Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Þrastarlundur 15, Garðabær, 50% ehl., fnr. 207-2572, þingl. eig. Kristjana H. Þorgeirsd. Heiðdal, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn 12. mars nk. kl. 10:00. Lundarbrekka 4, Kópavogur, fnr. 206-4038, þingl. eig. Þjóðólfur Gunnarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lundarbrekka 4, húsfélag og Kópavogsbær, mánudaginn 12. mars nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 7. mars 2018. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og gönguhópurinn leggur af stað kl. 10.50. Myndlist kl 13 og söngfuglarnir mæta til okkar kl. 13 og æfa í matsalnum fram að kaffi. Bókmenntaklúbburinn mætir í hús kl. 13.15 og kaffið á sínum stað kl. 14.30, allir velkomnir í brauð og kökur. Árskógar Smíðastofan er lokuð. Leikfimi með Maríu kl. 9. Helgistund Seljakirkju kl. 10.30. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Myndlist með Elsu kl. 13-17. Söngstund með Björgu og Bryndísi kl. 14-15. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Botsía kl. 10.30. Brids og kanasta kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Vítamín í Valsheimilinu kl. 9.30-11.30. Bókband kl. 13-16. Bóka- bíllinn kemur kl. 14.30. Samverustund með presti frá Háteigskirkju kl. 13.30, allir hjartanlega velkomnir. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverkstofa kl. 9. Vítamín í Valsheimili kl. 9.30. Postulínsmálun kl. 13. Kaffiveitingar kl.14.30. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opin handavinna frá kl. 9-12, bókband kl. 9-13, Vítamín í Valsheimili kl. 10-11.15, fjölbreytt og skemmtileg hreyfing fyrir alla. Rúta til og frá Valsheimili fer frá Vitatorgi kl. 9.45. Ókeypis og öllum opið. Boðið upp á kaffi í lokin. Frjáls spilamennska kl. 13-16.30, bíósýningi kl. 12.45 (Sigla Himinfley), handavinnuhópur kl. 13.30-16, kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vitatorg, síminn er 411-9450. Garðabær Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 7.40/8.20/15.15. Qi gong Sjá- landi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Karlaleikfimi í Sjálandi kl. 11. Stólaleikfimi í Sjálandi kl. 11.50. Botsía í Sjálandi kl. 12.10. Handvinnuhorn í Jónshúsi kl. 13. Málun í Kirkju- hvoli kl. 13. Saumanámskeið í Jónshúsi kl. 13. Félagsvist Kvenfélags Garðabæjar í dag, 8. mars, kl. 19 að Garðaholti. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Leikfimi Maríu kl. 10- 10.45. Perlusaumur kl. 13-16. Bútasaumur kl. 13-16. Myndlist kl. 13-16. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 leikfimi, kl. 10.50 jóga, kl. 13. Bók- band, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 bingó, kl. 14 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 16.10 myndlist. Gullsmári Handavinna kl. 9. Jóga kl. 9.30. Ganga kl. 10 handavinna / brids kl. 13. Línudans kl. 16.30. Jóga kl. 18. