Morgunblaðið - 08.03.2018, Page 69
MINNINGAR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna
tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Elsku mamma mín.
Ég get bara ekki fært í orð,
sorgina og söknuðinn.
Við gerðum svo margt saman
og ætluðum að gera enn meira,
m.a. að vera saman á elliheim-
ilinu. Það grínuðumst við oft með
og ég hélt í hjarta mínu að það
yrði eiginlega þannig.
„Margs er að minnast.“
Undanfarin ár einbeittirðu þér
að því að njóta lífsins og fengum
við fjölskyldan oft að taka þátt í
því. Ferðalög, þjóðhátíð og að
vera í húsinu á Spáni sem þú elsk-
aðir svo mikið. Það var auðséð að
lífið var núna og hver einasta
stund nýtt í eitthvað skemmti-
legt. Þú og Kiddi voruð að byrja
lífið í Hafnarfirðinum þar sem við
vorum svo velkomin.
„Margt er hér að þakka.“
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
frábæra mömmu sem ég var svo
stolt af. Mömmu sem var alltaf
svo fín og falleg og passaði vel
upp á að hár væri í réttum lit og
neglur væru óaðfinnanlegar.
Mömmu sem heillaði alla sem
hún hitti og átti svo auðvelt með
að eignast vini. Mömmu sem varð
líka vinkona vina minna. Mömmu
sem var dásamleg amma sem
börnin mín elskuðu og litu upp til.
Mömmu sem var svo mikill hluti
af lífi okkar allra.
Linda Súsanna
Michelsen
✝ Linda SúsannaMichelsen
fæddist 21. ágúst
1949. Hún lést 23.
febrúar 2018
Útför Lindu fór
fram 2. mars 2018.
Guð þerri tregat-
árin stríð.“
Ég samhryggist
þér Kiddi sem sérð
á eftir ástinni þinni.
Ég samhryggist
þér amma sem sérð
á eftir dóttur þinni.
Ég samhryggist
ykkur Sandra og
Edda, systur
mömmu, sem hún
elskaði svo heitt.
Ég samhryggist ykkur systk-
ini mín sem sjáið á eftir mömmu
allt of senmma.
Ég samhryggist ykkur
tengdabörn sem mamma var svo
ánægð með.
Ég samhryggist ykkur elsku
barnabörn sem hefðuð viljað hafa
ömmu svo miklu, miklu lengur.
Ég samhryggist.
„Guði sé lof fyrir liðna tíð.“
Ég mun halda minningu þinni
á lofti, mamma, bæði á stóru
stundunum og í litlu hlutunum
sem við vorum vanar að gera.
Takk fyrir að hafa verið
mamma mín.
Þín elskandi dóttir,
Rósa Hrönn.
Elsku mamma mín, mér finnst
orð svo ódýr akkúrat núna. Þau
geta á engan hátt útskýrt líðan
mína yfir hversu leitt mér þykir
að kveðja þig og hversu ósann-
gjarnt mér finnst þetta. Þú fórst
svo hratt og algerlega óvænt, og
ég á svo erfitt með að trúa þessu.
Þess vegna erfiða ég við að rita
þessi orð.
Orð geta heldur ekki nálgast
það að útskýra þann hafsjó af
góðum minningum ég á, og
hversu þakklát ég er fyrir að hafa
átt þig sem móður. Þú varst ein af
þeim manneskjum sem sáu já-
kvætt í öllu fólki, og hafðir trú á
mér alla tíð. Þú hafðir léttleika að
leiðarljósi í þínu lífi hverja stund,
allt til enda, þar sem þú reyndir
að létta lund okkar allra og láta
lítið bera á sársauka og vanlíðan,
þar til það bar þig ofurliði og
krabbameinið tók þig frá okkur.
Þú varst svo sterk, og gædd
þeim hæfileika að halda þínu
striki sama hvaða hindranir voru
í veginum og það með þvílíkum
elegans og fegurð. Þú gafst mér
jafnvægi, sem var nauðsynlegt
fyrir vogina mig, með taumlausri
þolinmæði og æðruleysi alla tíð.
Árin sem þú áttir eftir að þú
hættir að vinna einkenndust af
hlátri, skemmtilegum ferðum og
mikilli samveru með okkur börn-
unum þínum og barnabörnum.
