Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 18
Charles og Ray Eames hönnuðu
fjöldann allan af vel heppnuðum hús-
gögnum sem þykja enn í dag nútíma-
leg og falleg. Plaststóllinn þeirra endurspegl-
aði hugmyndafræði hjónanna einkar vel, en
það vakti fyrir þeim að búa til stól sem væri í
senn fallegur og ódýr, sem allir ættu að
hafa efni á. Úr varð að gera setu úr
plasti, sem myndi ekki kosta mikið að
fjöldaframleiða, og láta hana sitja á
fíngerðum teinum til að gefa hús-
gagninu meiri léttleika. Kosturinn
við plastið er að það getur haft nánast hvaða lit sem er,
og jafnvel ef gulur verður fyrir valinu þarf bara að renna
yfir stólbakið rökum klút til að fjarlægja óhreinindi.
Gulur plaststóll
eftir Eames
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
Ómótstæðileg egg og gul
geggjun fyrir páskana
Acqua di Parma
Colonia Pura
Þegar kemur að vor-
legum ilmum má stóla á
Acqua di Parma. Skemmir
ekki fyrir að guli lit-
urinn fær að njóta sín
á umbúðunum og
gerir hvaða baðher-
bergisskáp sem er
páskalegri. Colonia
Pura-ilmurinn bættist
nýlega við úrvalið; leik-
andi léttur og bjartur,
með kröftugum sí-
trónutónum og upplagður fyrir þá sem vilja
mæta hækkandi sól með ilm við hæfi.
Súkkulaði-gosbrunnur
frá Tristar Þennan sígilda danska hæg-indastól þarf varla að kynna
lesendum Morgunblaðsins.
Egglaga formið er fram-
úrstefnulegt en passar samt í
flest rými, og skemmir ekki
fyrir að flestum þykir stóllinn
fjarska þægilegur.
Það má alveg örugglega fá
Eggið með gulu áklæði, en hætt
við að mundi ganga erfiðlega að
halda því hreinu. Í staðinn má
t.d. velja ljósbrúnt leður, eins og
á stólnum á myndinni.
Eggið, og önnur húsgögn eftir
Arne Jacobsen, má fá hjá Epal.
Eggið eftir
Arne Jacobsen
Guli skórinn frá Timberland
Sagt er að þessi vinsæli
kuldaskór frá Timberland
sé sá skór sem fatafals-
arar eru hrifnastir af að
herma eftir. En upp-
runalega varan er vita-
skuld best, heldur tásl-
unum hlýjum og lífgar
um leið upp á hversdag-
inn með skærum litnum.
Guli kuldaskórinn er jafn
klassískur í dag og þegar
hann kom fyrst á markað
árið 1973, og kjörinn í
páskalega gönguferð í
góða vorveðrinu.
Flestir eru á svo miklum þönum á morgnana að þeir verða
að gera sér að góðu morgunverð sem hella má í skál í
hvelli, eða jafnvel kjamsa á beint út úr ísskápnum. En á
rólegu dögunum er gott að nostra við morgunverð-
inn, og fá sér þó ekki væri nema eitt soðið egg. Þeir
sem vilja fara alla leið í eggjaátinu ættu að skoða
þennan eggjabikar frá Asprey. Um er að ræða
sett, með bæði bikar og skeið, sem búið er að
skreyta með skemmtilegum smáatriðum
eins og litlum ungafótum. Bæði hafa ver-
ið húðuð með silfri, og að auki er
búið að gylla skeiðina. Fæst hjá
MrPorter.com á 780 dali.
Eggjabikar frá Asprey
Á þessum tíma árs hafa margir það fyrir sið
að lífga upp á heimili sín með einhverju gulu
og páskalegu. Sumir taka fram úr geymslunni
kassa fullan af gömlum páskaeggja-ungum
með hatta í öllum regnbogans litum, á meðan
aðrir dusta rykið af pappírs- og postulíns-
skrauti í formi eggja og héra. En það má gera
heimilið páskalegt á fleiri vegu, og ef að er gáð
er enginn skortur á eigulegum heimilisbúnaði
sem ætti að falla vel að páskaþemanu.
ai@mbl.is
Súkkulaði, súkkulaði og meira súkkulaði. Það
kemst enginn í gegnum páskana án þess að
klára eins og eitt súkkulaðiegg, og gott ef
sumir þurfa ekki hreinlega að fá sér
súkkulaðibita með hverri máltíð.
Ef að fólki þykir vanta meira
súkkulaði í lífið þá er upplagt að
fjárfesta í Tristar súkku-
laðigosbrunni. Mætti jafnvel, þó það
sé nánast syndsamlegt, athuga hvort
það kemur vel út að setja páskaeggja-
molana undir bununa og fá sér súkku-
laðihúðað súkkulaði.
Með súkkulaðigosbrunn við höndina
er raunar ekkert sem ekki er hægt að
súkkulaði-væða, hvort sem fyrir valinu
verða ávaxtabitar og ber, sykurpúðar,
kökubitar eða karamella.
Tristar gosbrunnurinn fæst hjá Rafha
á 2.990 kr.
Það er til nóg af fagur-
gulum pennum, og
jafnvel pennum úr
heiðgulu skíragulli. En
gult blek er ekki auð-
velt að finna. Þeir sem
vilja nota páskana til að
munda lindarpennann,
æfa skrautskriftina, og
senda ástvinum hátíðlegt bréf eða kort ættu að fjárfesta í eins
og 30 ml. af gulu bleki frá Montblanc. Blekið er ekki skærtgult
heldur hefur á sér dökkt og gullið yfirbragð, og er því vel læsi-
legt á hvítum pappír. Gula blekið fer örugglega best með sér-
hönnuðu bréfsefni frá Reykjavik LetterPress. Gula blekið má
finna hjá Amazon á 19 dali.
Gult blek frá
Montblanc
)553 1620
Lauga-ás hefur
frá 1979 boðið
viðskiptavinum
sínum upp á úrval
af réttum þar sem
hráefni, þekking
og íslenskar
hefðir hafa verið
höfð að leiðarljósi.
Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
laugaas@laugaas.is • laugaas.is
Við bjóðum m.a. upp á:
Súpur
Grænmetisrétti
Pastarétti
Fiskrétti
Kjötrétti
Hamborgara
Samlokur
Barnamatseðil
Eftirrétti