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–14. Jóga kl. 10.10-11.10. Hádegismatur kl. 11.30. Ættir og örnefni kl. 13, spjallhópur sem ræðir ættir og æskuslóðir, allir velkomnir að vera með. Korpúlfar Sundleikfimi kl. 7.30 í Grafarvogssundlaug. Tölvuráðgjöf kl. 10 í Borgum. Leikfimishópur Korpúlfa kl. 11 í fimleikasalnum í Egils- höll, skákhópur Korpúlfa kl. 13 í Borgum. Tréútskurður á Korpúlfs- stöðum kl. 13. Námskeið, Jónas Þór um Íslendingaslóðir, og Ljóða- námskeið Kristjáns Hreinssonar kl. 13 í Borgum, lokadagur. Kristján Hreinsson verður með aukatíma fyrir alla þátttakendur í námskeiðinu. Allir geta ort kl. 13 í dag í Borgum. Farið verður yfir væntanlega ljóðabók sem unnið er að gefa út. Mikilvægt að allir mæti. Botsía kl. 16 í Borgum. Norðubrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, bókabíllinn kl. 10.30-11, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-16, ganga með starfsmanni kl. 14, tölvu- og snjall- tækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og handavinnuhópurinn kemur sam- an kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30–15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Hel- enu í síma 568-2586. Botsía kl. 13.15 á sléttum vikum. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi sundlauginni kl. 7.15. Bókband Skóla- braut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 12. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. BINGÓ Í GOLFSKÁLANUM Í DAG kl. 14. Sætaferðir frá Skólabraut kl. 13.30. Allir velkomnir. Ath. skráning hafin vegna óvissuferðar fimmtudaginn 15. mars. S. 8939800. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba kl. 10.30 undir stjórn Tanyu. Fyrsti fyrirlestur í dag kl. 14–16, Bryndís Schram mun fjalla um lífið, í gleði, sorg og sút, gamni og alvöru. FEB félagar fá tækifæri til að segja frá einu og öðru sem á daga þeirra hefur drifið í lífinu, segja frá ferðum sínum eða kynna ferðir framundan á vegum félagsins. Vantar þig rafvirkja? Þú finnur allt á FINNA.IS ✝ Bjarni Ólafssonfæddist í Björk í Sandvíkurhreppi 22. september 1927. Hann lést 19. janúar 2018. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Gíslason, bóndi í Björk, f. 15. nóv- ember 1899, d. 1. apríl 1943, og Guð- björg Pálsdóttir húsmóðir, f. í Halakoti í Bisk- upstungum 3. mars 1899, d. 17. ágúst 1982. Bjarni var næst- elstur í hópi sex systkina. Þau eru: Hulda Guðbjörg, f. 26. ágúst 1923, d. 13. júlí 2016, Guð- mundur, f. 24. október 1929, Sig- ríður, f. 23. nóvember 1932, Katrín, f. 5. nóvember 1938, og Guðmunda, f. 8. júní 1942, d. 25. maí 2012. Bjarni kvæntist 19. febrúar 1954 eftirlifandi eiginkonu sinni, Jónínu K. Kristjánsdóttur tal- símaverði, f. 7. nóvember 1930. Foreldrar hennar voru Kristján Magnússon, f. í Dal í Vestmanna- eyjum 24. febrúar 1909, d. 16. nóvember 1979, og Júlíana K. Kristmannsdóttir, f. í Steinholti í Vestmannaeyjum 18. júlí 1910, d. Barnabörnin eru 13 og barna- barnabörnin 15 talsins. Bjarni ólst upp í sveitinni með foreldrum sínum og systkinum, gekk í barnaskóla á Selfossi og fór síðan í Héraðsskólann á Laugarvatni, lauk þaðan prófi árið 1945. Hann hóf störf hjá Pósti og síma 1946 við jarð- símatengingar og línulagnir, var verkstjóri, fulltrúi við tækni- legar framkvæmdir og yfir- deildarstjóri bifreiðareksturs og sérverkstæða. Bjarni tók virkan þátt í félagsmálum þeim er tengdust hans stéttarfélagi. Hon- um var þar treyst til trún- aðarstarfa og var gjaldkeri FÍS til margra ára. Bjarna var m.a. falið að finna Félagi íslenskra símamanna stað fyrir orlofshús. Þann stað fann Bjarni austur í Laugardælahreppi í landi Aust- ureyjar; tanga sem gengur út í Apavatnið og ber nafnið Skógar- nes. Yfir þessu svæði var hann vakinn og sofinn og þarna naut fjölskyldan þess að dvelja og leggja hönd á plóg við að betr- umbæta svæðið, sem í dag er eitt af glæsilegustu orlofssvæðum á landinu. Árið 1954 byggðu þau hjónin hús í Heiðargerði í Reykjavík sem varð svo athvarf fjölskyldunnar allt til ársins 2007 en þá fluttu þau á Sléttuveg. Útför Bjarna fór fram í kyrr- þey 5. febrúar 2018. 