Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Svalaskjól -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í yfir 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni 198 4 - 2016 ÍS LEN SK FRAML EI ÐS LA32 Yfir 90 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • solskalar.is AF LISTUM Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Þekkirðu til verka Williams Shake- speares? Ef ekki, langar þig til að kynnast þeim en nennir ekki að setj- ast niður til að lesa eða a.m.k. glugga í höfundarverk enska stórskáldsins? Tugir leikrita hans, allar sonnett- urnar og ljóðin má til dæmis nálgast í liðlega 1.100 síðna bók í eigu þess sem þetta skrifar, og tekið skal fram að bókin sú er í stóru broti! Gott og vel; þú hefur ekki tíma í það verk- efni. Skiljanlega. Þá er tilvalið að leysa málið með því að verja kvöld- stund í Samkomuhúsinu á Akureyri þar sem nú er sýnt verkið Sjeikspír eins og hann leggur sig. Lengir hlátur lífið? Fólk virðist býsna upptekið, almennt séð, á þessum síðustu og bestu tímum og því án efa mjög vel séð að gera langa sögu stutta í sem flestum tilfellum. Sjeikfélag Akur- eyrar, líklega einhvers konar undir- verktaki hins gamalkunna Leik- félags Akureyrar, gerir sannarlega langa sögu stutta því boðið er upp á öll leikrit meistarans á liðlega hálfri annarri klukkustund, gott ef sonn- etturnar komu ekki líka við sögu. Óhætt er að halda því fram að líf og fjör hafi verið á frumsýning- unni um síðustu helgi. Það, að leik- húsgestir, allir sem einn eða því sem Að gera langa Sjeikspírsögu stutta Ljósmynd/Auðunn Níelsson Sjeikspír Jóhann Axel Ingólfsson leikur og syngur, Benedikt Karl Gröndal og Sesselía Ólafsdóttir taka undir. næst, standi upp í lok sýningar, er svo sem engin frétt, en að það sé gert í því skyni að hylla leikhópinn, og að hann sé klappaður upp fjórum sinnum, gerist ekki á hverjum degi. Standist sú klisja skoðun að hlát- urinn lengi lífið er ekki loku fyrir það skotið að útfararstofur norður í landi sjái fram á verkefnaskort þeg- ar fram líða stundir, a.m.k. ef fólk flykkist í leikhús. Svo mikið var hlegið að Sjeikspírsliðum þessa kvöldstund að sumum fannst nóg um en fólk réð einfaldlega ekki við sig. Að jafnvel séu tekin bakföll af hlátri þegar túlkaðir eru grimmustu harm- leikir sögunnar hlýtur að benda til þess að leikurunum hafi tekist vel upp. Leikstjórinn, Ólafur Egill Egilsson, tók þannig til orða í viðtali við Morgunblaðið fyrir frumsýningu að boðið yrði upp á leiktæknilega flugeldasýningu. „Það er ofboðslega mikill hraði, margar persónur og stokkið úr einu í annað. Verkið býð- ur upp á skemmtilega revíustemn- ingu, því það er ekki bara verið að endursegja söguþráðinn í öllum Shakespeare-leikritunum heldur líka verið að setja þau í samhengi við samtímann og nærumhverfið.“ Þarna er engu logið. Bandaríkjamennirnir þrír, sem sömdu verkið og frumsýndu á leik- listarhátíðinni í Edinborg 1987, þekktu líklega til Thorbjørns Egn- ers og Dýranna í Hálsaskógi en höfðu varla hugmynd um ísbúðina Brynju á Akureyri, hvað þá slíkt ímyndunarafl að sjá fyrir sér að Naustahverfið yrði risið í höfuðstað Norðurlands snemma á 21. öldinni. Eins og nærri má geta hentar ekki allt sem var í upphaflega verk- inu til brúks í dag og því er staðfært, sitthvað sett ofan í skúffu en öðru skeytt við, eins og tíðkast hefur ann- ars staðar í veröldinni þar sem verk- ið hefur verið sett á svið. Það er Vilhjálmur Bergmann Bragason, Villi vandræðaskáld, menntaður í leikritun og leikbók- menntum í heimalandi Shake- speares, sem þýðir verkið og stað- færir. Það er vel gert, eins og annað sem sá ungi maður hefur tekið sér fyrir hendur síðustu misseri. Leikararnir, Sesselía Ólafs- dóttir, Benedikt Karl Gröndal og Jó- hann Axel Ingólfsson, eru þeir sjálf- ir á sviðinu, eins og höfundarnir gerðu ráð fyrir, en bregða síðan á leik sem hinar fjölmörgu persónur Sjeikspírs. Verkið er að hluta til eins konar uppistand því þríeykið hefur samskipti við fólkið í salnum og bregst varla við eins á hverri sýn- ingu. Spuninn er því enn til staðar eins og þegar verkið varð til á sínum tíma. Það gengur prýðilega upp. Leikararnir hafa í nógu að snú- ast enda verkefnið ærið, en þre- menningarnir voru hver öðrum betri. Ef það er hægt; líklega réttara að segja bara að Sesselía, Jóhann og Benedikt voru öll sérlega góð á svið- inu og raunar utan sviðs líka því æv- intýrin berast um víðan völl og áhorfendur fara ekki varhluta af gríninu. Skemmtileg „vitleysa“ Segja má með nokkrum sanni að verk Bandaríkjamannanna þriggja sé bölvuð vitleysa, enda í raun ofsagt að um einhvers konar kynningu á höfundarverki enska meistarans sé að ræða. Gaman- leikjum hans er til að mynda öllum þjappað saman í einn, einfaldlega vegna þess að söguþráðurinn er hvort sem er nánast eins í öllum! Og vitaskuld vegna þess að tíminn er knappur. Ekkert er listamönnunum heil- agt; þeir setja sig sannarlega ekki í mjög hátíðlegar stellingar en öllu gamni fylgir þó einhver alvara. Grunnurinn er snilld en farið er yfir á hundavaði, eins og nærri má geta, snúið út úr og á hvolf en fyrst og fremst er um að ræða afar vel heppnaða skemmtun. Ekki þarf að koma á óvart að þeim tilgangi höf- unda verksins hafi verið náð hvar- vetna þar sem það hefur verið sýnt. Fullyrða má að allir hlæi dátt, sumir hlæja sig máttlausa, muna frábæra kvöldstund en gleyma öllu nema því hve gaman var þegar kom- ið er út í milt vetrarkvöldið. Sumir glugga hins vegar jafnvel í þykka bók þegar heim kemur og gleyma sér. Það er líka gott. » Standist sú klisjaskoðun að hláturinn lengi lífið er ekki loku fyrir það skotið að útfar- arstofur sjái fram á verkefnaskort þegar fram líða stundir » Haldið var upp á tíu ára afmæli Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar ígær á Kex hosteli. Fjallað var um starfsemi skrifstofunnar síðastliðin ár og framtíðarsýn íslenska tónlistargeirans, boðið upp á léttar veitingar og tón- listarmennirnir Hildur, GKR, Special-K og óvæntir gestir komu fram. ÚTÓN fagnaði tíu ára afmæli með veislu á Kex hosteli Ávarp Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Morgunblaðið/Hari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.