Morgunblaðið - 08.03.2018, Page 77
MENNING 77
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
Call me by your name er einþeirra mynda sem berendurtekið á góma þegarrætt er um eftirtektar-
verðustu myndir ársins 2017. Hún
hefur notið mikillar velgengni síðan
hún kom út og fékk m.a. þónokkar
óskarstilnefningar og hreppti hnoss-
ið fyrir besta aðlagaða handritið á
nýafstaðinni hátíð en myndin er að-
lögun á samnefndri bók eftir André
Aciman.
Sagan gerist árið 1983 og segir frá
Elio, 17 ára fransk-bandarískum
pilti, sem býr í stóru húsi á Norður-
Ítalíu ásamt foreldrum sínum. Elio
er listrænn, hann spilar á píanó og
les bækur, en notar tímann líka til að
hanga með vinum og reyna við stelp-
ur. Faðir hans er fornleifafræðingur
og býður til sín bandaríska starfs-
nemanum Oliver til að aðstoða sig
við rannsóknir yfir sumarið. Í fyrstu
þykir Elio ekki mikið til Olivers
koma og finnst hann frekar hallær-
islegur. Þeim verður þó fljótt nokk-
uð vel til vina. Eftir því sem á líður
fer hins vegar ýmislegt að benda til
þess að áhugi Elios risti dýpra.
Hann vill þó ekki vekja grunsemdir
og reynir því að virðast afslappaður
bæði heima fyrir og í vinahópnum.
En það verður sífellt meira freist-
andi að lauma vísbendingum til Oli-
vers. Allur þessi leynilegi dans, þar
sem Oliver og Elio taka hænuskref í
átt að því að segja hug sinn, er mjög
spennandi og nær að hrífa áhorfand-
ann fullkomlega.
Myndin er bæði ástarsaga og upp-
vaxtarsaga, þar sem fyrstu kynni
Elios af ástinni eru í forgrunni. Í
garðinum í kringum húsið er fjöldi
ávaxtatrjáa og aldin þeirra verða að
tákni fyrir hina forboðnu ást. Þegar
Oliver er boðið glas af nýkreistum
apríkósusafa teygar hann safann all-
an í einu, meðan aðrir taka litla sopa.
Hinn forboðni ávöxtur er svo hold-
gerður í skemmtilegu atriði þar sem
Elio beitir ferskju í kynferðislegum
tilgangi.
Aðalleikarnirnir tveir, Armie
Hammer og Timotée Chalamet,
bera myndina uppi. Þeir standa sig
afspyrnuvel og það er sterk kem-
estría á milli þeirra. Sérstaklega
gerir hinn ungi Timotée Chalamet
persónu sinni góð skil.
Lýsingin í myndinni er lág-
stemmd og náttúruleg, auk þess sem
myndin er skotin á filmu og fyrir
vikið er hún afskaplega áferðar-
falleg. Kvikmyndatakan er frábær
en maðurinn á bak við myndavélina
er hinn taílenski Sayombhu Muk-
deeprom sem skaut meistarastykkið
Uncle Boonmee Who can Recall His
Past Lives (2010). Mikið er um lang-
ar tökur með flóknum og mjúkum
myndavélahreyfingum. Kvikmynda-
takan er líka notuð til að skapa mun-
úðarfulla stemningu, myndavélin
leikur eftir sjónarhorn Elios og
myndar Oliver frá lágum vinklum og
beitir brögðum til að sýna hann í
sem allra glæsilegustu ljósi.
Tónlistin er virkilega flott og rím-
ar vel við efni myndarinnar, Elio er
píanóleikari og þorri tónlistarinnar
er píanótónlist. Einnig á tónlistar-
maðurinn Sufjan Stevens nokkur lög
í myndinni, en hann er sívinsæll
meðal unglinga með blómstrandi til-
finningar og angurvær tónlist hans
hentar vel í mynd um fyrstu ástina.
Myndin er í lengra lagi en ég fann
þó ekki fyrir því að hún væri óvenju-
lega löng, þar sem takturinn er jafn
og þéttur. Call me by your name er
falleg, rómantísk og seiðandi og telst
svo sannarlega til betri mynda síð-
asta árs.
Seiðandi Call me by your name er falleg, rómantísk og seiðandi og telst til betri mynda síðasta árs, að mati rýnis.
Sumarást
Bíó Paradís
Call me by your name bbbbn
Leikstjórn: Luca Guadagnino. Handrit:
James Ivory. Kvikmyndataka:
Sayombhu Mukdeeprom. Klipping:
Walter Fasano. Leikarar: Armie Hammer
og Timotée Chalamet. Ítalía og Banda-
ríkin, 2017. 132 mín.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Matti og Auður.
Guðrún Björk, framkvæmdarstjóri STEF, Erla Rún og María Rut.
Haraldur Leví og Jóhann Ágúst Jóhannsson.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Lau 28/4 kl. 20:00 25. s
Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s
Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Fim 3/5 kl. 20:00 27. s
Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s
Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s
Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s
Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Þri 8/5 kl. 20:00 31. s
Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s
Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Lau 12/5 kl. 16:00 34. s
Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s
Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 9/3 kl. 20:00 135. s Lau 17/3 kl. 20:00 138. s Mið 12/9 kl. 20:00 141. s
Lau 10/3 kl. 20:00 136. s Fös 7/9 kl. 20:00 139. s Fim 13/9 kl. 20:00 142. s
Sun 11/3 kl. 20:00 137. s Sun 9/9 kl. 20:00 140. s Sun 16/9 kl. 20:00 143. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fim 8/3 kl. 20:00 58. s Lau 10/3 kl. 20:00 60. s
Fös 9/3 kl. 20:00 59. s Sun 11/3 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu aukasýningar komnar í sölu.
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Sun 29/4 kl. 20:00 10. s
Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Mið 2/5 kl. 20:00 11. s
Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s
Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 13. s
Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 14. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s
Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s
Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s
Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s
Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s
Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn
Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka
Lau 10/3 kl. 16:00 5.sýn Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn
Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn
Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn
Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn
Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Fim 15/3 kl. 19:30 Auka Fös 16/3 kl. 19:30 Síðustu
Síðustu sýningar komnar í sölu
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 11/3 kl. 13:00 Síðustu
Síðustu sýningar komnar í sölu
Faðirinn (Kassinn)
Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 28.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 30.sýn
Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 29.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 31.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Efi (Kassinn)
Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn Mið 21/3 kl. 19:30 20.sýn
Sun 11/3 kl. 19:30 Auka Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn Fim 22/3 kl. 19:30 21.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !
Ég get (Kúlan)
Sun 11/3 kl. 13:00 14.sýn Sun 18/3 kl. 13:00 15.sýn Sun 25/3 kl. 13:00 Síðasta
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00
Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 18/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 8/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 22:30 Lau 10/3 kl. 22:30
Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Atvinnublað alla laugardaga
mbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?