10. janúar 1990. Bjarni og Jónína eignuðust fimm dætur, þær eru: 1) Guðbjörg, f. 25. júlí 1954, maki Ragnar Ingólfsson, f. 24. júní 1952. Börn þeirra eru: a) Þór- unn, f. 23. nóv- ember 1978, b) Bryndís, f. 26. októ- ber 1987. 2) Sigrún, f. 8. ágúst 1956, sambýlismaður Eiríkur Kr. Eiríksson, f. 6. júlí 1952. Börn Sigrúnar eru: a) Anna Björk, f. 2. ágúst 1977, b) Kolbeinn, f. 30. október 1980, c) Bjarni Arnar, f. 12. nóvember 1985. 3) Kristín, f. 14. desember 1960, maki Högni Guðnason, f. 1. apríl 1958. Börn þeirra eru: a) Linda Ósk, f. 25. apríl 1982, b) Bjarney, f. 8. desember 1983, c) Guðni Björgvin, f. 31. desember 1988, d) Kristinn, f. 31. desember 1994. 4) Áslaug, f. 31. mars 1964, maki Gunnlaugur Magnússon, f. 14. mars 1958. Börn þeirra eru: a) Magnús, f. 26. ágúst 1987, b) Ásta, f. 8. október 1996. 5) Helga, f. 21. febrúar 1971. Börn Helgu eru: a) Valtýr, f. 22. janúar 2005, b) Una, f. 14. september 2010. Mínir vinir fara fjöld feigðin þessa heimtar köld. Þessi vísa eftir Bólu-Hjálmar þykir mér eiga við þegar ég frétti lát Bjarna Ólafssonar, fyrr- verandi fulltrúa hjá Landssíma Íslands. Þeim fer nú fækkandi vinum og samferðamönnum frá fyrri hluta síðustu aldar. Bjarni var fæddur 22. septem- ber 1927. Kynni okkar hófust ár- ið 1951 á Víðimelnum þar sem við hjónin hófum okkar búskap í lítilli kjallaraíbúð. Beint á móti hinumegin götunnar, höfðu þau Bjarni og Jónína (Nína) hafið bú- skap skömmu áður. Eiginkonur okkar voru æskuvinkonur og endurnýjuðu þær kunningsskap- inn við ofangreindar aðstæður. Bjarni var starfsmaður Lands- síma Íslands þegar þarna er komið og vann þá við línuteng- ingar víðsvegar um landið þar sem símalínur voru grafnar í jörðu, nákvæmnisverk og oft unnið við erfiðar aðstæður, sér- staklega á vetrum. Seinna meir og lengst af bjuggu þau í Smá- íbúðahverfinu eða Heiðargerðinu þar sem þau byggðu sér einbýlis- hús og þar sem stúlkubörnin fimm fæddust, mannvænleg börn, sem flestar giftust til sveita og urðu þar bústólpar. Bjarni var með menntun frá Héraðsskólanum á Laugarvatni eins og margir merkir Íslending- ar voru með á þeim tíma. Með- fæddir eiginleikar og góð greind urðu honum lyftistöng í lífinu þar sem honum voru falin ábyrgðarstörf innan Landssím- ans, þar var hann farsæll í starfi til starfsloka. Bjarni var góður fjölskyldu- faðir, hafði þægilega nærveru, hófsamur í allri framkomu, traustur og íhugull í daglegu fari. Hann ferðaðist víða innan- lands sem erlendis ásamt konu sinni Nínu og var fróður um land og þjóð. Á einum góðviðrisdegi á undirritaður skemmtilega minn- ingu á göngu með Bjarna vestan Bláfjallasvæðis vestan Brenni- steinsfjalla þar sem hann var kunnugur því svæði. Þar blöstu við Eldborgin og Kistufellið, gönguferð sem tók drjúgan hluta úr degi, nestaðir smurðu brauði og heitu kakói af hita- brúsum. Slíkum stundum í kyrrð og víðáttu íslenskrar náttúru gleymir maður ekki. Þarna var Bjarni á heimavelli og fræddi undirritaðan um staðhætti. Gönguferð þessi er mér minn- isstæð. Bjarni var pólitískur í eðli sínu og var skemmtilegur í hita umræðunnar. Það var yfirleitt erfitt fyrir mig að vera honum ósammála þó svo ég reyndi það stundum til að viðhalda skemmtilegri umræðu. Samvistir okkar hjóna við þau Bjarna og Nínu urðu löng og órofa. Þeim var vel við haldið fram á síðasta dag enda áttu eig- inkonur okkar stóran þátt í að svo var. Sú samvera skapaði margar ánægjustundir. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þess kost að eiga þau Bjarna og Nínu að vinum, sem nú spannar 70 ára tímabil. Við hjónin óskum Bjarna Ólafssyni góðrar heimkomu í nýjum heimkynnum og sendum Nínu og afkomendum þeirra okkar samúðarkveðjur. Þórarinn Elmar Jensen. Bjarni Ólafsson Þegar ekið er inn Fljótshlíðina og fram hjá skóg- inum á Tumastöð- um stendur þar uppi í hlíð lág- ur gulur burstabær. Þetta er Kollabær og í austustu burst- inni bjó Ásgeir Tómasson þeg- ar ég kynntist honum sem ná- granna fyrir hálfum öðrum áratug. Þarna bjó hann einn og lét sér annt um sauðkindur og hross. Hvorki var mikið borið í burstina hans Ásgeirs né úti- húsin en væri hann sóttur heim tók hann gestum af hlýju og bauð þeim að þiggja veitingar við eldhúsborðið. Á meðan fé var á húsi var gesturinn gjarn- an leiddur í torf- og steinhlaðið fjárhúsið þar sem kindurnar fögnuðu Ásgeiri. Ég eignaðist fáeinar ær frá Runólfi í Fljótsdal. Þetta var forystufé. Ærnar voru sjálf- stæðar og fóru eigin leiðir. Ein þeirra var grábotnótt, auð- þekkjanleg vegna þess hve há- fætt hún var og vör um sig. Í byrjun nóvember 2011 fór ég niður í Landeyjar að Vorsa- bæ með nágrönnum mínum, Viðari Pálssyni og Ásgeiri. Sóttum við þangað þá grábot- nóttu með einu lambi. Hjónin í Vorsabæ kölluðu hana Björns- botnu. Ærin fór þangað einnig árið 2009 og bar þá þremur lömbum og komst í Bændablað- ið enda ekki sjálfgefið að fé úr Fljótshlíð gerði sig svona heimakomið á bæjum í Land- eyjum. Þegar hjónin sáu ána Ásgeir Tómasson ✝ Ásgeir Tóm-asson fæddist 29. mars 1929. Hann lést 23. febr- úar 2018. Útför Ásgeirs fór fram 5. mars 2018. komna til sín aftur hringdu þau og létu vita af henni. Ásgeir bauð botnu vetursetu eins og áður. Ærin hljóp beint úr bílnum í fjárhúsið hans og naut þess greini- lega að vera þar á kunnuglegum slóð- um. Natni Ásgeirs við kindurnar var einstök og talaði hann til þeirra eins og vina. Sömu alúð sýndi hann hrossunum. Þau voru gjarnan á beit hjá okkur að Kvoslæk. Skömmu áður en Ásgeir brá búi kom hann gjarnan akandi löturhægt á gamla jeppanum og gaf sér stund til að gæla við hrossin sem jafnan hlupu að girðingunni þegar þau sáu bíl- inn. Þetta eru ljúfar minningar ekki síður en hitt að hafa feng- ið tækifæri til að smala með Ásgeiri fyrir norðan Þríhyrning og fara að föðurarfleifð hans, Reynifelli, en Ásgeir tók við búi þar árið 1961. Þarna ólst hann upp, einn níu barna hjónanna Tómasar og Hannesínu. Í Heklugosinu 1947 rigndi vikri og ösku víða í nágrenni eldfjallsins. Reynifell er ekki fjarri Heklu, norðvestan við Þríhyrning. Að sögn hélt fjöl- skyldan sig innan dyra í ösku- og vikurmyrkrinu. Þegar menn bar að garði til að grennslast eftir líðan fólksins var ekki svarað strax sem þótti óvenju- legt á Reynifelli. Ekkert amaði þó að fólkinu en það heyrði ein- faldlega ekki til komumanna vegna ólátanna í Heklu. Næstu nágrannabæir, Þorleifsstaðir og Rauðnefsstaðir, grófust und- ir öskuvikri, vindáttin bjargaði