mína og sagði oft við mig „við er- um nánar“ og að heyra þessi orð fannst mér ég verða ríkari, það var gott að eiga hana að. Hún var áhugasöm um allt frændfólk sitt. Síðar á ævinni kynntist ég frænku minni á annan hátt. Það var stutt á milli heimila okkar og heimili þeirra Arnars í Hvassa- leiti stóð mér alltaf opið. Þar átt- um við margar góðar stundir á hennar fallega heimili innan um blómin sem hún hafði svo gaman af. Bettý var mannvinur, hún leit- aði frekar að hinu góða og já- kvæða í fari fólks. Bettý var fróð og lagði mikið upp úr þekkingu, fylgdist vel með, fór oft í leikhús, las mikið af góðum bókum meðan heilsan leyfði. Elsku frænka, ég vil þakka þér fyrir alla þína umhyggju og væntumþykju í gegnum tíðina og bið góðan Guð að blessa þig og minningu þína. Við sendum Ing- ólfi og fjölskyldu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Áslaug Sif Guðjónsdóttir. Þórunn Elísabet Ingólfsdóttir, Bettý frænka, skipar stóran sess í hjörtum okkar. Heimsóknir til hennar og Arnars í Hvassaleiti voru einstakar frá upphafi til enda. Þegar inn var komið varð strax til djúp nánd. Gestir voru boðnir velkomnir af innileika, einlægni og alvöru. Svo var sest niður og boðið upp á kaffi, pönnu- kökur og stundum sérrítár. Þá hófst samræða sem var aldrei yf- irborðsleg heldur alltaf hreinskil- in og djúp og ævinlega komið strax að kjarna máls, því sem raunverulega skipti máli. Kveðju- stundin var ekki síður einlæg, enda hafði Bettý það fyrir lífs- reglu að kveðja alla með djúpri virðingu, eins og það gæti verið í síðasta sinn. Það sem einkenndi Bettý öðru fremur var hæfni hennar til sam- líðunar. Hún sagði einhvern tím- ann frá atviki sem átti sér stað skömmu eftir að bróðir hennar Magnús eldri varð úti á unglings- aldri í mannskaðaveðri á Hóls- fjöllum. Ingólfur faðir hennar var staddur í fjárhúsinu á Víðirhóli við gegningar. Bettý, sem þá var á tólfta ári, ákvað að líta til föður síns og þegar hún sá hann aftan frá áttaði hún sig strax á því að hann væri bugaður af sorg. Gekk Bettý þá til föður síns, tók utan um hann og hughreysti. Þar varð henni ljóst að hún hefði sérstakan hæfileika til að finna til með fólki og hughreysta það. Þegar Bettý var síðar orðin hjúkrunarfræðingur kom hún einhverju sinni að nýlátnu barni sem foreldrarnir stóðu yfir. Hún brást ekki aðeins við sem fag- manneskja, sem hún vissulega var fram í fingurgóma, heldur tók stöðu með hinum ungu foreldrum og grét með þeim. Seinna sögðu þau að þetta hefði verið mesta hjálp sem nokkur manneskja hefði getað veitt þeim á þessari stundu til að takast á við sorgina. Um leið var Bettý ljúf, hlátur- mild og örlát og alltaf til í að fí- lósófera um allt milli himins og jarðar. Hún og Arnar voru fag- urkerar, listræn og tilbúin að njóta þess góða í lífinu. Enginn gladdist eins mikið yfir nýveidd- um silungi sem við gaukuðum að þeim snemmsumars og Arnar, listakokkurinn sem hafði lært á Hotel D’Angleterre í Kaup- mannahöfn, hóf strax að matreiða hann. Það er engin tilviljun að Ingólfur sonur þeirra varð lista- maður og sá hæfileiki erfðist áfram til sona hans. Þeir allir búa yfir sömu tæru sýninni og hlýj- unni sem var svo ríkjandi á heim- ili foreldra og afa og ömmu. Bettý var einstaklega vönduð manneskja og stóra sálin í fjöl- skyldunni frá Hólsfjöllum. Hún bjó yfir óvenjulegum andlegum hæfileikum og styrk. Til hennar gátu allir leitað í gleði og sorg. Hún tók vel á móti öllum, hlust- aði, dæmdi aldrei og lagði alltaf gott til málanna. Maður kom allt- af betri manneskja frá fundum við hana. Þegar mágkona Bettýj- ar (móðir Magnúsar) lést fyrir aldur fram frá eiginmanni og þremur ungum sonum reyndist Bettý þeim mikill styrkur. Hún hélt minningu Elísabethar á lofti með því að tala um hana við drengina og segja sögur af henni. Því gladdi það hana sérstaklega að dóttir eins bræðranna og nafna hennar skyldi leggja fyrir sig geðlækningar. Bettý mun lifa áfram með okkur. Magnús Diðrik Baldursson, Sigríður Þorgeirsdóttir og Elísabet Magnúsdóttir. Það er guðdómlegt veður í garðinum mínum og gullregnið breytist í sól og vorið kyssir syngjandi svörðinn í sólhvítum kjól. (Matthías Johannessen) Garðurinn hennar Elísabetar var fjölbreyttur, þar sáði hún og ræktaði ást og umhyggju