Þau þekkja þig sem hlýju, mjúku
og skemmtilegu ömmuna sem
alltaf vildi spila, njóta tímans
saman og hreinlega hafa gaman.
Einhvern tímann sagði eitt
minna barna við mig, „amma er
svoldið öðruvísi amma, hún er
svona fjörug amma“.
Ég er svo innilega þakklát fyr-
ir allt sem þú hefur kennt mér á
lífsleiðinni, það hefur mótað mig
að þeirri manneskju sem ég er í
dag.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
Þín
Sara.
Elsku mamma og tengda-
mamma.
Síðasti tíminn með þér er sá
skrítnasti og erfiðasti sem við
fjölskyldan höfum upplifað. Nú
stöndum við eftir illa svikin af 30
árum í viðbót með þér. Við áttum
inni tíma til að spila, púsla,
drekka rauðvín, ferðast og, meira
að segja, til að kvarta yfir góðlát-
legu stjórnseminni þinni.
Við eigum eftir að sakna gleð-
innar og jákvæðninnar, þú varst
alltaf „til í hvað sem er“. Þó að
það hafi ekki verið meint bókstaf-
lega í hvert sinn er það sýnin á líf-
ið sem liggur þar að baki sem er
eftirsóknarverð og við munum
halda í heiðri.
Þú kenndir okkur að lifa og
njóta, að halda hlutunum einföld-
um og sjá hvar maður endar, og að
halda í okkar innra barn sem nýt-
ur þess að halda upp á hátíðir með
pomp og prakt og mörgum gjöf-
um.
Þú hafðir hjartað á réttum stað
og lifir áfram í dætrum okkar. Í
Isabel Bríeti sem er opin, jákvæð
og stjórnsöm, og í nafni hinnar ný-
fæddu Sölku Súsönnu. Við erum
þakklát fyrir tímann sem við feng-
um með þér og munum sakna þín.
Þín dóttir og þinn tengdasonur,
Halldóra og Anders.
Það er með sorg í hjarta sem
við kveðjum elskulega frænku
okkar, Lindu, sem lést eftir stutt
en snörp veikindi þann 23. febrúar
síðastliðinn.
Linda var dóttir Georgs
frænda, eins af Mikkasystkinun-
um frá Sauðárkróki. Þau voru 12
systkinin og mikil samheldni í
þeirra hópi. Það var í þeim anda
sem við frænkur stofnuðum með
okkur frænkuklúbb fyrir tæpum
40 árum og höfum síðan hist
reglulega vor og haust. Með okk-
ur frænkum hefur myndast náin
vinátta og er mikið gantast og
hlegið þegar við komum saman,
þó oft beri alvarlegri mál á góma.
Það er á enga okkar hallað þeg-
ar fullyrt er að Linda hafi verið
ákveðin driffjöður í okkar hópi,
enda kraftmikil og drífandi. Hún
stóð fyrir því að við færum saman
til útlanda og dreif okkur hinar
sem áttum heimangengt áfram
með sinni smitandi glaðværð og
hláturmildi. Þrisvar var farið í
frænkuferð erlendis og eru þær
hver annarri eftirminnilegri, ekki
síst sú síðasta, en þá bauð Linda
öllum hópnum í sumarhús sitt á
Spáni. Það var ógleymanlegt.
Við frænkur eigum eftir að
sakna samfundanna með Lindu
frænku, hún skilur eftir sig stórt
skarð í okkar hóp. Eftir sitja þó
allar skemmtilegu minningarnar
um einstaka konu, glaðværa og
hláturmilda.
Við vottum móður, börnum,
barnabörnum, systrum og sam-
býlismanni Lindu innilega samúð.
Blessuð sé minning Lindu
frænku.
Fyrir hönd frænknanna í
frænkuklúbbnum,
Helga R. Ottósdóttir.