Reynifelli. Á kveðjustund eru Ásgeiri þökkuð góð kynni og vináttan sem hann sýndi okkur aðkomu- fólkinu og því sem okkur fylgdi. Blessuð sé minning Ásgeirs Tómassonar. Björn Bjarnason. Í dag kveðjum við elskulega Geira okkar í hinsta sinn, en minning hans mun ávallt lifa með okkur. Geiri var einstakur maður og í hans tilfelli ætti heil bók við frekar en minningargrein. Það var gaman að vera í kringum Geira, hann var fullur af fróðleik og minnugur. Kenni- leitum kunni hann einstaklega góð skil á og þekkti hann nán- ast hverja þúfu í nærsveitum. Svo ekki sé minnst á þann ara- grúa af vísum sem hann kunni og var óspar að deila við rétt tækifæri. Víst er, að með frá- falli hans glatast heilmikil vitn- eskja. Það var sérstaklega gaman að ferðast með Geira og ferð- irnar sem við fórum saman um landið voru ófáar. Oftast fórum við á fjallabak og þar kom fróð- leikur hans um fjöll og kenni- leiti vel í ljós, enda hafði hann farið í ótalmargar ferðir í smöl- un inn á afrétt. Á ferðum okkar kíkti Geiri alltaf eftir sauðfé og það var vitað mál, að þegar far- ið var fram hjá hestafólki þá þurfti að hægja á bílnum. Bæj- arstæði grandskoðaði Geiri líka, það var til þess að sjá hvernig dýrin á viðkomandi stað hefðu það. Dýrin voru hon- um ávallt ofarlega í huga. Geira þótti vænt um hestana sína og kindur og að sjálfsögðu þekkti hann allar sínar kindur með nafni. Við Kollabæ átti Geiri það til að grípa í orfið, meðal annars til að fá nýtt og ferskt gras fyr- ir dýrin sín. Einu sinni þegar við komum, sagði Geiri okkur frá því, að heil rúta hafi stopp- að stuttu áður til að taka mynd- ir af honum með orfið. Okkur þótti það nú ekki skrítið, enda orðin fágæt sjón að sjá menn slá með þessum hætti. Nægjusamari mann er erfitt að finna. Þótt Geiri ætti birgðir af ullarpeysum, prjónaðar af vandamönnum, þá var ekkert óeðlilegt að sjá hann með snæri í stað beltis eða grisju um háls- inn. Eflaust hefur einhverjum fundist hann vera gamaldags, en það var einmitt eitt af því sem gerði hann svo sérstakan. Hann var ekkert að spá í hvað öðrum fyndist. Litli eldhúskrókurinn í Kollabæ var vinsæll meðal heimamanna og þar komum við varla að garði, nema að fyrir væri bíll í innkeyrslunni. Geiri var vinur vina sinna og hann átti alltaf eitthvað út í kaffið og með því fyrir þá sem báru að garði, þótt hann varla snerti það sjálfur. Hann var góð fyr- irmynd og ekki til í honum mannvonska og því ekki skrítið að bæði börn, fullorðnir og dýr vildu vera í návist Geira. Við vorum þeirrar gæfu að- njótandi, að Geiri bjó ekki langt frá sumarbústaðnum okk- ar. Hann var heilsuhraustur og enn á níræðisaldri kom hann ríðandi til okkar í bústaðinn úr Fljótshlíðinni. Þótt við værum misgóð þegar kom að reið- mennsku, þá fengum við stund- um að fljóta með á hestunum upp eftir og alltaf fengum við flott hrós fyrir frammistöðuna. Á kvöldin var oft gripið í spil, þar passaði Geiri ávallt upp á að allir væru jafnir þegar upp væri staðið. Litla herbergið í bústaðnum mun ávallt vera merkt þér Geiri. Lífið úr sveitinni fylgdi Geira til Reykjavíkur og daglegar skyldur sem fylgdu bústörfun- um véku aldrei úr hug hans. Hugurinn var enn í Kollabæ. Með miklum söknuði kveðj- um við þig, elsku Geiri okkar. Þú varst alveg einstakur! Birgir, Hanna, Fjóla og Gerður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.