fyrir sínum nánustu, virðingu fyrir þeim sem minna mega sín í þjóð- félaginu, ásamt réttsýni, dugnaði og þori til handa þeim sem landið eiga að erfa. Það hefur verið sagt að þeir sem láta sér annt um dýr, gróður og gamalt fólk séu góðar manneskjur, Elísabet var ein af þeim. Gegnheil og vitur fjalla- kona fædd á Grímsstöðum Fjöll- um og bar með sér austfirska arf- leifð hvert sem hún fór. Hjúkrun varð hennar ævistarf en Elísabet brautskráðist úr Hjúkrunarskóla Íslands árið 1954. Starfsvett- vangurinn var fjölbreyttur, hér heima, í Kaupmannahöfn og einn- ig í Kaliforníu. Hún var því vel undir það búin að takast á við stjórnunarstörf við hinn nýja Borgarspítala. Undir forystu Sig- urlínar Gunnarsdóttur var þar einvala hjúkrunarteymi og stjórnendur í góðum samskiptum við starfsfólkið allt. Já, okkur fannst gaman að vinna á Borgarspítalanum, þar voru allar nýjungarnar, enda spítalinn nýr. Elísabet kynnti sér sérstaklega umönnun langveikra og deyjandi, „hospic-hugmynda- fræðina“ sem þá var að þróast. Líknarmeðferðin sem okkur þyk- ir sjálfsögð í dag. Í kjölfarið fór Elísabet í framhaldsnám í geð- hjúkrun og starfaði við geðhjúkr- un eftir það. Elísabet sat í siða- nefnd Hjúkrunarfélags Íslands um árabil. Þegar ég hóf þar störf sem formaður var það ómetan- legt fyrir mig að hafa jafn reynda, vitra og víðsýna konu og Elísa- betu til að leita til. Mörg voru málin sem þurfti að takast á við. Mál er fóru aldrei hátt, enda þess eðlis en þurftu góða úrlausn og kröfðust oft mikillar vinnu. Stundum þurftum við að leggja land undir fót því hjúkrunarum- dæmið var stórt. Seinna þegar stjórnunarstörf mín voru á öðr- um vettvangi var einnig leitað til Elísabetar með hjálp og ráð. Ávallt var hún tilbúin að leggja lið þessi mikli mannvinur. Nú spássera þær vinkonurnar Bettý og Gunný um lendur Sumar- landsins og hafa örugglega um margt að spjalla. Mér finnst ég heyra glaðværan hláturinn. El- ísabetu þakka ég alla hennar um- hyggju, vinsemd og hlýju og er ævinlega stolt yfir að hafa átt vin- áttu hennar. Syni og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Elísabet- ar Ingólfsdóttur. Sigþrúður Ingimundardóttir. Elísabet Ingólfsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, lést 28. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 9. mars klukkan 13. Magnús Már Guðmundsson Vignir Guðmundsson Sigurbjörg Þráinsdóttir Björn Steinar Guðmundsson og afabörn Faðir minn, sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, JÓHANN JÓHANNSSON tónskáld, sem lést í Berlín níunda febrúar verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn níunda mars klukkan 15. Þeim sem kynnu að vilja minnast Jóhanns skal bent á að stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni hans: http://johann-johannsson-memorial-fund.org/ Karólína Jóhannsdóttir Edda Þorkelsdóttir Jóhann Gunnarsson og fjölskylda Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR GESTSDÓTTIR, Hraunbraut 32, Kópavogi, lést á Landakoti laugardaginn 3. mars. Kristrún Tómasdóttir Pétur Oddgeirsson Jóhanna Tómasdóttir Guðlaug Tómasdóttir Steingrímur Sigurðsson Tómas Þórarinn, Arnar Oddgeir, Marta, Sindri Þór, Steinar Páll, Sara Ósk og Tómas Breki Ástkær móðir okkar, PETRÍNA FRANSISKA JÓNSSON, Ninna, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, laugardaginn 3. mars. Útför hennar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 13. mars klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Gunnþór, Margrét Halldóra og Hjördís María Ingabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÆVAR JÓHANNESSON tækjafræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 3. mars. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 14. mars klukkan 13. Jóhannes Örn Ævarsson Sif Garðarsdóttir Sigríður Ævarsdóttir Benedikt Líndal Þórarinn H. Ævarsson Barbara Ómarsdóttir Ólöf Ævarsdóttir Björn Bögeskov Hilmarsson barnabörn og barnabarnabarn Elsku mamma, amma og langamma, RANNVEIG ÞÓRÓLFSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést sunnudaginn 25. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram. Halla Eggertsdóttir Hjalti Eggertsson Auður Eggertsdóttir Eggert Orri Jasmín Eir og Kara Björt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.