Elskuleg og kær vinkona okk-
ar er fallin frá eftir stutta baráttu
við krabbamein. Ég er þakklát
fólkinu hennar fyrir að leyfa mér
að vera með þeim síðustu stund-
irnar sem hún átti í þessu lífi, það
er mér svo dýrmætt. Við Linda
sem áttum eftir að bralla svo
margt saman en það verður að
bíða betri tíma. Ég er ánægð og
þakklát fyrir alla þá gleði og
samveru sem við Linda áttum
saman, hvort sem það var í
göngutúr, matarboði, við spila-
borðið, á dansiballi, skrölt á
markaði, í búðarápi, sitja með
handavinnu við sjónvarpið eða
við undirbúning næstu skemmti-
ferðar.
Linda var alltaf til í eitthvað
skemmtilegt, hún kunni að gleðj-
ast og hafa gaman. Ég er þakklát
fyrir að hafa kynnst henni og
fengið að umgangast hana, hún
kenndi mér margt um hvernig
við eigum að lifa lífinu og kunna
að njóta. Hún skammaði mig oft
fyrir að ég væri ekki nógu varkár
með heilsuna og svo er það henn-
ar heilsa sem gefur sig. Linda
átti til að gera hlutina með hvelli
og hún gerði það líka núna þegar
hún kvaddi þennan heim, ekkert
hálfkák. Linda á eftir að fylgja
okkur um ókomin ár, hvað sem
við gerum eða hvert sem við för-
um, því minningar okkar um
yndislega vinkonu eru okkur svo
kærar.
Elsku Kiddi, Rósa, Georg,
Sara, Halldóra og fjölskyldur, við
biðjum Guð og alla æðri mætti að
styrkja ykkur á þessum erfiða
tíma. Minning Lindu lifir.
Laufey og Jón Steinn.
Það var föngulegur hópur
ungra stúlkna sem hittist haustið
1968 á Fríkirkjuvegi 11, til að
hefja nám í Fóstruskóla Sumar-
gjafar. Við komum víðs vegar að
af landinu, en fljótlega kynnt-
umst við hver annarri og það
mynduðust sterk vináttubönd og
góð kynni. Linda, sem við kveðj-
um nú var ein af okkar góða hópi,
hún kom frá Hveragerði, gift
kona og átti barn. Linda var mjög
félagslynd og virk í öllu félagslífi
með okkur, hún hafði gaman af að
skipuleggja viðburði, nutum við
þess og þar var gleðin við völd.
Hún var hláturmild og hrókur
alls fagnaðar og bauð heim í
glæsilegar veislur. Við vorum svo
heppnar að faðir hennar var bak-
ari og nutum við góðs af því og
fengum sent bakkelsi svo sem
rjómabollur á bolludegi og annað
góðgæti.
Linda vann fyrstu árin eftir að
við útskrifuðumst við fóstrustörf
á leikskóla, en fljótlega langaði
hana að breyta til og fór að vinna
hjá Talsambandi við útlönd, enda
mikil tungumálamanneskja.
Seinna fór Linda að vinna í fyr-
irtæki sem fyrrverandi eiginmað-
ur hennar rak og það gerði hún af
mikilli samviskusemi og dugnaði.
Við bekkjarsystur hittumst alltaf
öðru hvoru, höldum upp á út-
skriftarafmæli og hittumst gjarn-
an þar á milli. Linda kom alltaf og
hitti okkur þegar hún mögulega
gat en hún hafði mikið að gera við
að vera með barnabörnunum sem
bjuggu í Noregi, Svíþjóð og Vest-
mannaeyjum. Hún hafði líka
mikla ánægju af að dvelja í sum-
arhúsi sínu á Spáni, og höfðum
við talað um að heimsækja hana
til Spánar og halda þar saman
upp á útskriftarafmæli.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Við kveðjum Lindu með sökn-
uði og sendum börnum hennar,
sambýlismanni og öðrum ástvin-
um okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Fyrir hönd bekkjarsystra úr
Fóstruskólanum,
Guðný Rut Jónsdóttir.
Elsku hjartans
amma.
Nú er komið að
kveðjustund og þú
komin í faðm afa sem fór frá okk-
ur allt of skjótt. Þú ert búin að
vera ótrúlega dugleg í veikindum
þínum og nú er þrautum þínum
loks lokið. Minningarnar
streyma fram og þegar sest er
niður og hugsað um samveruna
okkar saman á þessari jörð erum
við full þakklætis fyrir örlæti, ást
og umhyggju þína.
Minningarnar eru allar falleg-
ar og góðar því þannig kona
varst þú, falleg að utan sem inn-
an og vildir allt fyrir okkur gera.
Bakaðir og skreyttir þriggja
hæða hnallþórur fyrir veisluhöld,
hjálpaðir okkur með börnin,
hýstir okkur þegar við vorum á
milli húsa. Þú sagðir aldrei nei,
alltaf viðbúin með svuntu og
inniskó. Æskuárin voru dásam-
leg og eyddi ég þeim mikið
heima hjá þér og afa. Alltaf opið
hús og við barnabörnin slógumst
um að fá að gista þegar færi
gafst. Þú reiddir fram þriggja
rétta máltíðir í hádeginu þegar
afi og við krakkarnir komum í
hádeginu heim til þín og þá var
hlustað á fréttir og spjallað sam-
Sigríður Helga
Ívarsdóttir
✝ Sigríður HelgaÍvarsdóttir
fæddist 1. desem-
ber 1929. Hún lést
22. febrúar 2018.
Útför Sigríðar
fór fram 6. mars
2018.
an. Við munum
sakna þín mikið,
elsku amma, og
hugga okkur við að
nú ertu laus við
þjáningar sl. ára.
Við vitum líka að þú
munt aðstoða afa
við að vaka yfir okk-
ur.
Guð leiði þig, en líkni
mér
sem lengur má ei fylgja þér.
En ég vil fá þér englavörð,
míns innsta hjarta bænagjörð.
Guð leiði þig.
(höf. M. Joch.)
Hvíl í friði, elsku amma okkar.
Ástarkveðja,
Sigríður Helga, Þórður,
Eydís Ása, Kristófer
Guðjón og Sara Dagný.
Elsku besta amma Sigga, nú
er kominn tími til að kveðja
bestu ömmu sem hægt er að
hugsa sér. Fyrstu minningar
mínar um ömmu Siggu og afa
Gauja eru úr Gnoðarvogi þar
sem amma og afi áttu heima og
voru þau alltaf með heimili sitt
opið fyrir okkur í stórfjölskyld-
unni. Alltaf var gott að vera hjá
þeim hvort sem það var í pössun,
í mat eða bara til að vera með
þeim. Amma Sigga sá alltaf um
að hafa góðar veitingar í boði
enda mikill gestgjafi og bjó hún
til bestu kökur, sætabrauð eða
brauðtertur sem voru listaverki
líkast. Aldrei setti amma Sigga
út á það sem maður gerði og ein
besta minning mín er þegar hún
kíkti i heimsókn til okkar Helga
til Akureyrar þar sem við byrj-
uðum búskap okkar. Við Helgi
elduðum dýrindis kjúkling og
amma Sigga borðaði hann eins
og stórsteik. Þegar amma Sigga
heyrði ekki til hvíslaði mamma
því að mér að amma Sigga borð-
aði aldrei kjúkling, fyndist hann
ekki vera matur, en amma Sigga
hefði aldrei sagt það við okkur
Helga enda við búin að hafa fyrir
því að elda fyrir hana.
Amma Sigga var alltaf svo
dugleg og vildi allt fyrir alla
gera. Fór gangandi um alla
Reykjavik eða hoppaði upp í
strætó þegar leiðirnar urðu
lengri. Þegar Dagmar Hrund,
englastelpan okkar, veiktist og lá
löngum tímum á spítalanum kíkti
amma Sigga alltaf til okkar.
Dagmar Hrund elskaði að fá
ömmu Siggu til sín enda var hún
svo natin að leika, lesa eða bara
knúsa þegar þannig lá við.
Amma Sigga var voðalega stolt
af öllum afkomendum sínum. Nú
síðustu ár hennar á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli passaði hún vel
upp á að heimilisfólkið vissi að
hún ætti börnin sem komu í
heimsókn til hennar. Það sást
alltaf í brosi hennar hversu stolt
hún var af öllum barnaskaranum
okkar. Nú er Sigga amma komin
í Draumalandið með Gauja afa
og munu þau passa upp á börnin
mín sem þar eru og veit ég að
þau eru i höndum þeirra bestu.
Nú ertu, amma mín, laus úr viðj-
um sjúkdómsins þíns og munt
vaka yfir fjölskyldunni okkar.
Við þökkum þér fyrir allt sem þú
hefur gefið okkur í gegnum árin.
Kveð þig með söknuði og vil
minna þig á að við elskum þig.
Bryndís, Helgi Þór og börn.
Elsku bestasta amma mín í
heimi.
Ég sakna þín svo mikið og
allra minninganna sem við áttum
saman söngvanna, ferðalaganna,
fallegu hefðanna sem við höldum
enn í og eldamennskunnar þinn-
ar, örbylgjusamlokunnar með
skinku, osti og miklum smjörva,
þannig samloku hef ég aldrei
fengið jafn góða og hjá þér og
ekki má gleyma góðu, frægu
ömmubrúntertunni þinni.
Gleymi því aldrei hvað ég beið
eftir því að passa í skóna þína
sem ég náði fljótt því þú notaðir
skó nr. 36 og var ég mikið svekkt
að geta ekki leikið með ömmu-
skó lengur en samt smá montin
að vera með stærri fætur en
amma. Ég man lögin sem þú
kenndir mér, sögurnar þínar og
bækurnar sem þú last fyrir mig.
þú varst amma mín sem var allt-
af að dekra við mig, fín, góð lykt
af, brosandi, hlæjandi, syngj-
andi, áttir alltaf bláan opal, gafst
mér smarties og pening í bíó.
Takk, elsku besta Sigga amma
mín, nú ertu komin á betri stað,
hress og kát eins og ávallt, til
elsku Gauja afa. Ég vil þakka
þér fyrir að vera til fyrir mig og
okkur öll.
Ég elska þig endalaust.
Þín Anna Döggin.
Sandra og Thelma passa vel
upp á Greyið þitt sem þú pass-
aðir svo vel upp á og sem ég
dröslaðist fram og til baka með.
Anna Dögg Rúnarsdóttir.
Ég var þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að alast upp að miklu
leyti hjá ömmu Siggu og afa
Guðjóni í Gnoðarvogi við mikla
ást og umhyggju. Þar ríkti mikil
gleði og samheldni í stórum hóp,
enda héldu þau hjón stórt heim-
ili með mörg barnabörn í kring-
um sig og yngri bræður móður
minnar. Aldrei skorti ömmu þol-
inmæði og man ég vel eftir að
sitja margar stundir við eldhús-
borðið með henni þar sem hún
kenndi mér lestur og fleira.
Amma Sigga var og er mikil
hetja í mínu lífi enda kunni hún
ráð við flestu. Til að mynda ef
einhver veikindi voru, kunni hún
öll ráð til að laga eða láta manni
líða betur. Amma var einstök í
eldhúsinu þar sem hún töfraði
fram þriggja rétta matseðla í
hverju hádegi fyrir átta manns.
En ekki dugði bara að elda í há-
deginu, því bakstur var henni of-
arlega huga og iðulega nýbakað
bakkelsi seinni parts dags.
Amma kunni að skemmta okkur
krökkunum og var farið í grasa-
garðinn í Laugardal ef veður gaf.
Þá var amma búin að smyrja
brauð og annað bakkelsi haft
með í för. Þegar ég eignaðist
mitt fyrsta barn stóð ekki á
ömmu að passa dóttur mína, og
hún var einstaklega lagin með að
leika við hana og skemmta henni.
Ég og fjölskylda mín áttum
margar skemmtilegar stundir
með í ömmu í seinni tíð, má þar
nefna ferð sem við fórum saman
til Köben, sú ferð mun ávallt lifa.
Amma, þú og afi voruð alltaf til
staðar og alltaf var gott að koma
til ykkar. Ég þakka þér fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig. Þín
verður sárt saknað.
Ragnar Steinn.
Elsku vinkona mín
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Blessuð sé minning þín, Sigga
mín.
Þín æskuvinkona
Sigurrós Anna
Kristjánsdóttir (Gógó).
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför okkar
ástkæru móður,
RÖGNU SIGURÐARDÓTTUR,
Höfn, Hornafirði.
Brunnhólssystur og fjölskyldur þeirra